Morgunblaðið - 08.09.1965, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐID
Miðvikudagur 8. sept. 1965
20 ný leikrit á verkefna-
skrá Þjóileikhússins
. ... : */ ..
(//•.....•1 1 ^
í GÆR var NV-átt, fimm
ti'l sex vindstig og slydda á
norðausturhorni landsins.
Annars var hæg NA- eða N-
átt og bjart veður nema í
VesturSkaftafellssýslu. Þar
var A-gola og dálítil úrkoma. /
Var það bagalegit, því að ýms;- )
ir aðilar höfðu áhaga á að
ljósmynda úr lofti vatns-
flauminn á Skeiðarársandi,
Grímsvötn cg Skejðarárjökuil.
^JÓÐLETKHÚSIÐ er nú að hefja
vctrarstarfsemi sína. Af því til-
«fni kvaddi þjoðleikhússtjóri,
Ciuðlaugur Rósinkranz, blaða-
Bnenn á sinn fund til þess að
skýra frá þeim verkefnum, sem
itekin verða fyrir á vetrinum. Á
verkefnaskrá Þjóðleikhússins eru
20 ný verk og af þeim 5 íslenzk.
Ekki taldi þjóðleikhússtjóri full-
víst að tími ynnist til að anna
öllum þessum verkcfnum og
íæri það talsvert eftir aðsókn að
leikhúsinu í vetur.
Fyrsta leikritið á þessu ári
er Eftir syndafallið eftir Artihur
MLUer í þýðingu Jónasar Krist-
jánssonar. Leikstjóri er Benedikt
Árnason en leikmynd hefur
G-unnar Bjarnason gert. Þetta leik
rit átti að frumsýna á síðasta
leikári, en var af ýmsum orsök-
uim geymt þar til nú. Æfingar
Ihiófust í vor, en var haldið áfram
eftir sumarleyfi leikaranna og
þá æft með leiktjöldum.
„Bftir syndafallið“ verður
frumsýnt 12. september, en sýn-
ingar hafa ekki áður hafizt svo
snemma á leikári.
Járnhausinn hinn vinsæli söng-
leikur eftir Jón Múla og Jónas
Árnasyni var sýndur 25 sinnum
á síðasta lei'kári við mjög góða
aðsókn og hefjast sýningar aftur
18. september n.k.
Gullna hliðið eftir Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi verður
sýnt um miðjan vetur. Leiikstjóri
verður Lárus Pálsson.
Þjóðleikhúsið hefur fengið
hin-gað til lands frú Gerda Ring,
en hún er leikhúsgestum að góðu
kunn fyrir leikstjórn. Frúin er
komin hingað til þess að stjórna
leikritinu Afturgöngum eftir
Henrik Ibsen, en þaðleikrit verð-
ur væntanlega frumsýnt í byrjun
októþer, að þessu sinni í nýrri
þýðingu Bjarna Benediktssonar
frá Hofteigi.
Næsta verkofni Þjdðleikhússins
verður Endasprettur (Photo fin-
ish) eftir Peter Ustinov. Þýðing-
una gerði Oddur Bjömsson, en
leikstjórn verður í höndum
Benedikts Árnasonar. Aðalhlut-
verkið í leiknum leikur Þor-
steinn Ö. Stephensen, en hann
hefur ekki leikið á sviði Þjóð-
leikhússins í 10 ár. „Endasprett-
ur“ verður væntanlega frum-
sýnt í nóvember.
Næsta verkefni á eftir „Enda-
spretti“ er leikhúsverk, sem
hvarvetna hefur vakið geysilega
athygli. Er það Mutter Courage
eftir Bertold Breoht. Þetta er
fyrsta verk eftir Brecht, sem
Þjóðlei'khúsið sýnir og að sögn
þjóðleikhússtjóra er sannarlega
kominn tími til, þar sem Brecht
er eitt fremsta leikritaskáld nú-
tímans. „Mutter Courage" verð-
ur senni'lega jólaleikrit Þjóðleik-
hússins að þessu sinni. Erlendur
leiikstjóri verður fenginn til þess
að setja leikinn á svið, en ekki
gat þjóðleikhússtjóri sagt hver
það yrði. Um leikritið sagði
hann, að hér væri um mjöig um-
fangsmikið leikhúsverk að ræða.
