Morgunblaðið - 01.09.1965, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.09.1965, Qupperneq 15
Miðvikudapur í sept. 1965 MORGUNBLAÐID 15 Fráleitt aö bendla kjarnann viö kalskemmdirnar og aöra ræktunargalla - segir dr. Bjarni Helgason í viðtali við IVIorgunblaðið Dr. BJARNI HELGASON, jarð fræðingur hefur í sumar unnið að rannsókn á hinum miklu kalskemmdum, er urðu á Norð- austurlandi í vor. Mbl. fór þess á leit við dr. Bjarna, að hann aegði lesendum þess frá rann- sóknum þessum og varð hann góðfúslega við þeirri málaleit- an. Við spui'ðum dr. Bjarna fyrst, hvað valdið hafi þessum miklu kalskemmd'um og svaraði bann: — í>að virðist vera samdóma óilit manna, að hin mikla klaka hella, er lagóist yfir landið sé meginorsök þess. I>að snjóaði yfir þíða jörðina, en síðan Ibljóp snjórinn í klaka. Undir klakanum verður alveg loft- laust og grasið hreinlega kafn- *r. Hefði snjórinn hins vegar ekki frosið, hefði verið nóg loft og þessi snjókoma ekkert sak- aö jörðina. Einstaka menn tóku eftir því, að þegar klaka tók *ð leysa, lagði sams konar lykt upp úr grasverðinum og leggur upp úr súrheyL Þessi lykt myndast við rotnun ýmissa lif- rænna efna undir k>ftlitilum eða loftlausum skilyrðum. Við þessu eru engin ráð. — Annaö atriðið, er skiptir miklu máli er, hve illa vatn rennur af túnum. Vatn getur staðið lengi í túnum þannig, að mýrarauðinn er alveg uppi á yfirborði og veikir slíkt gras- svörðinn ákaflega mikið. — Eru tún il'la raest fram? — Þa'ð er athyglisvert á þess um svæðum, er verst urðu úti í kalinu, hve gras er víða lif- andi og hvanngrænt á skurð- bökknm og eins í óræktuðu graslendi. Við nánari athugun kom einnig í Ijós, að rótar- dýptin við skurðbakkana og í óræktinni er mun meiri, e'ða um 30 cm. en hins vegar ekki nema 7 cm í túnum. Vanda- málið er því, hvers vegna er rótankerfið svo gott í órækt og á skurðbökkunum, en ek'ki í nýrækt? — Láklegasta skýringin á þessu er, að við skurðbakkana er þurrari jarðvegur. Það er því augljóst mád, að þa'ð þarf einhverrar breytingar við við framræsluna. Þessir stóru skurðir eru ekki nóg. Þessi framræsluaðferð, sem við not- um er ófullnægjandi tii þess að þunrka þessar mýrar nægi- lega vel. Það þornar aldrei inni í mi'ðjum túnspildunum. Við tókum upp 5 cm djúpar torfur og var þá al'lt þar undir svo blautt, að það mátti kreista úr því vatnið með hendinni. Ég get sagt ykkur dæmi. Við grófum niður í sjö ára gamla nýrækt, sem * ar djúpplæg'ð og þegar maður stakk niður á 7—8 cm dýpt, kom ma'ður nið- ur á órotnað sauðatað, sem borið var á túnið, þegar það var unnið upphaiflega. Þetta geta allt verið meðverkandi orsakir. — Hvaö með áburðarnotk- unina? — Áburðarnotkun á undan- förnum árum hefur verið mjög ábótavant. Bændur hafa notað allt upp í 10—12 poka af kjarna á hektara árlega, en það er um það bil helmingi meira en hagkvæmt er. Átta pokar eru algjört hámairk. — Hvað segið þér um þá Dr. Bjarni Helgason. skoðun, að kalið sé kjarnanum að kenna? — Það er mjög ailgeng skoð- un, að kjarninn sé orsök kals- ins, í honum sé ekkert kalk o. s.frv. Það er alveg rétt, að það er ekkert kalk í kjairnanum, en hins vegar er fráleitt að bendla kjarnann við kalskemmdirnar og aðra ræktu'nargalla. Þær skemmdir, sem menn hafa vilj- að kenna kjarnanum, eru ekki honum að kenna, heldur mis- notkun hans ef nökkuð er og hiugsanlega þá annarri van- kunnáttu við ræktunina. — Það er því ekkert hæft í þessum fullyrðingum um, að kjarninn valdi kali? — Því hefur verið haldið talsvert fram og það meira að segj a í dagblaði, að kjarninn væri hættulegur í samibandi við frostþol grasanna og gæti þannig valdið ka'li. Var þar vísað til tilraunar, er gerð var að Hvann-eyri, þar sem borinn var saman kjarni og kalksalt- pétur. Ég hef sjálfur skoðað þessa tilraun og það virðist al- veg augljóst, og hefðu að vísu flestir átt að vita það áður, að það sprettur ekiki í það óendan- lega undan köfnunarefnisá- burði, þegar hann er notaður í óeðlilegu magni. Tilraun þessi sýnir í rauninni