Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 6
9 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudágur 1. des. 1965 Leiðbeiningar um meðferð íslenzka fánans DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið sendi dagblöðunum í gær til birt- ingar „Leiðbeiningar um með- aEerð íslenzka fánans", sem út verða gefnar í dag, 1. desember. íslenzki fáninn er á þessu ári 50 ára, en 1. desember 1918 varð hann ríkisfáni. Skátafélagsskapurinn hefur tekið að sér að gangast fyrir kynningu á þessum reglum í skólum landsins og á annan ihátt. Mun það starf hafið víða um land næstu daga. LEIÐBEININGAR L Hlutföll fána og stangar Þegar fánastöng er fest i jörðu, á lengd hennar að vera fimm sinnum breidd fánans, en 2% sinnum standi stöngin ská- halt úr frá húsL Z. Flaggtími Á tímabilinu frá 1. marz til 31. október má ekki draga fána að hún fyrr en kl. 8 árd. og írá L nóv. til febrúarloka ekki fyrr en kl. 9 árd. Fáninn má ekki vera uppi lengur en til sólarlags og aldrei lengur en til kl. 8 síðd. nema flaggað sé á stað við úti- samkomur, þá má láta fánann vera uppi meðan samkoman var- ir og bjart er, þó ekki lengur en til miðnættis. 3. Fáni í hálfa stöng Ef draga á fána í hálfa stöng, er hann fyrst dreginn að húni, en síðan felldur svo, að % stangar- innar sé fyrir ofan efri jaðar fán- ans. Við jarðarfarir á að draga fánann að húni, þegar greftrun er lokið og skal hann blakta þar til kvöld, til virðingar við hinn látna. 4. Lögskipaðir fánadagar 1. Fæðingardagur forseta Smyglarur á Miðjarðurhaíi ^GULLKJ ÖLURINN'* heitir stkáldsaga, sem bókaútgáfan Suðri hefur sent á markaðinn. Er hún eftir suður-afrískan rit- höfundinn Desmond .Bagley og fjallar um afdrif hinna geysi- miklu auðæfa Mussolinis, sem tekin voru herfangi nálægt Líg- úríuströnd undir stríðslokin. Segir þar frá dugmiklum báta- Mniði, sem smiðar seglskútu suður i Höfðaborg og siglir til ftalíu ásamt tveimur félaga sinna til þess að freista þess að smygla auðæfunum úr landi. Segir þar frá miklum eltinga- leik á Miðjarðarhafi — og mönn um, sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hinn frægi brezki skáldsagna- höfundur Alistair Maclean hefur sagt um Gullkjölinn, að hjá höf- undinum gæti frábærrar skarp- skyggni, tæknilegrar hugvits- semi — og umfram allt ná- kvæmrar sérþekkingar á skemmtisiglingum og hafróti. Spáði Maclean Desmond Bagl- •gr frama á rithöfundarbraut- inni. fslands. 2. Nýársdagur. 3. Föstudagurinn langL 4. Páskadagur. 5. Sumardagurinn fyrstL 6. 1. maí. 7. Hvítasunnudagur. 8. 17. júní. 9. 1. desember. 10. Jóladagur. Alla ofangreinda daga skal draga fána að hún, nema föstu- daginn langa, þá í hálfa stöng. Mælzt er til þess að almenningur dragi fána á stöng ofangreinda daga. 5. Meðferð fánans a) Gæta skal þess jafnan þegar fáni er dreginn að hún, eða felldur, að hann snerti ekki jörð. Einnig skal flagglína vera vel strekkt, svo að fána- jaðar liggi ávallt við stöng. b) Aldrei má draga tvo fána á sömu stöng. c) Sé íslenzki fáninn á stöng meðal annarra fána, skal hann ætíð vera í miðju, eða lengst til hægri. d) Ef fáni er hengdur á vegg, skal hann liggja þar sléttur og minni reitirnir vera ofantil, eða lengst til vinstri þegar horft er á hann. e) Sé fána stillt við ræðustól eða borð, á hann alltaf að vera hægra megin við ræðumann