Alls kæmu fram tæplega 40
manns. Nobkrir söngvar eru í
leikritinu, en þýðinguna gerir
Ólafur Stefánsson.
Um hátíðarnar verður frum-
sýnt annað leikrit, en það er
barnaleikritið Ferðin til Limbó
eftir Ingibjörgu Jónsdóttur. Ingi-
björg Þorbergs hefur samið
nokkur lög við leikinn, en leik-
stjóri verður Klemenz Jónsson.
Á miðjum vetri er ætlunin að
frumsýna söngleikinn Enginn
skilur hjartað, en sá söngleikur
er saminn úr leikritinu „The
Playboy of the Western World“
eftir írska leikritaskáldið John
Synge. Þetta er eitt af þekktustu
leikhúsverkum íra og fer vel á
því að írskur leikstjóri setji það
á svið hér, en það verður hinn
góðkunni Thomas MacAnna.
Eiríkur XIV eftir Strindberg
er næst í röðinni, en það er
þriðja verk Strindbergs, sem
sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Það
verður flutt í í þýðingu Guð-
lauigs Rósinkranz, en leikstjórinn
verður sænskur.
Oh, What a Lovely War heitir
næsta verkefni Þjóðleikhússins,
en það hafa Charles Chilton og
Joan Littlewood samið. Þetta
leikrít vakti svo mikla athygli,
þegar það var frumsýnt í East
End í Lóndon, að flytja varð það
í stærra leikhús í West End.
„Blessað stríðið", eins og leikrit-
ið gæti heitið á íslenzku, fjallar
um lífið í London, þegar her-
mennirnir fóru þaðan í síðasta
stríði til Frak'klands, og síðan er
skýrt frá gangi mála þar. Indriði
G. Þorsteinsson hefur þýtt leik-
inn, en í ráði er að sjálf Joan
Littlewood komi hingað til að
setja leikinn á svið. Ef hún kemst
ekki sjálf, kemur hingað aðstoð-
arleikstjóri hennar, Brian
Murpihy, en hann hefur m.a.
sett leikritið á svið á Broadway.
Þá verður á þessu leikári sýnt
leikritið Oedipus Rex eftir gríska
gríska harmleikjaskáldiið Sófó-
kles. Verður það fluitt í þýðingu
dr. Jóns Gíslasonar.
Ei-n ópera verður sýnd á þessu
leikári, en það er Ævintýri
Hoffmanns eftir Offenbaoh.
Hljómsveitarstjóri verður Bohdan
W odiczko.
Gestaleikir verða tveir á leik-
árnu. Von er á Grand Ballet
Classique de France hingað til
lands innan skamms, en einhver
vand'kvæði munu vera á að fá
flu'gfarmiða fyrir flokkinn, þann-
ig að óvíst er, hvort af sýning-
um verður. Floikkurinn hefur að
undanförnu ferðast um og var
Framhald á bls. 27.
Lal Bahadur Shastri, forsætisráðherra Indlands, Sarvepalli Radhakrishnan, forseti og Dr. Zakir
Hussain, vara-forseti, ræðast við um ástandið í Kasmirdeilunná. Myndin var tekin á heimili for-
aetans sl. sunnudag, en þann dag átti hann 77 ára afmæli. — AP.
— Sókn Indverja
Framhald af bls. 1.
lausra manna að bana. Hafi t.d.
C manns beðið bana og 20 særzt
i loftárás á íbúðarhverfi í höfuð
borginni Rawalpindi, og 26
manns látið lífið í árás á út-
hverfi Karachi. Af borg
um í Austur Pakistan, sem orðið
hafi fyrir loftárásum Indverja
eru r.efnda:, Dacca, Chittagong,
Jessore, Rangpur og Lalmonihat.
Talsmaðui stjórnarinnar í
Nýju Delhi neitaði með öllu, að
loftárásir hefðu verið gerðar á
þessa staði, Staðfest er hinsveg
ar, að Indverjar hafi gert loft-
árásir á flugvelli í Rawalpindi
og Sargodh, 160 km suðvestur af
Rawalpindi og Pakistanar svar
að í sömu mynt með árásuim á
Kalaikunda-flugvöllinn við
Calcutta og Jamdar-flugvöll í
Kutchflóa.
