Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. júlí 1965 MORGUNBLADID 3 — ÉG TRÚI því varla enn- þá, aö Susanne Reith sé komin á flot, sagöi Krist- björn Þórarinsson, kafari, þegar við hittum hann að máli í gær, til þess að spyrj ast fyrir um hans þátt að björgunarstarfinu. I’egar unnið var að því að bjarga framhluta skipsins, þar sem hann lá á strandstað á Kotflúð við Raufarhöfn, mæddi björgunarstarfið mest á Kristbirni, enda er starf hans í sambandi við björgun skipsins talið hreinasta þrekvirki. Björg unarstarfið stóð yfir frá 24. apríl til 18. júlí. Aðstæð- ur voru allar hinar erfið- ustu; hafís og kaldur sjór, grútur í sjónum, svo að ekki sá úr augum, hreyfing á sjónum vegna óhagstæðr Kristbjörn Þprarinsson, kafari, ásamt aðstoðarmanni sínum. Myndin er tekin í Kópavogi, þegar Kristbjörn var þar við köfun. .— Þessu næst voru sett þil í framlestina eða vatnsþétt skilrúm og þurfti þá fyrst að rífa burt hlífðarplanka á dekki og hreinsa síðan end- ann, þár sem skilrúmin áttu að koma niður, því að dekkið þurfti að vera hreint. Þá var hafizt handa um að dæla til þess að vita, hvort skipið flyti. Það fór út um þúfur hvað eftir annað. Við þurft- um að taka þil úr 7 sinnum og steypa á ný, þar til um 30 tonn af steypu voru komin yfir rennusteininn, en hann er til hliðar við botntankana út af siðunu'm. Steypuna flutt urn við frá bryggju í öðrum björgunarbátnum frá Sús- önnu. Það var ekki fyrr en annan hvítasunnudag að Sús- anna lyftist, og þá létti okkur mikið. Framhlutinn var þá færður upp á grynningar, en afturhlutinn var áður kominn inn í höfnina, eins og kunnugt er. Og þá"var komið að því að fella partana saman. Þá þurfti að skera af allar misfellur, en til þess notaði ég logsuðutæki, sem sérstaklega eru gerð til þess að brenna neðansjávar. Erfiðasta þátt björgunar- innar kvað Kristbjörn hafa verið að komast að skilrúmum og botninum sjálfum, til þess að geta skorið, en botninn yar hólfaður í tanka og þurfti fyrst að skera tankdekkið of an af til þess að unnt væri að Erfitt verk var farsællega til lykta leitt ar veðráttu og oft lítið at- hafnarými. Kristbjörn hefur stundað köfun frá því 1955, en hann komst fyrst í kynni við þetta starf, þegar hann vann hjá Björgun h.f. árin 1850 til 1952. Hann hefur sinnt ótal mörg- um og ólíkum verkefnum, en helzt þó við bryggjugerðir. — Dýpst hefur hann kafað 44 metra við Vestmannaeyjar, þegar hann vann að staðsetn- ingu á sæsímastrengnum í land. í köfunarferðum sínum við björgun Susönnu Reith var Kristbjörn oftast í íroskbún- ingi, svokölluðum gúmmíbún ingi, en innan undir honum voru prjónaföt. Segist hann oft hafa fundið til kulda, enda var sjórinn oft og tíðum und ir frostmarki. Hann þurfti oft að dvelja lengi niðri í sjónum, þar sem yfirleitt var steypt í einum áfanga sem steypa þurfti — og þá þurfti hann að vera lengst af niðri. Einnig notaði Kristbjörn hjálmkaf- arabúning, en þótt slíkir bún ingar séu um 90 kíló að þyngd eru þeir fisléttir að sögn hans. Andrúmsloft fékk hann ýmist" frá kútum eða loftdælu, sem staðsett var á skipinu. Tveir menn voru Kristbirni til að- stoðar, en lengst af voru 11 menn að störfum við björgun ina. — Það var ekki beint upp- örvandi, sagði Kristbjörn, þegar við byrjuðum að vinna við að lyfta framhluta skips- ins 24. apríl sl., því að