Morgunblaðið - 01.09.1965, Side 17

Morgunblaðið - 01.09.1965, Side 17
MORCUNBLAÐIÐ 17 Miðvikudapur 1. sept. 1965 Adolf Guðmundsson In IVfemoriam Æquam memento rebus in ard uis Servare mentem, non secus j in bonis ! Aib insolenti temperatam Lætitia. Horatius. f' „Varðveittu hugarró á tímum mótlætis, og hafðu sömuleiðis taumhald á fögnuði þínum á gleðifítundum". Svo kvað höfuð- skáld Rómverja, Hóras. Þetta kvæði og önnur ljóð Hórasar lásum við Adolf GuðmUndsson og lærðum hjá séra Friðriki Friðrikssyni, sem byrjaði að kenna okkur latínu, börnum að aldri. Við höfum eflaust ekki gert okkur fulla grein fyrir gildi þessara orða á þeim árum. En síðar í lífinu sá ég, að Adolf Guðmundsson breytti eftir þeim á aðdáunarverðan hátt. Séra Friðrik og faðir minn voru nánir vinir og nágrannar. Af því spruttu bernskukynni okkar Adolfs, fóstursonar séra Friðriks, og úr þeim varð ævilöng vinátta. Við lékum okk- ur saman hér í Reykjavík, dvöldum saman á sumrum í Kaldárseli og Vatnaskógi, lærð- um latinu hjá séra Friðriki á menntaskólaárum okkar, hitt- umst og ferðuðumst saman er- lendis á stúdentasárum og starfs árum. Ekki aðeins varð vinátta okkar einlægari með árunum. Aðdáun mín á óvenjulegum mannkostum hans varð sterkari með hverju árinu, sem leið. Of oft eru menn dæmdir eftir því einu eða fyrst og fremst, hversu menn láta til sín taka á alþjóðar vettvangi. Eru þá þeir taldir mestir afreksmenn, sem atkvæðamestir eru í opinberum málum. Auðvitað er sérhverju þjóðfélagi þörf á slíkum mönn- um. En hiugur Adolfs stóð ekki til afskipta af opinberum mál- um. Hins vegar verða afrek einnig unnin í einkalífi, í kyrr- þey. Þannig vann Adolf Guð- mundsson sín afrek, og þau voru mikiL Fleiri eru hetjur en þeir, «em berjast frammi fyrir al- þjóð og vinna þar sigra. Mesta hetjan er sá, sem hefur náð fullkomnu valdi yfir sjálfum ®ér, og æðrast aldrei. Þann sig- ur hafði Adoif Guðmuhdsson unnið. Árum saman var hann öðru hvoru fársjúkur og sár- þjáður maður. En hann kvart- aði aldrei. Og aldrei gætti hjá honum ótta né kvíða. Um leið og af honum bráði, var sárs- aukinn gleymdur, og hann var áftur orðinn glaður, ekki hóf- laus í gleði sinni eða léttúðugur, heldur hýr og ánægður. Hann hafði lært þá sjaldgæfu list að varðveita hugarró í mótlæti og hafa taumhald á fögnuði sín- um í gleðinni. Ýmsir kunna að halda, að sá maður, sem er svo mikið karl- menni, að hann hefur fullkomið vald yfir tilfinningum sínum í miklu mótmæli, hljóti að vera kaldlyndur. Ef til vill væri það eðlilegast. Og svo er eflaust oft. En það átti ekki við um Adolf Guðmundsson. Og það gerði hetjuskap hans ennþá aðdáunar- verðari. Hann var viðkvæmur maður og hjartahlýr, góðviljað- ur og greiðvikinn. Áhugi hans á sígildri tónlist og sígildum bók- menntum var mikill og einlæg- ur, og smekkur hans á því sviði var smekkur sannmennntaðs manns. Jafnframt var framkoma hans öll óvenju fáguð. Hann var slíkt snyrtimenni, að athygli vakti. En að baki hógværu og hljóðlátu fasi hans bjó sá vilja- kraftur