fullikomna vaxtarkúrfu, þ.e.a.s. þá áburð- arskammta er borgar sig að bera á fjárhagslega séð og þá áburðarskammta, sem örugig- lega borgar sig ekki að nota. Áburðarnotkunin nær ákveð- inni' hámarksupps'keru, sem unnt er að knýja fram, en þegar komið er fram yfir þetta hámark minnkar uppSkeran og heldur áfram a'ð minn'ka jafn- vel, þó að við berum meira og nrieira á. Er þetta í rauninni ekkert annað, en viðurkenning á gildu ræktunarlögmáli um áhrif áburðar á uppskeru. Sann leikurinn er sá, að margir bændur á Norð-austurlandi fyrst og fremst hafa notað eins mikið og mest er nota'ð í þess- ari tilraun og gæti það, ef til vill skýrt óánægju þeirra með kjarnann og þá rýrnandi upþ- skeru, er þeir hafa kvartað und- an sem notað hafa kjarnan í mjög ríkum mæli. — Hvað um það, að jarð- vegurinn sé of súr? — Þa'ð hafa margir talað um það og einnig um, að það vanti kalk í jarðveginn. Þetta er eflaust rétt í sumum tilfell'um, en áreiðanlega aðeins í sum- um. Ég tók jaiövegssýnishorn á allmörgum stöðum og hef mælt í þeim sýrustig. Ég mældi fyrst sýrustigið á efstu 7 cm og síðan á næstu 7 cm þar undir á hverjum stað. Það var áber- andi, hvað jarðvegur var yfir- leitt súrari á efstu 7 cm held- ur en á hinum neðri 7, enda enginn vafi á að á sum-um þess ara sta'ða er sýrustig það lágt, að freistandi sé að álíta, að ka-lknotkun yrði til bóta, þó að það sé engan veginn víst. Til þess að fá úr þessu skorið er verið a'ð gera tilraunir á þrern- ur bæjum á Héraði, en þar er- um við að athuga áhrif kalks og sjá, hvort það eykur þol grasanna. — Haldið þér, að það muni bera jákvæðan árangur? — Vi'ð höfum gert kalktil- raunir annars staðsur á land- inu og þá fyrst og fremst i Borgarfirði og benda þær ekki til verulegs gróða, a.m.k. efkkl enn þá. Til fróðleiks má skjóta því hér að, kalki er dreift txL margra ára í senn og þó í miklu meira mæli, eft á sér stað með tilbúinn áburð þannig að, sumssta’ðar höfum við dreift allt að 12 tonnum rf kal'ki á hektara, en án venjulegs árang- urs. — Svo að við víkjum aftur að kalinu, þá er enginn vafi á, að grastegundir skipta miklu n\áli. Bæði á þetta við einstakar grastegundir og svo afbrigði af þeim. Því hefur verið haldi’ð mjög fram, að okkar íslenzku grös standi miklu betur af sér vetur en hinar svokölluðu ný- ræktir með erlendum gras- tegundum. Við fenigum tölu- vert af íslenzku grasfræi frá Klemenzi á Sámsstöðum til að hafa til samanburðar vi'ð er- lendu grastegundirnar 1 til- rauninni okkar fyrir austan. Erlendu tegundirnar eru annars vegar vallarfoxgras af norður- norskum uppruna og kanadískt háliðagras, en þetta eru lúk- l©ga þær erlendu tegundir, sem hér hafa reynzt meðal hins bezta. — Þá má geta þess í sam- bandi við fræinnflutning til landsins, að gerður hefur ver- ið samanburður á þeim gras- fræblöndum, sem hér voru á marka’ðinum á s.l. ári. Við þennan samanburð hefur kom- ið í ljós, að ein af þessum gras fræblöndum skar sig úr sem alveg sérstaiklega léleg. Annars staðar m-undi slíkt gefa tilefni til strangari ákvæða um fræ- verzlunina í landinu og þá sér- staklega að því, er snertir þau lágmiarksgæði, sem grasfræið verður áð uppfylla. Misjafnt grasfræ á undanförnum árum, stundum með ákaflega miklu aðfluttu illgresi innan um hef- ur reynst mörgum bændum erfi’ður þröskuldur í sambandi við stækkun nýræktar og túna. — Hvenær er endanlegra niðurstaðna að vænta? — í skemmstu máli er endan- legs árangurs ekki að vænta af þessum tilraunum okkar á Hér- a'ði fyrr en eftir nokkur ár. Fram eftir öllu sumri var mjög þurrt á Héraðinu, svo að gras- fræ, sem við sáðum við þessar tilraunir er nú fyrst rétt að byrja að spíra og koma upp í l«ik ágústmámaðar, sagði dr. Bjarni Helgason aö lokurn. „Hér skilja hestarnir Viðtal við kunnan danskan leikstjóra, Gabriel Axel HÉR Á landi er nú staddur danskur leikstjóri, Gabriel Axel, wm lengi hefur verið atkvæða- mikill, hvað leikhúslist, kvik- myndir og sjónvarp snertir í Danmörku. Hann hefur m.a. stjórnað tíu kvikmyndum, jafn mörgum