Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIB Miðvikudagur 1. des. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne — Já, en ég er alveg að fara út. — Ég hitti þig þá á skristof- unni Hef margt að segja þér. Við komum til að þurfa að fá mikla hjálp. Lindy stóð að baki mér, þeg- ar ég lagði frá mér símann, með Snooky í fanginu. Geturðu horft á leikinn á miðvikudaginn? sagði hún. — Leikinn? Hvaða leik? — Maobeth. t skólanum, Ég starði á hana sem snöggv- ast og líklega hefur vonzkan skinið út úr augunum í mér, þegar ég sagði: — Hvernig í fjandanum ætti ég að hafa hug- mynd um það? Hún hélt sig frá mér það sem eftir var tímans, sem ég var heima en þegar ég var að taka bílinn út úr skúmum, sá ég, áð hún var að horfa á mig út um syéfnherbergisgluggann. Ég skéllti hurðinni bálvondur. — Fjándínn hirði þennan, Dav- id Dane! Ég brölti upp í bílinn og það ískraði í gírunum, og ég rykktist áf stað. Fjandinn hirði hann, fjandinn hirði hann! Lögreglustjórinn var líka þarna viðstaddur, hávaxinn, magur maður með gleraugu, en ljósbláu augun störðu niður á ábreiðuna fyrir fótum hans. Yf- irmaðúr minn gekk órólegur um 'gólf, kvéikti í hverjum vindl- ingnúm á| fætur öðrum og hitti markvisst með stubbunum gegn um giuggann, sem þó var ekki opinn 'nema um hálfa spönn efst. Ég sat við skrifborðið og skýrði þeiih'jfrá iíllum málavöxtum, en sagð|£þeinfi/ hinsvegar ekki skoð- un miha 'á þeim. Þéjgár ég hafði Jokið máli minu, voru þeir báðir harðir á sviptnn. t rrokkrar mínútur sagði engíjétn neítt, en þá sló Big Ben cllefu og það var eins og allir vöknilðu við það. Lögreglustjór innleit upp og við störðum hvor á annan sem snöggvast, og hann dró ftníf upp úr vasanum, kræ&ti síðan að sér pappírskörf- una mína með fætinum og tók að skafa úr pípunni sinni. —y Jæja, sagði hann loksins. ■— Þetta kemur til að taka til okkar allra. Þetta er ljótt mál. Og skratti pnúið, því að þama má ékki stíga eitt öfugt spor, þá er'allt farið fjandans til. Mig skyldi ekki furða þó að þeir væru þegar búnir að forða sér. En mér mundi sýnast ráðlegast að hafa haégt um okkur í bili, til l>ess að þeir yrðu grunlausir »g hlypu þá kannski á sig. Hvað finnst þér, Tom? Yfirmaður minn kinkaði kolli. Augsýnilega. Fulltrúinn héma heldur bara áfram að rannsaka þessi tvö morð og svo sjáuri við til hvers hann verður áskynja um leið. En á meðan verðum við auðvitað að ná sambandi við Interpol og biðja þá að vera við- búna sín megin. Ég tók fram í: — Einmitt. Það er ekkert gagn í að fara að leggja neinar gildrur fyrir þá fyrr en við vitum, hvernig þeir koma vörunni inn í landið. Ekki svo að skilja, að við höfum þegar sett upp neinar gildrur. í fyrstu hélt ég, að það væri bezt að gera rannsóknarherferð á Hásetaklúbbinn, en ef það reyn ist skakkt, þá . . . . — Þá mundu þeir lokast eins og ostruskel, sagði fulltrúinn. — Nei, þá er betra, að þú haldir áfram eins og hingað til. En þú verður sýnilega að fara í aðra heimsókn í klúbbinn. Dane var þar félagL svo að það er ekki nema sjálfsagt, en í bili geturðu ekki annað gert en hafa augun og eyrun vel hjá þér. — Ég vildi óska, sagði full- trúinn, — að þessi Lavalle-kven maður