og sú þrautseigja, sem gerðu prúðmennið að hetju. Nemendur Adolfs Guðmunds- sonar eru orðnir margir, og munu allir minnast hans með virðingu og þakklæti. Og sam- kennarar hans mimu sakna hans. En miklu fleiri hefðu þurft að þekkja hann og mann- kosti hans, til þess að geta lært af honum, hvernig hægt er að vaxa af veikindum, hvernig hægt að vera mikili maður, án þess að vera frægur maður, hvernig hægt er að vera öðrum mikils virði með því einu að vera til og reynast góð og fögur fyrirmynd. Ég er þakklátur fyrir það, að hafa átt Adolf Guðmundsson að ævilöngum vini. Gylfi Þ. Gíslason. t ADOLF Guðmundsson, yfirkenn- ari, er látinn, á bezta aldri; hann var fæddur 7. 7. 1917. Slotað hef- ur löngu og erfiðu sjúkdóms- stríði, lokið er starfssamri ævi, auðugri að innra lífi. Adolf Guðmundsson ávann sér aðdáun og vináttu þeirr-a, sem voru honum kunnugir. Ég hefi fáa menn þekkt, sem höfðu mót- azt jafn gagngert af menningu og hann; mér var það einatt eft- irtektarefni, hve þaulþjálfað sál- arlíf hans jafnt sem líkamslíf var, er hann heyði af karlmennsku áratuga langa baráttu við erfiðan sjúkdóm, en var síríkur að menn- ingarlegum áhugaefnum; ávallt hýr í viðræðum og yljaði við- mælanda sínum við kyrrláta, innri glóð skarprar og húmor- ískrar greindar. Adolf var tekinn í fóstur 5 ára gamall af frænda sínum, séra Friðrik Frikrikssyni, og naut uppeldis hans í æsku og fyrir- bæna í viðureigninni við sjúk- dóm sinn. Ég hygg, að fáa menn hafi séra Friðrik mótað gerr á þeim tveim sviðum, sem voru honum eiginlegust: í menningu og trú. Dugði honum hvort tveggja vel. Þekkti ég Adolf bezt á síðari árum, og fannst mér einkúm eftir að fósturfaðir hans lézt á tíræðis aldri fyrir fjórum árum sem ég ætti þar hluta eftir af séra Friðrik sem Adolf' vár. Lagði hann sig fram um að varð- veita minjar sr. Friðriks og átt-. um við það áhugamál sameigin- legt ásamt fleiri vinum hans. Eftirlifandi kona Adolfs er frú Guðríður Egilsdóttir frá Ráða- gerði Þórðarsonar, styrk kona, og annaðist hún mann sinn á ein- stæðan hátt, sem ekki skal fjöl- yrt um hér. Þau bjuggu sér fal- legt heimili, þar sem ríkti gleði og friður eins og yfir allri þeirra sambúð. Syni eignuðust þau tvo, Friðrik, sem stundar nám í mæl- ingaverkfræði í Braunschweig, og Þórð, 12 ára. Gladdi Friðrik föður sinn með góðri ástundun í háskólanámi. Adolf var músíkalskur með af- brigðum og varðveiti ég þakk- látur minningarnar um fræðandi samtöl okkar um þau efni á héim ili þeirra hjónanna. Stundaði hann nám í músíkvísindum við háskólann í Kiel háskólaárið 1957—58. Sama ár stundaði hann einnig framhaldsnám í þýzku, en B.A.