Morgunblaðið - 08.09.1965, Blaðsíða 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 8. sept. 1965
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóvi: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vi£
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulitrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 5.00 eintakið.
FRAMKVÆMDIR
Á VESTFJÖRÐUM
eir sem ferðast hafa um
Vestfirði í sumar hafa
veitt því athygli að þar standa
yfir óvenjulega fjölþættar og
þróttmiklar framkvæmdir á
svo að segja öllum sviðum.
Þar standa yfir stórfram-
kvæmdir í vegamálum, sem
miða að því að skapa öruggt
og fullkomið vegasamband
milli svo að segja allra kaup-
staða og kauptúna og nálægra
sveita í þessum landshluta.
Jafnframt er unnið að því að
skapa nýtt og betra vegasam-
band við heildar-akvegakerfi
landsins. Nýjar hafnir eru að
rísa og unnið er að því að full
gera eldri hafnir og bæta alla
aðstöðu til útgerðar og sjó-
sóknar. Ákveðið hefur verið
að flugvellirnir við ísafjarðar
kaupstað og Patreksfjörð
skuli stórbættir þannig að að-
staða til flugsamgangna við
Vestfirði verði eins örugg og
fullkomin og frekast er kost-
ur.
í skólamálum Vestfirðinga
er nú meðal annars unnið að
stórframkvæmdum við hér-
aðsskólana að Reykjanesi og
Núpi í Dýrafirði, og lög hafa
verið sett um stofnun mennta
skóla á ísafirði.
Það er vissulega ánægju-
legt að sjá þessa miklu upp-
byggingu í vestfirzkum byggð
um. Grundvöllur hennar er í
aðalatriðum hin nýja Vest-
fjarðaáætlun, sem ríldsstjórn-
in og stjórnarþingmenn á
Vestfjörðum hafa beitt sér
fyrir. Samkvæmt hehni er
unnið að skipulegum umbót-
um á sviði samgöngumála,
vega-, hafna- og flugvalla-
gerða.
Sannleikurinn er sá að
Vestfjarðaáætlunin bendir
langt áleiðis um það sem
koma skal hér á landi. Það
þarf að vinna skipulegar að
uppbyggingu einstakra lands-
hluta en gert hefur verið áð-
ur.
Á Vestfjörðum vinnur svo
að segja hver einasta vinnu-
fær hönd að framleiðslu í
einni eða annarri mynd. Þátt-
ur Vestfirðinga, sem eru að-
eins tæplega 11 þúsund
manns, í heildar-útflutnings-
framleiðslu þjóðarinnar er
geysistór og þýðingar mikiil.
Það margborgar sig þess
vegna fyrir hið opinbera að
stuðla að því að hin góðu
framleiðsluskilyrði á Vest-
fjörðum séu hagnýtt og að-
staða fólksins þar bætt í lífs-
baráttu þess.
JÖHANNES
S. KJARVAL
^Jm þessar mundir er haldið
uppboð á f jölda málverka
eftir Jóhannes S. Kjarval list-
málara. Hinn ágæti listamað-
ur segist vera „að gera hreint
á vinnustofunni sinni“. Þess
vegna sé uppboðið haldið.
Sala á rúmlega 70 málverk-
um eftir Jóhannes Kjarval er
stórviðburður í íslenzku lista-
lífi. Kjarval er einn sjálfstæð-
asti og stórbrotnasti listamað-
ur sem íslenzka þjóðin hefur
eignazt. Þessi mikli meistari
er nú að nálgast áttræðisaf-
mæli sitt. Hann hefur skapað
óhemju fjölda af ódauðlegum
listaverkum. Mikill fjöldi
fólks skreytir heimili sín með
þeim og dáir meistarann, sem
þau hefur skapað.
Jóhannes Kjarval mun ekki
aðeins lifa fram um aldirnar
meðal þjóðar sinnar, sem
frumlegur og mikill myndlist
armaður. Hinn hressandi og
bjarti tónn verka hans, svip-
mót persónuleika hans mun
standa Ijóslifandi fyrir hug-
skotssjónum margra kynslóða
á íslandi og víðar um heim,
þar sem verk hans hanga á
veggjum í musterum mynd-
listarinnar.
Mikill fjöldi fólks hefur
þráð það allt sitt líf að eign-
ast mynd eftir Jóhannes
Kjarval til þess að prýða með
heimili sitt og njóta sterkra
og heillandi áhrifa hennar.
Margir hafa fengið þessa ósk
uppfyllta. En einnig hinir,
sem enga mynd eiga eftir
meistarann munu muna hann
og geyma ferskan og hljóm-
mikinn tón verka hans í
hjarta sér. — Þannig mun
Kjarval lifa fyrir augum og
í hugum þjóðar sinnar, svip-
mikill og sterkur, hreinn og
beinn, sérkennilegur og hrjúf
ur, blíður og mildur en um
fram allt: Sannur og mikill
íslendingur.
Frá Frakklandi:
Geimvísindi, gimsteinar
® fl^k f reynd var hét „Emeraude"
VBJLB árm B fl liana eða „Smaragður“, notaði fljót
lr%fl U¥Uiaii fl#iaiia andi eldsneyti, hafi 28 lesta
M m flugtaksþrýstine og fór upp í
. RAKKAR ætla ekki að láta
sitt eftir liggja í geimvísind-
um og hafa á prjónunum mik-
il áform um að koma sér upp
sinum eigin gervihnöttum tii
geimrannsókna. Enn á það þó
nokkuð í land að Frakkar
verði stórveldi á því sviði, en
þeir sækja það fast og eru vel
á veg komnir með að fullgera
cldflaug þá sem áformað er að
skjóta eigi gervihnöttum á
braut umhverfis jörðu þegar
þar að kemur. Hafa þeir þeg-
ar komið sér upp eftirlits-
stöðvum með gervihnöttum
og eru sagðar sterkar mjög og
betri en bæði bandarískar og
rússneskar stöðvar svipaðrar
gerðar, enda nýrri af nálinni
og betur tækjum búnar. —
Stytta Frakkar sér nú stund-
ir meðan þeir bíða eftir að
sjá sína eigin gervihnetti úti
í geimnum með því að fylgj-
ast með ferðum gervihnatta
annarra geimvelda.
