Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. des. 1965 Stjórnarbylting gerð í smáríkinu Dahomey AFRIKA SÍÐASTLIÐINN mánudag var stjómarbylting gerð í af- ríska smáríkinu Dahomey, og stóð fyrir byltingu þessari æðsti maður hersins í land- inu, Chrisophe Soglo, ofursti. Herinn í Dahomey telur 800 manns. Þetta er í annað skipt ið, sem Soglo ofursti stendur fyrir stjómarbyltingu í Daho mey, hið fyrra sinnið í októ. ber 1963. Sogla vék á mánu- dag forseta Dahamey, Sou- rou Migan Apithy og forsæt- isráðherranum, Justin Ahoma degbe ,úr embættum, en skip aði þess í stað Tirou Conga- kou, forseta þings Dahomey, til þess að gegna báðum em- bættum. Upphaf máls þessa er að finna í miklum deilum, sem undanfarið höfðu staðið milli Apithy forseta og Ahoima- degbe, forsætisróðherra. — Hafði forsætisráðherra auga- stað á forsetaembættinu og vann að þvi öllum árum að fá Apithy vikið úr embætti. Virtist um tíma að ráðherr- anum myndi takast þetta, því flokkur Apithys, lýðræðis- flokkurinn, ákvað sl. fimmtu dag að reka hann úr flokkn- um og tveimur dögum síðar, að víkja honum úr forsetaem bættinu. Var málum svo kom ið sl. mánudag að Ahome- degbe hugðist þá halda fyrsta blaðamannafund sinn sem for seti. Þá brá hinsvegar svo við um nóttina, að herinn tók útvarpsstöð landsins, og Soglo ofursti vék bæði Apithy og Ahomedegbe úr embættum. Nokkrum klukkustundum síð ar var frá því skýrt, að Tai- rou Congakou hefði tekið við báðum embættunum. Síðdeg- is á mánudag töluðu síðan bæði Apithy og Ahomedegbe í útvarpið, kváðu sig hafa fall izt á þessar breytingar og skoruðu á landsmenn að sýna stillingu. Eins og áður getur er þetta í annað skiptið sem 800 manna her Dahomey tekur ráðin í sínar hendur í landinu. 1 okt. 1963 urðu óeirðir í Dahomey til þess að mótmæla því, að þingmaður einn, sem hand- tekinn hafði verið vegna gruns um hlutdeild að morði opinbers embættisma nns, var látinn laus. Þingmaðurinn var látinn laus eftir að þing landsins hafði farið fram á það, og vitnað í stjómar- skrána um þinghelgi. Við þetta bættist illt samkomu- lag milli þjóðflokka, sem hyggja suður- og norðurhluta landsins Forseti var þá Hu- bert Maga, úr norðurhéruð- unum, en sunnannvenn undu illa stjórn hans. 22. febrúar var Maga for- seti staddur i heimsókn í París og útvarpaði þaðan á- varpi til landsmanna um að sýna stillingu, og boðaði til sérstaks fundar í þinginu — Fundur þessi var haldinn dag inn eftir, og var þar sam- þykkt áskorun um að fyrr- greindur þingmaður yrði handtekinn á ný, og var svo gert. Maga forseti kom aftur heim til Dahomey 25. októ- ber og tók að ræða við ráð- herra sína og leiðtoga Ein- ingarflokksins, þá eina stjórn málaflokks landsins. Aðal- keppinautur Maga var þá Apithy, sem fyrr er nefndur og var þá sendiherra í Frakk landi, og kom hann til Da- homey 26. október. Alþýðusamband Dahomey boðaði til allsherjarverkfalls 26. október til þess að mót- mæla aðförum öryggissveita landsins, sem höfðu handtek- ið nokkra leiðtoga verka- manna nokkrum dögum áður. Verkfall þetta var allvíðtækt og sumstaðar lamaðist landið alveg. Nýjar óeirðir sigldu í kjölfar verkfallsins 27. októ- ber. Þann dag leysti Maga forseti upp ríkisstjórn lands- ins og setti á laggirnar þriggja manna bráðabirgða- stjóm. 