Morgunblaðið - 08.09.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.09.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUN*" * *>W Miðvikudagur 8 sept. 1965 PATRICK QUENTIN: GRUNSAMLEG ATVIK — í>að er auðvitað ekki opin- bert enn. Ekkert hefur verið undirritað, en það virðist vera ákveðið, og þá bjargar það lífi okkar. — Hvemig það? — Ég sagði þér það ekki áð- ur en þú fórst að heiman. Ég sagði það engum, ekki einu sinni þeirri gömlu sjálfri, fyrr en fyr- ir hálfum mánuði eða svo, en þá skalf ég líka á beinunum. Ég veit alveg hvernig hún eyðir.... og öllu í aðra. Jæja, vinur, það sem við eigum eftir af hinum glæsilega listferli Anny Rood, er ekki skítugur eyrir. Jú, nokkur þúsund dali hér og hvar, en svo bara miklu fleiri þúsundir í skuld, út um hvippinn og hvapp inn. Og þangað til þetta kom til sögunnar, hefur ekki verið eitt einasta tilboð neins staðar frá, sem væri nokkurs virði. Lengi lifi Ninon de Lenclos, segi ég nú bara! Ef ekki væri hún, yrðum við að ganga fyrir hvers manns dyr og betla! Ég varð enn skrítnari innan um mig. Hversu skrítinn gat ég orðið? Nú vorum við komin að kofanum. — Tray, fáðu elskunni hon- um Nikka jarðarfararfötin hans. Tray dró böggulinn, sem var að því kominn að rifna, til mín, flatti sig síðar út á jörðinni og lagði kollhúfurnar. Þegar ég ætlaði að taka böggulinn, urraði hann og ætlaði ekki að sleppa bandinu. — Tray! sagði Pam. Hann urraði aftur og sýndi tennurnar, og loks sleppti hann bögglinum án þess að bíta mig. — Svei, svei, hundur!. sagði Pam. — Nú verðurðu að steypa þér kollhnís fyrir bragðið! Fjór- um sinnum. Þetta var nú lítil refsing, því að kollhnís var einmitt það, sem Tray hafði mest gaman af. Og svo steypti hann sér kollhnís aft urábak, af mikilli ákefð. Ég fór inn að hafa fataskipti og skap- ið var enn svartara en fötin. Síð- an gekk ég til Pam inn í drykkjuherbergið í kofanum. Sá sem byggði þetta hús, hafði haft mikinn áhuga á negratrommum. Þær voru notaðar bæði fyrir borð og stóla, eða þá var lamið á þær. Pam sat á einni með glas í hendi. — Já, sagði ég. Pam að drekka fyrir hádegis- verð! Það sýndi bezt, að eitt- hvað var gengið úr skorðum, fannst mér. Pam trúði fast á brezka spakmælið um að vera alltaf allsgáður um sólarlag. Fötin virtust vera í lagi. Pam rýndi á þau og teygði þau öll til og frá, og ákvað, að þau gætu gengið. Hún var að þukla eitthvað við uppbrotin á buxunum, þegar ég sagði allt í einu: — Hvað voruð þið öll að gera hjá Normu? — Ég hugsaði mér, að snöggt áhlaup mundi gefa beztan ár- angur, og sú varð líka raunin. Andlitið á Pam varð sótrautt, en það er einkennið á brezkum ofurstadætrum, sem hafa næst- um verði gripnar í því að koma ekki heiðarlega fram. — Hvað í ósköpunum ertu að fara, Nikki? — Hversvegna voruð þið þar öll, þegar hún datt? Pam leit á mig en leit síðan örvæntingarfullum augum í átt- ina til Hans frænda, sem var hinn rólegasti að hugsa um skák ina sína. — Já, sannarlega gengur stundum alveg frarn af mér, sagði hún. — Hver hefur sagt þér þetta? Ekki Hans frændi? Ekki Gino? — Það gerði hún Lukka Schmidt, sagði ég. Þetta gekk alveg fram af henni. — Hún Lukka? Hvernig vissi hún það? — Hún sagði, að þið hefðuð öll farið út og þá hefði mamma beðið sig a? beina öllum síma- hringingum heim til Ronnie. Hún segir líka, að morguninn eft ir hafi mamma faðmað sig að sér og beðið sig að halda sér vandlega saman. — Já........en ... en hvers- vegna sagði Anny þetta ekki við mig. Og að fara að segja það einmitt við hana Lulcku! Hvað þekkjum við svo sem til hennar? Hún er ekki búin að vera hér nema fimm sekúndur! — Hún hefur svarið að segja það ekki neinum, tók ég fram í, en þó af lítilli sannfæringu, þar eð ég nafði takmarkaða trú á svardögum Lukku Schmidt. Pam skellti í sig stórum sopa úr ginglasinu, íslausu, en það var að hennar áliti dæmigerður versti drykkur heims. — Ég gæti skorið sjálfa mig á háls! — Er það nú svo slæmt? — Vitanlega. Hvað segirðu, ef blöðin ná í þetta? Eða lög- reglan? 