í stóli. Sé fánarnir tveir þá sinn til hvorrar handar. f) Ef ræðustóll er sveipaður is- lenzka fánanum, skal hann ávallt vera lóðréttur, þannig að minni reitir fánans séu að ofan, og gæta skal þess að krossmark sé fyrir miðjum ræðustól. g) Þegar líkkista er sveipuð ís- lenzka fánanum, á krossmark- ið alltaf að vera við höfða- lagið. h) Þegar fáni er brotinn saman, skal hann brotinn í þrennt eftir endilöngu og síðan ann- að hvort brotinn í þríhyming eða vafinn upp þannig að ein- göngu blái liturinn snúi út, og skal hann jafnan geymdur á vísum og öruggum stað. 6. Óheimilt er að draga fána á stöng, sem er upplitaður, óhreinn, trosnaður eða skemmdur að öðru leyti, og ber jafnan að lagfæra hann strax, að öðrum kosti skal hann ónýttur, með því að brenna hann. Lögreglan skal hafa eftir- lit með því að ofangreindu sé framfylgt, og má gera slíka fána upptæka, séu þeir á almanna- færi utan- eða innanhúss. Leiðbeiningar þessar eru settar samkvæmt lögum um þjóðfána íslendinga, nr. 34 17. júní 1944. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 1. desember 1965. Jóhann Ilafstein. Baldur Möller. Æfa jólaleikrit ÆFINGAR standa nú yfir hjá Þjóðleikhúsinu á hinu þekkta leikriti Bartolts Brechta, Mutter Courage. Leikstjóri er Walter Fimer frá Vínarborg. Þetta er í þriðja skiptið, sem Walter Firner stjómar leikriti hjá Þjóð- leikhúsinu, en hin voru: And- orra, sýnt hér 1963, og Dan Cam- illo og Peppone 1957. Firner er kunnur leikhúsmaður í heima- landi sínu bæði sem leikstjóri og leikritahöfundur. Árið 1933 stofn- aði hann „avant-garde“-leikhús í Vín og veitti því forstöðu í mörg ár. Síðar var hann fastráð- inn leikstjóri við hið kunna Theater in der Josefstadt, þar sem sum af leikritum hans hafa verið sýnd í fyrsta sinn. Walter Firner hefur síðan 1945 verið prófessor í leikstjórn við Lista- akademíuna í Vin. Helga Valtýsdóttir, leikur aðal- hlutverkið, Courage. Börn henn- ar eru leikin af Bessa Bjarna- synL Gunnari Eyjólfssyni og Bríeti Héðinsdóttur. Leikararnir Jón Sigurbjörnsson, Róbert Am- finnsson og Valur Gíslason fara með stór hlutverk í leiknum. —* Leikendur eru alls um 25—30 I leiknum og auk þess margir auka leikarar. Leiktjöld verða gerð af Gunn- ari Bjamasyni. Leikurinn verður frumsýndur á annan í jólum. ^ Myndin er af leikstjóranum. , jAr Fjórir félagar Greint er frá því í blöðun- um, að fjórir matsveinar hjá Skipaútgerðinni muni fara í verkfall um næstu helgi, ef ekki nást samningar um kaup þeirra og kjör. Verkfall fjór- menninganna miun þá stöðva bæði Esju og Heklu og þykir víst ekki mikið: Bara hálft skip á mann. Annars er mér sagt, að ýms- ir séu með lífið í lúkunum af ótta við að kokkunum fjórum takist ekki að stöðva strand- ferðir, því að útkoma fyrir- tækisins sé hvað bezt þegar stöðvanir eru mestar. Upplestur Á dögunum var minnzt á að- stoð við blinda hér í dálkunum: Þörf á að blint fólk hefði að- gang að segulböndum með upplestri góðra bóka. Maður hjá Blindravinafélag- inu hringdi og sagðL að það félag hefði gert töluvert á þessu sviði, en alltaf vantaði samt góða mervn til þess að lesa inn á böndin. Kem ég þessu á framfæri við þá, sem treysta sér til að lesa vel upp — og tíma hafa aflögu til að sinna þessu. Fengju þeir vsifa- laust góðar þakkir. ic Kvöldsalan Kona nokkur skrifar og segir, að