hefði ekki stungið af. Það leit út fyrir, að við gætum haft eitthvað upp úr henni. Ég kinkaði kollL — Já, alveg vafalaust. En svo er eftir að vita hitt, hvort hún hefur sjálf stung ið af eða hvort henni hefur ver- ið hjálpað burt. — Ég mundj. nú helzt halda, að henni hafi verið hjálpað, sagði lögreglustjórinn, önnum kafinn að troða í pípuna sína. — Þessir kallar þola ekki að hafa neinn hlekkinn veikan — þeir eiga of mikið á hættu. '— Þar er ég á sama máli sagði ég. Og svona héldum við áfram, allt þangað til klukkan sló tólf á hádegi. Mér var meinilla við svona málfundi. Þar gerðist aldrei neitt að gagni, heldur var plægt fram og aftur yfir sama blettinn, og ég gerði ekki annað en teikna ketti og mýs á blokkina hjá mér, og þó að það ef til vill gefi nokkra sjálfslýs- ingu, er ekkert gagn í því til að upplýsa málið, sem til meðferð- ar er. Nú var barið hóglega að dyT- um og lögreglustjórinn stóð upp og rétti úr sér, en Saunders stakk stóra höfðinu inn um gætt ina. — Góðan daginn! sagði ég. — Gott kvöld! svaraði hann og var fúll. — Megum við tefja yður and- artak? Það var hægt að sjá ýmsar afsakanir á ferli í huga hans, en hann fann bara ekkj neina, sem gæti verið góð og gild, og bauð okkur því um borð. Honum var sýnilega skemmt að horfa á okkur, þegar við klifruðum klaufalega út í bátinn. — Afsakið, að ég er að tefja yður, hr. Barker sagði ég, er ég kom til hans. — Allt í lagi. Komið þið inn í káetuna, úr þessari andskotans rigningu. Við fórum á eftir honum inn í rúmgóða káetu. Saimders beygði sig niður eins og hann værf hræddur um, að hatturinn hans yrði eftir í loftinu, eða hvað þeir nú kalla það. Barker þurrkaði af höndunum á sér á olíutusku. — Ég er að yfirfara vélina. Afsakið, að ég skuli ekki vera betur til fara en svona......... en þetta er sóðaleg vinna og hefur dregizt of lengi. — Laglegur lítill bátur, sagði ég. Þér hljótið að vera hreykinn af honum. Hvað var hann áður? Hafnsögubátur? Hann kinkaði kollL — Já. Ég náði í hann rétt eftir stríð Hafið þér þekkingu á bátum? — Mér þykir gaman að þeim, en ég hef samt ekkert vit á þeim. Mér fannst ég samt kann- ast við lagið á honum, því að ég átti kunningja, sem átti svona bát, fyxir nokkrum árum, og hann notaði hann í strandsigl- ingar — leiguferðir, skiljið þér. Notið þér hann kannski þannig? Hann horfði fast á okkur og var sjálfsagt að búast við ein- hverri gildru, en ég var alls ekki að leggja neina slika. -□ 39 Hann kinkaði kolli. — Það er léleg atvinna. Var miklu betri hér áður fyrr. Flugferðirnar hafa tekið svo mikið frá manni, og það er kannski ekki tiltöku- mál .... þetta er svo miklu flótara, en svo er það líka miklu dýrara. Hann náði í viskíflösku í skáp og síðan tvö glös og einn bolla. — Ég hef þetta víst því mið- ur ekki nema óblandað. Ég hef lítið um mig héma um borð. Hann var mjög viðkunnanleg- ur. Ég kunni vel við brosið á honum sem var breitt og drengjalegt. Við Saunders sát- um hlið við hlið á kojunni, en hann hafði setzt á borðið, senr var á miðju gólfi. — Skál! sagði hann og lyfti bollanum. — Skál! sagði ég. Það var gott að fá einhverja hressingu í þessu leiðinlega veðri. Regnið lamdi rúðuna og slettist