Morgunblaðið - 08.09.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.09.1965, Blaðsíða 28
lorijtmMítfoifo 203. tbl. — Miðvikudagur 8. september 1965 Kalnefndinni falin framkvæmd heyöfl- unar fyrir bændur á Austurlandi SVO SEM kunnugt er, skipaði landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson, sérstaka nefnd þ. 28. Júlí sl. til þess að gera athugun á því hvernig við skuli brugðið þeim vanda, sem steðjar að bænd um á Austurlandi vegna kal- skemmda í túnum. í nefnd þess- ari eiga sæti Pétur Gunnarsson, Gísli Kristjánsson og Kristján KarJsson. Landbúnaðarráðuneytið hefur nú gefið út fréttatilkynningu um störf nefndarinnar og kemur þar fram, að Jandbúnaðarráðherra hefur falið kalnefndinni að vinna áfram að máJi þessu og hafa með höndum framkvæmdir við fóðuröflun til þeirra bænda á Austurlandi, sem búa við fyrir sjáanJegan heyskort. Ekki eru tök á að ákveða, hvaða ráðstaf- anir þar verður um að ræða, fyrr en fyrir Jiggja niðurstöður um endanJegan heyfeng bænda á AusturJandi. Óðinn tók drag- nótabát « VARÐSKIPIÐ Óðinn tók í gær- morgun Sæborgu BA 25 að ólög- legum dragnótaveiðum út af Pat- reksfirði. Var farið með bátinn til Patreksfjarðar, þar sem málið verður tekið fyrir hjá sýslu- manni. Fréttatilkynning landbúnaðar ráðuneytisins ler hér á eftir í heild: „Með bréfum, dags. 28. júlí sl. skipaði ráðuneytið þriggja manna neír.d til að gera athugun á því hvernig skuli bregðast við þeim vanda, sem steðjar að bænd um á Austurlandi vegna kal- skemmda í túnum. í nefndina voru skipaðir Þeir Gísli Krist- jánsson, rjtstjóri, sem fulltrúi Búnaðarféiags íslands, Kristján Karlsson, sem fulltrúi Stéttar- sambands bænda og Pétur Gunn- arsson, deiidarstjóri, sem jafn- framt var skipaður formaður nefndarinnar. í bréfi til landbúnaðarráðu- neytisins, dags. 30. ágúst gerði nefndm síðan grein fyrir störf- um sínum é þessa léið: „Með bréfi, dags. 28. júlí 1965 skipaði landbúnaðarráðuneytið okkur undirritaða í nefnd til að gera athugun á því hvernig skuii bregðast við þeim vanda, sem steðjar að bændum á Aust- urlandi vegna kalskemmdanna. Nefndin hélt sinn fyrsta fund 29. jújí og ákvað þá að skrá- setja þá aðila, sem byðu fram hey tíl sölu, ennfremur skrifaði nefndin stjórn Stéttarsambands bænda og bað um áiit hennar um verð á heyi í sumar og haust. Pétur Gunnarsson, formaður nefndarinnar, hafði samband við formann Búnaðarsamband Aust- urlands, Þorstein Sigfússon, Framhald á bls. 27 Nýtt útgerðorfélag ú Siglufirði SIGLUFIRÐI 7. sept. — Sigl- firðirbgur kom 'hingað fyrir helg- ina með söl'tunarsílid og var salt- að á tveimur plönum, hjá Hen- riksensibræðum og Kaupfélagi Siglaifjarðar, uim 200 tunnur á Ihivoru plani. Aulk þess fór eitt- hvað í bræðslu. Sáldarflutningaskipið Goilla kom hingað einnig með 4—5000 mál af bræðslusíld til si'ldarverk- amiðjunnar Rauðlku. Er þetta sennilega síðasta ferð Guillu á þessu suunri. Nýtt hluitafélag hefur verið stofnað hér. Er það útgerðarfélag sem nefnist Tjaldur. Félagið hef- ur fest kaup á 53 tonna bót, sem Tjaíldur iheitir, og var hann iloeyptur af Kristjáni Guðmunds- syni í Rifi. Eigendur Shins nýja báts eru: Skúli Jónsson, bygg- ingamaður, Gústaf Níleson, fram- ikivisitlj., Steflán Þór HiaraWsson, vélstjóri og Númi Jóhannesson, sem verður skipstjóri á bátnum. — Stefán. Gordon Van Buskirk sést hér vera að rannsaka beinagrindurnar, sem fundust við fornleifa- gröft í Iandi hans nálægt Bristol í Maineríki, sem er á austurströnd Bandaríkjanna. •— Beina- grindin fyrir framan hann er með brjóstplötu úr eir og er klædd með leðri — Þessi beina- grind kann að vera af norrænum manni en beinagrindin til vinstri mun vera af Indíána. Merkur fornleifafu ndur: Leifar norræns manns á austurströnd Bandaríkjanna? að geti verið af norrænum manni fannst 19. ágúst sl., en hin beinsgrindin fannst dag- inn eftir, þegar fornleifafræð- ingarnir voru að grafa skurð i kring. Um þrjú fet voru á miili beinanna. Helen Camp, sem stjórnaði flokknum, sem fann beinagrindurnar, sagði að fyrri beinagrindin gæti ekki verið greftruð af Indíán um. Fyrir því gætu ekki ver- ið neinar líkur, vegna þess hvernig beinagrindin hefði legið. Hún hefði legið á bak- inu með höfuðið snúið til hlið ar. Indíáni myndi hafa legið í beygðri stellingu. Hin beina