Morgunblaðið - 01.08.1965, Side 14
14
MORCU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 1. ágúst 1965
“Landið okkar mun fá frelsi á nf
Rætt við eistneska flóttamanninn
Herman Ramajaa
í GffiR leit inn á ritstjórnar-
skrifstofur Morgunblaðsins
Herman Rajamaa, en nann
var einn af fulltrúum Svía á
norraena kennaramátinu, sem
hér var haldið fyrir skömmu.
Rajamaa er þó ekki Svíi held-
ur Eistlendingur og er um-
sjónarmaðuir vi!ð eistneskan
skóla í Stokkhólmi, en sem
kunugt er býr fjöldi flótta-
manna frá Eystrasaltsríkjun-
um í Svíþjóð.
— Hversu margir bafa flú-
ið Eistland?
— Eistneskir flóttamenn
eru alls um 80 þúsund. Mjög
margir eru í Sviþjóð og líka
í Kanada og Bandaríkjunum.
Hvar sem við erum ktaddir
reynum við eftir fremsta
megni að halda hópinn, því að
einhvern tíma skal koma að
því að við getum snúið aftur
heim til Eistlands. Markmið
okkar með því að reka skóla
er það að halda þjóðernistil-
finningu Eistlendinga vak-
andi. í Stokkhólmi er eistnesk-
ur bamaskóli og annar í
Gautaborg. Auk þess er eistn-
eskur menntaskóli I Stokk-
hólmi. Víðis vegar í Svíþjóð
eru svo eistneskar deildir við
sænsku skólana, þar sem
eistneSk börn laera mó'ður-
málfræði • og eistneska þjóð-
söngva. Og í Toronto í Kan-
ada ef eisneskur barnaskóli,
sem sóttur er af 450 börnum.
— Við viljum kenna æsk-
unni okkar að þekkja EistLand
eins og það var þegar það var
frjálst. Við lifum í þeirxi
bjargföstu trú, að sá tími
muni koma, að landið okkar
fær frelsi á nýjan leik. Það
var t.d. alltaf siður í Eistlandi
að halda ýmsa hátíðisdaga,
svo sem jól, mæðradag og svo
sérstaka söngvahátíð. Nú er
allt þetta bannað heima, líka
jólin. Síðast þegar söngvaihátíð
var haldin heima, það var
árið 1938, voru söngvararnir
alls 22 þúsund og áheyrendur
110 þúsund tailsins. Árið 1969
verða 100 ár liðin síðan söng-
daguirinn okkar var fyrst hald
inn hátíðlegur heima, og er
undinbúningur þegar hafinn
undir að halda það hátiðlegt
Herman Ramajaa.
í Svíþjóð það ár.
— En hvernig er þá háttað
sambandi ykkar flóttamann-
anna víð Eistland?
— Þetta er næstum alveg
lokað land fyrir okkur. Við
skrifumst þó á við ættingja
okkar heima og sendum þeim
gjiafir. Áður fyrr gátuim við
sent þeim matarpakka, en nú
hefur verið tekið alveg fyrir
það, svo að við sendum þeim
í staðinn skófatnað og vefnað
arvöru, en á hvoru tveggja er
mikill skortur heirna. Og frétt
irnar sem vi'ð fáum eru ekk-
ert skemmtilegar. Þannig er
nú búið að flytja fjölda Eist-
lendinga út úr landinu og
Rússa inn í staðinn. í Tallin
eru um 375 þúsund íbúar, en
aðeins um helminguirinn Eist-
lendingar. Þar verður alls
staðar að nota tvö tungumál
í öllum opinlberum skrifstof-
um og öll götuheiti á hús-
veggjum er skrifuð bæði á
rússnesku og eistnesku, Til
þess að fá að fara út fyrir
borgina þurfa menn að fá sér-
stafct leyfi yfirvaldanna rúss-
nesku. Þannig eru Eistlend-
ingar fangar í eigin landi.
— Hvernig er að vera á ís-
landi? Er ekki allt hér gjör-
ólík’t því sem er í Eistlandi?
— Þa’ð er nú ýmislegt nokk
uð svipað í' þessum löndum.
Þegar ég skrúfaði frá heita
vatninu ykkar hérna í Reykja
vík kamnaðisf ég strax við
lyktina. Og sömu lyktina fiainn
ég þegar ég fór til að skoða
Geysi um daginn. Þetta er
gífurlegur auður sem þið ís-
lendingar eigið í hverunum
ykkar. Heima í Eistlandi reist
um við verksmiðjur, sem
pressuðu olíur út úr brenni-
steini. Það hljótið þið íslend-
ingar að geta gert líka. Olían
okkar í Eisitlandi er líka fy-rsta
flokks að gæðum, enda notuð
fyrir flugvélar og kafbáta.
— Gufuböð ykkar Eistlend
inga og Finna eru heimsþekkt.