-prófi hafði hann lokið í þeirri grein og í ensku við H. í. árið 1949. Adolf var mikill mála- maður og hafði hann einkum hina mestu nautn af þýzkum bók menntum og menningu. Þar í landi leitaði hann sér einnig þrá- faldlega heilsubótar. Kennslustarf sitt rækti Adolf af miklum kærleika. En mér stendur næst að þakka honum nú þá kennslu, sem hann veitti mér í þolgæði og hve hann var heil- steyptur maður. Heiðríkja þeirr- ar minningar veitir mér gleði og styrk. Slikur var hann samí'erða- mönnum sínum. Guð veiti ást- vinum hans huggun og fullvissu vonarinnar. Þórir Kr. Þórðarson- t ADOLF er fimmti bekkjarbróðir okkar fimmtíu stúdenta frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937, sem kveður þennan heim. Hann fæddist á Seyðisfirði 7. júlí 1917, sonur Adolfs Guð- mundssonar, loftskeytamanns og dómtúlks, og Soffíu Baldvins- dóttur frá Stakkahlíð í Loðmund- arfirði. Náfrændi Adolfs, séra Friðrik Friðriksson, tók hann í fóstur fimm ára gamlan. Séra Friðrik lét sér mjög annt um fósturson sinn og veitti honum hið bezta veganesti. Samvistin við hinn gjörmenntaða og göfuga kennimann var góður skóli, og ungur að aldri ferðaðist Adolf víða og kynntist mörgum mæt- um mönnum. Þá vaknaði áhugi hans á tungumálum, bókmennt- um og hljómlist. Síðar lá leiðin um Gagnfræða- skólann og Menntaskólann í Reykjavík. Adolf var enginn prófmaður, en námsmaður var hann engu að síður. Hann hafði næmt auga fyrir efni þess, sem um var fjallað, en málfræði- form, ártöl og önnur slík atriði hirti hann þá lítt um. Og áhuga hafði hann á mörgum greinun^ sem ekki voru námsefni í skófc* anum. Mig grunar, að kynni Adolfs af misjöfnum kennsluað- ferðum í skólanum þá hafi átl drjúgan þátt í að gera hann að góðum og skilningsríkum kenn- ara, eins og síðar kom á daginn, Að stúdentsprófi loknu starf- aði Adolf nokkur ár við pósthús- ið í Reykjavík. Hinn 22. apríl 1943 kvæntist hann Guðríði Eg- ilsdóttur, skipstjóra Þórðarsonar frá Ráðagerði á SeltjarnarnesL Guðríður er, eins og kunnugir vita, greind dugnaðarkona, og hefur hún staðið við hlið manns síns í blíðu og stríðu, og sýnt honum einstaka ástúð og um- önnun. Árið 1944 gerðist Adolf kenn- ari í ensku og þýzku við'Gagn- fræðaskóla Austurbæjar, og kenndi jafnframt við Námsflokka Reykjavíkur. Sneri hanh sér af kappi að námi í þessum grein- um við Háskóla íslands og lauk BA-prófi árið 1949. Á þessum ár- um byggði Adolf myndarlegt ein býlishús við Faxaskjól, og var þá oft lögð nótt við dag til þess að ná settu marki. Á árunum 1957—58 dvaldist Adolf með fjölskyldu sinni í Þýzkalandi og stundaði fram- haldsnám í þýzku og músíkfræð- um. Skömmu eftir heimkomuna var hann skipaður yfirkennari við Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar, og gegndi hann því starfi til dauðadags. í Þýzkalandi gekk Adolf undir uppskurð í annað sinn við meini, sem hann lengi hafði kennt. Hin síðustu ár ágerðist sjúkdómurinn, en Adolf háði stríðið með stakri þrautseigju og æðruleysi til hinztu stundar. Adolf var ljúfmenni, kurteis maður og g'ætinn. Fjölskyldu sinni sýndi hann ríka ástúð og umhyggju, og séra Friðriki galt hann fóstrið með einstakri tryggð og vináttu. Þeim Guðríði og Adolf varð tveggja efnilegra sona auðið. Friðrik er nú 21 árs og stundar verkfræðinám í Þýzkalandi, og Þórður er 12 ára. Móðir Adolfs er á áttræðisaldri, og hefur búið í húsi þeirra hjóna, síðan það var