Þá staðfesti talsmaður Ind-
landsstjórnar síðdegis í dag, að
Pakistanar hefðu stöðvað fram-
rás indverska hersins á Lahore-
svæðinu. Var aðal liðið stöðvað
aðeins 8 km ínnan við landamær-
in — við svokallaða Dera Baba
Nanak-brú, sem sprengd var í
loft upp. Ekki er með öllu Ijóst
hverjir þar voru að verki, því
báðir eigna sér heiðurinn. Brú
þessi var ákaflega mikilvæg hern
aðarlega fyrir Pakistana, því að
um hana gat hei þeirra rofið
eina vegasamband Indverja við
her sinn í Kasmír.
Sumir telja, að Indverjar hafi
sprengt brúna og muni það hafa
verið helzta markmið þeirra
með innrásinni á Lahore-svæðið.
Aðrir telja að her Pakistana hafi
verið þar að verki og varnað þar
með sókn Indverja, er
hefði getað einangrað herstyrk
þeirra í Chamb-héiaðinu í Suður
Kasmír.
Þá upplýsti talsmaður Indlands
stjórnar, að fundizt hefði í fór-
um flugmanns eins frá Pakistan,
er skotinn var niður í morgun
nærri Calcutta, dagbók, er sýndi,
að Pakistanar hefðu ráðgert að
ráðazt á Ir.dland, þegar í apríl
sl. Kvað hann Indverja einnig
hafa um það örugga vitneskju
að borgaralegum klæddum fall-
hlífarhermönnum Pakistana
hefði verið komið til nokkurra
bæja í Punjab. Nokkrir hefðu
þegar verið teknir til fanga, en
fiestir gengju enn iausir og væri
fé lagt til höfuðs þeim. í Karachi
er þessi staðhæfing sögð upp-
spuni frá rótum.
• Viffbrögð neikvæff
við komu U Thants
U Thant, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna hugðist
halda af stað um miðnætti í nótt
í ferð sína til Indlands og Pakist
an. Ráðgerir hann að hafa við-
komu í Lendon og ræða við
brezku stjórnina en halda síðan
áfram til Rawalpindi og Nýju
Delhi. Stjórnir Indlands og Pak
istans hafa báðar lýst því yfir
að hann sé velkominn þangað,
en viðbrögð þeirra við heimsókn
inni að öðru leyti verið neikvæð
og spá illa um árangur.
Ta’smaður Pakistansstjórnar,
sagði í Karachi, að för U Thants
myndi lítinn árangur bera, ef
hann hyggðist koma sem einskon
ar „eftirlitsmaður" með vopna-
hléslínunni í Kasmír.
Og Indlandsstjórn hefur til-
kynnt, að vopnahlé komi því að-'
eins til greina, að Pakistan kalli
allt herlið sitt af indversku yfir-
ráðasvæði og 'hætti árásum bæði
í Kasmír og annars staðar á
landamærum ríkjanna.
U Thant fer þessa ferð í sam-
ræmi við samþykkt Öryggisráðs-
ins. Herma fregnir frá New
York, að það muni væntanlega
ekki koma aftur saman til um-
ræðna um Kasmírátökin fyrr en
skýrsla hefur borizt frá fram-
kvæmdastjóranum. Hefur hann
umboð til þess að fjölga í eftir-
litsliði S.Þ. við vopnahléslínuna,
en þar hafa samtökin. nú 45
menn. Unnið er að áætlun um
frekari eftirlitsaðgerðir af hálfu
S.Þ., en ekki er kunnugt í hverju
hún verður fólgin.
• Peking vítir Indverja.
í yfirlýsingu Pekingstjórnar
innar um Kasmírdeiluna í dag
er lýst yfir eindregnum stuðn-
ingi við Pakistan og stjórn Ind-
lands vítt fyrir árásaraðgerðir.
Segir þar, að Indverjar hafi brot
ið öll grundvallarlög um sam-
skipti þjóða í milli og gerzt sek
ir um að stefna heimsfriðnum
í voða með athæfi sínu. Hljóti
þeir að bera fulla ábyrgð á átök
unum og taka afleiðingunum.