Notið þið hveravatn til upp-
hitunar?
— Nei, það gerum við ekki.
Yið höfum svo mikla skóga,
að enginn skortur er á eldi-
viði til upphitunar. Gufubað-
ið er ævagamalt í Eistlamdi.
Faðir minn-var bóndi, og ég
er meira að segja fædduir í
gufubaði.
— Mér finnst þið íslending
ar vera duglegt fólk. Þið eruð
að byggja svo mikið upp. Og
æskan ykkar og börnin eru
einstaklega faUeg og lífleg.
Þið hljótið að hafa það gott
hér á íslandi. En þið megi'ð
ekki búa allir hér í Reykja-
vík. Það er miklu hollara að
búa i þorpurn úti á lands-
byggðinni. Þið eigið að
byggja fleiri verksmiðjur úti
um landið. Og — sagði Her-
man Rajamaa að lokum —
di'lkakjötið íslenzka er alveg
ágæbt.
A
Fundir æðstu manna
GETA FUNDIR háttsettra stjórnmálamanna, jafnvel
fundir „æðstu manna“, sem nú eru svo mjög í tízku,
haft áhrif á viðburðarás mannkynssögunnar? Geta
þeir einhverju um það ráðið, hvort friður haldist eða
styrjaldir brjótist út? Eða er þessu kannske þveröfugt
farið og sagan háð ótal smáatvikum, sem stjórnmála-
mennirnir ráða engu um? Þrennar kenningar hef ég
* hér á takteinum um þetta og stangast hver á við aðra.
Fyrst þeirra er kenning Tolstoys, sem taldi að leið-
togar þjóða væru ekki skapendur viðburðanna, heldur
fylgjendur þeirra, þó þeir gætu hinsvegar staðið í
þeirri góðu trú, að þeir fengju því áorkað, sem þeir í
raun og veru væru að beygja sig undir. Tolstoy tók
-gjarnan Napóleon sem dæmi og sagði: „Napóleon var
snillingur í herstjórnarlist, segja menn, en hvað tákn-
ar það eiginlegg? Herstjórnarsnillingur ætti að geta
séð allt fyrir, geta getið sér til um fyrirætlanir óvinar-
ins — en það er ómögulegt. Á taflborðinu, jú, þá er það
hægt, bæði vegna þess að þá hafa menn tíma til þess að
hugsa milli leikja og þó einkum og sér í lagi vegna þess
að taflmennskan er háð ströngum reglum. Riddari er
alltaf sterkari maður á borðinu en peð, tvö peð eru sig-
urstrangíegri en eitt. En í hernaði getur heilt herfylki
verið veikari fyrir en ein herdeild. Þar er allt undir sið
ferðisþreki hermannanna komið og hver getur skapað
það eða sagt fyrir um það?“
Engu að síður segir sagan okkur, að hvenær sem
landvinningar hafa orðið eða frásagnarverðir sigur-
vinningar þ^fa komið fram sigurvegarar og landvinn-
ingamenn. Miklum umbrotum þjóða á sviði mann-
kynssögunnar hafa jafnan fylgt miklir menn.
„Satt að vísu“, svarar Tolstoy, „sérhverju sinni
sem sigurvegarar komu fram á sjónarsviðið var stríð,
en það sannar ekki, að þeir hafi verið orsök stríðanna.
Sérhverju sinni, sem eimreið fer af stað, heyrist blíst-
ur í flautu, en það sannar samt ekki, að blístrið sé or-
sök þess að eimreiðin fari af stað. Þegar við lejtum lög-
mála mannkynssögunnar, verðum við að undanskilja
stjórnmálamenn og hershöfðingja og beina huganum
að öllum smáatriðunum, sem áhrif hafa á fjöldann, á
allan hinn mikla sæg óbreyttra borgara. Þessi smáat-
riði eru of mörg til þess að mannleg greind fái hent á
þeim reiður og þessvegna verða lögmál mannkynssög-
unnar okkur að eilífu lokuð bók. En það er að minnsta
kosti öruggt og víst, að fundir „æðstu manna" breyta
engu um eitt eða neitt. Það, sem máli skiptir, er það
sem er að gerast í hugarfylgsnum fólksins í landinu“.
