Morgunblaðið - 08.09.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.09.1965, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. sept. 1965 MORGU N BLAÐIÐ 3 — MR eruð ekki í neinum vígahug! Ég þarf ekkert að vera berhöfðaður núna, sagði meistari Kjarval við okkur, þegar við litum inn í Súlnasalinn í gær. Lista- verk meistarans, sem Sig- urður Benediktsson ætlar að bjóða upp klukkan 5 í dag, voru til sýnis, og fólk- ið var rétt að byrja að streyma inn til þess að virða þau fyrir sér. — Hvernig lízt ykkur á á þetta strákar? Haldiði að þetta verði fíaskó? Meistar- inn veltir vöngum góða stund, hann horfir íbygginn í kring- um sig, fer höndum um rytju- Kjarval ásamt tveimur góðvinum, Jónasi Jónassyni frá Hriflu og Ingimar Brynjólfssyni, heild- sala. GILLIGOGG! legan skeggkragann og segir við sjálfan sig: Fíaskó eða ekki fíaskó! Síðan snýr hann sér að ljós myndaranum okkar, sem ver- ið hefur að sniglast í kringum hann í leit að góðu skotfæri: — Heyrðu, þú varst ekki í kaffinu um daginn! — Nei ég missti því miður af því segif ljósmyndarinn . . — Þar missturðu af miklu, heldur meistarinn áfram, kaff ið kostaði hátt á sjötta hundr- að .... • — Er þér ekki eftirsjá 1 myndunum þínum, Kjarval, þegar þær fara undir hamar- inn? spyrjum við. — Sennilega sé ég eftir ein- hverju. Kannski. En ég er að hreinsa til hjá mér. Ég vil selja myndimar mínar góðu fólki Fólki, sem hefur gaman að myndunum mínum. En ég á samt dálítið eftir. Dálítið af góðum myndum, sem ég á eftir að breyta. — Breytirðu oft myndunum þínum? — Oft. Þær verða stund- um óþekkjanlegar. Stundum verða fígúrumyndir úr lands- lagi hjá mér. — Hver er skýringin á því, að Sigurður fer allt í einu á kreik með svo margar myndir eftir þig? — Hann sló fram þessari hugmynd og ég greip hana glóðvolga. Hann hefur afskap- lega gaman að þessu, hann Sigurður. — Ætlar þú að vera við- staddur uppboðið á morgun? — Það gæti verið, að ég kæmi rétt áður en þetta byrj- ar, en ég hef ekki hugsað mér að vera viðstaddur. — Ertu ekki spenntur að sjá, hvert myndirnar þínar fara? — Nei, það er það skrýtna við það. — En þér er þo ekki sama, hvert þær fara? — Það er stundum sagt: Það er gott að vita ekki. — En hvernig er þér innan brjósts,.þegar þú sérð mynd- irnar hverfa? — Þegar ég er búinn að láta frá mér mynd til sölu, er ég líkastur innanbúðarmanni, sem afgreiðir sykur. Hann veit að fólkið vill góðan sykur og afgreiðir þess vegna aðeins góðan sykur. Hefur maðurinn verið lengi á Morgunblaðinu? — Nokkur ár. Hvernig líkar þér við blaðamenn? — Ágætlega. Þeir eru sam- Kjarval og Sigurður Bencdiktsson ræða við Þorvald Guðmunds son, hótelstjóra. (Myndir: Sv. Þormóðs) nefnari af öllu almennilegu fólki. Jónas frá Hriflu gengur í salinn í fylgd dóttur og dóttur dóttur. Kjarval heilsar Jónasi vel og lengi, en ljósmyndarar standa álengdar. — Ég á að vera með hatt, segir Kjarval við ljósmyndar- ana. Jónas hefur svo fallegt höfuðlag, að maður verður eins og múmía við hlið hans. Kjarval virðist kunna vel við sig í návist ljósmyndar- •anna. Hann segir að lokinni myndatöku: — Náðuð þið mynd af okk- ur Jónasi, þar sem ég var með hatt? Lj ósmyndararnir k i n k a kolli Við spyrjum: — Var meistarinn ánægður með allar myndirnar, s«m birtust af honum í blöðunum á dögunum? — Ég fór að bera Jþær sam- an við myndir af miðaldra mönnum, sem ég sá í blöðun- um og þá sagði ég við sjálfan mig: Hugsa sér muninn á sjálfum mér og öllum hinu*m! Myndirnar af mér minna mig á uppþomaða skreið! — Þú hefur ekki rakað þig síðan á blaðamannafundinum, Kjarval? — Nei, ég hef ekki haft tíma til þess. En sjáðu, hvað hann grettir sig sá litli þarna. Meistarinn bendir á ungan mann, sem situr á stól og virðir fyrir sér eitt listaverk- anna. — Kannski eru þetta lista- mannsgrettur? — Já, kannski. Roskin frú kemur aðvífandi og segir við Kjarval: — En hvað það hafa komið margar fínai' myndir af þér í blöðunum. — • — Já, segir meistarinn. Fólk stoppar mig á götu og spyr: Verður ekki gert frí- merki af þér bráðum? Við rýnum í myndaskrána og nemum staðar við mynd númer 66. Hún heitir „Gilli- gogg“. — Hvað þýðir gilligogg, Kjarval? — Við bjuggum þetta orð til, skal ég segja þér. Þetta er alíslenzkt mál. Það merkir allt, sem gott er, halló, húrra og bravó, glym heill og bikini. Hugsaðu þér, hvað það er fallegra að segja „glym heill“ í stað húrra. — En það þýddi víst lítið að svara í sínia og segja „gilligogg" — eða hvað finnst meistaranum um það? — Það