Morgunblaðið - 08.09.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1965, Blaðsíða 1
2tt síður 52. Srgangur. 203. tbl. — Miðvikudagur 8. september 1965 Prentsmiðja Morgunblaðsin*. Mistekst enn ein tilraunin til að leysa stjórnarkreppuna í Grikklandi? Mynd þessl, sem birt var í nýju Delhl, sl. sunnudafr sýnir, að sögn indversku stjórnarinnar, aí- lciðingar loftárásar flugvéla Pakistan á bænahús MúhameðstrúarmaniHa í þorpinu Jauriam í Kasm ír. Segir, að fimmtíu manns hafi beðið bana i loftárásinni. — AP. Aþenu, 7. sopt. AP-NTB. • í kvöld var ekki annað sjá- anlegt, en að mistakast mundi enn ein tilraunin til ]»ess að leysa stjórnarkreppuna í Grikk- landi. Síðustu daga hafa staðið yfir viðræður þeirra Georgs Papandreous, fyrrum forsætis- ráðherra og Panayotis Kanellop- ulos, leiðtoga Þjóðradikalaflokks ins, — en áreiðanlegar heimild- ir herma, að áhugi hins síðar- nefnda á samningi við Papan- dreu hafi farið hraðminnkandi og ekki ólíklegt að upp úr við- ræðunum slitni í kvöld. Þjóðradiík ail i flokku rinn hefur 99 sæti á þingi og er haft fyrir satt, að meðal þingmanna hans Styrjöld Indlands og Pakistans harðnar: Sókn Indverja til Lakore stöðvuð sé öflug andistaða gegn þvi aV5 hal'da þimgkosjrinigar á næstunni — en samikvæmt kröfu Paipan- dreous skulu þær haldmar eigi síðar en eftir 45 daga. Þangað til fari með völd stjórn undir forsæti Kaneliopou'lios. Þingmenn þjóðradíkala munu þeirrar skoð unar, að fyigi flokksins sé ekki of öflugt um þessar mundir og muni hraka, ef flokkurinn taki að sér stjórnarmyndun, eins og nú er ástatt. Þá hefur komi'ð fram, að vinstri-flokkurinn (EDA) er með öliu ^and'vígur því, að Kanello- pouios myndi stjórn, þótt um skamiman tíma sé. Telja leiðtog- ar flokksins, að utanflokkastjórn sé eina færa lausnin á stjórnar- kreppunni, þar til kosningar hafi farið fram. Kínverjar hóta liðssafnaði á landamærum Indlands N Nýju Delhi, Karachi, 7. sept. — AP-NTB. Ó STYRJÖLDIN milli Indlands og Pakistans verður se umfangsmeiri. Barizt var í allan dag bæði á landi og í lofti. og víðtækar loftárásir gerðar á báða bóga. Svo virðist sem hermönnum Pakistans hafi tekizt að stöðva sókn ind- verska hersins í Lahore-héraðinu. | Stjórn. Pakistans staðhæfir, að indverskar sprengju- flugvélar hafi gert loftárásir á fjölda bæja, bæði í Austur- og Vestur-Pakistan, en þeim staðhæfingum er harð- lega neitað af hálfu Indverja. Ó Pekingstjórnin hefur lýst stuðningi við Pakistan og tilkynnt, að hún muni auka liðssafnað á landamærum Indlands og Kína. Sovétstjórnin hefur hinsvegar hvatt háða aðila til þess að hætta bardögum og boðizt til þess að að- Stoða við leit að friðsamlegri lausn Kasmír-deilunnar. • Bandaríkjastjórn hefur til- kynnt, að hún muni um sinn taka fyrir frekari vopnasendingar til Pakistan og IndlandS. Lýsir stjórnin fullum stuðningi við samþykkt öryggisráðsins og frið arviðleitni U Thants, fram- kvæmdastjóra S.Þ. • U Thant heldur í nótt áleið ls til Indlands og Pakistan með viðkcmu í London. Hefur hann fengið tryggingu fyrir því af hálfu stjórnanna í Rawalpindi og Nýju Delhi, að honum verði þar vel tekið. En að öðru leyti eru viðbrögð þeirra við erindi hans heldur neikvæð. • Óstaðfestar fregnir herma, að stjórn Pakistans hafi fallizt á tilboð Jomo Kenyatta, forseta Kenya um að miðla málum 1 Kasmírdeilunni. Hinsvegar skýrði Leaster Pearson, forsætis ráðherra Kanada, svo frá í dag, að hann hefði boðizt til að miðla málum og átt viðræður við full trúa stjórna Indlands og Pakist an, en ljóst væri, að hvorugur að ila væri fær um að taka tilboði hans um málamiðlun, eins og málum væri komið. • Fregnir af bardögum óljósar Ekki er með öllu gott að henda reiður á gangi styrjaldar- innar í dag, þar sem fréttamönn- um er stranglega meinaður að- gangtir að vígvöllunum eða öðr- um stöðum þar sem líklegt er, að þeir gætu orðið sér úti um áreiðanlegar fregnir af því sem fram fer. Ljóst virðist þó, að barizt hafi verið á endilangri landamæralín unni í Kasmír, sókn Ind- verja í Lahore-héraði hafi verið stöðvuð og flugher þeirra hafi beðið nokkurt aíihroð í bardögun