Morgunblaðið - 01.09.1965, Page 20

Morgunblaðið - 01.09.1965, Page 20
20 MORCUNBLAÐID Miðvikudapur 1. sept. 1965 VilhjáEmur Ögmundsson Narfeyri — Kveðfa Hann var flestuni hreinni og beinni hugumstærðin aldrei veil. Vildi ekki í verstöð nemni vera í skipulagðri seil .. Bóndi kaus á bújörð sinni bergja ilm úr töðugeil. Þessar línur skáldsins komu i hug minn er ég ákvað að festa niður á blað nokkur kveðju og þakkarorð um vin minn Vil- hjálm Ögmundsson, sem alltof fljótt hefir frá okkur verið hrif- inn, mitt í dagsins önn, já í miðj um klíðum við lausn ýmissa flókinna stærðfræði spursmála þar sem hann að undanfömum árum hefUr haslað sér völl. Hafði vakið á sér athygli fyrir ritgerðir um flókin úrlausnar- efni og vissulega var tekið eft- ir þvi sem frá honum fór i þeim efnum. Allsstaðar að úr heim- inum, já frá allra ólíklegustu stöðum hafði hann fengið þakk ir fyrir sitt framlag og einmitt nú í haust mun enn á ný birt- ast eftir hann í stærsta stærð- fræðitímariti veraldar, greinar um stærðfræðileg efni. Og marg ir spurðu: Hvað kemur næst? Hann lét ekki mikið yfir sér um dagana, hann Vilhjálmur á Narfeyri, hafði ekki mörg orð um hlutina og ef til vill af því veittu færri því athygli en skyldi hver hér var á ferð og hvað hann hafði að segja. Hóg- værðin var slík að þótt honum væri vel kunnugt um frægð sína á erlendum vettvangi, var um það talað eins og þetta væri miðlungi gert eða ekki meira. Við fráfall hans er ekki ein- ungis sveitin hans og vinir hans fátækari, heldur þjóðin öll, og nú stendur hún í mikilli þakk- arskuld við hinn góða dreng. Það var sama að hverju Vil- hjálmur gekk um dagana, hann var heill í hverju verki. Hvort hann valdist til forystu fyrir sveitungana eða aðra, öllu skil- aði hann með þvi snyrtilega handbragði sem þá einkenna er leggja bæði hug og sál í verk- efnið. Hann hafði fallega rit- hönd stíll hans var einfaldur og skír og hann kunni að semja þannig að ekkert fór á milli mála. En það sem mér er hann minnisstæðastur er drengskapur hans og tryggð. Um mörg ár var hann hinn mesti aufúsugest- ur á heimili mínu og var alltaf komu hans fagnað. Eitthvað gott ag skemmtilegt kom úr hverri jferð hans. Ég á því bágt með að sætta mig við þau umskifti sem orðin eru. Sjálfum sér kunni hann ekki að hlífa, og kom það líka niður á honum að lokum. Voru vinir hans búnir margsinn is að orða við hann að leita sér lækninga, en honum fannst allt Verzlun Til sölu bifreiðavarahlutaverzlun við Laugaveg. Verzlunin er í leiguhúsnæði. — Góðir greiðsluskilmálar. FASTEIGNA- OG SKIPASALA KRISTJÁNS EIRÍKSSONAR, HRL. Laugavegi 27. — Sími 14226. Sölumaður: Kristján Kristjánsson. Kvöldsími 40396. Oanskur símvirki óskar eftir 4ra—5 herb. íbúð frá 1. október nk. Upplýsingar hjá póst- og símamálastjórninni í síma 11-000. Ebi hæð til sölu, við Kársnesbraut 4 herb., eldhús og bað. Laus fljótlega. — íbúðin ér 5 ára og í mjög góðu ástandi. '■ RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, HRL. Laufásvegi 2 — Sími 13243. Kennara vantar við Barna- og unglingaskólann í Ólafsvík. — Ein staða við unglingaskólann. — Aðalkennslugreinar: enska og danska. — Ódýrt húsnæði. Upplýsingar gefa skólastjóri og formaður skóla- nefndar, Ólafsvík. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa strax. Upplýsingar í síma 37737. IVIúlakaffi annað þarfara, verkefnin vuru svo mörg og tími enginn fyrir sjálfan hann. Það gat beðið og ekki var kvartað. Vilhjálmur var mannkostamaður. Hver heyrði hann leggja öðrum ann- að en gott til? Hverjum neitaði hann um bón ef hægt var að framkvæma hana? Engum. Þetta vita bezt vinir og sveit- ungar. Vilhjálmur hafði yndi af allri véltækni og notfeerði hann sér út í æsar vélaaflið ef því varð við komið í starfi hans. Þegar hann gat eignaðist hann vélar til jarðvinnslu. Hann reiknaði jafnan út afrakstur og getu vélanna og beitti þeim þannig að þær báru arð. Ég vissi til þess að hann kom þeim vélum af stað sem aðrir höfðu yfirgefið. Hans fyrsta útvarpsvið tæki mun hafa verið úr mörg- um tækjum sem höfðu gengið sér til húðar í annarra þjónustu. Hann gat líka leiðbeint um meðferð véla og tækja. Vakandi auga hafði hann fyrir öllum framförum og nýungum. Oft var hann með allskonar útreikninga •þegar hann kom til mín og var að láta mig sjá. Þótti mér aumt að geta ekki verið betri áheyr- andi eða hafa meiri skilning á því sem hann þuldi, en mér fannst þetta svo fjarstæðukennt að ég bókstaflega gafst upp. Svo munu margir eða flestir hafa verið. Þetta var eins og latína fyrir þeim. Ég dáði það umburðarlyndi sem hann átti þegar ég gat ekki sagt annað en já og nei við hans skýring- um. Einhverja nautn hafði hann þó af að þylja þetta fyrir mér þótt ég skildi ekki baun. Vil- hjálmur hafði alltaf blýant í vestisvasa sínum og blað í jakka vasanum. Ef honum kom eitt- hvað í hug þar sem hann var, þá var það óðar punktað nið- ur. Hann gisti oft á heimili okk- ar. Var árrisull og oft voru ótal tölur komnar á blaðið sem hann var með áður en hinn eiginlegi fótaferðatími var kominn. Ég hefi af svo mörgu að taka í sam- skiptum okkar Vilhjálms að það yrði nóg í margar greinar. Margar myndir skemmtilegar og góðlegar svífa fyrir hugann er ég rita þessar línur. Væri gam- an að gera þeim betri skil á öðrum vettvangi og hver veit nema tóm gefist til þess. Vil- hjálmur var alltaf glaður og reifur. Ég man aldrei til að ég sæi hann öðruvísi en ánægðan. Hann hafði skemmtilega kímni- gáfu og átti ekki langt að sækja hana því faðir hans var orðlagð ur fyrir léttlyndi og græsku- laust gaman. Honum gleymdi enginn sem sá hann. Svo var og um Vilhjálm. Hann var höfð- ingi bæði í sjón og raun. Fjöl- mörgum trúnaðarstörfum gegndi hann fyrir sveit og sýslu og er það of langt að rekja. Allsstað- ar var borið til hans traust og því brást hann aldrei. Ég heyrði hann aldrei segja ljót orð, öll framkoman var fáguð. Hann gafst ekki upp þótt starfsdagur væri langur. Minnist ég þess sérstaklega er hann sagði mér frá viðureign sinni við tófuna og minkinn,' en þau eru ótalin grenin sem hann vann og mink arnir sem hann banaði. Ég þurfti að ná tali af honum í vor, mig minnir það væri í júli og hringdi inn að Narfeyri um fimmleytið. Ég fékk það svar að hann væri að eltast við mink inn. Um kvöldið kom hann svo í símann. Hafði hann þá banað 4 eða 5 þarna í nágrenninu. Stundum varð hann að liggja dægrum saman yfir greni. Upp- gjöf var ekki í orðasafni hans. Jú, stundum var nokkuð kalt, og lá við að í mig kæmi hrollur eftir haustnóttina, sagði hann. Meira var ekki sagt. Það var ekki verið að státa af slíku. Þá má ekki gleyma heimilinu hans Vilhjálms. Þar átti margar fagnaðarfund á góðum degi. Rausnin, snyrtimexmskan