þá var allt fullt af hafís. Starfið mið aði fyrst að því að lyfta fram hluta skipsins, en skemmdir á honum voru meiri en við bjuggumst upphaflega við. Til þess að þétta skipið, steyptum við í botninn, en það reynd- ist mjög erfitt, því að steyp an harðnaði illa í kuldanum. athfafna sig. Ekki var hægt að koma því við að vera í kaf arabúningi, og varð hann því að nota froskbúninginn. Niður á botninn voru 80 sentimetrar og bilið á milli styrktarbanda í tankinum var 60 sentimetr- ar, þannig að við minnstu hreyfingu rifnaði búningur- inn. Má þvi segja, að athafna- pláss Kristbjarnar hafi verið eins og minni háttar fataskáp ur. Þar á ofan bættist, að þebta starf var að mestu leyti unnið í myrkri, því að í sjón um var grútur frá Síldarverk- smiðjunni, sem er þarna á næsta leiti. A annan dag hvítasunnu bar björgunarstarfið árangur og Susanna Reith lyftist úr sjó. Öllum, sem til þekkja, ber saman* um það, að þrek Knst bjarnar og áræði hafi ráðið mestu um, hve giftusamlega björgunarstarfið tókst. STAKSIIIMAR Vatnsleysi í ánum helzta orsðk dræmrar laxveiði EINS og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu, hefur lax gengið 6eint í flestar ár landsins, og veiði verið fádæma lítil. í gær faafði blaðið tal . af Axel Aspe- lund, kaupmanrú, sem er í stjórn S.V.F.R., og spurðist fyrir hvern- ig veiði væri í þeim ám, er félag- ið hefði yfir að ráða. Um Elliðaárnar sagði Axel, að í þær væri mikill lax genginn, en hann tæki mjög illa, eflaust vegna vatnsleysis. Þá hefðu menn íengið allt upp í 14 laxa núna síðustu daga, þegar bezt léti. Veiði í Leirvogsá hefði ver- ið engin lengi vel framan af, en á sunnudag sl. hefðu fyrstu 10 laxarnir komið upp á tvær stang Ú'- Axel kvað veiði í Laxá í Kjós hafa verið mjög jafna undan- farna daga og þar hefðu komið á milli 10 og 20 laxar á dag. Veiði í Grímsá væri nú farin að skána mjög en þar hefði verið mjög lé- leg framan af. Væri mikill fisk- ur í ánni og þriggja daga hópar þar, fengið 15 til 22 laxa undan- farið. Um Norðurá sagði Axel, að þar hefði sjaldan verið eins slök veiði og nú. Þar eru nú komnir á land rúmlega 350 lax- ar, en mjög lítið vatn er í ánni og laxinn tekur illa. Þá fékk síð- asti hópur, sem þar var rúmlega 40 laxa. Þá kvað hann veiði í öllum Norðurlandsánum hafa verið fá- dæma lélega í sumar og myndu menn vart eftir öðru eins. Væru allar ár þax mjög vatnslitlar. Sömu sögu væri að segja um Stóru-Laxá í Hreppum, hún væri laxlaus vegna mikils vatnsleys- is og hafði hann það eftir bónda einum, sem búið hefur þar skammt frá í 35 ár, að hann myndi ekki eftir henni jafn vatnslítilli. Að lokum sagði Axel að sífellt bæri meira á því, að menn hyrfu frá laxveiðinni yfir í silungsveiðina í vötnunum, og vséri það ef til vill vegna þess hve lyefin væru orðin dýr í lax- veiðiám hér. Þá hefur blaðið það eftir öðr- um heimildum, að veiði hafi ver- ið með ágætum í Langá undan- farið, nema að um helgina var þar fremur dræm veiði en aftur á móti ágæt veiði í gær. Áin er þó mjög vatnslítil vegna langvarandi þurrka en þá eru nú komnir upp á annað hundrað laxar. Einnig hefur blað ið fregnað að reitingsveiði hafi verið í Ölfusá undanfarið, en stór ganga kom í ánna fyrir skömmu, og er nú mikill fiskur í ánni. Vatn er þó með allra minnsta móti í henni. Hefur ver- ið góð veiði í net en