reist, og notið góðrar um- hyggju þeirra. Við bekkjarsystkin vottum þeim öllum innilega samúð. Minningin um góðan dreng og tryggan félaga mun ávallt lifa meðal okkar. Þorvarður J. Júlíusson. Karl Magnússon jám- smíðameistari — Minning ÞAÐ var enginn kalkvistur, eða feyskið sinustrá, sem féll að foldu þann 26. júlí sl. og lá eftir í Ijáfari dauðans, því er hann skáraði að morgni þess dags, nei, þar mætti örlögum sínum græn igrein, í fullu blaðskrúði með rót- arsafa traustra erfða óskertan í íeðum og taugum. Karl var fæddur þann 23. júní 1910 að Gilhaga í Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði, og var þannig rúmlega 55 ára að aldri er hann lézt. Foreldrar hans voru: Monika Jóhannesdóttir, Einarssonar, Böðvarssonar frá iBreiðstöðum í Gönguskörðum og Magnús Jónsson bóndi á Gil- haga. Jón faðir hans var Ás- imundarson, Ásmnndarsonar hins iríka. Karl hlaut í vöggugjöf hina beztu eiginleika úr báðum ætt- um. Monika móðir hans var 10. ættliður frá Guðbrandi biskup Þorlákssyni, en hann var svo sem alþjóð veit, oddhagur með afbrigðum og skar út í tré alla upphafsstafi í biblíu þeirri, sem við hann er kennd og gefin var út á Hólum í Hjaltadal 1584. Glöggt auga og hög hönd hafa verið erfðir þeirra ættliða sem fná Guðbrandi eru komnir, og þótt ég kunni þar ekki full skil á, vil ég benda á að móðurbróð- ,ir Karls heitins, Stendór Jó- hannesson starfaði í Akureyrar- bæ um áratugi sem járnsmiður, við hinn ágætasta orðstír, og synir hans, Stefán og Steindór, hafa fetað sömu braut, og eru alþekktir og mikilsvirtir iðnað- armenn hér í bæ. Heima í hér- aði var Einar móðurbróðir Karls þekktur hagleiksmaður á tré, og hafi maður í huga hið forn- kveðna: „að móðurbræðrum séu menn líkastir“, þarf ekki frekari vitna við, um hvert Karl heit- inn sótti hagleikinn. Föðurætt Karls er einnig vel þekkt í Skaga firðinum fyrir atorku, greind og hagmælsku. Mér er tjáð að flest eða öll börn Magnúsar séu hag- orð, en landsþekktir hagyrðing- ar eru þeir Jóhann, kenndur við Mælifellsá, og Þorsteinn, faðir Indriða rithöfundar. Þegar Karl var fimm ára gam- all, missti hann föður sinn. Móð ir hans flytzzt þá til bróður síns Einars á írafelli, og dveljast þau mæðgin þar unz Einar deyr 1922, en flytjast þá að Brúnastöðum. Nokkru fyrir 1930 kemur Karl til Akureyrar, og hóf þá nám í járnsmiði hjá Steindóri Jóhann- esssyni móðurbróður sínum. — Hann tekur sveinsbréf í þeirri iðn 10. júní 1932 og vinnur hjá meistara sínum næstu árin. 1936 fer Karl á vélstjóranámskeið Fiskifélags fslands og varð hann á prófi efstur sinna skólabræðra. Á þessum -fyrstu Akureyrarárum gerist hann félagi og einn af brautryðjendunum í Svifflugfé- lagi Akureyrar, og vann því fé- lagi mikið starf og gott, og átti upp frá því marga vini meðal þeirra sem gerðu flugvélastjórn að atvinnu sinni. Síðar gerist hann félagi í Ferðafélagi Akur- eyrar, og þar liggja eftir hann óbrotgjörn störf, bæði sem stjórn armanns og almenns félaga, þá er hann um skeið í stjórn Skag- firðingafélagsins