Morgunblaðið - 08.09.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 8. sept. 1965 Norður Kaldadal ÉG ÆTLA ekki að taka þig með í langferð, lesandi góður. Við skulum gera ráð fyrir, að við séum staddir á Þingvöllum í sólskini á björtum og heiðum sumardegi. Það er liðið á dag og kvöldmóða sígur á Bláskóga, yfir hraun og hrjóstur inn til Skjald breiðar. Aldrei eru Þingvellir fegurri en á slíku kveldi. Út- sýnið til norðurs freistar okkar, og breytist ekki veður, skulum við halda á Kaldádal á morg- un. Það skiptir ekki máli, þótt nokkuð sé liðið á sumar og kvöld orðin skuggsæl. Leiðin er ekki nema 60 km og fær öllum bílum ef ekið er með gætni. Við för um alfaraleið inn vellina um Bolabás og milli hrauns og hlíða um skógi vaxin holt inn að Hof- mannaflöt og Meyjasæti, fram hjá Sandkluftavatni, yfir Trölla- háls og um Víðiker í Biskups- brekku, þar sem við nemum stað ar og minnumst Jóns biskups Vídalíns, sem andaðist hér síð- sumars fyrir 245 árum. Á leið- inni opnast víður fjallafaðmur, Skjaldbreið og Kvígindisfell hið næsta, en fjær Þórisjökull, Geitlandsjökull og Ok. f suð- vestri eru Botnssúlur og verða æ tigurlegri eftir því sem okkur sækist leiðin. Enn er haldið af stað, og er nú, skammt til vegamóta. Liggur önrtur leiðin til vesturs um Uxa hryggi ofan í Lundarreykjadal, en hin til norðurs í stefnu á Kaldadal. Fyrst er komið í Brunna, grösuga mýrlendislægð upp af Brunnavatni. Hér var það, sem Jónas Hallgrímsson lá úti um nótt endur fyrir löngu, viðskila við förunauta sína og farangur, og hér hermir sagan, að hann hafi ort sitt ódauðlega ljóð um Skjaldbreið, en hún blasir við skammt undan í suð- austri af Brunnahæðum, austan lægðarinnar. Norður frá Brunnum er ekið um grýtta Jægð milli Langáss og Brunnahæða Þetta er lakasti kafli leiðarinnar, en landið hækk ar óðum, og útsýni opnast æ víð , ar suður á bóginn og til austurs. í suðri og suðvestri rísa Tinda- ^ skagi, Ármannsfell, Kvígindis- fell, Súlur og Hvalfell og vestan við Langás blikar á Reyðarvatn, I eitt fiskisælasta fjallavatn lands | ins. Til austurs og suðausturs birtast fjöhin að baki Árness- byggða frá Skjaldbreið að Blá- felli cg norður til Lambahlíða. Gróður er orðinn strjáll, aðeins hlauphagar fyrir sauðfé, og brátt komum við á efstu grös undir Kaldadal, Egilsáfanga. Um gróð- urblett þennan segir alkunn þjóð saga af Agli nokkrum, sem hafði þar jafnan náttstað á ferðum sínum og beitti hestum á blett- ' inn. En þetta voru engjar tröll- j anna í Fanntófelli, allháum mó- bergshnúk norðvestan í Oki. Þótti þeim þessi ágangur að von ! ‘um hinar mestu búsifjar og drápu einn af hestum Egils bónda ár fcvert. Endurtók þetta sig í átján ár, en þá gáfust tröll in upp, og karl fékk að fara í j friði með hesta sína eftir það. I Nú er skammt upp að Kerl- ingu, en þar er talið að Kaldi- dalur byrji. Kerlingin er varða , þeirrar tegundar, sem beina- j kerlingar nefnast. í vörðuna er stungið stórgripslegg, og skal sá, er um veginn fer, ljóða á þá, er | síðar koma, fyrir munn kerl- ingar. Varð henni einkum tíð- rætt um iangsemi og skort á blíðubrögðum karlmanna: Kúri eg ein á Kaldadal, komið þið, piltar góðir. Bezt þótti að sá sem orti, vissi, hver næst var væntanlegur, svo að kerling gæti snúið sér beint til hans með kvartanir sínar og óskir. Sjaldan voru