hún sakni þeirrar ágætu þjónustu sem fólst í kvöld- sölu ýmissa verzlana — en lögð var niður, þegar kaup- menn náðu samkomulagi um að skipta kvöldsölunni á milli sín: „Ég hef ekki tíma til að þeytast um allan bæinn í leit að opinni búð á kvöldin", segir konan og segist ekki skilja á því hvers vegna þeir kaup- menn, sem sjálfir vilja standa í verzlun sinni og afgreiða fram á kvöld, fái ekki að gera það. „Sumir haldi því fram, að fólk geymi innkaup sín tii kvölds, ef það kemst þá í búð. Ég held að þetta sé vitleysa, sjálfsagt þó með nokkrum und- antekningum. Það fólk, sem kemur í verzlanir að kveldi er yfirleitt að kaupa eitt og ann- að, sem því bráðliggur á vegna óvæntrar gestakomu o.s.frv." Þetta segir húsmóðir og hún segist bæði vera ung og reið — sem sagt: Reið, img hús- móðir. Fleiri rjúpur Enn hefur borizt bréf vegna rjúpnaveiðanna: „Er ekki sjálfsagt fyrir Slysa varnafélagið, eða aðra aðila, sem láta slysavamir til sín taka, að athuga, hvort ekki mætti notast við þokulúður upp til fjalla. Ef rjúpnaskytta er með þokulúður á snævi- þöktu, hæðóttu landi — hve lcingt heyrist til hennar? Hve langt hefði heyrzt frá Jóhanni Löve, ef hann hefði haft þoku- lúður? Þetta þarf að athuga á staðnum, gera tilraunir með þetta. Þokulúður er létt- ur fyrirferðin er ekki mikiL Rjúpnaskyttur mundu áreiðan- lega ekki horfa í að kaupa sér lúður og bera hann, ef sann- reynt væri, að í því fælist dá- lítið öryggi. — Ein áhyggju- full.“ Ég er satt að segja farin að halda, að fyrir rjúpnaskytturn- ar sé eina ráðið — að hætta að skjóta rjúpur. Það leysir nefni- lega allan vandann. if Góðir strætis- vagnar Og svo er það auðvitað hita- veitan. Hún er á hvers manns vörum nú eins og fyrri daginn, þegar eitthvað kólnar í veðrL Menn segja, að hún sé ágæt á sumrin, töluvert lakari að vetr- inum. Bréfritari okkar er am.k. þeirrar skoðunar: Kæri Velvakandi, Ef íslenzkt þjóðfélag væri ekki jafnháþróað og raun ber ' ? r=/k M.V f^\ vitni, væri frosið i koppinum hjá mér á hverjum morgnL — Jafnvel líka á daginn, a.m.k, stundum. Ég er ein af þessum skjálfandi roannverum á Sól- völlunum og fer einn hring með strætó á morgnana til þes« að hlýja mér. Þessir nýju vagn ar eru með svo ágæta mið- stöðvaihitun. Ég held, að hitaveitan — (jafngóð og hún getiux verið. þegar hún skilar okkur heitu vatni) hafi þanið sig einum of mikið. Vatnsmagnið nægir ekki í allt þetta kerfi, vatnið er orðið útþjmnt. Á sumrin rennur vatnið stöð- ugt, en þá er það notað langt- um minna. Væri ekki hægt að byggja stóra geyma til þess að safna í heitu vatni yfir sum- armánuðina? Ég veit, að slíkt fyrirtæki er dýrt. En gæti það ekki borgað sig, þegar til lengdar lætur. Yrði það ekki hagkvæmara en að fara að hita vatn úr Þingvallavatni, jafn. helkalt og það er alltaf. Mér finnst það álíka vænlegt og að kynda fyrir allan heiminn. En sé þetta hagfelldasta lausn in, sé þetta ódýrara en að reisa nýja geyma — ódýrar, þegar til lengdra lætur, þá fellst ég á fyrirætkmina. Þó með þeim fyrirvara, að ár angurinn verði það góður, að enginn þurfi að fara einn hring með strætó til þess að taka úr sér hrollinn. Ástandið er nefni- lega orðið anzi alvarlegt". Kaupmenn - Kaupfélög Nú er rétti timinn til að panta Rafhlöður fvtir vetnrinn. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.