niður stigann. Mér leið vel. Nú sagð hann: — Ég ætti víst að biðja afsökunar á hegðun minni hérna um morguninn. Ég var í dálitlum æsingi. — Það hefði ég líka verið, Hvert ætlarðu? undir sömu kringumstæðum. Hann leit til mín. — Þér vitið þá um okkur Úrsúlu? — Já, það gerf ég og ég vor- kenni yður. Þér megið trúa þvL Lögreglumönnum hættir til að vera ónærgætnum við fólk. Þetta er ekki vinsælt starf, en það verður að leysa af hendi, það veit ég að þér skiljið. Hann stóð upp og fór að koma sér úr samfestingnum. Undir honum var hann í gallabuxum og köflóttri skyrtu. Hann fór í leðurjakka og tók aftur upp bollann sinn. — Þið hafði væntanlega ekki komizt að neinu enn? — Eigið þér við hver hafi. gert það? Ég hristi höfuðið. Hann tók samanbrotið dag- blað úr jakkavasanum og fleygði því á borðið. Á því var mynd af David Dane. — Hvað um hann? spurði hann snögglega. Ég yppti öxlum. — Gæti ver- ið, en ef svo hefur verið, fáum við aldrei að vita það. Þér vor- uð ekkert hrifinn af honum, var það? — Ég hefði með ánægju getað sparkað hverja tönn úr hans haus! — En þér stunguð hann ekki með hnífi í staðinn, var það? Hann horfði fast á mig. — Ja, hvað haldið þér? — Nei, ég held ekki, að þér hafið gert það. En þér hefðuð vel getað skotið á hann úr byssu. Það hæfir yður betur. Hann laut fram og fyllti glas ið mitt aftur. Hann var glettn- islegur á svipinn er hann sagði: — Og þér hafið víst haft nóg að gera við þetta? Og ég hefði ekki hún Úrsúla verið, hefði ég sennilegar skotið hann beint milli augnanna, og þá hefðuð þér ekki þurft að leita lengur. En svo gerði ég það nú ekkL og mér þykir vænt um, að ein- hver skuli hafa gert það fyrir mig. — Þér ættuð ekki að hafa hátt um það. Okkur er lítið um, að byssum sé miðað á fólk. Hann brosti. — O. ég hef nú litlu að tapa. En ég get eins vel sagt frá því öllu eins og það var. í rauninni ætlaði ég alls ekki að drepa hann — það hefði ekki *verið tilvinnandi. Úrsúla hljóp á okkur og þá hljóp skot- ið úr byssuskrattanum. Ég varð skíthræddur. Ég var í öllu stríð- inu án þess að drepa nokkurn tíma mann. og ég ætla mér ekki að fara að byrja á því héðan aí. Life IMature Library THE SEA — THE DOLES — THE DESERT — THE EARTH — THE FISHES — THE MOUN- TAINS — THE UNIVERSE — THE INSECTS — THE FISHES — THE BIRDS — THE MAMMALS — THE PLANTS — THE RIPTILES — EVOLU- TION — EURASIA — ECOLOGY. VERÐ KR. 268.75. BOKAVERZLUN SIGFOSAR EYMUNDSSONAR Austurstrœtí 18 - Sími 13135 LP-1022 HÁTÍÐ í BÆ 20 JÓLA- OG BARNASÖNGVAR HAUKUR MORTHENS ADFANGADACSKVULD ( BETLENEM Et BARN BSS FIETT CÖNGUM «10 I KDINCUM EINF- BERJARUNN - JOLASVEINAR EINN 00 ATTA - ÞAD ER LEIKDI AÐ LCRA - mí OJALU KLUKMI HVITJOl- NfiN ÞYRNIROS VAI IESTA IARN- MAMMA MIN JðLAXLUKKUI - HATÍD I 1« JOLAIJOS SKCRT - EF A0 NJA PABBA EINN FIMMEYRING ÉS FENGl - ÞAfi A Al GEFA ifiRNUM IRAUfi - AOAM ATTI SYNI Sjtf HANN TUMI FER A FCTUI - DANSI DANSI DUKKAN MIN - HVAR SEM FLTTUR MITT FLEY - NEIM Tll MH - IEIMS HM Ifil ÖTSETNINGl ÖLAFUR GALKUM jölavpla.ta.n X B tilvalin. jólagjöf til vina og kunningja heima heiman TJtgrefa.ndi Hljódfæraverzlun Sigrídar Helgadóttur }

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.