Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 24
IMiMgtittltfftfeför 162. tbl. — Miðvikudagur 21. júlí 1965. Helmingi útbreiddara en nokkuit annaö íslenzkt blað Árekstrar og tvær bíl- veltur í Borgarfirði K. B. Andersen, kennslumála ráðherra Danmerkur og Gylfi Þ. Gísla.son, menntamálaráðherra, ásamt konum þeirra á Heykja- víkurflugvelli í gærkvöldi. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Hefi ekki áhyggjur af málalokum — segir K. B. Andersen kennslumála- rábherra Dana, sem nú er sfaddur hér MEÐAL farþega frá Kaup- mannahöfn með Gullfaxa FÍ í gærkvöldi var K.B. Ander- sen, kennslumálaráðherra Dan merkur, og kona hans, en ráð- herrann er liingað komintn til að vera viðstaddur Norræna skólamótið, sem hér verður sett á fimmtudagsmorgun. — Gylfi Þ.Gíslason, menntamála ráðherra og frú, tóku á móti dönsku ráðherrah jónunum á Keykjavíkurflugvelli. Fréttamaður Mbl. náði sem snöggvast tali af K.B. Ander- sen í gærkvöldi, en á ráðu- neyti hans hefur hvað mestur eldur brunnið í Danmörku vegna handritamálsins, svo sem kunnugt er. Hann kvað ekki annað um handritamálið að segja nú, en að afhendingarfrumvarpið hefði sem betur fór verið sam þykkt með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða í danska þing- inu. Nú yrði að bíða átekta og sjá hversu lykt- aði málaferlum þeim, sem Árnasafnsnefnd stæði í við ráðuneytið. Hinsvegar hefði samningurinn um afhending- una verið undirritaður af kennslumálaráðherra Dan- merkur og sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, eins og kunnugt væri, og jafnskjótt og málaferlum væri lokið, mundi afhending hefjast. Var ekki að heyra á ráðherranum að hann væri í miklum vafa um niðurstöður dómstólanna, og er hann var sérstaklega um það atriði spurður,sagði hann: „Það er að sjálfsögðu ekki hægt að segja með fullri vissu til um niðurstöður dómstól- anna. Men jeg er ikkenervös." Dönsku ráðherrahjónin halda •utan á mánudag. Fréttin uppspuni einn — segir Halldór Laxness EINS og sagt var í frétt á for- síðu Mbl. í gær, skýrði dagblaðið „Land og folk“, málgagn komm- únista í Danmörku svo frá sl. sunnudag, að unnið sé að því á íslandi að undirbúa framboð Halldórs Laxness við næstu forsetakosningar á íslandi. Morg- únblaðið átti í gær samtal við Halldór og kvaðst hann engan grun hafa um það, hvaðan blaðið hafi heimildir sínar enda væri þettá uppspuni einn. „Fregnin er algerlega úr lausu lofti gripin“, sagði Halldór Lax- ness.“ Ég hef aldrei' heyrt á þetta minnzt og því síður dottið slikt framboð í hug. Hvernig stendur á slíkri fregn í blaði í framandi landi er mér alveg óskiljanlegt. Þetta er kjafta- gangur, sem hvorki kemur mér við né hef ég neinn áhuga á hon- um. Það hringdi til mín stúlka frá danska blaðinu Information í gærkyöldi og tók að spyrja mig um þetta mál. Ég sagði henni. að hún væri nær uppsprettu frétt- arinnar en ég, enda hefði ég ekkert samband við þetta blað, „Land og folk.“ itaiiaor amess. í Borgarfirði og tvær bilveltur. Á föstudagskvöld valt VW-bif- reið út af veginum við Skarðs- læk. Við Síkisbrýr varð árekstur, og harður árekstur varð í Galtar- holtstungu skammt frá Galtar- holti. Þar rákust saman vörubill úr Borgarnesi og stór vöruflutn- ingabíll frá Akureyri og urðu töluverðar skemmdir á Akureyr- arbilnum, þar sem pallhorn vöru bilsins reif aftan af húsi vöru- flutningabílsins. Á sunnudagskvöld. varð árekst ur á svonefndu Hvammsleiti í Norðurárdal, þar sem mjög oft hafa orðið slæmir árekstrar áður. Rétt fyrir hádegi í dag valt bíll skammt frá Bifröst í Borg- arfirði. Var það