leikritum og um fjöru- tíu sjónvarpsþáttum. Ein af kvik myndum hans „Det tossede para dis“ hefur verið sýnd hér á landi og vakti hún mikla at- hygli. Hér hefur hann ferðazt nm að undanförnu til þess að kynna sér staðhætti, sem hent- ngir þættu fyrir kvikmynd, sem hann hefur í hyggja að gera síðar. Gabriel Axel ólst upp í Frakk landi, en fór til Danmörku rétt fyrir upphaf síðari heimstyrjald- arinnar. Hann gekk í leikskóla Konunglega leikhússins í Kaup mannahöfn og að stríðinu loknu hélt hann til Parísar að nýju. Þar starfaði hann sem leikari í fimm ár, aðallega við leikhúsið „Lois jouvite" en auk þess við tvö önnur leikhús. Þar að auki tókst hann á liendur ýmsar leik- ferðir með frönskum leikurum og hefur jafnan liaft mikil tengsl við hinn franska leikhúsheim. Hér á landi hefur Gabriel Axel ferðazt hvorki meira né minna en um 3.000 km að undan förnu víðs vegar um landið á- samt Benedikt Árnasyni leikara og er tilgangur Gabriel einkum sem að framan greinir, að kynna sér staðhætti hér á landi, sem gætu orðið heppilegt umhverfi fyrir kvikmynd, sem hann er að ráðgera að taka hér á landi síð- ar. Komst Gabriel svo að orði í viðtali við Morgunblaðið, að þeir Benedikt hefðu ferðazt á jeppa yfir himinhá fjöll, djúpa dali, framhjá stórum fossum og skriðjöklum, djúpum eldgígum með eilífum snjó og fram hjá sjóðandi uppsprettum, yfir frjó- samar sveitir og gróðurlausar eyðimerkur. Hann hefði séð, hvernig vatnið skvettist upp úr goshverum og hvernig kraumaði dönsku“ í leirhverum. Hann hefði baðað sig jafnt ofan jarðar sem undir yfirborðinu. Hann hefði séð norð urljósin leiftra um himininn, villigæsirnar sveima um fjalla- vötnin, séð rjúpur svo spakar, að minnti á tamda alifugla og hann hefði talað við hestana, sem skildu fólk hér, enda þótt maður talaði við þá á dönsku eða frönsku. Þetta gæti aðeins stafað af því, að fólkið hér hlyti að vera gott fólk. Gabriel sagðist ennfremur hafa ekið í regni, sól og þoku, í gegn- um rómantísk héruð og í gegnum surrealstísk héruð, og í gegnum önnur héruð, sem voru næstum abstrakt, með gulum, rauðum, grænum, bláum og óteljandi öðr- um litum. Hér hefði hann haft tækifæri til þess að búa í tjaldi, sæluhúsum og á bóndabæjum. — ísland væri furðulega gestrisið land. Hér flíkaði fólk ekki gest- risni sinni, heldur væri gestrisni þess eðlileg og hógvær. Stundum hefði verið erfitt að finna veginn, en þá hefði ekki verið unnt að segja, að hann hefði spillt landslaginu. Stundum hefðu þeir félagar orðið að aka um 25 km. til þess að finna vatn uppi á hálendinu, einu sinni hefðu þeir snætt kavíar og drukk ið vodka, en látið sér nægja kex eitt næsta dag. Það hefði sprungið dekk, án þess að þeir hefðu haft fullnægjandi verk- færi, en fyrsti bíllinn, sem átti leið fram hjá þeim, hefði numið staðar og bílstjórinn aðstoðað þá, þrátt fyrir það að hann hefði haft nauman tíma. Mér finnst sem sumir staðir á íslandi minni á Atlasfjöllin í Suð ur-Marokkó, sagði Gabriel. Þar eru vegalengdir milli fólks einn- ig mjög langar og þar hjálpar hver öðrum, ef eitthvað kemur fyrir. Gestrisni fólks þar er mikil og það má líkja henni við gest- risni fólks hér, hún er hógvær og í blóð borin. Eitt er það, sem ég hef veitt athygli hér sérstaklega, sagði Gabriel ennfremur, og það er hið jákvæða viðhorf allra. Ef rætt er til dæmis við Guðlaug Rósin- kranz þjóðleikhússtjóra og Bene dikt Árnason leikara um vanda- mál, þá svara þeir aldrei „Þetta er ekki hægt að gera“, heldur segja: „Við finnum eitthvert ráð við þessu". Eg álít ,að sérhver maður á íslandi inni af hendi þriggja manna starf, og ég vil aðeins óska, að Íslendingar væru mörg- um sinnum fleiri, því að hverju myndu þeir ekki fá áorkað þá, miðað við það, sem þeir hafa þeg ar áorkað. Eg er því miður þeirr ar skoðunar, að Danir hafi ekki skilið mikið eftir sig hér á landi, þegar litið er á það mikla starf, sem íslendingar hafa unnið, eftir að land þeirra varð sjálfstætt, sagði Gabriel að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.