um í dag. Af hálfu stjórnar Pakistan var sagt í dag, að u. þ. b. 30 flug- vélar Indverja hefðu verið skotn ar niður eða eyðilagðar í loft- árásum á flugvelli. Ennfremur, að 53 indverskir flugmenn hefðu týnt iífi í loftorrustum frá því í gær. Indverjar segjast hafa eyðilagt níu flugvélar Pakistana. Þá _ segir stjórn Pakistan, að Indverjar hafi gert loftárásir á fjölda borga í Vestur- og Austur Pakistan og orðið fjölda sak- Fraimha'Id á bls. 2. V Teheran, 7. sept. NTB-AP ýt íranskeisari setti í dag ráð stefnu í Teheran, sem fjalla á um leiðir til þess að út- rýma ólæsi í heiminum. Er ráðstefna þessi, — hin víð- tækasta, sem haldin er f þessu skyni — haldin á veg- um UNESCO, menningar og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, og sitja hana 600 fulltrúar 118 þjóða. Genf, 7. sept. NTB-AP. ýé Fulltrúi Sovétríkjanna á afvopnunarráðstefnunni í Genf, Semjon Tsarapkin hef- ur endurnýjað tilboð Sovét- stjórnarinnar um að faílast á bann við kjarnorkutilraunum neðanjarðar, — án þess þó að fallast á kröfu Vesturveld- anna um eftirlit með því, að slíku banni sé framfylgt. Sjúkrahúsinu í Lambarene breytt í nútímahorf — segir dóttir dr. Schweitzers, sem tekur nú við stjórninni Yfirlýsing um stuðn- ing við Ludvig Erhard Bonn, 7. sept. — NTB: • Flokksstjórn kristilega demó krataflokksins í V-Þýzkalandi gaf í dag út opinbera yfiriýsingu um stuðning við Ludwig Erhard, kanzlara, formann og ieiðtoga flokksins í yfirstandandi kosn- ingabaráttu. Benda stjórnmála- fréttaritarar í Bonn á, að það eitt, að flokksstjórnin skuli gefa út slíka yfirlýsingu sýni ljóslega að Erhard geti ekki gengið að stuðningi hennar allt ©f vísum. Stuðningsyfirlýsingin fylgdi stefnuyfirlýsingu, sem stjórnar- fundur flokksins samdi í gær und ir forystu Konrads Adenauers, fyrrverandi kanzlara. Að þeim fundi loknum gaf Adenauer út persónulega yfirlýsingu — hina fyrstu í kosningabaráttunni — og fór viðurkenningarorðum um Erhard. Áður fyrr hefur hann ekki dregið neina dul á andúð sína á Erhard. Lambarene, 7. sept. — AP — t RHENE Eckert, dóttir hins nýlátna dr. Alberts Schweitzers, skýrði svo frá í dag, að faðir hennar hefði allnokkru fyrir andlit sitt fallizt á, að sjúkrahúsinu í Lambarene yrði breytt í nýtízkulegra horf — en jafnframt beðið um, að því yrði ekki hreyft fyrr en að honum látnum. Kvaðst frú Eckert hafa í hyggju ráð- stafanir, er miðuðu að því að halda sjúkrahúsinu gang andi í „anda föður míns en með ýmis konar nauðsyn- legum hreytingum", eins og hún komst að orði. Samkvæmt erfðaskró hins látna, er dóttir hans einkaerf- ingi að öllum perSónulegum eigum hans og jafnframt er henni þar falið að taka við yfirstjórn sjúkrahússins. Varð andi hina læknisfraeðilegu hlið rekstursins mun hún njóta aðstoðar dr. Walters Munz, 32 ára svissnesks læknis er starfað hefur í Lambarene frá því í febrúar sl. Hefur frú Eckert í huga að ganga hið fyrsta á fund for- seta lýðveldisins Gabon, Lson Mba og ræða við hann fram- tíðaráætlanir um rekstur sjúkrahússins — en gert er ráð fyrir að stjórn landsins óski að hafa þar einhverja hönd í bagga og eftirlit með rekstrinum. Hefur rekstur sjúkrahússins sætt allmikilli gagnrýni á síðustu árum, og stjórnin reynt að telja dr. Sehweitzer á að gera þar á ýmsar breytingar. Neitaði hann því jafnan opinberlega, en haft er fyrir satt, að hann hafi í einkaviðtölum löngu fallizt á, að sjúkrahúsið væri of gamaldags og þyrfti í mörgu endurbóta við. „Já — breytið því bara, en ekki fyrr en ég er farinn", hafði hann jafnan sagt. Fulltrúi Mba, forseta, skýrði frú Eckert svo frá við útför- ina sl. sunnudag, að stjórnin óskaði þess eindregið, að sjúkrahúsið starfaði áfram. Frú Eckert sagði í viðtali við fréttamann AP: „Komið aftur innan árs, þá verður hér margt breytt, rafmagn og rennandi vatn alls staðar. Á hinn bóginn vonum við, að Lambarene verði eftir sem áð- ur afrískt þorp, þar sem fólk getur komið með fjölskyldur sínar, geitur og hænsni og haldið áfram að lifa venju- legu lífi sínu, meðan það nýt- ur sjúkrameðferðar".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.