Þannig hljóðar kenning Tolstoys. Önnur kenning-
in er komin frá einum vini mínum í utanríkisþjónust-
unni. „Ég er ekki eins hræddur við neitt“,-segir hannr
„og við þessa fundi gáfaðra manna og valdamikilla,
sem vilja endilega freista þess að leysa öll heimsins
vandamál sín í milli. Það er ekki til sú lausn neinna
alþjóðlegra deilumála er öllum heimsins ríkisstjórnum
sé að skapi og þessvegna hlýtur sérhver tillaga, sem
fram er lögð á slíkum fundum að vera einhverjum til
óþægðar. Heimurinn býr nú við frið að heita má. Þrátt
fyrir nokkur átök á stundum höfum við ekki átt í stór-
styrjöld um tvo tugi ára. Þér spyrjið, hvort kommún-
ismi og kapítalismi séu samrýmanlegir — skrítin
spurning það. Sambúð þeirra hefur nú staðið í hart-
nær hálfa öld — en fyrir tilverknað stopuls jafnvægis
og vandmeðfarins, sem nálgast kraftaverk að staðizt
hafi storma þessara tíma. Látum nú kyrrt liggja þó
einhvers staðar sé pottur brotinn. Hversu fór ekki um
Kóreu? Landinu er skipt í tvennt, jú, víst er það af-
leitt, en þar ríkir þó friður. Látum það gott heita og
leitum ekki betri „lausnar“. Sérfræðingarnir eru vísir
til að finna einhverja slíka og áður en lýkur er "allt
komið í óefni. Trúið mér til, Talleyrand fór villur veg-
ar er hann hélt því fram hérna í gamla daga, að allar
deilur mætti leysa með viðræðum einum saman“.
Þessi tortryggni vinar míns í utanríkisþjónustunni
í garð mannanna yfirleitt felur í sér nokkurn sann-
leik, rétt eins og kenning Tolstoys, þó þeir séu á önd-
verðum meiði. Það er augljóst mál, að viðburðarás sög-
unnar er mörgum smáatvikum háð. En er það nokkur
sönnun þess að mikilmenni geti aldrei fengið neinu
góðu fram komið? Ég er ekki þeírrar skoðunar og
þessvegna er mín kenning, sú þriðja og síðasta í röð-
inni, þessi:
Ég fellst á þá skoðun, að í sögunni séu stríðir
straumar, sem mannlegur máttur megi sín harla lítils
gegn, ef veita á mótspyrnu á röngum stað og stundu.
En rétt eins og leikinn farmaður getur stýrt fleytu
sinni í örugga höfn þó óveður skelli á, ekki með því að
etja kappi við storma og stórsjó heldur með því að
sæta lagi að beita í vindinn, eins getur hygginn stjórn-
málamaður sætt'lagi að beita valdi sínu og mætti,
hversu mikið éða lítið sem það er, til þess að ná ein-
hverjum árangri. Hann verður kannski ekki eins mik-
ill og æskilegt hefði verið, en altént betri en árangur
sá, sem náðst hefúr undir forystu leiðtoga, sem minna
væri x spunnið.
Frakkar ekki með
í „Fallex“
París, 30. júlí, NTB.
FRAKKAR hafa í hyggju að láta
heræfingar Atlantshafsbanda-
lagsins, „Fallex-195“, lönd og
leið, að því er hermt var í Paría
í dag. Reyndar hafði verið til-
kynnt "þegar í maí sl. að Frakkar
myndu ekki taka þátt í æfingun-
um, en þá tálið að herforingjar
þeir sem tilheyrðu NATO myndu
þar undanþegnir. En í bréfi sem
Charles * Ailleret, herforingi,
skrifaði Lyman Lemnitzer, yfir-
manni NATO-hersins í Evrópu
nú fyrir nokkrum dögum, sagði
að enginn hinna frönsku herfor-
ingja, sem starfa á vegum NATO
myndu taka þátt í æfingunum,
en hinsvegar myndi samgöngu-
og símakerfi Frakka heimilt
til afnota eins og ráðgert hefði
verið. Því var við bætt, að Frakk
ar hefðu tekið þessa ákvörðun
sína þegar fyrir tveimur árum.
Uiiglingaskemmt-
un að Breiðabliki
HINN 7. júní sl. gekkst Héraðs-
samband Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu fyrir unglinga-
skemmtun að Breiðabliki i
Miklaholtshreppi.
Var það tilraun í þá átt að
bæta samkomuhald í héraðinu.
Tilraunin þóttist takast mjög
vel. Rúmlega 200 unglingar sóttu
samkomuna víðsvegar að úr hér-
aðinu, en auk þess frá Akranesi
og víðar að.
Allt var þétta unga fólk snyrti-
legt til fara og framkoma þess öll
til mestu fyrirmyndar. Ekki þarf
að taka frám, að vínlaus var sam-
koman með öllu. Hljómsveit úr
Stykkishólmi lék fyrir dansi, en
auk þess fóru fram nokkur dag-
skráratriði. Sr. Árni Pálsson í
Söðulsholti talaði við unga fólkið
bæði í gamni og alvöru, tveir pilt
ar úr Menntaskólanum í Reykja-
vík sungu þjóðlög frá ýmsum
löndum og stúlkur úr Stykkis-
hólmi sungu með gítarundirleik.
Vegna þess hve samkoma þessi
tókst vel í alla staði, er fyrirhug-
að að halda þessari stárfsemi á-
fram og mun næsta unglingasam-
koma HSH verða haldin í ágúst.