Morgunblaðið - 08.09.1965, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 8. sept. 1965
MORCUNBLAÐIÐ
15
DE GAULLE, STEFNA HANS OG MARKMIÐ
DE GAULLE, Frakklands-
forseti, hefur gert sér það
að venju að halda tvo
blaðamannafundi árlega í
hátíðasal Elysée-hallar-
innar í París. Fyrri fund-
urinn er oftast skömmu
eftir áramót, en sá síðari
um mitt sumar eða haust.
Að þessu sinni hefur de
Gaulle ákveðið að halda
síðari fundinn á árinu á
morgun, 9. sept. Fundarins
er beðið með nokkurri eftir
væntingu hæði austan hafs
og vestan, því að forsetinn
gefur oft mikilsverðar
stjórnmálayfirlýsingar, þeg
ar fréttamenn hafa safn-
azt um hann í hátíðasaln-
um.
Hér á eftir fer grein um
stefnu og markmið de
Gaulles, sem birtist fyrir
skömmu í bandaríska tíma
ritinu „U. S. News &
World Report“. Er hún
byggð á upplýsingum hátt-
settra embættismanna og
náinna samstarfsmanna for
setans og annarra heim-
iLda í París, London, Bonn
og Washington.
Bandaríkjamenn og banda-
menn þeirra í Evrópu hata
enn einu sinni séð sér nauð-
synlegt að taka til endurskoð-
unar afstöðu sína til de
Gaulles, Frakklandsforseta,
og stefnu hans, fyrst og fremst
vegna þess hve mikil áhrif
forsetinn hefur haft á gang
mála að undanförnu. Hann
hefur sett Efnahagsbandalagi
Evrópu stólinn fyrir dyrnar,
gert að engu vonir manna um
„Bandaríki Evrópu“, grafið
undan Atlantshafsbandalag-
inu (NATO), reynt að útiloka
Breta frá Evrópu, stöðvað
framgang áætlana Banda-
ríkjamanna um sameiginleg-
an kjarnorkuher NATO-ríkj-
anna, gagnrýnt þá fyrir að-
gerðir þeirra í Suður-Víet-
nam og Dóminíkanska lýðveld
inu og tekið upp nánari tengsl
við Sovétríkin en ýmsa hina
vestrænu bandamenn sína.
Þeir verða æ fleiri, sem
virðist de Gaulle fremur koma
fram eins og skipstjóri á
strönduðu skipi, en leiðtogi
vinveitts ríkis, sem unnt er
að treysta.
En að hverju stefnir de
Gaulle? Það er ekki erfitt að
gera sér ljóst markmið hans
í Evrópu. Hann vill fyrst og
fremst afmá öll bandarísk á-
hrif. Með þessu er ekki átt
við að hann vilji svipta Ev-
Það, sem De Gaulle getur ekki gleymt
DE GAULLE, Frakklands-
forseti, virðist aldrei hafa
fyrirgefið Bretum og
Bandaríkjamönnum, að
þeir hleyptu honum ekki
fram í fremstu röð við
frelsun Frakklands 1944—
45. —
„Vandamálið de Gaulle"
er efni margra orðsendinga
hershöfðingi væri Sir Win-
ston Churchill oft „erfið-
ur“ og „leiður“.
Roosevelt var ekki sam-
þykkur áætlunum de
Gaulles um stjórn Frakk-
lands eftir innrásina og
hann vildi, að franska ný-
lendan Indókína yrði sett
undir alþjóðlega stjórn, er
' A'
Charles de Gaulle, hershöfðingi, á styrjaldarráðstefnu
með Roosevelt, forseta og Sir Winston Churchill.
og bréfa í leyniskjölum frá
styrjaldarárunum, sem ut-
anríkisráðuneyti Banda-
ríkjanna birti opinberlega
fyrir skömmu. Franklin
D. Roosevelt, þáverandi
Bandaríkjaforseti, kallar
de Gaulle „prímadonnuna“
í einni orðsendingunni, og
það var almenn skoðun í
Bretlandi, að de Gaulle
heimsstyrjöidinni lyki.
Eitt af þeim atriðum,
sem vöktu reiði de Gaulles
var áætlun, sem Banda-
ríkjamenn og Bretar gerðu
án þess að ráðgast við
hann, um gengið, sem nota
skyldi i Frakklandi eftir að
herir bandamanna hefðu
gengið þar á land.
