Morgunblaðið - 01.09.1965, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 01.09.1965, Qupperneq 11
Miðvikudapur í. sept. 1905 MORGUNBLADID 11 é þær þrjár, á hún þær all- •r“, segir hann þá. I Jæja, nú vaknar hún, þessi þlessaður aumingi, og heldur eð sig hafi dreymt eintóma vitleysu, sem enginn marki. Hún nefndi ekki drauminn við nökkurn mann á spítal- enum, en síðar fékk hún tækifæri til að ganga úr ekugga um, að hann hafði við rök að styðjast og tala dætr- anna kom heim og saman. Þá varð hún svo ógnarglöð, þéssi blessúð manneskja, sársjúk eins og hún var. En af þessu eérðu að stúlkurnar eru í góð- iun höndum. Ég trúi á drauma — að þeir séu fjöllin úr þok- unni. Og ég er örugg í þeirri vissu að himnariki er ein- hvers staðar, ég veit ekki upp é breiddargráðu hvar, — en einhvers staðar á bak við.“ — ★ — „Ég er“ sagði nú gamia kon- en, „fædd 1. september 1865 eð Bjallanum á Landi; þar bjuggu foreldrar mínir, Magnús Magnússon og Arn- heiður Böðvarsdóttir. Þau Cuttust að Holtsmúla þegar ég var sjö ára, en þá jörð átti faðir minn einnig, enda var hann efnaður álitinn. Ég kynntist aldrei skorti í æsku, en í þá daga var ekki fleygt mat, þó efni væru á heimili. Hver maður fékk sinn íkammt, en þó ekki skorið við nögl. Ég giftist Þorvarði Jónssyni frá Hólum í Stokkseyrar- hreppi. Við kynntumst eins og gengur. Ég valdi hann sjálf, ©g það fór vel. Hann var fæddur 1861 og lézt — við ekulum sjá, ég man það ekki •lveg. Það var fyrir örfáum árL.m.“ Þorvarð, vegna þess að mig dreymdi aldrei fyrir neinum óhöppum á sjónum. En hann dreymdi oft nokkuð glöggt fyrir vertíðinni. Stundum vissi hann svotil upp á fisk hver yrði hásetahluturinn. Hann hrúkaði upp í sig, og dreymdi venjulegast að hann ætti svo og svo mikið skro; þegar hann dreymdi mikið magn varð hluturinn góður, annars lélegur. Af þessu sérðu, hvað honum Þorvarði minum hefur þótt gott að taka upp í sig. Einu sinni dreymdi hann fyrir því, að hásetarnir fengju 700 í hlut eftir vertíðina og sagði þeim frá því. Það stóð heima. En segðu mér, tekur enginn upp í sig lengur? Það er skárra en margt annað.“ „Saknarðu þess ekki að hafa ekki Þorvarð hjá þér?“ spurði ég. „Ójú, en-------Það hefði verið hlýtt að hafa hann, en ég gat ekki annað en fagnað því að hann fékk hvíldina, biindur orðinn og farinn að kröftum. Það er ekkert sæld- arbrauð, þegar heilsan bregzt. Ég hef enn gaman af að lesa og prjóna, ég á vont með að vera iðjulaus. Ég hefði sakn- að hans ef hann hefði farið fyrr, svo ég hef verið eins lánsöm og hægt er; heilsan öbiluð í eílinni og löngun til að prjóna eða lesa biessaða Passíusálmana, ekki get ég þakkað það eins og vert er. Og svo stóð Þorvarður við hlið mér meðan stætt var.“ „Hvernig tók Þorvarður andstreyminu?" „O, hann tók því vel. Það Þetta er skáldskapur við mitt hæfi.“ „Já, þetta er bara gott“ sagði ég. „Það er nú líklegast" sagði gamla konan og horfði fast á mig. „Ég kann öll erindin eins og Faðirvorið, en það er ekki vert að stæra sig af því. Það tekur enginn af sjálfum sér, nei, það er ógert. Mér hefði þótt gaman að læra, held ég. Við kváðumst oft á, krakk- arnir, það var góður skóli. Mikil lifandis ósköp lærði maður þá af vísum.“ „Varstu í Meðalholtum, þegar þú sást álfana?" spurði ég nú. „Ég sá aldrei álfa“, sagði Vigdis snöggt og ákveðið, sannleikurinn er henni í blóð borinn. „En ég trúi því að huldufólk sé til“, bætti hún við. „Eitt sinn þegar ég gekk prjónandi að Hrútsstöðum yf- ir götulaust hraunið, sá ég fallegan litamosa og reif hann upp. Ég var 'með gleraugun. mín í svuntuvasanum og þeg- ar ég ætlaði að grípa til þeirra á bænum voru þau horfin. Ég þóttist þess nú fullviss, að ég mundi aldrei sjá þau aftur. Það var mikill skaði og fólkið vorkenndi mér, en ég hélt mér væri það rétt mátulegt: ég hefði ekki átt að vera að plokka torfið af klettaþökun- um hjá huldufólkinu. Nú leið og beið, vikur, mán- uðir — og ég finn ekki gler- augun. Þá er það eitt kvöld að ég geng heim að Brennu og fer aðra leið en að Hrútsstöðum. Á leiðinni fer ég allt í einu að hugsa með sjálfri mér, að ég hefði aldrei litið niður fyrir fæturna á mér til að athuga, hvort ég sæi ekki gleraugun einhvers staðar í hrauninu. Mér datt auðvitað ekki í hug, að það mundi bera neinn árangur að líta nú niður, þar sem ég væri á allt annarri leið en þegar ég týndi gleraugunum. En bíddu nú hægur — ég geng slétta grund eftir kinda- slóða og horfi svo sem snöggv- ast niður fyrir fæturna á mér. Þá sé ég hvar gleraugun liggja í götuslóðanum, eins og tvö skref frá mér. Ég átti ekki orð, svo undrandi varð ég. Ég stóð dálitla stund og virti gleraugun fyrir mér, áður en ég tók þau upp. Þú hefðir átt að sjá undrunarsvipinn á wsa& t Hún sækir innrammað minningarspjald um Þorvarð sinn, það hangir á veggnum. Hún réttir mér það. „Hvað Btendur þarna?