7 — Já, segðu mér það. — Já, Nikki, það er víst ekki annað að gera héðan af. Hún var með skelfingarsvip. — Mig hefur reyndar alltaf langað til þess, hvwrt sem er, af því að þú og ég erum eins og ein sál, en sú gamla lét mig sverja að láta ekki orð falla um þetta. — Það þarítu ekki að taka fram. Þú hefðir átt að heyra hana, rétt áðan, Ijúga þangað til hún blánaði í framan. — Segðu þetta ekki, Nikki, sagði Pam, sem tók alltaf svari mömmu. — Þú veizt að hjá henni er þetta ekki að ljúga. Hún er dásamlegasta kona í heimi. Það er bara þetta, að hún vildi ekki gera þér áhyggj- ur að nauðsynjalausu. Ef þú bara vissir, hvað gerðist........ það var óhugnanlegt.... reglu- lega andstyggilegt. Ég hallaði mér fram á villi- mannatrommunni, sem var ó- stöðug undir mér. — Segðu mér frá því, sagði ég. — Alveg frá byrjun. Og eftirfarandi var það, sem gerðist þarna um kvöldið. Að minnsta kosti eftir því, sem ég gat ráðið það út úr dálítið rugl- ingslegri frásögn Pam. 5. kafli. Það fyrsta af þessu „and- styggilega", sem Pam kallaði svo, var ást Ronnys til mömmu. Svo virtist sem allt fram að við- skiptum hans við La Mann, hafi Ronnie takmarkað sig við stjörn ur og smástjörnur en þegar mamma kom á sviðið í allri sinni dýrð og óeigingirni, þá reyndist það honum ofurefli. Eftir að Sylvia La Mann .hafði verið varpað út í yztu myrkur, elti Ronnie mömmu bara á rönd um, eins og ofurlítill Berndards- hundur, og það sem gprði málið ennþá verra, var það, að mamma vildi ekki líta við honum, eða taka eftir, að verið væri að til- biðja hana. Og hún hélt áfram, meðan Norma var á hátindinum, að vera vinkona Normu, og skipulagði samfundi þeirra þriggja til þess að Ronnie og Norma gætu „fundið hvort ann- að“, og ofan á allt annað hafði ‘hún beinlínis neytt Ronnie til að láta Normu fá hlutverk Nin- on de Lenclos. Auðvitað var honum fjanda- lega við það. Svo frá sér num- inn sem hann var af ástinni, hafði hann samt nægilegt vit til þess að sjá, að það að láta Normu leika Ninon var fljótasta og öruggasta leiðin, sem nokk- urntíma hafði fundin verið til þess að láta sex milljón dali gufa upp og verða að engu. En mamma var iðin við kolann og létti ekki fyrr en einn dag, hálf- um mánuði eftir að ég fór til Parísar, að hún kom sigrihrós- andi heim til Pam með miklar gleðifréttir. Norma átti að .leika Ninon. Hún ætlaði að fjarlægj- ast flöskuna, hún ætlaði að megra sig, hún ætlaði að taka tíma í sautjándu aldar kven- limaburði hjá einhverjum guð- dómlegum, litlum Ungverja, sem mamma hafði grafið upp í Santa Monica. Svo átti að hefja upp- tökurnar eftir sex vikur. — Hugsaðu þér, Pam! Allir þessir erfiðleikar með hana Sylv iu reyndust vera blessun í dul- argervi. Nú fær blessunin hún Norma tækifæri til að rétta sig við aftur. Veslings Pam hafði verið kol- biluð á öllum taugum um langt skeið en nú sauð upp úr hjá henni: — Væri það ekki betra að hugsa eitthvað um viðrétt- ingu fyrir hina einu sönnu Anny Rood? Og nú hafði reiðin veitt henm nægilegt hugrekki, og hún bun- aði upp úr sér allri skýrslunni um fjármálaástandið. En mamma lét sér hvergi bregða. Hún gekk bara að slaghörpunni og lék lag með einum fingri — líklega þetta hræðilega eftir Grieg, sem hún greip jafnan til, þegar svona stóð á. . — Æ, góða Pam, það er alveg nógur tími að hugsa um okkur sjálf, þegar við erum