Morgunblaðið - 07.12.1965, Síða 1

Morgunblaðið - 07.12.1965, Síða 1
32 siður De Ganlle núði ekki kosningu 85 % kjósenda, 28 iuilljóna, kiiisu, en Frakklandsforseti hlaut aðeins 44,61 '/« atkvæða — Mklegt talið, að De Gaulle taki þátt í endurkosningu, en afstaða hans er þó ekki kunn 1 FORSETAKOSNINGUM þeim. sem fram fóru í Frakklandi í gær, sunnudag, beið Charles DeGaulle, forseti, mikinn ósig- ur. Hlaut hann aðeins 44.61% atkvæða, en þurfti að njóta íylgis rúmlega helmings kjósenda til að ná endurkjöri. Verð- t»r að efna til endurkosninga, 19. desember, þar eð hvorki DeGaulte, né neinn annar framhjóðandi, náði hreinum meiri- hluta nú. Fyrir kosningarnar lýsti DeGaulle því yfir, að hann myndi ekki gefa kost á sér við endurkosningu, og myndi draga sig ■ hlé, fengi hann ekki minnst 51% atkvæða. Síðdegis í dag lýsti George Pompidou, forsætisráðherra, því yfir, að klofningsmenn, en svo nefndi ráðherrann and- etæðinga forsetans í kosningunum, væru aðeins stundar- hindrun í vegi fyrir endanlegum sigri DeGaulle. Þykja um- mælin henda til þess, að forsetinn muni því ekki draga sig í hlé, eins og hann hafði boðað. Sá keppinautur DeGauIIe, sem ftest atkvæði fékk, er Francois Mitterand, framhjóðandi lýðræðissambandsins, handalags sósíalista og kommúnista. Hlaut hann 31.72% at- kvæða. (Um viðhrögð við úrslitum kosninganna, sjá hls. 10). Atkvæði féllu þannig: DeGaulle: 10.811.480 atkv. 44.61% Mitterand: 7.688.105 — 31.72% Lecanuet: 3.777.945 — 15.59% Vignancourt: 1.257.633 — 5.20% Marshilhacy: 416.521 — 1.73% Barbu: 279.157 — 1.15% Fréttaritari Associaited Press í Farís, Rodney An.gove, lýsir úr- eJituim kioeniniganna á þennan veg: Charles DeGaulle, Frakklands- íorseiti, á nú fyrir höndum erfið- ustu stjórnmálabaráttu til þessa, þar eð liitill vaíi lei'kur nú á þvi, eð hanm taiki þátt í end*urkosning unum, 19. desemfoer. De Gaulle varð í gær að horf- «sit í augu við þá staðreynd, að hann nýtur ekki lengur þess fylg is, sem honum er svo kært. Hann varð að láta sér nægja 44.61% atkvæða, og er um mikinn ósigur að ræða, ef úrslitin í þingkosn- ingunum 1962 eru höfð í huga, en þá hlutu „Gaullistar" 62.8% atkvæða. Forsetinn ha.fði greini- lega gert 9ér vonir um, að hann myndi njóta fylgis rúmlega helm ings kjósenda, og þvi taka við forsetaemibættinu á ný, án endur kosninga. Harðasti keppinautur DeGaulle Kenneðyhöfða, 4. áes. — Fra nk Borman og James Lovell á leið tU geimfarsins og eldfla ugarinnar, sem flutti þá á braut umhverfis jörðu. — AP. Chaumont, 5. des. — Charles DeGaulle, Frakklandsforseti, greiðir atkvæði á kjörstað í Colombey-les-Deux-Eglises. Símamynd — AP. er vinstri maðurinn Francois Mitterand sem hlauit 31.72% at- kvæða ,og getur gent sér góðar vonir um að vinna atkvæði margra, sem kusu þá fjóra fram- bjóðendur, sem ekki mynd*u taka þétt í sáðari kosningunum. Talið er hæpið, að DeGaulle næði á ný sínu fyrra fylgi, þótt hann hlyti sennilega 52—53% at- kvæða í síðari kosningunum. Nokkrir nánir samstarfsmenn forsetans höifðu boðað, að hann myndi draga sig í hlé, eíns og hann gerðl 1046, en ef marfka má Framhald á bls. 31 New York: Krafta- verk í lofti Á LAUGARDAGS- K V Ö L D I Ð rákust tvær stórar farþegaflugvélar saman yfir einni útborg New York. Þykir þaö ganga hreinu kraftaverki næst, að 109 manns komust lífs af, en aðeins 3 létust. 1 Önnur flugvélin, af Con- I stellation gerð, féll niður á I ís, en flugstjóranum tókst að halda stjórn á vélinni, unz farþegar höfðu spennt sig í sætin. Eldur hrauzt út,* 1 um leið og vélin skall á ísnum, en farþegunum tókst þó að komast út um göt á búknum. Tveir far- þeganna létust á slysstað, en sá þriðji skömmu síðar í sjúkrahúsi. Flugmaður hinnar flug- vélarinnar, af gerðinni Boeing 707, gat lent á Kennedy-flugvelli í New York, þótt fremstri hluti annars vængsins hefði brotnað af við áreksturinn. Farþegar klöppuðu flug- stjóranum lof í lófa, er flug vélin nam staðar á flug- vellinum. Constellation flugvélin fór í spinn, er áreksturinn varð, en flugstjóranum tókst að ná stjórn á henni á nýjan leik, þannig að hún skail skáhalit Framhald á bls. 31 Ferð „Gemini VII" gengur betur en fyrri geimferðir verður lengsta geimferðin — ,.Gemini VI/' verður skotið á loft á mánudag, geimförin eiga að mœtast á lofti Houston, Texas, 6. desember. — (AP-NTB) — BANDARÍSKU geimförunum tveimur, Frank Borman og James Lovell, sem skotið var á loft með „Gemini VII“, sl. laugardag, líður báðum vel. Hefur ferð þeirra gengið að óskum, enn sem komið er, en þeir eiga fyrir höndum lengsta geimflug, sem lagt hefur verið upp í. Verða þeir á braut umhverfis jörðu í tvær vikur, ef allt gengur að óskum. Borman og Lovell munu framkvæma margs kon- ar athuganir, og gera tilraun- ir, sem ekki hafa áður verið gerðar. Meðal annars eiga þeir að fljúga samhliða tveimur eld- flaugum, sem skotið verður á loft síðar, flaugum af Minute- man og Polarisgerð. (Sjá nán- ar bls. 10). >ó var frá þvi skýrt í dag, að erfiðleikar á jörðu niðri befðu komið í veg fyrir, að hægt hefði verið að gera nokkrar tilraunir, se*n ætlunin hafði verið að gera í dag. Hins vegar gekk allt að óskum um borð í „Gemini VII“, og hafa bæði Borman og Lovell sagt, að þeir séu við beztu heilsu, og öll tæki farsins séu í góðu lagi. Lovel afklæddist í dag öllum ytri fatnaði, og er hann fyrsti bandaríski geimfarinn, sem fer umhverfis jörðu á nærklæðum einum saman. Var þessi tilraun gerð til að ganga úr skugga um, hvort útgufun úr líkama hans myndaði hélu á frostköldum rúð- um geimfarsins. I dag hafði geimfarið farið nær einnar milljón mílu veg, á leið sinni umhverfis jörðu. Sl. nótt sváfu tvímenningarnir vel, fengu sjö tíma svefn. Talsmenn geimferðastofnunar- innar í Houston segja, að geim- ferðin gangi meir að óskum, en nokkur önnur geimferð Banda- ríkjamanna, til þessa. Framhald á bls. 3*1. m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.