og höfðingsskapurinn þar á efsta tróni. Þau hjón voru jafnan sam taka. Því er áfallið mikið fyrir konu hans og börn. Sörnin sem eru fyrirmynd hvar sem þau koma. Það eru ekki margir dag- ar síðan jarðarför fór fram að Narfaeyri. Móðir húsbóndans var til hinztu hvílu borin. í dag er það sonurinn. Tvö högg í sama knérunn. Drottinn gaf og drottin tekur. Bak við allar þjáningar skín miskunn hans. Það þekkti Viihjálmur vel af brattri ævigöngu. Hann talaði oft um það og þá var engin tæpitunga notuð. Litla kirkjan í túninu hans átti huga hans. Mörg sporin átti Vilhjálmur þar á helgan stað. Honum þótti vænt um sálminn: Ég heyrði Jesú himneskt orð .. Já, hann heyrði og tók eftir. Seinustu göngunni tók hann með karl- mannlegri ró og trúnaðartrausti. Hann vissi að hann átti að búa sig til ferðar og það gerði hann rækilega. Kona hans fékk að vera með honum seinustu stund irnar. Hamingjan nær út yfir gröf og dauða. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey. Þetta gæti verið texti lífs Vilhjálms á Narfeyri. Svo kom hann mér fyrir sjónir. Og þannig reyndist hann. Vilhjálmur Ögmundsson var fæddur í Vífilsdal í Hörðudal í Dalasýslu 4. jan. 1897. For- eldrar hans voru merkishjónin Málfríður Hansdóttir af Hjalta- línsætt og Ögmundur Hjartar- son. Hjá þeim ólst hann upp. Hann gekk einn vetur á Verzl- unarskólann í Reykjavík 1912 til 1913 og auk þess var hann einn vetur við verzlunarstörf í Reykjavik. Að öðru leyti var hann alltaf heima hjá foreldr- um sínum unz harm giftist 1. júní 1929, frú Láru Vigfúsdóttur Hjaltalín, Jónssonar frá Brokey. Hjónaband þeirra var hið ást- úðlegasta. Þrjú eru börn þeirra, Hulda gift í Reykjavík, Hreiðar oddviti á Narfeyri og Reynir sem hefir verið við eðlisfræði- nám í Þýzkalandi undanfarin ár. Kippir þeim drengjum i kynið, manndómsmenn í hví- vetna og til fyrirmyndar hvar sem þeir koma. Þau Lára og Vilhjálmur bjuggu eitt ár í Víf- ilsdal hjá foreldrum hans, en þá fóru þau að Narfeyri og þar hefir bú þeirra staðið síðan, vaxið og blessast á hinn bezta hátt. Verður vegfaranda star- sýnt á umbrotin þar og stórhug þess er nú hefir kvatt. Ég veit að uppskera Vilhjálms er hann nú skiptir um heimkynni er mikil. Það er mín huggun er leiðir skilja. Honum verður ekki gleymt af samferðamönn- unum. Fjöldi vina hans fylgir honum nú með þökk í huga sein asta spölinn. Það verður tóm- legra á Narfeyri þegar húsbónd ann vantar. Ég veit líka að við hjónin söknum þess mjög að sjá hann ekki á heimili okkar, glaðan og innilegan svo sem hann alltaf var. En minningarn- ar margar og bjartar verma hugina. Skáldið segir: Hlífir, vægir, eirir öngum örlaganorn, þó verði ei sén. Eitt er víst að allir göngum undir sama jarðarmen. Því skal það verða kveðja mín til Vilhjálms Ögmundssonar míns ágæta vinar að lokum um leið og ég votta hans nánustu innilega samúð, orð skáldsins í sama kvæði og hér að ofan er tilfært: Sig í bjarmans víða veldi viðrar hugur þroskamanns þess er slöngvar augnaeldi út í fjarska stjörnuranns. Árla dags og eins á kveldi ótalmargir sakna hans. Árni Helgrason. MACKII NTOSH - MA CKINTOSH IVtunch ies súkk ulaðikex f æst víða Einkaumboð fyrir John Mackintosh & Sons Ltd. Norwich. ACTIVE . íslenzk - Erlendn verzlnnnrfélngið hf. Tjarnargötu 18. — Sími 20-400. , 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.