1 henni áttu sæti hann sjálfur, Apithy og Ahome- V *o, t v G-uineu-iloi i í fvrrHim fnrmí»?5ii degbe, fyrrum formaður lýð- ræðisflokksins, sem var þá bannaður Ahomedegbe hafði verið fangelsaður 1961 fyrir að brugga launráð gegn rík- inu, en var náðaður ári seinna, og lýsti þá stuðningi sínum við stjórn Maga Soglo ofursti og næstæðsti maður hersins, Allais kapt- einn, samþykktu þessar að- gerðir Maga. En daginn eftir, 28. október, urðu enn óeirðir í landinu, og kröfðust þús- undir verkamanna þess, að Maga segði af sér. Um kvöld- ið lýsti Soglo því yfir, að Maga hefði sagt af sér, og hann hefði sjálfur tekið völd í landinu. Soglo ofursti er nú 56 ára gamall. Hann var á sínum tíma í franska hernum og varð liðsforingi um það er lauk. f útvarpsyfirlýsingu kvaðst hann hafa tekið völd- in í sínar hendur vegna „hins alvarlega ástands í landinu.“ 29. október 1963 var síðan ný stjórn mynduð ,og áttu sæti í henni auk Soglo, þeir Maga, Apithy og Ahomedegbe. Dahomey var áður frönsk nýlenda, en fékk sjálfstæði árið 1960. Landið er staðsett í V-Afríku, og eru landamæri þess við Beminflóa í suðri, en við Niger-ána í norðri. — Niger skiptir löndum með Dahomey og Nígeríu, sem einnig markar austurlanda- mæri Dahomey. f norðvestri er Efra-Volta-ríki. Dahomey er lítið ríki, að- eins um 44,500 fermílur og eru íbúar samkvæmt síðasta manntali (1955) á að gizka 1,614,633, þeirra á meðal 2,633 hvítir Evrópubúar. Höfuð- borg Dahomey er Porta Nova. Franska er hið opinbera mál landsmanna. Aðalatvinnuvegur íbúanna í Dahomey er landbúnaður, og eru þeir sagðir bændur góðir, enda þótt aðferðir við ræktunina séu víðast mjög frumstæðar. — (Jtan úr heimí Framhald af bls. 16 vopna yki því á hættuna á að til þeirra yrði gripið, eða notkun þeirra hóta'ð. „Því vil ég enn víkja að hugmynd minni um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norð urlöndum“, sagði Kekkonen. „Vildi ég óska þess, að slíkan samning mætti gera, og draga þannig úr hættunni á kjarn- orkustyrjöld. í þessu smabandi er einnig ástæða til að víkja að því, hvers konar samninga má gera til að tryggja frið á landamærum Finnlands og Noregs, komi til átaka stór- veldanna". Er forsetinn hafði lagt á það áherzlu, hve skynsamleg ur slíkur samningur myndi vera, vék hann að ræðu þeirri, sem hann flutti í Moskvu, í febrúar sl., og mikla athyj vakti. Þar lýsti forsetinn þ yfir, að Finnland gæti ek haldið fast við hlutleysi si kæmi til stórstyrjaldar í E rópu. Nú sagði Kekkonen, a@ hefði hann fyrst og fremst í við N-Finnland. Bölsýni s sem þá hefði gætt í ræðu hai myndi hverfa að miklu ley ef gerður yrði sá samning milli Noregs og Finnlanc Á myndinni eru: Sigrún Jónsdóttir (í miðju) ásamt stúlkun- um, sem verða henni til aðstoðar í verzluninni, Ástu Guð- mundsdóttur, t.h. og Guniliu JönquLst guðfræðingi frá Svíþjóð, sem um þessar mundir stundar nám í íslenzku við Háskóla ís- lands. “KIRKJUMIJIMIR“ - ný verzlun í Kirkjustræti SIGRÚN Jónsdóttir, handa- vinnukennari, opnar í dag, laug- ardag, nýja verzlun, er hún nefnir Kirkjumuni. Er verzlun- in á annarri hæð hússins núm- er 10 við Kirkjustræti og er ætl- unin, að þar verði einkum á boð stólum — eins og nafnið bendir til — ýmsir handunnir munir til kirkjuskreytinga, þ. á. m. höklar, altarisklæði, rykkilín o.s.frv., en