orðin þess fullviss, að allt sé í lagi hjá blessunum henni Normu og Ronnie. Eftir þetta heitaðj hún að hitta Ronnie í heila viku, enda þótt hann kæmi í heimsókn til hennar á fimm mínútna fresti. — Mínu verki er lokið, Pam mín góð, sagði hún og í stað þess að svipast eftir einhverju handa sér að gera, skellti hún sér út í heila hrinu af góðgerða- starfsemi. Fyrst flaug hún til Las Vegas til að halda bami undir skírn, er átti glæpamaður einn að nafni Steve Adrion, en hann var afskaplega hrifinn af henni og átti hálfa borgina Las Vegas. Næst slóst hún í för með Billy Croft, sem var drengja- stjarna í vísnasöng og fór með heilt strætisvagnahlass af mun- aðarleysingjum til dýragarðsins í San Diego, þar sem mynd var tekin af henni á úlfaldabaki með minnsta og mesta munað- arleysingjann sitjandi óstöðugt á kryppunni fyrir framan hana. Þetta var auðvitað hreinasta kvöl fyrir Pam veslinginn, sem gat aldrei gleymt því, að við römbuðum á barmi gjaldþrots- ins. Og svo — fyrir fjórum dög- um — voru mamma og Pam í svefnherbergi mömmu, eitt kvöld, að svara aðdáendabréfum þegar Lukka gaf þeim símasam- band við Ronnie, sem hafði hringt. Mamma svaraði í sím- ann. — Já .... Hvað, elskan? .... Nei, nei, nei. Nú hef ég aldrei heyrt annað eins......Hvað .... Nei, það gæti ég aldrei látið mér detta í hug. Nei, bíddu. Hafstu ekkert að fyrr en ég kem. Við skulum öll koma. Þjón ustufólkið á frí, eða hvað? Ég skal búa til kvöldmat. Eitthvað verður hún að fá að borða.... Áttu ost? Gott... Nei, góði, ég sagði nei, nei! Hún lagði símann. — Pam, elskan, við förum öll til kvöldverðar hjá honum Ronn ie. Eldahúshjálpin á frí og ég ætla að búa til indæla kássu. Já, við öll. Þú og ég, Hans frændi og Gino. Pam réð það af kássunni, að að nú var eitthvað mikið um að vera. Þegar mamma fékk kast og varð að svissneskri húsmóð- ur, spáði það aldrei neinu góðu. — Hún sagði því: — Hefur nokkuð komið fyrir? Og mamma, sem leit út eins og hún væri að hlusta á „Danny Boy“ leikinn í Hammondorgel, svaraði aðeins: — Norma er far- in að drekka aftur. Hugsaðu þér bara! Þegar búið er að sldpu- leggja allt til að rétta hana við, að fara þá að drekka! Ronnie segir, að hún sé öll bólgin í and- litinu. Hann segir, að hún líti út eins og væluugla. Og Ronnie seg ir, að jafnvel ég verði að játa, að það komi ekki til mála, að væluugla leiki Ninon de J.en- clos. Og.....Hún þagnaði. — Það er nú það allra versta í þessu öllu, hvað hann er tilfinn- inganæmur. Hann er alveg bái- vondur, og ségir, að það sé allt búið að vera hjá þeim, hann sé alveg hættur við hana, sem mað ur, sem eiginmaður og leik- stjóri. Þú getur fengið hana eins hún stendur, Anny. Þú getur farið með hana í dýragarðinn í San Diego, sem einu væluugl- una í fangelsi og í peysu. Og ennfremur .... Nú var hún kom- in á hámark og greip eitt bréf- ið, sem Pam hafði verið að skrifa .... hann biður mig ... hann grátbænir mig að taka að mér hlutverk Ninon de Lenclos. Pam varð auðvitað ofsakát. — Dásamlegt! Þá ættu allar okkar þrautir að vera á enda. En hún dapraðist aftur þegar hún leit á tnömmu, því að út úr henni skem ekkert annrð en ' tryggðin við vinkonu sína og meðaumkunin með henni. — Dettur þér í hug, Pam mín góð, að ég hafi tekið við því? Ninon er einasti möguleikinn fyrir elsk una hana Normu til þess að byrja nýtt líf. Ég tæki ekki frá henni hlutverkið, fremur en ég færi að ræna brauðmola af mun aðarleysingja. — Nei, þú mundir nú ekki gera annað við munaðarleysingj ann en að setja hann upp á úlf- alda. En mamma lét sem hún heyrði þetta ekki. — En Ronnie hefur nú ekki sagt henni það ennþá, svo að hún mundi ekki vita það. Við verðum að fara öll, og