minni á stöng. Sjómannastofa opfnuð í IXIeskaupstað Neskaupstað, 20. júlí: — í GÆR var opnað hér sjómanna- heimili. Er það í húsnæði því, sem áður voru skrifstofur bæjar ins. Hefur undanfarið verið unn ið þar að breytingum og er nú orðið mjög vistlegt og má búast við að sjómönnum þyki þar gott að koma, því að sjómannastofu hefur vantað hér mjög tilfinnan- lega. Mun þetta vera eina sjó- mannaheimilið á Austfjörðum fyrir islenzka sjómenn. Kaup og kjör f nýútkomnu hefti tímaritsina „Frjálsrar Verzlunar“ hirtist ritstjórnargrein um kaup og kjör og segir þar: „Einn af eðlisþáttum frjáls efnahagskerfis eru samningar vinnuveitenda og launþega um kaup og kjör. Þessir aðiljar telja að vonum samningsréttinn mikila virði. Slíkum rétti fylgja og skyldur gagnvart þjóðfélagina og þá fyrst og fremst skyldan til þess að reyna til hlítar hverju sinni að ná samkomulagi og jafna ágreining, án þess að til vinnustöðvunar komi. Þá er það og veigamikið atriði, að kaup og kjör miðist við efnahagslegt þol þjóðfélagsins, annars vegar og kaup sé ekki hækkað meira en greiðslugeta og samkeppnis- hæfni framleiðsluatvinnuveganna á erlendum markaði standa und- ir, og á hinn bóginn, að launþeg ar verði aðnjótandi þeirra kjara bóta, sem aukin framleiðni og góð viðskiptakjör kunna að geta veitt.“ Samið um annað en beint kaupgjald f fyrmefndri ritstjórnargrein „Frjálsrar Verzlunar“ segir eina ig: „Upphaflega voru kjarasamn- ingar fyrst og fremst og raunav nær einvörðungu kaupsamningar* Síðan hefur þetta breytzt og era slíkir samningar nú fremur al- mennir kjarasamningar þar sent um marga hluti aðra en beint kaupgjald er samið. Launþegar og ekki sízt verkamenn hafa fengið reynslu af því að hátt kaupgjald er ekki það, sem mestu ræður um lífskjör þeirra, heldur raungildi launa þeirra og vinnutimi. Á þessum staðreynd- um er 'vaxandi skilningur hjá al- menningi í landinu.“ Báðum aðilum til hagsbóta „Æskilegt væri, að þessara sjónarmiða gætti ríkara mæll við þá almennu kaup- og kjara- samninga, sem nú standa yfir. Augljós eru nokkur atriði, sem þar þarf sérstaklega að taka gaumgæfilegrar meðferðar. 1. Aukin ákvæðisvinna. 2. Stytting vinnutima. s 3. Meiri vinnuhagræðing. 4. Breyting á töxtum fyrir dag vinnu annars vegar og yfirvinna hins vegar, svo að unnt væri að stytta daglegan vinnutíma hing almenna verkamanns. Sjálfsagt kemur þarna margt fleira til athugunar og ljóst verð ur báðum aðiljum að vera, að hagræðing á þessu sviði getur ekki komið einum aðiljanum til hagsbóta, heldur verða báðir að hafa nokkuð' gott af því heildar- kerfi, sem um semst og öruggt er, að einhliða kauphækkun mundi aðeins koma báðum i koll áður en um lyki. Væri þá verr farið en heima setið.“ I mótsögn við sjálfan sig Vísir ræðir í forustugrein i gær um tvískinnungshátt for- manns Framsóknarflokksins og vitnar í fjárlagaræðu Eysteins 1954, en þá hafði hann ólíkar skoðanir á fjármálum ríkisins frá því, sem hann predikar nú. Vísir spyr hvað valdi skoðanaskiptum Eysteins og segir: „Árið 1954 var Eysteinn ráðherra og talaði eins og ábyrgur stjórnmálamaður. Nú er hann í stjórnarandstöðu og finnst hann þurfa að vera á móti öllu, sem ríkisstjórnin gerir, hversu átakanlega sem hann verður með því, að fara í mót- sögn við sjálfan sig.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.