Morgunblaðið - 01.08.1965, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 01.08.1965, Qupperneq 25
Sunnuðagur ?. Sgúst 1965 MORGUNBIAÐIÐ 25 Andstæða Sir Aléc EFTIR einhverja stytztu valda- baráttu í sögu íhaldsflokksins ■brezka, var Edward Heath val- inn leiðtogi hans. Jafnframt verð lur hann, að öðru óbreyttu, næsta forsætisráðherraefni hans. Margir stjórnmálafréttaritarar telja, að það beri vitni aðlög- unarhæfileikum flokksins, að Heath skuli hafa valizt til þessa hlutverks. Hann er aðeins 49 ára, og komst fyrst á þing fyrr 15 árum. Heath á að mörgu leyti ólíka fortíð frá fyrirrennurum sínum. Hann er ekki aðalsmaður, faðir hans var byggingameistari. Hann gekk ekki í frœga skóla, eins og Eton, sem er venjulega óaðskilj- onlegur þáttur uppeldis varðandi valdamikilla manna innan íhalds flokksins. Hann sótti venjulegan menntaskóla. Hann er ógiftur, og aðaláhugamál hans, utan stjórnmála, er hljómlist. ■ Fæst af þessu hefði áður fyrr verið talið líklegt til að verða þeim manni til framdráttar, sem hefði hug á forystuhlutverki íhaldsflokksins. Það hefur hins vegar löngun verið ein sterkasta hefð flokksins, að leita eftir hæfi leikamönnum, sérstaklega, þegar erfiðlega gepgur, eins og nú, eftir ósigurinn í þingkosningun- um í fyrra. Heath hefur hins vegar undir- búið jarðveginn. Hann hefur reynzt gæddur einstökum aðlög- tmarhæfileikum. Rödd hans og virðulegt grátt hár hæfa vel manni í hans stöðu. Þá er hann sagður njóta fylgis þeirra, sem telja, að íhaldsflokkurinn eigi ekki að halda fast við gamlar hefðir, heldur grípa tækifærin, þegar þau gefast. Margir álíta, að Heath sé sinnar eigin gæfu smiður. Hann fékk á sínum tíma skólastyrk og komst til Oxford. Er styrjöldin brauzt út, komst hann einnig til nokkurrar tign- ar innan hersins. Heath er sagður mjög vel gef- inn maður, og mjög vinnuharð- ur. Margir telja hann þó dugleg- aa ræðumann, frekar en fágað- an. Hann byggir ræður sínar á ákveðnum skoðunum, en ekki framkomu sinni eða orðalagi. Fáir eru þeirrar skoðunar, að hann sé gæddur sérstakri sköp- unargáfu eða hugmyndaauðgL Stjórnmálaferill hans hefur ein- kennzt meira af því, á hvern hátt hann fylgir eftir stefnumál- um sínum, en hæfileika til að sjá fram í tímann, og skipuleggja í samræmi við það. Heath vakti fyrst á sér athygli fyrir dugnað, og honum fór bet- ur framkvæmd verka en skipu- lagning. Einkum á það við, er honum var fólgið að samræma afstöðu flokksbræðra sinna í neðri málstofunni, meðan á Suez deilunni stóð. Þá sýndi hann í sem mikla lagni — og hörku. Athygli heimsins beindist að Heath, er hann gerðist aðalfull- trúi Breta í umræðunum um væntanlega aðild þeirra að Efna hagsbandalagi Evrópu. Þar sýndi hann góða samningshæfileika, þótt svo færi að Frakkar settu Bretum um síðir stólinn fyrir dyrnar. Heath varð iðnaðarmálaráð- herra, er Sir Alec Douglas Home tók við af Harold Macmillan, 1963. Það var fyrsta ráðherraem- bætti Heath, og mun Home hafa gert það í þakklætisskyni fyrir veittan stuðning í þeirri valda- baráttu. Aftur vakti Heath á sér athygli, er honum tókst að fá ' breytt gömlu fyrirkomulagi, þar sem framleiðendum var gert ókleift að ákveða smásöluverð varnings síns. Eftir ósigur íhaldsflokksins í kosningunum á sl. hausti var Heath gerður að aðaltalsmanni flokksins í efnahagsmálum. Þá Var honum falin yfirumsjón með gerð nýrrar stefnuskrár flokks- ins. Erfitt er að fella nokkurn dóm um, hvernig honum hefur tekizt til við það hlutverk, því að flokkurinn hefur ekki komizt til valda síðan. Þvx eru margir haldnir nokkr- um efa um hæfileika Heath til að stjórna Íhaldsflokknum. Hann hefur litla reynslu á því sviði flokksstarfseminnar. Fáar nýjar hugmyndir hafa verið raktar til hans, en starf hans hefur aðal- lega legið í framkvæmd stefnu- mála, sem aðrir hafa unnið að. Þó hefur