grindin, sem talin er vera af Indíána, var í slíkri beygðri stellingu Telja sagnfræðingar, að norrænir landkönnuðir hafi komið til strandar Norður- Ameríku á elleftu öld og hafi þá haft samskipti við Indíána. Bristol, Maine, 6. sept. — Einkaskeyti til Mbl. frá AP: — FORNLEIFAFRÆÐINGAR eru enn að reyna að ákvarða, hvort beinagrind, sem fannst fyrir skömmu í Maine í Banda ríkjunum sé af norrænum uppruna. Svo virðist, sem sumir fornleifafræðingar telji að önnur beinagrindin af tveimur, sem fundust, kunni að vera af norrænum land- kör.nuði, en hin mun vera af Indíána ^ Fyrri beinagrindin var var in af brjóstplötu úr eir og var brjóstplatan klædd leðri. Of arlega á plötunni voru festir fjórir láréttir teinar í leðrið. George Van Buskirk, sem er félagi í fornleifafélagi Maine ríkis og er eigandi landsins, þar sem beinagrindurnar fundust, sagði að beinagrind, sem fundizt hefði áður á Rhode Island hefði verið með svipaða brjóstplötu. Sú plata væri talin vera frá víkinga- tímabiiiiiu. Beinin brjóstplatan og gier kúla. sem einnig fannst, hafa verið send dr. Junius Bird, forstöðumanni mannfræði- deildarinnar í náttúrusögu- safni New York borgar, en hann hefur ekki viljað láta hafa neitt eftir sér um upp- runa beinagrindanna. Hann mun samt hafa sagt, að hann hefði ekki séð neitt svipað þessu áður. Bird sagði enn fremur, að kúlan, sem notuð mun hafa verið í viðskiptum, væri hin fyrsta sinnar tegund ar, sem nokkru sinni hefði fundizt í Norðaustur-Ame- ríku. Aðrar svipaðar henni hefðu fundizt í jörðu í Louisi- ana og öðrum suðurríkjum við ströndina Beinagrindin, sem talið er, Övíst með öllu um fleirS eld- Þroskaleysi síldarinn- flaugaskot Frakka héðan ar háir veiðunum MBL. sneri sér til M. Benou, framkvæmdastjóra eldflauga- tilrauna Frakka hér á landi, þar sem hann var staddur í Skóga- skóla að undirbúa brottfór sína og sinna mannti og spurði hver fótur væri fyrir fregnum um að þeirra væri von aftur hingað eftir tvö ár sömu erinda og áður, að skjóta hér upp eldflaugum af Skógasandi. Sagði M. Renou ekkert hæft í því að áformað hefði verið fram- hald á tilraunum þeim sem hér hafa farið fram og með öllu óvíst hvort þeir kæmu aftur. „Fyrst verður að vinna úr niður.stöð- um rann-sóknanna nú“, sagði •hann, „og því verki verður ekki lokið í bráð. Ef sýnt þætti að þörf væri á frekari rannsóknum og annarri Islandsferð af þeim sökum, yrði ákvörðun um það tekin síðar meir“. „Og hvenær gæti það orðið?“ spurði blaðam. ! „Ekki fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi“. Aðspurður, hvort notaðar myndu sömu eldflaugar og verið hefur, ef af annarri íslandsferð yrði, „Dragon“-flaugarnar (sem eru stærstar þriggja rannsóknar- eldflauga svipaðrar gerðar Béli- er, Centaur og Dragon) eða hvort aðrar kæmu til greina, anzaði M. Renou því til, að vafalaust yrði fyrir valinu ein „Dragon“-eldflaug til. „Gim- steinaflaugarnar (sjá bls. 14, Utan úr heimi) koma ekki til greina, Smaragðinn, Safírinn eða Rúbíninn?" spurði blaðam. i „Nei, ekki þær“, sagði M. Renou. Snjókoma á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 7. sept. — Snjó- koma var hér í nótt ag fram á morgun. Snjóaði niður unidir byggð. Siglufjarðarskarð mun enn fært bifreiðuim- — Stefán. — SÍLDIN, sem veiðzt hefur að undanförnu við Jan Mayen er norsk að uppruna, 31—32 senti- metrar að lengd, sagði Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, í sam- tali við Mbl. í gær. —• Af þessari síld eru 60% 6 ára, um 30% 5 ára og afgangurinn úr ýmsum ár- göngum. Sex ára stofninn hefur verið mjög dreifður í sumar og búizt var við honum hér við land, en einhver töf hefur orðið á komu hans. Norðmenn veiddu mikið af þessari síld við Norður- Noreg og íslenzk skip héldu einnig á þessi mið, en sneru heim skömmu síðar. Nokkru seinna var uppgripaafli hjá Norðmönn- um á sömu slóðum. Jakob sagði, að enn væri ekki öll von úti um að þessi síld gengi hér við land, en hún þéttir sig ekki í vetrartorfur fyrr en kyn- færi hennar hafa náð ákveðnum þroska. Þangað til er hún dreifð um allan sjó og eltist við átu. Þetta þroskaleysi mun eiga ræt- ur sínar að rekja til þess, að sjór- inn er kaldari nú, en hann var í fyrra, þegar góðar torfur gengu hér við austanvert landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.