Morgunblaðið - 01.09.1965, Side 8
8
MORCUNBLAÐID
Miðvxkudapur ,1. sept. 1965
'
-
i
HAUSTTIZKAN1965
eftir
Gunnar Larsen
INNKAUPASTJÓRAR vöru-
húsa um allan heim hafa nú
uppskorið það, sem tízkukóng-
arnir í París sáðu fyrir mán-
uði. Uppskeran var rýr, því
að nýjungarnar voru fáar og
það var eins og tízkukóngur-
inn Courreges, höfundur vin-
sælustu tízkunnar á síðasta
sýningatímabili, hefði lamað
heilasellurnar, sem áttu að
skapa nýjungarnar að þessu
sinni. Courreges hélt enga sýn
ingu sjálfur, en stfll hans
setti svip á sýningar flestra
annarra.
Gömul tízkuhús á
barmi gjaldþrots og
Courreges á sökina
Það brakaði í undirstöðum
gamalla og gróinna tízkuhúsa
eins og Carvin, Balmain, Jac.
Griffe og Nina Ricci, því að
kaupendurnir brugðust. Eftir
að Courreges kom fram á sjón
arsviðið þykja þessi tízuhús
gamaldags og hugmynda-
snauð. Tvö kunn hús, Ferrers
og Yorn, hafa orðið að gefast
upp vegna fjárhagsörðugleika.
Tízkuklæðnaður á nú að
vera í sterkum litum, fernings
laga og helzt með klessu-
munstri „poplistarinnar". f>að
er ekki nægilegt að komast í
hóp þeirra, sem marka stefn-
una, að geta saumað fík. Mað-
ur verður að fylgjast sérlega
vel með nýjungum og það er
enginn vafi á því, að stíll
Courreges er þar fremstur.
Courreges í málaferlum
vegna eftirlíkinga.
Fáir tízkukóngar hafa séð
eftirlíkingar af fötum sínum
blasa við úr eins mörgum
áttum og Courreges. Þetta
hefur gert honum mjög gramt
í geði og með tvo af beztu
lögfræðingum Parísar sér við
hiið undirbýr hann nú mála-
ferli á hendur framleiðend-
um, sem hafa gert eftirlík-
ingar af fötunum. Þeir eru
mjög margir og undirbúning-
ur málaíerlanna hefur tekið
hug Courreges allan. Hann
hefur því ekki haft tíma til
að skapa nýja hausttízku. En
vonandi kemur hann aftur að
vori.
Eina skemmtilega uppátæki
Guy I.aroche, kvöldkápa
úr apaskinni.
Föt fyrir ungar stúlkur
Peer Spook hjá Louis
Feraud sýndi enn einu sinni
hve vel honum getur tekizt
að skapa föt fyrir ungar
stúlkur. Litirnir eru sterkir,
línurnar djarfar og ferning-
arnir nær allsráðandi. Hann
hefur lært af Courreges.
Jac. Estrel sótti hugmyndir
í gamla tímann og föt hans
fyrir ungu stúlkuna 1966
minntu á föt manna Lúðvíks
14, en voru þó hin kvenleg-
ustu.
Michel Tellin, er nýtt nafn
í franska tízkuheiminum og
sýning har.s var eins og hress-
andi vindgustur. Hann fer
ekki troðnar slóðir og föt
hans eru skemmtieg, þótt fáar
stúlkur hafi kjark til að
ganga í þeim. Hann sýndi
m. a. geimferðahjálma og
hatta, sem minntu á „Stíg-
vélaköttmn“.
Dior og Cardin-slaufur
og hlý föt
Sýning Diors var ekki mjög
vel heppnuð að þessu sinni.
Þar kenndi of margra grasa
til þess að unnt væri að
segja, að fötin fylgdu ákveð-
inni línu. En eitt var þó sam-
eiginlegt með öllu, sem sýnt
var, kápum sem kjólum, og
það voru slaufurnar. Þær virð
ast ómissandi hjá Dior að
þessu sinni.
Pierre Cardin hefur alltaf
tromp á hendinni og það
brást ekki á haustsýningu
hans. Kjólasíddin er mjög
umdeild í tízkuheiminum og
eru kjóiar Cardins t. d. vel
fyrir ofan hné.
Og Cardin hugsar um að
stúlkunum verði ekki kalt.
Hann víll, að þær klæðist
sokkum úr sama efni og kjóll
inn eða kápan.
Ted Lapidus sýndi
„Knack“ tízkuna
„Kna’ck“ tízkan, sem Ted
Lapidus sýndi, dregur nafn
sitt af ensku kvikmyndinni
„The Knack“, en hún hefur
hlotið miklar vinsældir víða
um heim Frægasta sýningar-
stúlka Lapidus, hin lágvaxna
Mary-Louis Duynhoven frá
Hollandi, sýndi fötin, sem
eru í drengjalegum stíl, síð-
buxur eða hnébuxur. Lapi-
dus er sá tízkuskapandi,. sem
mestar vinsældir hefur hlotið
Michels Tellias.
I Skandinavíu. Eflaust er
það fyrst og fremst vegna
þess, að föt hans eru flest
miðuð við kalt loftslag.
