Morgunblaðið - 01.08.1965, Síða 21

Morgunblaðið - 01.08.1965, Síða 21
Sunnudagttr 1. ágúst 1965 MORCUNBLÁÐIÐ 21 Flugnablóm og fjöldl annarra blóma prýða fjöruna. Grágulir vikurflekkir úr Syrtlingi í fjörunni. ast. Jökulruðningurinn er sér- staklega skýr, en ofan á hon- um eru hraunlög, milli þeirra jarðvegur, sem eldur hefur um farið. Þessi jarðlög eru eins og opin kennslubók í náttúrufræði. Rétt ofam við Litla Ker er hringstuðull í háu berigi, en þar rétt hjá má greima jökulrispur í ló'ðréttu bergþilL Þegar við göngum upp Ker- hólinn situr þar spói. Hann ber við sólarlagshimininin í vestr- inu. Það er rétt eiins og hann setji í herðarmar, þegar hainn vellur sinn graut. Ekki lengra frá honum en spönn, situr Heiðlóan, og baeði hún og spó- inn fylgja okkur yfir Helluvað ofanvert við Ker, upp allt Ker. barð og upp á melana fyrir of an Gramilastekk, þar sem ég einiu sinni sá litla hagamús, rauð- brúna, snyrta sig og snurfusa framan við holuna sína í fall- egri og bústinni þúfu, rétt við rústár stekksins, sem notaður var í gamla daga. Og innan tfðar erum við aft ur komin heim. — Þetta reynd- ist tveggja tíma gönguferð í góða veðrinu. Sólin er sigin. Bæirnár undir Akrafjalli kúra enn þá í fjallskuggamum. Roða slær á Hafnarfjall og Hrúta- dalur í Esju er fjólublár á að líta. Júlínóttin gengur í garð. Það eru raunar einmitt júlínæt ur, sem skáldin hafa dásamað mesí í Ijóðum sínum. Alger kyrrð ríkir um lágnætt ið. Þá viiðist friður á jörðu. Færi betur, að bann reyndist jafn miikill í xruannheimum og í hinná óspilltu náttúru og nótt- lausu voraldar veröld. — Fr. S. Hér horfum við út fjöruna Alls staðar ríkir kyrrðin. “Þar sem ellin óskar þess að vera orðin að æsku“ Viðtal við Guðbrand í Broddanesi, nýkominn út til Islands FRÉTTARITARI Mbl. á Ströndum, Guðbrandur Bene- diktsson, fyrrum bóndi í Broddanesi fór nýlega í sína fyrstu utanreisu til Danmerk- ur og Noregs. t því tilefni tók Mbl. hann tali til þess að for- vitnast lun það hjá honum, hvernig honum hafi litist á sig erlendis. — Þú hefuir aldirei út fyrir lanidsteina komið fyrr, Guð- bramdiur? — Nei, en nú þegar tengda sonur minn og dóttir hafa tek- ið við búskapnum gaf ég mé<r tima til þess að fara í þessa bændaför, sem Búnaðairfélag íslands gekkst fyrir um Dan- mörku og Noreg. — Og hvernig leizt þér niú á þessi miklu landbúnaðar- lönd? « — iMér leizt mjög vel á bæði lönd og þjóðir. Danmörk eæ mdkið ræktað land, hvergi þumlumgur lands óræktaður. Ef ekki er um akra að ræða, þá er skógur. — Hvenær lögðuð þið upp í ferðina? — Það var hinn 26. júní, að við fórum fl’UgleiðLs til Kaup- mannahafnar með flugvél frá Flugfélagi íslands. í förinni voru bærndur víðs vegar af landinu frá N-Þingeyjarsýslu og ailt til Skaftafellssýslu. Hins vegar voru engir bænd- ur aí Austfjörðum og ísafjarð arsýskun. Fararstjóri var Gísli Kristjánsson, heppilegur leið- beinandi, enda hefur hann dvalist í Dainmörku á sínum yngri áruim. Hann bókstaflega þekikti allt. — Fannst þér ekki gaman að koma í stórbongima Kaup- mannahöfn? Jú, þegar til Hafnar kom fórum við fynst um bongina, en þeðar kvöldaði að fóirum við í Tívolí, þar sem við dvöldum fram eftir kvöldi. — Og þið hafið skemmt ykkur í Tívolí? — Já, já, Tívolí er sá stað- ur, þar sem ellin óskar þess að vera orðin að æsku. — Hvar gistuð þið á leið- inni? — Gististaðir voru venju- lega í búnaðairskóknm. í Höfn . gistum við t.d. í búmaðarhá- skóla, sem er skammt fyrir utan bongina. Þar hittum við nokkra íslenzka náms- menn er létu allsæimilega af dvöl sinni. Þeir voru mismun- andi langt komnir í námi eins og genigur og gerist. í