“ spyr hún. „Að hann hafi dáið í marz 1946“ segi ég. „Ha? Þetta er ekki lengi að líða,“ segir hún undrandi. Og eftir dálitla þögn bætir hún við: „Þorvarð- ur var duglegur og heppinn formaður. Hann reri frá Loft- etaðasandi og veiddi vel. Við bjuggum í Meðalholtum, en *á bær er nú í eyði — og ég þóttist hugsa um skepnurnar meðan hann var á vertíð. Ég kveið stundum fyrir því, en þótti það ekki beinlínis leið- inlegt, þegar ég var komin að því. Ég var aldrei hrædd um hann á vertíðinni, þó oft væri brimasamt á Loftsstöðum. Ég held það hafi verið tillag. Ég held það stjórni enginn því igóða nema hann.“ „Hver?“ epurði ég. „Hver heldurðu eiginlega, drengur minn?“ Hún skoðaði mig sem enöggvast rannsakandi aug- um. „Auðvitað guð, eða gat þér dottið einhver annar í hug? Og svo leið mér betur og var ekki eins hrædd um gerði hann. Hann stóð ekki úti á gatnamótum og mögl- aði þó það væri eitthvað, o nei, að hafa um sína harma fátt held ég bótin eina“. „Mér er sagt að þú kunnir margt eftir séra Valdimar Briern." „Já, ég kann margt eftir hann og ýmislegt eftir aðra. Við gætum setið hér daga og nætur, ef við ættum að rifja það allt upp. Allt eftir séra Valdimar er auðlært Þegar séra Sigurður á Útskálum kvaddi söfnuð sinn, voru hon- um gefnir ýmsir gripir úr gulli. Þá orti séra Valdimar þakkarkvæði í orðastað séra Sigurðar. Það voru tiu erindi, það síðasta svona: Þá gripi er þér gáfuð mér ég guð bið launa yður með dýrgrip þeim er æðst- ur er, sem er hans náð og friður. Um síðir gull og silfur mást og sjást þess engin merki En guðs ei þrýtur eilíf ást í alheims sigurverki. fólkinu á Brennu, þegar ég sýndi því gleraugun. En á því hef ég trú — og hún er ekki með pllu út í bláinn, — að huldufólkið hafi lagt gleraug- un þarna við fætur mína. Ójá, huldufólk er til. Það vissi móðir séra Matthíasar, Þóra í Skógum. Hún átti ekki svo litil skipti við það. Og hafi huldufólk einhvern tima verið til, þá er það enn til, máttu vita. Ekki svo að skilja að ég sé skyggn eða sjái, nei, nei, það hef ég aldrei sagt. En reynslan er ekki blind." Svo setti hún upp gleraug- un og fékk sér molasopa. Þeg- ar hún hellti kaffinu úr kiönn unni skalf hönd hennar ekki hið minnsta. Stérk hlýtur hún einnig að vera sú hönd sem hefur gefið gömlu konunni þetta óbilandi þrek. Hún hef- ur ávaxtað sitt pund í trausti þess að hann sem stjórnar „al- heims sigurverki" sleppi ekki af henni hendi. Passíusálmar séra Hallgríms voru ekki ort- ir til einskis. Svo bregður old við aðra. M. Enskunámskejð í Encjlandi Ný námskeið hefjast á vegum Ccanbrit 20. septem- ber nk. 24. tíma kennsla á viku. — Dvöl hjá góð- um fjölskyldum. — Umsóknir þyrftu áð berast, sem allra fyrst. — Upplýsingar gefur Sölvi Lysteins- son, sími 14029. Laus staða Staða kennara í vélfræði við bændaskólann að Hól- um í Hjaltadal er laus til umsóknar. — Laun sam kvæmt hinu almenna launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir sendist fyrir 15. september nk. til land- búnaðarráðuneytisins, Arnarhvoli. Landbúnaðarráðuneytið, 30. ágúst 1965. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, o. fl., fer fram nauðungaruppboð að Síðumúla 20, hér 1 borg, fimmtudaginn 2. september 1965, kl. 1,30 e.h. Seldar verða eftirtaldar bifreiðir: R-334, R- 1065, R-6383, R-7391, R-11660, R-12770, R-13578, R-14348, R-14576, R-15070, R-15446, R-15952, R-16750, R-17041, E-565, Y-297. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembæltið í Reykjavík. Hvort sem lyfta þarf hátt eða lágt þungu eða léttu! er verkið bezt af hendi leyst með VALE Hvers vegna? Vegna pess, að enginn framleiðandi í heimi framleiðir jafn fjölbreytt úrval af lyfti- tækjum og VALE Vegna þess, að enginn framleiðandi hefur meiri reynslu í framleiðslu lyftitækja. Vegna þess, að VALE leggur fyrst og fremst áherzlu á framleiðslu sterk byggðra tækja, sem eru tæknilega í farar- broddi. VALE Merkið, sem heimurinn þekkir og treystir. s. mmmm \ jonirsosf sr. Grjótagötu 7 — Sími 24250.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.