beinakerl- ingarvísur barnavers, því að gamla konan var ómyrk 1 máli um vilja sinn og fyrirætlanir. Enn hafa hagyrðingar gaman af að kasta fram vísum í nafni kerlingar, en mjög eru fýsnir hennar farnar að slævast, enda færist nú aldur fast á gömlu konuna. Hér verðum við að sjálfsögðu að nema staðar, yrkja beinakerl ingarbögu og lítast um; í austri risa Hrúðurkarlar, brattur mó- begshryggur sunnan undir Þóris jökli, með fáránlegum hyrnum og skvompum, hvössum eggjum og strókum, sorfnum vindum, vötnum og 3andi, en að baki hans eru Skessubásar, gróðurlaus sandskorningur austur með Þór- isjökli. Útsýn til austurfjalla er Séð suður yfir Geitlandsaura til Þ órisjökuls bergsás tengir rætur þeirra. — Þetta er Þórisdalur eða Áradal ur, hið „yfirskyggða huldupláss" þjóðsagnanr.a, kunnugt frá dög um Grettis sögu, byggð útilegu- manna og hálftrölla, sem slá þoku yfir bústaði sína, ef ein- hverjum skyldi detta í hug að for vitnast um hagi þeirra og háttu. Hér í auðnarlegum jökuldal fann þjóðin þá Sæluvelli, sem földust henni svo þrálátlega í mannheimum. Þórsdælir voru garpar meir.I en annað fólk, að Þegar komið er upp á háskarðið, blasir Þórisdalur við, girtur jökl um á báðar hliðar, naktar mel- urðir, gnúðar veðrum og jöklum. Hvergi er stingandi strá, en tvö lítil og heldur svipill stöðuvötn með leirugu jökulskólpi eru í dal botninum. Feitmetisunaður og matargæði þjóðsagnanna eru hér víðsfjarri, en þó á Þórisdalur sína fegurð, tign hrikalegrar auðnar, hins algera einmana- leika, sem ekki er einu sinni rofin af suði í flugu. Brestir í Á slóðum Ferðafélagsins að lokast, en í vestri blasa við heiðalönd Borgfirðinga og sunn anvert héraðið til Skarðsheiðar. Áfram er haldið. Landið held- ur áfram að hækka og eftir skamma stund er komið upp í há skarðið milli Oks og Þórisjökuls, þar sem Kaldidalur verður hæst ur (727 m). Við ökum melöldu, sem liggur eftir endilöngum daln um. Hún heitir Langihryggur og er forn jökulgarður. Vegurinn er ágætur. Til hægri handar er Þór isjökull, brattur og skriðurunn- inn hið neðra, en með hamra- belti í brúnum og jökulhvel á kolli, en lengra fram Geitlands- jökull ög Prestahnúkur. Á Vinstri hönd eru aflíðandi hlíðar Oks, með mjúkum línum og snjódíl- um á stangli. Jökull er þar ekki lengur nema í norðurkinninni. Senn er hjarnkúpa Þórisjökuls að baki. Verður þá skarð eða dalur milli stalla Þórisjökuls og Geitlandsjökuls, en allhár mó- minnsta kosti síðan dugur forn- aldar var drepinn úr þjóðinni. Hestar þeirra voru stólpagripir og sauðirnir svo bráðfeitir að slíks voru engin dæmi á byggðu bóli, enda voru landkostir dals- ins og veðursæld eftir því. Væri eg einn sauðurinn í hlíðum, skyldi eg renna í Áradal, forða hríðurn, forða mér við hríðum. Þarná að baki veruleikans, í dal umluktum jöklum, voru draumheimar hungraðrar og kaldrar þjóðar. Hér skulum við nema staðar, stíga út úr bílnum og ganga í Þórisdal. Það er ekki ýkja löng leið Farið er af Langahrygg aust ur melöldur niður í dalbotninn, þar sem syðstu kvíslar Geitár renna um flata, gráa sanda. Þær eru að jafnaði vatnslitlar og ættu ekki að tálma för okkar. jöklinum og rísl í læk, sem renn ur undan fönnum, er hið eina hljóð. er eyranu berst. En þegar sólin glampar á jökulbungurnar til beggja hliða og mildar harð- neskjudrætti landslagsins, getur það hvarflað