Velheppnuð sýning
REAL-tízkuhúss
Brigitte Bardot
Sýningar „Real“-tízkuhúss
Brigitte Bardot var beðið
með mikilli eftirvæntingu,
enda fyrsta tízkusýning húss-
ins. Og hún var mjög vel
heppnuð — fötin yfirleitt í
unglegum og kvenlegum stíl
— alveg í samræmi við þann
anda, sem nú er ríkjandi.
Eftir sýninguna tikynnti
framkvæmdastjórinn, að tízku
húsið hefði sagt sig úr tízku-
húsasambandinu, þar sem
stefna þess væri of gamal-
dags. Það var því ekki lengi,
sem þetta tízkuhús Brigitte
Bardot taldist til „haute-
couture“-húsanna í Paris, —
en sýningin verðskuldaði þó
sannarlega að kallast „haute-
couture".
Guy Laroche hundleið-
inlegur og Balmain eins
og venjulega
Hjá Guy Laroche var ekk-
ert nýtt að sjá. — Sýning
hans var skelfilega venjuleg.
Eina skemmtiiega uppátæki
hans var kvöldkápa úr apa-
skinni, sem hvarvetna myndi
vekja rriikla athygli, jafnvel
hinna allra veraldarvönustu.
Hjá Balmain var allt eins
og á síðustu sýningu- og sýn-
ingunni þar áður, og þar áður
og þar áður .... Allt er svo
virðulegt og sígilt, að maður
getur hreinlega dottið út af
og sofnað af leiðindum. Það
er svo sannarlega ekki Bal-
main, sem sýnir nýjungarnar
í París.
Lélegar Courreges
eftirlíkingar hjá
Emanuelle Ungaro
Emanuelle Ungaro, fyrrum
aðstoðarmaður Courreges,
opnaði núna eigið tízkuhús.
Áður hafði hann undirbúið
jarðveginn með því að til-
kynna blaðamönnum, að það
væri hann, sem teiknað
hefði Courreges-tízkuna, ekki
Courreges sjálfur.
Opnunar sýningar Ungaros
var því beðið með mikilli
eftirvæntingu, en hún reynd-
ist þegar til kom „allra >tíma
fíasko“. Hann sýndi, að hann
getur ekki staðið á eigin fót-
um, Á sýningunni voru mest
slæmar eftirlíkingar af
Courreges, sem sýna að full
ástæða er fyrir Courreges að
taka í taumana. Gersamlega
misheppnuð sýning, sem
gefur fulkomna ástæðu til
þess að álykta, að Ungaro
verði ekki með næst. Því hafi
maður sjálfur ekkert fram
að færa, verður hann að
minnsta kosti að geta gert
góðar eftirlíkingar af hug-
myndura annarra, sem hann
notar. ,
Nina Ricci og Castillo
spennandi „pop-art“
mynztur
Hjá Ninu Ricci og Castillo
gat að líta skemmtileg og
spennandi „pop-art“ efni, þar
sem mynztrin eru eins og sjón
hverfingar, sem gera mann
alveg ruglaðan í kollinum. En
skemmtileg eru þau. Þó hafa
þau þann ókost, að draga at-
hyglina frá stúlkuna, sem
kæra sig víst ekki margar
stúlkur.
Blómasokkastúlkur
Jacques Heim
Um Heim-tízkuhúsið hefur
greiniega farið hressilegur
gustur þar voru fötin fyrir
æskufólkið — skemmtilegar
nýjungar, og fleiri en fyrr
Tweed-frakki frá Pierre
Cardin. Takið eftir síddinni.
hefur getið að líta hjá Heim.
Á sýningunni bar mikið á
síðbuxum og stuttum kjólum,
fyrir ofan hné- og sokkum
samlitum kjólunum, oft með
blómamynztrum og öðrum
skemmtilegum mynzturhug-
myndum.
Hvernig á þá vetrar-
tízkan að líta út?
f frístundum á sú kornunga
að klæðast síðbuxum eða hné
buxum í drengjalegum stíl.
En þær krefjast þess að sjálf-
sögðu, að viðkomandi hafi
ekki utan á sér eitt einasta
pund af óþarfa fitu.
Þegar stúlkurnar spóka sig
í bænum geta þær notað ett-
hvað af hinum skemmtilegu
frökkum og á kvöldin kné-
stutta kjóla með sokkum í
sama stíl. Kokteil og leikhúss-
kjólar eru einnig rétt fyrir
ofan hné.
Þær, sem hærra eru
komnar í árastigann, geta
sjálfar ráðið kjólasiddinni og
þó verið í tízku. Þær geta
farið eftxr Pierre Cardin, sem
hefur fötin fyrir ofan hné —
en farið að með gát, stuttir
kjólar klæða ekki allar kon-
ur — eða til Ninu Ricci,
fötin rétt fyrir neðan hné.
Það er ýmislegt um að
velja. Sé Parísartízkunni
fylgt getur kvenþjóðin orðið
hin skemmtilegasta á að líta
í vetur.
Gunnar Uarsen.
Ath. Á morgun munu birt-
ast feiri myndir af Parísar-
tízkunni haustið 1965Ö
Fyrir ungu stúlkurnar í frístundum, Síðbuxur og peysur
í drengjalegum stíl frá Ted Lapidus.
-s