einnig batikvinna allskonar, handofið húsgagna- áklæði og önnur handavinna og listmunir. A sama stað verður vefstofa Sigrúnar til húsa, en ætlun hennar er, að fólk geti gert þar pantanir á öllu því, sem lýtur að vefnaði og batik. Hún hefur nýlega fengið nýjan og fullkom- inn vefstól, sem gerir henni fært að vefa allt að fíngerðustu damaskvinnu. Á handavinnu- stofu Sigrúnar starfa nú fjórar stúlkur auk hennar sjálfrar, tvær sænskar og tvær finnskar. Sigrún Jónsdóttir hefur um tíu ára skeið fengizt við gerð gerð kirkjumuna, meðal annars í samvinnu við mann sinn Ragn- ar Emilsson, arkitekt, sem starf- ar á teiknistofu Húsameistara ríkisins og hefur unnið að mörg um nýjustu kirkjubyggingum landsins. Hann hefur verið konu sinni til aðstoðar um inn- réttingu á hinni nýju verzlun. Batik hefur Sigrún lengi fengizí við, allt frá því hún stundaði nám í þeirri grein i Svíþjóð, en það er fyrst á síð- ustu árum, sem áhugi hefur vaknað hér á landi fyrir þeirri listgrein. Segir Sigrún, að eftir- spurn eftir batikskreytingum hafi farið mjög vaxandi á síð- asta ári. í verzluninni mun hún hafa á boðstólum allskonar lampa með batikskreyttum hlíf- um og skermum, — ennfremur kjóla, stutta og síða, jakka og blússur og lausa dúka í ýmsum stærðum, sem nota má sem gluggatjöld, veggteppi, dúka, lampahlífar o.s.frv. Þá hefur Sigrún fengið dúka frá kunnum handavinnuskóla á Spáni, er hún heimsótti á síð- asta ári. Eru það ísaumaðir hör- dúkar, ásamt servéttum, í mis- munandi stærðum og litum. Loks verða á boðstólum í verzl- uninni ,,Kirkjumunir“ ýmiss konar listmunir. Þeir, sem við listiðnað fást geta haft samband við Sigrúnu um sölu muna sinna og jafnframt mun hún gefa úr- valsnemendum á náskeiðum þeim or hún heldur árlega, kost á að selja þar vinnu sína. 2 aka á Ijósa- staur á Hringbraut EINS og skýrt var frá í Mbl. á sunnudag, varð slys á Hring- braut um kl. hálfþrjú á laugar- dag, þegar bíll ók á ljósastaur. Þrír piltar slösuðust og sá mest sem kastaðist út úr bílnum, en í gær var ekki talið, að um lífs- hættulegt slys væri að ræða. Annað slys varð með sama hætti á Hringbraut aðfaranótt mánudag. Bílstjóri missti vald á bíl sínum einhverra orsaka vegna, svo hann lenti á ljósa- staur. Fjórir voru í bílnum og slösuðust þrír, en enginn alvar- lega, að því er talið var í gær. sem hann hefði minnzt á. „Slíkur samningur myndi tryggja landamæri Finnlands eins vel, og á annað borð er hægt með samningum“, sagði forsetinn. „Finnland á að tryggja vináttu sína við Sovét ríkin, samvinnu og gagn- kvæma aðstoð með samningi. Hefðbundið hlutleysi Svíþjóð ar ætti að nægja til að tryggja frið á vesturlandamærunum". Tillaga Kekkonens um nokk urs konar friðarsáttmála Nor- egs og Finnlands hefur vakið mikla athygli á Norðurlönd- um, og er viðbragða ráða- manna þar getið annars stað- ar í blaðinu í dag. HGH-söfnun á Egilsstöðum EGILSSTÖÐUM, 29. nóv. — Ungmennafélagið hér hefur geng izt fyrir söfnun fyrir HGH. Um 28 þúsund hafa safnazt og eitt- hvað mun vera eftir ókomið í söfnunina. — Auk þess hafa hér safnazt smáupphæðir. 4 eða 5 börn á aldrinum 7—8 ára héldu smáhlutaveltu og inn komu 511 krónur. Einnig höfðu skátastúlk- ur í 5. bekk unglingaskólans bazar og ágóðinn varð 3100 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.