Cortina-bíll og skemmdist talsvert. Mikil umferð var í héraðinu um helgina, þar sem fjórðungs- mót hestamanna var haldið 1 Faxaiborg. — H. í höfuðið BORGARNESI, 20. júlí — Frá því á föstudagskvöld og þar til í dag haía orðið þrír árekstrar Fékk vírstroffu Þoka á uiiðuuuui Landa sildinni í Reykjavík vegna verkfalls ■ Vestmannaeyjum í SKÝRSLU Fiskifélágsins um sildveiðarnar á mánudag og að- faranótt þriðjudags segir, að veð- ur hafi verið gott á miðunum, en svartaþoka. Skipin voru eink- um að veiðum nyrzt á Gerpis- flaki og sunnan til í Norðfjarðar- dýpi, 40—50 mílur frá landi. Alls tilkynntu 32 skip um afla, sam- tals 14.970 mál og tunnur. Mestan afla höfðu: Bjartur NK 1400 mál og tunnur, Ögri RE 920 mál og tunnur, Jón Kjartansson 800 mál og Óskar Halldórsson RE 800 mál. Lítil veiði var í gærdag. TOLF síldarbátar, sem stund- að hafa veiðar fyrir sunnan land, komu til Reykjavíkur í gær með afla sinn til löndun- ar, þar eð síldarverksmiðjur í Vestmannaeyjum taka ekki á móti síld vegna vinnudeil- unnar, sem þar stendur yfir. Síldin, sem bátarnir komu með, er sumargotsíld. Togara afgreiðslan sá um löndun úr bátunum,. sem lögðust við Faxagarð og Ingólfsgarð. Eftir talin skip komu með síld til Reykjavíkur í gær: Engey með 1400 mál, Gulltoppur 1100, Mars 1100, Huginn II 1400, Kópur 200, Stapaf°U 1300, Ágústa 1200, Sigurður 1100, Ásgeir 700, Gullborg 1100 og ísleifur boðaði komu sína með 2000 mál. Þá kom hingað einnig Ófeigur III, en ekki var vitað nákvæmlega um aflamagn hans. Síldin fer til bræðslu í fiskimjölsverk- smiðjuna á Kletti, en tveir bát ar lönduðu til Faxaverksmiðj unnar. í GÆRKVÖLDI kl. 21.18, var sjúkrabifreið kvödd að mb. And- vara við Grandagarð, en þar hafði einn skipverja fengið vír- stroffu í höfuðið og skaddazt í andliti. Skipverjinn, Sigurjón Gíslason, var fluttur í Slysavarð stofuna. Meiðsli hans voru ekki fullkunn. Síldinni Iandað úr Gulltoppi. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.) Stal 10-15 þús. á Flúðum LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum hefur í gæzluvarðhaldi tvítugan pilt, sem viðurkennt hefur að hafa stolið 10—15 þús. krónum í félagsheimilinu að Flúðum að- faranótt sl. sunnudags. Var pilt urinn handtekinn í gærmorgun, er hann var grunaður um að hafa stolið peningum af sofandi manni um borð í Herjólfi í Vest mannaeyjahöfn. — Viðurkenndi hann þjófnaðina og er grunaður um fleiri afbrot. í gærmorgun var kært til lög- reglunnar í Vestmannaeyjum vegna þjófnaðar, sem framinn var um borð í Herjólfi í íyrri- nótt. Hafði 7—800 krónum verið stolið frá sofandi manni. Tók lögreglan í gæzlu sína tvítugan pilt, er grunaður var um að hafa stolið peningunum. Viðurkenndi hann stuldinn. Við nánari yfirheyrzlu kom og í ljós, að piltur þessi hafði að- faranótt sunnudags stolið 10—15 þús. krónum í félagsheimilinu að Flúðum í Hrunamannahreppi. Hafði hann komizt inn í her- bergi í félagsheimilinu, þar sem tekjur af veitingasölu á dans- leik, sem haldinn var um kvöld- ið, voru geymdar. Er menn söknuðu fjárins var pilturinn á leið til Reykjavíkur eða kominn'þangað, en lögreglan á Selfossi tilkynnti Vestmanna- eyjalögreglunni um þjófnað þenn an og jafnframt, að umræddur piltur lægi undir grun. Við yfir- heyrslu í Vestmannaeyjum viður kenndi hann þennan þjófnað einnig, en peningunum hafði hann öllum sóað hér í Reykja- vík. Pilturinn er grunaður um enn fleiri afbrot og er mál hans i rannsókn. Hann er skipverji á báti, sem leggur upp í Eyjum, ea er ekki búsettur þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.