Morgunblaðið - 01.08.1965, Page 12

Morgunblaðið - 01.08.1965, Page 12
12 MORGUNBLAÐID Simrradagrar 1. ágúst 1965 Slökkvíliðið í Rvík heimsött Á slökkvistöðinni við Tjarn- argötu bíður hópur manna nótt sem nýtan dag eftir hjálpar- beiðni þess, sem kynni að (þarfnast aðstoðar þeirra. Komi upp eldur eða verði slys kem- ur til kasta þessarra manna' og þá víla þeir ekki fyrir sér að stofna eigin lífi í hættu geti það orðið öðrum til hjálpar. Þetta er starf þeirra, sem í slökkviliðinu eru. Við heimsótt um piltana tvisvar nú á dögun- um. I fyrra skiptið vorum við svo heppnir að hitta á útkall og varð því minna úr samræð- um. Við vorum varla komnir inn úr dyrunum fyrr en há og hvell bjalla ómaði um alla stöðina. Uppi varð fótur og fit og áður en varði var allur bifreiðakostur stöðvarinnar, slökkvi- og sjúkrabifreiðir, kominn á leið út á flugvöll, þangað sem væntanleg var flug vél með skemmt nefhjól. Við eltum fyrir forvitnisakir. Þegar út á flugvöll kom hafði flugvallarslökkviliðið þegar tekið sér stöðu vestan flugbrautarinnar, sem vélin átti að lenda á. Reykjavíkur- liðið tók sér því stöðu and- spaenis vallarliðinu og nú var beðið með óþreyju þess, sem verða vildi. Menn skimuðu upp í loftið eftir hinni löskuðu vél, sem sögð var hafa tvo farþega innanborðs og ekki var laust við að menn væru kvíðablandn ir á svip. En skyndilega kom boð um talstöð eins slökkvi bílsins, sem sagði, að vélin væri lent heilu og höldnu nokkru vestar á vellinum rétt hjá þeim stað er vallarliðið var á. Allir vörpuðu öndinni létt- ar. Brunaverðir stigu á farar- skjóta sína og héldu til síns heima. Við fórum hins vegar að huga að flugvélinni, sem virtist furðu lítið skemmd. Okkur verður ljóst við þessi stuttu kynni af starfi bruna- varða að oft fer betur en. á horfðist í fyrstu og að skáta- boðorðið „vertu vibúinn" gæti eins átt við brunaverði. . í síðara' skiptið sem við komum í heimsókn voru þeir Sveinn Ólafsson varðstjóri, Þorkell Guðmundsson og Ottó Jónasson að fara yfir viku lega skoðun, sem gerð er á bifreiðum stöðvarinnar. Við leggjum við hlustirnar. — Slöngu- og barkasigti, þau eru á þristinum?, spyr Sveinn og þeir Ottó og þorkell sam- sinna því. — Einsoghálftommu slöngu- bútur, kúbein fjögur, hurðar- brjótur, sleggja........? Og hann merkir við hvern hlut, sem á spjaldinu stendur. Allt virðist vera í lagi með þrist- inn, en það skilst okkur, að sé bifreið númer þrjú. Þegar þeir hafa lokið upp- talingunni tökum við Svein tali og spyrjum hann, hvort þessi talning fari oft fram. — Ef bifreiðarnar eru ekki hreyfðar alla vikuna, fer skoð- unin vikulega fram. Annars fer hún ávallt fram að afloknu út- kalli, því að þá ruglast þetta allt saman. Upplýsingarnar, sem við skrásetjum á þessi spjöld fær svo varaslökkviliðs- stjóri, Gunnar Sigurðsson, sem athugar þau og ber saman, hvort ekki sé allt í lagi. Myndin sýnir líkan af nýju slökkvistöðinni. Efst til hægri sést turn, Slöngur munu hins vegar þurrkaðar með loftblæstri. Litla afhýsið að götunni er klefi vaktmanrus. — Hvernig skiptast vaktir hjá ykkur? spyrjum við. — Það eru fjórskiptar vakt- ir. Næturvakt, morgunvakt, dagvakt og svo frívakt. Nætur- vaktin er lengst eða 10 tímar, en morgun- og dagvakt er 7 tímar hvor um sig. Þeim er hagað þannig, að við erum tvisvar á næturvakt í hverri viku, tvisvar á dagvakt og tvisvar á morgunvakt. Svo er- um við á frívakt í tvo daga á eftir. Þessi vaktaskipting byrj- aði fyrir einu og hálfu ári og er mikil bót frá því sem áður var. Áður var næturvakt- in mjög þreytandi, þá stóð hún í hálfan mánuð. — Hlakkið þið ekki til að flytja í nýju stöðina? segjum við. — Það verður að sjálfsögðu mikill munur frá því sem nú er, en anzi er ég hræddur um Nýja slökkvistöðin í byggingu. sem ætlaður er til æfinga. — á þeirri hlið hússins, er snýr að sumir okkar muni sakna Tjarnarinnar. Okkur er nú boðið að drekka kaffi með þeim félögum. Þegar mönnum er farið að líða vel af kaffinu, spyrjum við, hvort þeir hafi ekki frá einlhverju sérstæðu að segja. —■ Ég man nú ekki eftir neinu sérstöku, segir varðstjór inn, þetta er nú svo óskaplega líkt hvað öðru. Það væri helzt ísagabruninn, og allir við kaffi borðið samsinna því. — Þegar