Bandaríkjamenn og Bret
ar voru ekki sammála um
hvað gerast myndi í Frakk
landi eftir innrásina, en í
ljós kom að Bretar höfðu
á réttu að standa. Banda-
ríkjamenn töldu, að fyrst
eftir frelsun Frakklands
myndi ríkja þar glundroði
og ringulreið og jafnvel
koma til blóðsúthellinga.
Bretar voru hins vegar
bjartsýnir og sannfærðir
um að Frakkar myndu
fylkja sér um de Gaulle
hershöfðingja og útlaga-
stjórn hans sem einn mað-
ur og taka fyrirmælum
hennar án spurninga. Og
það var einmitt þetta, sem
gerðist.
Tillögu sína um, að
Frökkum yrði ekki afhent
Indókína aftur, bar Roose-
velt fram í orðsendingu til
Cordell Hull, utanríkisráð-
herra, 1944. Þar skrifar
Bandaríkjaforseti m. a.:
„Frakkar hafa ráðið þessu
30 milljón íbúa ríki í nær
100 ár og þjóðin er verr á
vegi stödd en áður........
Augljóst er, að Frakkar
hafa mergsogið landið
þessi 100 ár og þjóðin á
betra skilið.“
Sem kunnugt er, var
Indókína skipt í Kambó-
díu, Laos, N.- og S.-Víet-
nam, eftir ósigur Frakka.
rópu þeirri vernd, sem kjarn
orkuvopn Bandaríkjanna veita
eða útiloka algerlega banda-
ríska fjárfestingu. De Gaulle
er nægilega raunsær til að
gera sér grein fyrir því að
Evrópa þarfnast herverndar
Bandaríkjanna og er hagur að
bandarísku fjármagni.
í þeirri Evrópu, sem de
Gauíle dreymir um, eru
Bandaríkjamenn til staðar, en
algerlega áhrifalausir. Allt
bandarískt er undir evrópsku
eftirliti og yfirstjórn og Ev-
rópa er de Gaulle sjálfur. —
Einn af nánustu ráðgjöfum de
Gaulles, sem starfað hefur
fyrir hann um langt skeið,
var að því spurður fyrir
skömmu, hvort forsetinn
myndi vilja, að bandarískur
her í Evrópu væri undir
franskri yfirstjórn. Hann
svaraði samstundis: „Auðvit-
að! Það væri ákjósanlegt fyr-
irkomulag."
Nánir samstarfsmenn de
Gaulles segja, að bak við árás
ir hans á stefnu Bandaríkja-
manna búi sannfæring um,
Erhard, kanzlari Vestur-Þýzkalands, og de Gaulle.
að áhrif þeirra séu að dvina
um allan heim. Bandaríkin
hafi ekki lengur þá yfirburði,
sem þau höfðu eftir styrjöld-
ina, ný öfl séu komin til sög-
unnar og það breyti valdajafn
væginu í heiminum. Þessi öfl
séu Evrópa, Kina, Asía og
Afríka.
De Gaulle segir, að friður
haldist í heiminum vegna þess
að valdajafnvægið sé sífellt
að breytast. Bandaríkin stefna
að því að koma á varanlegum
friði undir lagalegu eftirliti,
en Frakklandsforseti lítur á
alþjóðamálin eins og frum-
skóg. Honum finnst kominn
tími til að Bandaríkjamenn
verði fengnir til þess, með
góðu eða illu, að hætta að
leika hlutverk alheimslög-
reglu og kalli menn sína
heim.
Einn franskur stjórnmála-
maður hefur sagt, að styrkur
de Gaulles felist í þvi að hann
búist við hinu versta af öll-
um nema Frökkum, en hann
bætir við, að þetta feli einn-
ig í sér hættu. Þjóðernis- ■
stefna de Gaulles sé róttæk-
ari en þjóðernisstefna Þjóð-
verja. Með framkomu sinni
hafi forsetinn drepið niður
samstarfsandann í Evrópu og
vakið upp gömlu togstreituna
milli þjóðanna.
Það er ekki margt, sem
bendir til þess að nágrann-
ar de Gaulles hafi hrifizt af
draumi hans um að Evrópa
verði þriðja stórveldið undir
forystu Frakklandsforseta.