á Akureyri, og nú síðast í stjórn nýstofnaðs fé- lags, sem hlaut nafnið Brag- verji. Árið 1941 eða 1942 ræðst Karl til Vélsmiðjunnar Odda h.f. og starfaði þar upp frá því, og sem verkstjóri í ketil- og plötusmíðadeild fyrirtækisins frá áramótum 1946, en á því ári leys- ir hann meistarabréf í ketil- og plötusmíði. Hann hafði því ver- ið verkstjóri í sama stað nær 20 ár við vaxandi traust og vin- sældir. Árið 1936 kvænist Karl eftirlifandi konu sinni, Halldóru Jónsdóttur, Kristjánssonar kenn- ara í Blönduhlíð í Skagafirði. Þau hjónin eignuðust þrjú börn: Rannveigu Helgu, Einar og Heiðu. — Þetta er þá í stórum dráttum umgjörðin um manninn Karl Magnússon, en hvernig var mað- urinn sjálfur, myndin í umgjörð- inni. Hann var hár vexti og svar- aði sér vel um gildleika, fríður í andliti, dökkur á brún og brá og með ótrúlega geislandi hýr- leika í andliti, þegar hann hlýddi á smellna frásögn, hvort heldur hún var í lausu máli eða ljóði. Sjálfur var hann ágætlega hag- orður, og hraðkvæður ef því var að skipta. Sagði einnig ágæt- lega frá atburðum, og urðu þeir í meðferð hans eyrnagaman. — Hann hafði rithöfundarhæfileika í ríkum mæli, en rækti þá lítt. Hann unni hestum og átti hesta um skeið og ferðaðist á þeim langleiðir, en mesta lífsnautn hans hygg ég þó að verið hafi ferðalög um fjöll og óbyggðir og þá hitt að svífa fjöllum ofar á vængjum vindanna, sjá í einni sjónhending öræfin sem hann unni svo mjög, og rifja upp ör- nefni, staðfæra þau og gera sér þess grein, að fjallið, sem var svo tignarlegt séð af láglendinu og geigvænleg gnípan, urðu næsta lítilfjörleg séð þaðan of- an að. Þetta kenndi þau lífssann- indi að það er ekki sama frá hvaða sjónarhól málefni eða hlutir eru skoðaðir. Karl var ekki langskólageng- inn,' en sjálfsnámið varð honum notadrjúgt. Þannig las hann bæði ensku og þýzku, auk Norð- urlandamálanna og jók þannig drjúgum við þá þekkingu sera hið bóklega iðnnám hafði veitt. Hann var ágætur smiður og hug- myndaríkur, afkastamaður til vinnu ef á þurfti að halda. Sagði skilmerkilega til verka og talaði enga tæpitungu finndist honura þörf á tilbreytingu í hversdags- mollunni, heldur af frjórri upp- sprettu íslenzkrar orðgnóttar, og varð þá vart misskilið við hvað var átt. Karl var hinn ákjósan- légasti ferðafélagi, sem stytti langa leið með kveðskap eða kíminni sögu. Eitt sinn er við komum frá austuröræfum og renndum upp Jökuldalsheiðina fram hjá eyðibýlunum þar, og þar með Veturhúsum, sem sagt er að Kiljan hafi að fyrirmynd, en kalli Sumarhús, þá orti Karl þessa stöku: Hvort sem Laxness líkar það lyfta margir krúsum Bruni þeir um bæjarhlað Bjarts í Sumarhúsum. Já, það var bjart yfir minn- ingunni um Karl og samveru- stundunum með honum. Á glaðri stund, í góðra vina hópi, gat Karl lyft glasi og stóð þar fyrir sínu sem annars staðar, en jafn- an var gengið hægt um þær gleð- innar dyr og án eftirkasta. Að lokum vil ég þakka fyrir að hafa kynnzt Karli og átt hana Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.