við vorum kvaddir út þetta kvöld um 11 leytið, sagði ég við strákana, að við skyldum fara með allt drasl- ið. Á leiðinni vorum við að reyna að taka eftir reyk eða einhverju, sem bent gæti til þess, hve mikill eldsvoði þetta væri. Við sáum ekkert, svo að ég segi við þann, sem sat vi hlið mér í bílnum, að þetta hljóti að vera einhver vitleysa, það sé ekkert að sjá. Ég hafði ekki fyrr sleppt orðinu, eu Frahald á bls. 22. Vii þurfum ai komast á brunastai á 5 mínútum — segir Valgarð Thoroddsen slökkviliðsstjóri Svo sem kunnugt er af frétt um er verið að reisa nýja slökkvistöð fyrir Reykjavík í norðanverðri Öskjuhlíð. Morg unblaðið hitti að máli slökkvi lisstjóra Valgarð Thoroddsen og spurði hann, hvernig þessu verki liði og hvenær nýja stöðin yrði tilbúin. — Við vonumst til að nýja slökkvistöðin verði tilbúin snemma á næsta vori. Þetta verur aðalslökkvistöð fyrir borgina, en frá henni er hins vegar, all langt á ýmsa staði í borginni. Við megum ekki gera ráð fyrir meiri fresti, en fimm mínútum frá því, er /ið fáum tilkynningu um eldsvoða eða slys og þar til /ið komum á staðinn. Með þeim hraða, sem forsvaranleg ur er hér í borginni mun þetta því ekki takast, nema komi sé upp hverfisstöðvum, sem ákveðið er að verði þrjár. Ein fyrir Vesturbæinn nálægt . Eiðsgranda, þannig að unnt yrði að ná til Sel- tjarnarness og hafnarinnar. Aðra í Kleppsholti, þar sem mjög mikið er um nýbygging ar og hin nýja höfn mun koma. Sú þriðja mun svo verða í Kópavogi Þegar þetta er komið á laggirnar leggst gamla stöðin niður, sem er á mjög óþægilegum stað, vegna aðkeyrslu og annarra samgangna við stöðina. — Hvaða aðilar kosta rekst ur slökkviliðsins? — Nýlega hafa tekist samn ingar með Reykjavikurborg og nágrannasveitarfélögum hennar, Kópavog, Seltjarnar- neshrepp og Mosfellssveit um að slökkvistöðin í Reykjavík annist öll brunavarnarstörí fyrir þessi sveitarfélög. Greiða þau allan kostnað í hlutfalli við íbúatölu og brunabótarmat eftir ákveðn- um reglum. Áður fyrr arm- aðist Reykjavíkurborg slökkvistörf fyrir þessi þrjú sveitarfélög eftir reikningi. — Hvert er hlutverk slökkviliðsins? — Hlutverk slökkviliðsins er að sjálfsögðu að slökkva elda svo og að hafa eftirlit með byggingum til þess að hindra eldsupptök. Við til- komu nýju slökkvistöðvar- innar er ráðgert að fyrir- komulagið verði þannig, að samband sé milli hverfa- stöðvanna og stöðvarinnar sjálfrar. Ákveðið hefur ver- ið að hætta við brunaboðana, en setja í þeirra stað upp neyð arsíma á ýmsum stöðum í bænum. Þessir neyðarsímar verða þannig, að um leið og og hurðin á þeim er opnuð kviknar ljós á slökkvistöð- inni og síminn fær sjálfkrafa Valgarð Thorodssen. samband við stöðina. Þessa síma mun að sjálfsögðu bæði unnt að nota sem bruna- og slysaboða. — Hvað um bygginguna sjálfa? — Byggingin sjálf mun vérða hin fullkomnasta í alla staði. Hurðir munu t.d. vera sjálfvirkar, þannig að þegar útkall kemur getur vaktmað- urinn opnað þær með því að þrýsta á hnapp, klukka stimplar sjálfkrafa, hvenær bílarnir yfirgefa húsið o.s.frv. Þá munu öll samtöl við stöð- ina tekin upp á segulband. Þegar liðið yfirgefur stöðina í flýti rýfur sjálfvirkur rofi allt rafmagn af vistarverum brunavarða, þannig að þeir þurfa ekki að hugsa um, hvort slökkt er á ljósum eða eldunartækjum. Vaktmaður- inn mun og hafa fullkomna spjaldskrá yfir staðinn, sem liðið er boðað á og á hann að geta upplýst þá, er í bif- reiðunum eru, hvernig þeim beri að haga sér á ákvörðun- arstað, hvort um sprengiefni er þar að ræða o.s.frv. Við erum smám saman að viða að okkur úpplýsingum um alla staði í bænum, en það er mjög mikið verk og tíma- frekt. — Mun flutt f nýju stöðina í einu lagi eða smám sam- an? — Við munum flytja allt í einu lagi, nema kannski verkstæðið. — Það mætti ef til vill geta þess hér að nýlega komu heim frá Noregi tveir vara- varðstjórar, sem þar hafa vei ið á námskeiði við Bruna- varðaskóla norska ríkisin Þeir tóku þar próf og eru n nýkomnir til starfa. Ætlum er að senda í framtíðinn fleiri menn til náms og haf um það tekist samningar vit Norðmenn, sem sýnt hafa þessu máli mikinn skilning, sagði Valgarð Thorodssen að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.