Eftirlitsstöðvar þessar eru í
geimrannsókna- og tilrauna-
stöð Frakka i Alsír, þar sem
heitir Hammaguir, í Pretóríu
í S-Afríku og innan tíðar
verður reist þriðja stöðin í
Radu í Ardennafjöllum í
Belgíu og verður á vegum
Geimrannsóknastofnunar Ev-
rópu. Kerfi það sem stöðvarn-
ar nota heitir eftir Díönu,
veiðigyðju Grikkja til forna og
þykir hafa dável gengið eftir
um nafngiftina. Það er franska
fyrirtækið Thomson-Houston,
sem heiður á af geimgyðjunni
veiðibráðu og er kerfið sagt
mjög gott, töluvert sterkari en
„Minitrack“-kerfi Bandaríkja-
manna. Er Díana sögð geta elt
uppi gervihnetti hálfu lengra
úti í geimnum en bandaríska
kerfið og talið að vafalítið
gegni sama máli um kerfi
Rússa, því bæði séu þessi kerfi
komin nokkuð til ára sinna.
Þá þarf heldur ekki eins mik-
inn útbúnað um borð í gervi-
hnettina til þess að Díana geti
rakið slóð þeirra og þurfti áð-
ur.
Eins og áður sagði, æfir
Díana sig á gervihnöttum
Bandaríkjamanna meðan hún
bíður eftir að Frakkar skjóti
á loft sínum eigin gervihnött-
um. Hefur Díana gert yfir 200
staðarákvarðanir og m.a. oft
staðfest bergmáls-lasergeisla-
mælingar Saint-Michel geim-
rannsóknastöðvarinnar í Prov
ence. Til þess var tekið, að
gervihnötturinn „Explorer 26“
sást sérlega vel frá stöðinni í
Hammaguir er hann var þar
staddur á braut sinni sem
einna næst er mestu fjarlægð
frá jörðu ^ða í yfir 26.000 km.
hæð og sama er að segja um
„Early Bird“, fjarskiptahnött-
inn, sem staðbundinn var í um
36.000 km hæð. Þeir sem
Díönu gerðu úr garði, bæta '
því við að nákvæmni henn-
Hér sést nýjasta eldflaug
ar og langdrægni megi auka
með sérstakri síu, þannig að
hún geti fært „veiðisvæði" sitt
út um tífalt lengri veg og
verði þá hægt að fylgjast með
ferðum geimfara á leið til
tunglsins án þess að smíða
þurfi til þess sérstakar rann-
sókna- og eftirlitsstöðvar.
í Hammaguir í Alsír hafa
farið fram tilraunir Frakka
með eldflaugarnar sem skjóta
eigi á loft fyrirhuguðum
gervihnöttum þeirar til geim-
rannsókna. Eins og Frakka
var von og vísa, hlutu eld-
flaugarnar skáldleg nöfn og
skemmtileg. Sú fyrsta sem
180 km. hæð. Er sýnt þotti að
ekkert væri út á Smaragðinn
og frammistöðu hans að setja
var tekið til við tilraunir með
„Safírinn," tveggja þrepa eld
flaug, sem hafði Smaragðinn
að fyrsta þrepi. Næstur á dag-
Frakka tilbúin til skots.
skrá var svo „Rúbíninn" og
var hann reyndur í Hamma-
guir um mánaðamótin maí-
júní sl. Þær tilraunir gengu
og að óskum, — Rúbíninn
komst upp í 2.000 km. hæð og
skaut á loft einum gervihnetti
og var þá lokið síðasta áfanga
áformaðrar þriggja þrepa eld-
flaugar, sem — auðvitað —
var valið nafnið „Demantur-
inn“. Og nú bíða Frakkar eft-
ir því með töluverðri eftir-
væntingu, að horfa á eftir
þessum síðasta og mesta eld-
flaugargimsteini sínum út í
geiminn með gervihnött handa
Díönu til að elta uppi.
99
Börnin hlæja og hoppa
SVO nefnist lestrabók, sem
Ríkisútgáfa námsbóka hefur ný-
að kennslu í náttúrufræði á því
sviði, sem hún nær til. í bók-
46 ( er mynd og vísa, sem á við
efnið. Það gefur bókinni meiri
svip og fjölbreytni. Halldór Pét-
ursson teiknaði myndirnar.
Heiti einstakra þátta bókarinn-
lega gefið út. Höfundur er
Skúli Þorsteinsson námsstjóri.
Bókin er einkum ætluð sem
lesbók í átthagafræði handa 8-
10 ára börnum. Hún á að geta
hjálpað til að leggja grundvöll
inni er leitast við að kynna nokk
ur algeng dýr, plöntur og lifn-
aðarhætti þeirra. Hún er ekki
skrifuð í venjulegum kennslu-
bókarstíl, heldur í formi sögu,
sem vekur samúð og eftirvænt-
ingu. Með hverjum sögukafla
ar eru m.a. þessi: Vorið er kom-
ið, Hulda og holtasóleyjan,
Skeggi og Skrauta, Laufey og
lóan, Snorri og snjótitlingurinn
og Glöð börn.
Frentun bókarinnar annaðist
Alþýðuprentsmiðjan h.f.