I V.-Þýzkalandi hafa vin-
sældir de Gaulles farið sí-
minnkandi að undanförnu. í
könnun, sem gerð var þar fyr
ir stuttu á því hvaða erlend-
um stjórnmálaleiðtoga þjóðin
treysti bezt, hlaut Johnson
Bandaríkjaforseti 46%, en
de Gaulle aðeins 4%. Stjórn-
málamenn í Bonn, sem sungu
de Gaulle lof og prís eru nú
annað hvort þögulir eða lof-
söngur þeirra hefur snúizt upp
í gagnrýni, og möguleikarnir
á að de Gaulle takist að mynda
traust bandalag við V.-Þjóð-
verja, samkvæmt samstarfs-
sáttmálanum 1963, fara sí-
fellt minnkandi.
Þeir embættismenn Breta,
sem hvað mest hafa fjallað
um málefni Evrópu, hafa kom
izt að þeirri niðurstöðu, að
de Gaulle geti ekki tekizt að
skipuleggja samstarf ríkja í
álfunni undir forystu Frakk-
lands. Sé það fyrst og fremst
vegna þess að V.-Evrópuþjóð- ■
irnar muni seint fást til þess
að skipta á varnarbandalagi
við Bandaríkin með öll þeirra
kjarnorkuvopn að bakhjarli
og evrópsku bandalagi, sem
byggðist á hinum litla kjarn-
orkuherafla de Gaulles.
f hvert sinn, sem banda-
mennirnir hafa orðið að taka
ákvörðun um þetta efni, hafa
þeir valið bandalag við Banda
ríkin. De Gaulle er sannfærð-
ur um að ástæðan til þessa sé
dvöl öflugs bandarísks herliðs
í Evrópu. Segja brezkir em-
bættismenn, að vegna þessar-
ar sannfæringar sinnar vilji
Frakklandsforseti alla banda-
ríska hermenn burt frá Ev-
rópu. Benda þeir á, að hann
hafi þegar stigið skref, er miði
að upplausn Atlantshafs-
bandalagsins og vilji evrópskt
bandalag í staðinn. En sú
skoðun Bretanna, að de Gaulle
vilji afsala sér vernd banda-
rískra kjarnorkuvopna er ekki
rétt. Hann er sannfærður um,
að kjarnorkujafnvægi milli
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna muni forða Evrópu frá
styrjöld og telur fullvíst, að
væri rússnesk innrás' í V.-
Evrópu yfirvofandi, yrði henni
bægt frá með bandarískum
kjarnorkuvopnum, þótt At
lantshafsbandalagið hefði ver
ið leyst upp og Bandaríkja-
menn reknir heim.
Ein frönsk heimild skýrir
frá þessu á eftirfarandi hátt:
„De Gaulle er þeirrar trúar,
að Evrópumönnum muni ekki
takast að efla varnir sínar
nægilega, meðan bandarískir
hermenn og bandarísk kjarn-
orkuvopn séu í álfunni. En
hann vill engu að síður, að
Evrópa njóti verndar banda-
rískra kjarnorkuvopna með-
an hún efli eigin varnir, á
sama hátt og Bandaríkin nutu
fyrr á tímum verndar brezka
flotans.“
Brezkir embættismenn
benda á, að flestar gerðir de
Gaulles miði að því að auka
áhrif Frakka út á við og efla
virðingu þeirra á kostnað
Bandaríkjamanna. Nefna þeir
sem dæmi viðurkenningu
hans á Kínverska Alþýðulýð-
veldinu, tillögurnar um að
SA.-Asía verði hlutlaust svæði
og gagnrýnina á stefnu Banda
ríkjamanna þar og í Dómin-
íkanska lýðveldinu, og segja,
að með þessu vilji Frakklands
forseti gera lýðum ljóst, að
Frakkar séu óháðir Banda-
ríkjamönnum.
Að undanförnu hefur de
Gaulle unnið að því að efla
tengsl Frakklands og komm-
únistaríkjanna í A.-Evrópu
bæði á / sviði viðskipta og
menningarsamskipta og í ýms
Framhald á bls. 17
De GauILe á fundi með fréttamönnum í febrúar s.l.