eru skólamennirnir, sem eiga að popúlera þetta. Þeir ganga alveg fram hjá is- lenzkunni. Listaverk Kjarvals, 74 að tölu, eru sýnd í litlum sal og það er mikil þröng á þingi. Meistarinn gengur milli manna og heilsar göml- um vinum. Hann á marga vini og heilsar öllum af sömu alúð. Brandararnir fjúka — af góðum efnum — og það er alls staðar glatt á hjalla, þar sem meistarinn er nærri. Hann ræðir lengi við Þor- vald Guðmundsson, hótel- stjóra. Sigurður Benediktsson segir um Þorvald, að hann hafi bjargað uppboðunum sín- um á þeim tíma, þegar hann var á hrakhólum með að fá inni fyrir þau á hentugum stað. ,Það er vandi að finna gott húsnæði í bænum“, seg- ir Sigurður. „en þessi staður uppfyllir allar kröfur". Við spyrjum Sigurð, hverja hann álíti dýrasta mynda, sem verði á uppboðinur — Þ e s s i landslagsmynd þarna, segir Sigurður að bragði, og bendir á myndina „Vindur og sólfar“. Kjarval hefur unnið að henni frá 1919 til 7. september 1965. Hann var að vinna við hana seinast í nótt. Hún er ennþá blaut í forgrunninn. Margir þekktir borgarar eru mættir til þess að heilsa upp á Kjarval og virða fyrir sér málverk hans. Við snúum okkur enn að meistaranum: — Hvað fannst Guðlaugi Rósinkranz um myndirnar þín ar? — Hann ætlar að láta mig fá fríbillett á leikrit. Við leitum álits Hafliða Helgasonar í Félagsprent- smiðjunni, en hann er alda- vinur Kjarvals. — Hann spilar á marga strengi, segir Hafliði. Það er erfitt að trúa því, að þessar myndir séu allar eftir sama manninn. — En hvað þetta er skemmtilegt, segir ein frú á næsta leiti. Maður kemst bara í gott skap! Við kveð'jum meistarann. Handabandið er hlýtt, þegar hann biður okkur að heim- sækja sig fljótt aftur í vinnu- stofuna. Um leið og við hverfum á braut, sjáum við, hvar Kjarval snýr sér að tveimur frúm og segir: — Jæja, elskurnar mínar, þið sem hafið látið svo lítið að heimsækja mig í fjarlæg- um draumL - a - SMSTHMR Hættan í Kasmir Ástandið i Kasmir og á landa- mærum Indlands og Pakistan fer nú hríðversnandi með hverjum deginum sem liður og virðist svo . sem það sé að verða gjörsam- lega óviðráðanlegt. Mál þetta er að vonum mikið rætt í stórblöð- unum erlendis og fyrir nokkrum dögum ræddi New York Herald Tribune það í forustugrein en þá var ástandið enn ekki orðið jafn alvarlegt og nú er, en forustn- greinin heldur þó sínu fulla gildi. Þar segir meðal annars svo: „Vopnahléslína Sameinuðu þjóð- anna i Kasmír hefur verið ótrygg, Samt sem áður var það vopna- hléslína og í 18 ár varðveitti hún ótryggan frið milli Ind- verja og Pakistana. Nú hefur hún verið rofin á nokkrum stöð- um, fyrst af skæruliðum Pakist- ana, síðan indverskum hermönn- um, sem svöruðu með því að taka 6 herstöðvar Pakistana, siðan af Paikstanherjum, sem hafa hefnt með því að taka tvær indversk- ar herstöðvar og færa átökin út með lofthernaði og hafa skotið niður fjórar indverskar flugvél- ar.“ Átök upp á líf og dauða „Forystumenn beggja rikja hafa látið hörð orð falla og lýst því yfir, að þeir væru reiðubún- ir til þess að leysa þetta vanda- mál með hervaldi. Þó að orðin séu ef til vill kröftugri en raun- verulegar fyrirætlanir þeirra, þá er þó svo komið, að löndin tvö geta von bráðar átt í baráttu upp á líf og dauða, jafnvel þótt það hafi ekki verið ætlun leiðtoga þeirra. Hver svo sem hefur á réttu eða röngu að standa í þessu máli og báðir aðilar hafa ýmislegt til síns máls, hljóta alis- herjarátök að hafa hörmulegar afleiðingar fyrir alla, sem hér eiga hlut að máli, ríkin tvö, sem takast á, og vini þeirra í hinum vestræna heimi.. Vopnin geta ekki leyst þetta vandamál vegna þess, að sá aðilinn, sem tapaði, mundi um alla framtið vera ákveðinn í að breyta niðurstöðu átakanna við fyrsta tækifæri. — Sigrað Pakistan mundi vera i mikilli hættu með að falla al- gjörlega undir yfirráð kínverskra kommúnista og sigrað Indland væri í vaxandi hættu af annari og stærri innrás herja kínverskra kommúnista.“ Styrjöldina verður að stöðva „Ef styrjöldina á að stöðva verður það að gerast innan nokk urra klukkustunda eða daga. Það er Bandaríkjamönnum og Bret- um, hinum tveimur vestrænu bandalagsríkjum, sem hafa átt nánust samskipti við Indland og Pakistan til lítils sóma, að þeim hefur ekki tekizt að koma í veg fyrir hernaðarátök þeirra í milii. Þau átök eiga eftir að verða miklu alvarlegri, ef þeim tekst ekki nú á elleftu stundu að stöðva þau áður en þau verða gjörsamlega óviðráðanleg.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.