hann náð svo langt, og það þrátt fyrir, að margir íhaldsmenn hafi verið lítt hrifn- ir af þeim tveimur stefnumál- um flokksins, sem Heath hefur einbeitt sér hvað mest að: aðild Breta að Efnahagsbandalaginu og afnám smásöluverðsákvörð- unar framleiðenda. Það er erfitt að komast hjá þeirri niðurstöðu, að val Heath standi í sambandi við persónu hans. Hann berst. Hjá honum gætir hörku, sem margir telja, að höfuðandstæðingur hans nú, Reginald Maudling, hafi ekki til að bera. íhaldsmenn láta það sennilega margir gott heita um þessar mundir að þeim sé sýnd einbeittni því að flokkurinn vill aftur taka við stjórnartaumun- um. íhaldsmenn hafa valið algera andstæðu Sir Alec Douglas Home, sem margir hafa talið í hópi áhugamanna. Heath hefur stjórnmál að atvinnu. "Hægri" sósíal- ismi Belga STÓR loforð um velmegun og sósíalisma einkenna stjói'n þá, sem nú hefur tekið við völdum í Belgíu, undir stjórn Pierre Harmel. Almenningur hefur tek- ið stjórnarmynduninni vel, enn sem komið er a.m.k., eftir níu yikna stjórnai'kreppu. Stjóm Harmel er ný sam- steypustjórn kaþólskra og sósíal- ista, nær nákvæm eftirmynd þeirrar stjórnar, sem ósigur beið í kosningunum í maí. Lciðtog- inn er Valloni, að visu, en stjórn arsamstarfið byggist nú, eins og áður, á gagnkvæmum stuðningi stjórnarflokkanna við fyrirhug- aðar framkvæmdir í ákveðnum landshlutum. Langar viðræður eiga að tryggja, að lítil gagnrýni stjórnarflokkanna einkenni sam- starfið. Þótt svo sé, hafa kosningarnar sennilega ekki verið árangurs- lausar. Stjórnarflokkarnir eru nú ekki allsráðandi á þingi.. Þing mannafjöldi þeirra er nú nær fjórðungi minni en áður, en sjtórnarandstaðan þeim mun sterkari. Áður réð stjórnin yfir 180 þingsætum, en andstaðan að- eins 32. Nú er staðan 141 á móti 71. Erfiðasta vandamálið nú er stjórnarskráin, því að stjórnar- flokkana vantar nú eitt atkvæði til að hafa tilskilinn meirihluta. Kjördæmabreyting sú, sem gerð var á síðasta þingi, færði Flæm- ingjum aukin áhrif. Á móti kem- ur, að tryggja verður frönsku- mælandi minnihluta í landinu vissan rétt. Stjórnarflokkarnir hafa tekið höndum saman um lausn, sem aðrir flokkar geta ekki fallizt á. Hér er um afleiðingu þess að ræða, að reynt hefur verið að halda öfgamönnum í hópi Flæm- ingja innan kalþólska flokksins. Hugmyndin er, að sérhver þingmaður telji sig annað hvort í hópi Flæmingja eða Vallóna. Ekkert frumvarp sem hefur bein áhrif í landshlutum hvors um sig, á að samþykkja, nema fullt, samkomulag hafi náðzt milli beggja hópa. Þannig yrði land- inu skift í tvennt, eftir tungu- málum, en Brússel, þar sem bæði málin eru viðurkennd, yrði nokk urs konar ,eyja“ í landinu. Margir telja það sorgleg örlö.g fyrir borg, sem gegnir svo þýð- ingarmiklu hlutverki í Evrópu nútímans. Á þessari hugmynd hvílir stjórnarsamstarfið. Áætlun Harm el er að láta ganga til kosninga um hana, en þó ekki fyrr en tekizt hefur að tryggja nauðsyn- legan atkvæðafjölda. Þar á for- sætisráðherrann við sína eigin stuðningsmenn að etja. Vall- ónsku sósíalistarnir voru þessu andvígir, og tveir þriðju hlutar þeirra greiddu atkvæði gegn stjórnarsamstarfinu. Því er allt undir því komið, hvernig til tekst að halda einingu innan sósíalistanna. Meginstefna nýju stjórnarinn- ar er á sviði húsnæðismála, fé- lagsmála og almannatrygginga. Hún byggir á aukinni iðnvæð- ingu, aukningu þjóðarframleiðsl unnar um 3—4% árlega, jafn- framt því sem unnið skal mark- visst að því að hindra frekari samdrátt í nýtingu kolanám- anna. Þó er ekki um að ræða, að ka- Framh. á bls. 31 Bandaríski geimfarinn Gordon ferð sína. Gert er ráð fyrir að samt Charies Conrad, ein- Cooper (í geimfarinu á sjón- Cooper fari í geimferð í geim- Uverntíma í ágúst. um) æfir undir næstu geim- fari af gerðinni „Gemini“ á-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.