þesisum skóla virtist mér taisverð áherzla lögð á byggingarmál. Við sáum þar líkön af íbúðar- húsum og peningshúsum og það var haft etftir kennurun- um, að það væru tímarmir, sem bezt væru sóttir. — Nú, svo aikið þið út á landsby ggðina ? — Já, næstu diaga ökum við uim Sjáland og skoðum margt merkilegt. Við skoðum hallir og gamlar bygginigar. Að morgni þriðja dagsins ök- um við svo vestur tdl Stóra- Beltis og förum þar yfir á bílferju. Þótti okkur mikið til um að sjá þessa stóru bíla aka inn í ferjuna og það marga í senn. Þá komum við til Óð- insvéa þar sem við skoðuðum Landsmandsskolen. — Hittum við þar námsfólk frá vanþró- uðu löndunum, en þar var því kennt að læra. Það fór svo eft ir frammistöðu þess, hvort það heldur áfraim námi eða er látið hætta. Þar sáum við líka hús það, er sagt er, að H. C. Andersen hafði búið í, en flest okkar höfðu að sjálf- sögðu heyrt hans getið. — Var þetta nokikuð hröð yfiferð? — Nei, ekki svo. Við gistum alltaf í tvær nætur á sama stað og notuðum daiginn á milli til þess að líta í kring um okkur. Einn daginn sáum við saufjárræktarbú þar sem bóndinn leggur mesta áherzlu á að rækta holdaíé og að hans áliti með góðum árangri. Þá sáum við einnig heymjöls- verksmiðju. Fylgdumst við með heyinu allt frá því, er því var kastað blautu inn í vélam ar og, þar til það kom út hvítt sem hveiti. Svo ókum við um Jótland þvert og endilangt, komurn við í Árósum, en þar var þá landbúnaðarsýning. Á þessari sýningu var allt, sem nöfnum tjáir að nefna. Allt frá hinni smæstu vél í búri konunnar, tid hinnar stærstu vélar bóndans. Þá voru og sýndar skepnur alls konar eins og t.d. nautgripir, hestar, sauðfé, svín, hænsni o.m.fL Meðan við dvöldumst í Árós- um fórum við svo í ferð um Guðbrandur Benediktsson. himnafjöllin svokölluðu, sem okkur þótti nú lág. Þar kom- um við á svæði, sem Vestur- heimsdanir eiga, mjög vel hirt og þrifalegt. Þangað koma þeir til mannfagnaðar annað slagið. Frá Árósum var faarið til Álaborgar, þar sem skoðað voru sláturhús. Þótti okkur ailt ganga þar fljótt og greið- lega og virtist allt vel af hendi leyst. — Er nú ekki brátt komið að því að þið farið til Noregs? — Jú, frá Álaborg förum við með flugvél til Kristjan- sand í Noregi. Föstudaginn 2. júlí erum við í Osló. Þá um kvöldið sköðum við Vigelands garðinn, en þar var margt að sjá og allt svo prýtt og dá- samlegt. í Osló skildi ég við ferðafélaga mína um stund, því að ég á dóttur gifta í Lar- vík og fór ég í eins dags heim sókn til þeirra og óku þaiu með mig um nágrennið og sýndu mér hið markverðasta. Ég kom m.a. í höll þá er sagt er að Ihsen hafi oft dvalið L Sá ég þar mynd, af karlinum í fullri stærð, þar sem sér á bakið á honum út um dyr. Talar það sjálfsaigt sínu máli um það, að hann hafi oft verið úti við. Mánudag 5. júlí er svo brottfairardagurinin heim. Þá hittumst við öll til miðdegis- verðar, sem norska búmaðar- sambandið hélt okkur. Var það í gamalli h'erraigarðisbygg ingu, þar sem veittur vor norskur málsverður eins og tíðkaðist að fomu. Var þetta hið ánægjulegasta skilnaðar- hóf. Að kvöldi var svo komið til Reykjavíkur úr ferð, sem á áreiðanlega eftir að verða ferðafélögunum minnisstæð. Að endingu vil ég svo biðja ykkur að bera ölkam ferða- félögunium kveðju mína, sagði Guðbrandiur í Broddanesi um leið og han kvaddi okkur. Hef opnað SNYRTISTOFU Veiti almenna snyrtingu svo sem: Andlitsböð Handsnyrtingu Andlitsnudd Augnahárliðun Peeling-húðhreinsun Diatermi og ýmsar séraðgerðir. jf^orheló óóon Hlégerði 14, Kópavogi snyrtisérfræðingur Sími 40613.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.