Þá segir Pekingstjórnin að hún
íylgist gaumgæfilega með gangi
mála í Indlandi og Fakistan og ,
muni styrkja varnir Kínverja,
með því að auka herlið þeirra
á landamærum Kína og Ind-
lands.
í yfirlýsingunni er farið mörg
um háðulegum orðum um af-
skipti Sameinuðu þjóðanna af
Kasmírmálinu. Segir m.a., ,\ð
samtökin hafi lýst yfir hátíðlega,
að þau hygðust tryggja sjálfs-
ákvörðunarrétt Kasmírbúa. Hins
vegar hafi reyndin orðið sú, að
þau hafi í full átján ár tekið á
málinu með hinni mestu linkind
og lítt eða ekkert aðhafzt þrátt
fyrir ólöglegar aðfárir Indverja.
Þegar Indverjar hafi brotið
vopnahléssamninginn í Kasmír,
hafi SÞ þegið þunnu hljóði, en
þegar Pakistanar hafi loks misst
þolinmæðina og gripið til vopna
sér til varnar, hafi verið rekið
upp ramakvein í New York.
Hafi þar með sannazt enn einu
sinni, að S.þ. séu ekki annað en
handbendi bandarískra heims-
valdasinna.
Bætir Pekingstjórnin því við,
að vísast muni Indverjar nú
njóta stuðnings bandarísku
heimsvaldasinnanna og „nútíma
endurskoðunarsinna", — og mun
þar eiga við Sovétstjórnina
• Moskva hvetur til friffar.
Viðbrögð Moskvustjórnarinnar
hafa hins vegar til þessa verið
á þá leið, að hvetja báða aðila
til vopnahlés og til þess að leiða
deilur sínar til lykta án frekari
blóðsúthellinga. Birti Tass-frétta
stofan tilkynningu stjórnarinnar
þess efnis í kvöld. Segir þar
meðal annars, að frekari bardag
ar út af Kasmír geti hvorki orð-
ið Indlandi né Pakistan til
gagns, heldur hafi þeir einir hag
af, sem sífellt stuðli að sundr-
ungu þjóða í milli, meðal ann-
ars þeirra þjóða, sem losað liafi
sig undan oki nýlendustjórnar.
Er talið næsta víst að þetta
skeyti Moskvustjórnarinnar sé
ætlað Peking.
• Neita liðsinnis CENTO.
Utanrikisráðherra Pakistan. Z.
A. Bhutto, skýrði svo frá í daig.
að stjórn lsmdsins hefði farið
fram á aðstoð Mið-Asíu banda-
laigsins, (OENTO), og ennfremur
sent hjálparbeiðni til stjórna
Rússlands, Indónesíu, íraks S-
Arabíu, Ghana og Súdan. Að
minnsta kosti Súkarno, forseti
Indónesiíu, hefur svarað tilmael-
um þessum jákvætt, — hann
lýsti í dag yfir eindregnum
stuðningi við Pakistan í þeim
erfi'ðleikum, er ríkið æt-ti veigna
deilunnar um Kasmír. Indlland
var ekki nefnt á nafn i yfirlýs-
ingunni.
Af hálfu Japans hefur Eisaku
Sato, forsætisráðherra, hvatt
deiluaðila til þess að semja
vopnahlé; og leita friðsamlegrar
lausnar deilumálanna.
Stjórnir Bretlands og Banda-
rikjanna hafa ekki tekið aðra af-
stöðu í málinu, en þá að hvetja
til vopnahlés og friðsamlegrar
lausnar. Haft er eftir góðum
heimildum í London, að Wilson,
forsætisráðherra, hafi skrifað
leiðtogum al'lra Samveldisland-
anna og hvatt þá til þess að
styðja friðarstarf U Thants, fram
kvæmdastjóra SÞ.
Þá er haft eftir brezkum ráða-
rnainni, ónefndum, varðandi
ósk stjórnar Pakistan um stiiun-
ing CENTO, að bandalag það
hafi verið stofnað til varnar að
ildarríkjunum gegn árás af hálfu
Sovétrikjanna, en ekki til þess
að hafa vopnuð afskipti af deil-
um Indlands og Pakistans.