koma henni í skilning um, hvað eyðileggjandi þessi gindrykkja er. Og við verðum öll að fara og koma Ronnie í skilning um skyldu hans. Þannig var þetta þá. Klukk- an sex vorum við öll, að Tray meðtöldum, komin upp í bílinn, eins og síld í tunnu og þotin af stað til þess að bjarga vesl- ings Normu upp úr drykkju- skapnum. Þetta fór nú allt út um þúfur frá fyrstu byrjun. Norma, sem var orðin alldrukkin, kom sjálf til dyra. Og sannarlega var hún bólgin í framan og allsstaðar annarsstaðar í þokkabót. Hún stóð þarna ruggandi í forstof- unni. — Sjáum hver komin er, sagði hún. Þjóðsagan sjálf! Hæ, elzta og kærasta þjóðsaga ... viltu gera mér greiða? Taktu þetta kraðak þitt með þér og fáðu lánaðan sundpoll, ef einhver er eftir í Hollywood, sem vill lána þér nokkuð .... og stingdu þér svo í hann! Mamma, sem ar nú alltaf eins n" faðmaði hana kom Ronnie og miður sín. .ua, sagði hann. Ég sag_. ,.r að fara í rúmið. — Rúmið? át Norma eftir. Það er þó síðasti staðurinn, sem þú vildir líklega finna mig á. Rúm eru fyrir hana Sylvíu, hvað hún heitir og svo fyrir Anny litlu Rood. Og svo datt hún kylliflöt og sofnaði. Ronnie og Gino báru hana upp og lögðu hana á rúmið. Svo fóru öll — að ostinum meðtöldum — út í garðkofa, af því að mamma vildi heldur nota pönnuna, se,n þar var. Það var greinilega óveð ur í lofti, vægast sagt. Kans frændi og Gino voru niðurlút- ir, Ronnie reyndi að bera sig mannalega, en var augsýnilega í klípu milli vonlausrar ástar á mömmu og vonzku við Normu, en mamma, sem var með eldhús- svuntu, var á þönum út í eld- hús og inn aftur, masaði og var kát, og sagði bara: — Æ, elskan hún Norma, hún verður fljótt jafngóð aftur, þegar hún fær einhvern mat oían í sig. Pam sagCist hafa farið að hugsa um magann í Norir.u, þar sem allt þetta gin var fyrir. Eftir að svona hafði gengið i klukkustund, var Ronnie öllum lokið. — Hlustaðu nú á mig Anny, sagði hann. Þú verður að lofa mér að losa mig við hana. Hún getur alls ekki leikið Ninon de Lenclos. Ninon er söguieg persóna i Frakklandi. Ef Norma leikur hana, segja Frakkar okk- ur stríð á hendur, fimm mínút- um eftir frumsýninguna. Þú verður að leika hana, Anny min góð. Ég skal borga þér hvað sem þú setur upp. Hæsta kaup, sem þú hefur nokkurntíma haft, og prósentur í ofanálag. Anny...... En mamma bara gerði ekki annað en hefja og lækka löngu augnhárin á víxl, rétt eins og þau hefðu verið gluggatjöld, og klappaði honum á öxlina. — Nei, Ronnie elskan, vesl- ings Norma er konan þín og vin- kona mín. Við verðum að hj.álpa henni. Hún er óhamingjusöm og öryggislaus. Við verðum að gera það.....o.s.frv. Og Ronnie andvarpaði og þoldi sýnilega ekki að horfa á þennan augnaháraleik hennar, og óskaði sér að vera dauður. Klukkan var um hálfníu, þeg- ar mamma loksins kom út úr eldhúsinu og sagði: — Pam, elskan, nú er maturinn til. Skrepptu inn í hús og náðu í hana Normu. Hún er nú búin að fá sér sæmilega góðan lúr. Auðvitað var Pam dauðhrædd við að fara nokkuð að hreyfa við Normu, og svo vildi-nú til, að þess þurfti hún ekki, því að Norma birtist sjálf í þessu bili. Hún slagaði nokkuð, en komst þó áfram og slapp rétt við að detta í sundpollinn, og glápti nú á þau öll með þessum náttuglu- augum sínum. En svo snuggaði hún uppgerðarlega og greip í peysuna sína. — Ha, hvað er þessi indæli ilmur? sagði hún. Getur það ver ið, að þjóðsagan okkar ætli að fara að gæða okkur á sínum óvið jafnanlega mat úr sínum sviss- neska soðkatli? Þessum mat, sem gæti brennt sundur innýfl- in á sjálfum Vilhjálmi Tell? Hversvegna ferðu ekki líka að jóðla, elskan og setja edelweiss í lokkana þína?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.