að komumanni, að þrátt fyrir allt sé þetta sælu- reitur, friðland frá skarkala byggðanna. Senn líður að kveldi, og við verðum að halda áfram ferð- inni. Þegar við komum aftur á veginn og höfum ekið spotta- korn, opnast útsýni norður af. Ok er að baki, á hægri hönd eru Geitlandsjökull, Hádegisfellin, Hafrafell og Eiríksjökull, fríð- astur fjalla,' en framundan eru Geitlandshraun, Strútur og Tunga, að baki þeirra sér yfir flatlendar, lágar heiðar, sem skilja Borgarfjörð- og Húnavatns sýslu. Senn fer að halla undan fætL Áður lá vegurinn um Sláttulág og Skúlaskeið niður að Lambá, en nú hefur hann verið færður austar, niður með Geitá, sem byltist fram í gljúfrum, þar sem hún rennur niður með jaðri Geit landshrauna. Eftir skamma stund eruin við komin niður i Húsafellsskóg. En áður en lengra er haldið eða slegið tjöldum skulum við bregða okkur norður fyrir Hvítá og staðnæmast á ásnum fyrir of- an bæinn í Kalmanstungu. Óvíða getur jafn frítt bæjarstæði. Það er farið að kvölda. Við okkur blasa skógargeirar fyrir innan Húsafell og hraunbreiður Geit- lands, þar sem ár liðast um hálf- gróið land eða svarta sanda. Að baki rísa hærri fjöll og loks há- jöklar. Kvöldsólin bregður dul- arfullum, brúnleitum bjarma yf ir sjónarsviðið, litir og línur renna saman í mjúkláta, tæra móðu, sem gefa landinu einhvern óraunveruleikablæ. Haraldur Sigurðsson. Þingvallaferð FÉLAG íslenzkra bifreiðaeig- enda bauð heimilisfólkinu a Grund og Minni Grund til Þing- gleymt. Margir lögðu hönd á plóginn, líka þeir sem útbjuggu sælgætispokana- og útbýttu gos- ,,,,.. w Á Kaldadal. Hádegisfell syðra (t.v.) og Prestahnúkur lengst til hægrL valla sl. laugardag. Árum saman hefir F.Í.B. sýnt okkur þá vel- vild og hlýhug, að bjóða í skemmtiferð á sumri hverju og var nú farið til Þingvalla eins og svo oft áður — en þangað kemUr enginn of oft. Veðrið gat ekki verið betra. Veitingar bornar fram af rausn og myndarskap, skemmtikraftar gérstaklega góðir. Guðmundur J ónsson óperusöngvari söng nokkur íslenzk lög en undirleik annaðist Magnús Blöndal Jó- hannsson tónskáld. Þá skemmtu tveir ungir menn með gítarleik og söng, en Hafliði Jónsson bankagjaldkeri sá um hljófæra- leik að öðru leyti. Formaður F.Í.B. Arinbjörn Kolbeinsson læknir og framkvæmdastjórinn Magnús Valdimarsson, voru og með í förinni, en sá síðarnefndi hafði mestan veg og vanda af þessu öllu — eins og svo oft áður. Þá stoal ekki öllum bif- reiðastjórum og hjálparfólki drykkjum. Öllu þessu fólki þökk um við af alhug. Nýlega var minnzt á ferð I minnsta blaði landsins „Heimilis- póstinum", að tími væri komina til, að halda hátíðlegan dag ell- innar. Við eigum að sýna ellinni meiri virðingu og þakklæti ea hingað til hefir verið gert. „Dagur ellinnar, dagur minn- inga og þakklætis verði einnig á íslandi hátíða og minningar- dagur. Þá verði þeirra aldur- hnignu minnzt með þakklæti, og æskunni bent á, að hún hefur skyldum að gegna gagnvart eldra fólkinu, sem öll þjóðin stendur í þakklæti við“. Ég minntist á þetta um leið og ég þakkaði fyrir ferðina og benti á, að Félag íslenzkra bif- riðaeigenda hefir þegar verið brautryðjandi á þessu sviði, sem mörgu öðru. Laugardagurinn var dagur ellinnar, að minnsta kosti hjá þeim, sem voru með í Þing- vallaíerðinni. Gisli Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.