Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 1
32 siður Blaöamaö- ur í 40 ára fangelsi í Accra Accra, Ghana, 30. nóv. 1 — NTB — t Vestur-þýzkur blaða- maður, Lutz Herold að nafni, var í dag dæmdur fyrir dómstóli í Accra í Ghana í fjörutíu ára hegn- ingarvinnu. Var hann sek- ur fundinn um að hafa haft undir höndum upplýsingar um fyrirhugað samsæri gegn stjórninni í Ghana og látið hjá líða að skýra henni frá þeim. Herold er 43 ára að aldri. Lutz Herold hefur starfað í Ghana fyrir vJþýzka tíma- ritið „Der Spiegel". Hann kom til Aocra síðast 22. októ- ber sl. til þess aS fylgjast með ráðstefnu Einingarstofnunar Afrikuríkjanna. Var hann handtekinn skömmu síðar og sakaður um að hafa undir ir höndum gögn um samsæris- undirfþúning gegn stjórninni, sem að hefðu staðið tveir útlagar frá Ghana, dr. K.A. Busia og O.K. Richardson að nafni. Hefði Herold lótið und ir höfuð leggjast að skýra stjórn Ghana frá því, sem hann vissi um málið, er hann kom til landsins í október sl.' en við því broti liggur 40 ára fangelsisvist samkvæmt lög- um Ghana. Loks var Harold gefið að sök að hafa tekið með sér erlendan gjaldeyri í smámynit, án þess að skýra fná því við landamærin. Fyrir þann ákærulið var hann deemd ur í 26 ára fangelsi, en þann dóm skal afplána jafnhliða 40 ára fangelsisdóminum. Herold hefur iýst sig saklausan af tveimur íyrri ákærunum en játað að hafa tekið með sér 5 sterlingspund inn í Xand- ið, án þess að gefa þau upp við tollskoðun. Mynd þessi var tekin i gær á handritauppboðinu. Vörður gengur um með handritið aí Skarðsbók og sýnir nærstöddum. Uppboðs- haldarinn bíður eftir því að fá handritið í hendur til þess að bj óða það upp. SKARDSBOK SLEGIN Á 4,3 MÁU. ISLENZKRA KRONA — Hæsta boð átti iiorskur haiidrita- og forn- hoksali, Torgrin Hannas, — en óvíst er fyrir hvern hann keypti Einkaskeyti frá Vigni Guð- mundssynd^ fréttamanni Morg- unblaðsins. — London, 30. nóv. HANDRITIÐ að Skarósbók — eina forníslenzka handrit- ið, sem skráð var í einkaeign — var í morgun selt á upp- boði í London. Var það slegið á 36.000 sterlingspund cða sem svarar fjórum milljón- um þrjú hundruð og tuttugu þúsund krónum íslenzkum. Hæsta boð átti norskur mað- ur, Torgrin Hannas að nafni, sem er kunnur handrita- og bókakaupmaður og starfar í Englandi. Hann vildi engar upplýsingar gefa um það, hver væri hinn raunverulegi kaupandi handritsins. Fyrstu greiðslu innti af hendi dönskumælandi fulltrúi frá „Handelshanken“. Við vorum komnir á hinn fræga sölumarkað hjá Sotheby í New 3ond Street í London klukkan tæplega ellefu í morg- un. Sölusaluxinn var bjartur og skemmtilegur, fullur af lista- verkum og gömlum munum. Uppboðshaldarinn sté í pontu, er uppboðið skyldi hefjast og ritarar settust við hlið hans. í salnum voru sjötíu til áttatíu manns, þar af allmargir blaða- menn og ljósmyndarar. Selja átti 39 handrit, sem öll voru þarna saman komin og gengu verðir í síðum sloppum fram með hin verðmætu handrit, jafn óðum og uppboðshaldarinn nefndi þau Við hringborð fyrir framan uppboðshaldarann sátu flestir þeir, sem buðu í hand- ritin. Höfðu þeir uppboðsskrána fyrir framan sig og skrifuðu niður hjá sér athugasemdir. Algert hljóð var í salnum, þeg ar uppboðið hófst Fyrsta hand- ritið var slegið á fimmtán þús- und pirnd. Gekk það rösklega fyrir sig og algerlega hávaða- laust. Þeir, sem buðu í, nefndu* engar tölur, heldur kinkuðu aðeins kolli til uppboðshaldar- ans, sem byrjaði á því að nefna tvö þúsund pund. Mikil spenna var í salnum og biðu menn með eftirvæntingu þess, er koma skyldi. Voru þarna engar smáupphæðir nefnd ar. Annað handritið, sem boðið var upp, fór á tíu þúsund pund og hið þriðja á þrjú þúsund og átta hundruð pund. Hélt svo áfram og er kom að því átt- unda, var það slegið á fimmtán þúsund pund. Var nú orðið Framhald á bls. 8 Neikvæ&ar undirtektir viö tillögum Kekkonens — uifi lafidamærasamnmg Moregs og Finnlands Osló, Stokkhólmi, Helsinki, 30. nóv. — (NTB) — TIIXAGA Uhro Kekkonens, for seta Finnlands, um að gerður verði lanðamærasamningur milli Noregs og Finnlands, er miði að því að tryggja þar frið í hugs- anlegum átökum stórveldanna, hefur vakið mikla athygli en hlotið heldur neikvæðar undir- tektir á Norðurlöndum. 1 Sví- þjóð kom ræða hans í gær mjög á óvart, ekki sizt sökum þess, að utanrikisráðherra Finn- lands, dr. Ahti Karjalainen, var væntanlegur til Stokkhólms í dag, og í undirbúningsviðræð- um að heimsókn hans hefur ekki verið minnzt einu orði á að slíkra tillagna væri að vænta frá finnska forsetanum. John Lyng, utanrikisráðherra Noregs, sem um þessar mundir er staddur í Bandarikunum, sagði í dag, að ósk Kekkonens Um landamærasamkomulag kæotni sér algerlega á óvart. — Væri hugmynd þessi ný og svo flókin þar sem hún hefði í för með sér margs konar vandamál, að hann vldi helzt ekki taka af- stöðu til hennar að svo stöddu. Svipuð voru ummæli Per Bort- ens, forsætisráðherra Noregs. Hann kvaðst þurfa að íhuga um mæli Kekkonens betur, áður en hann tæki afstöðu til þeirra eða segði eitthvað þar að lútandi. Bent Röiseland, formaður ut- anrikisimálanefndar norsika þings ins, sagði hinsvegar í sjónvarps- viðtali í kvöld að sér þætti furðulegt, að Kekkonen skyldi ræða slik stórmál, er vörðuðu Framhald á bls. 21. T , ■ • • *i Torgrin Hannas gerir lokatilboð sitt í Skarðsbók.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.