Morgunblaðið - 07.12.1965, Síða 14

Morgunblaðið - 07.12.1965, Síða 14
M MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 7. des. 1965 Anna Guðný Guömundsdóttir í DAG verður frú Anna Guðný Guðmundsdóttir sjötíu ára. Það gengur svona, tíminn líður óðar en mann varir. Á þessum tímamótum langar - mig til að minnast hennar með nokkrum línum. Anna er ættuð úr Borgar- firði eystra og alin þar upp hjá ágætum foreldrum og þar dvaldi hún að mestu sín æskuár. Hún giftist Halldóri Ásgrímssyni, al- • þingismanni, 11. júní 1922, var þá Halldór kaupfélagsstjóri á Borgarfirði. Þau fluttu til Vopna- fjarðar árið 1940, þegar Halldór varð kaupfélagsstjóri á Vopna- firði, og dvöldu þar til ársins 1959. Frú Anna er sú kona, sem alls •taðar aflar sér vinsælda, hvar sem hún er og hverjum sem hún ikynnist. Hún er greind kona og glaðlynd, hún er víða heima og allir', sem kynnast henni hafa ánægju af að tala við hana og ' vera með henni. — Hún er svo gestrisin og góðgerðasöm, að lengra verður varla komizt og er þeim hjónum mjög samhent um það. Ég heyrði annálaða gestrisni þessara hjóna á Borgarfirði, það var sagt, að þar hefði alltaf verið mjög gestkvæmt. Margir þurftu að finna kaupfélagsstjórann og þá sjálfsagt að veita góðgerðir eða gistingu, eftir því sem hús- rúm leyfði, því ekki var gistihús þá á Borgarfirði, fremur en víða annars staðar úti um land á þeim árum. Þetta voru líka allt sveit- ungar og kunningjar, og því eðli- legt að svona færi, þegar um var að ræða gestrisin hjón. En svo fluttu þau, eins og áður segir, til Vopnafjarðar, í alókunnugt hér- að og héldu þá margir, að nú imyndu hjónin ekki aftur venja á sig gesti. En hvað skeður? Ekki leið á löngu par til ýmsir fóru að venja komur sínar í kaup félagshúsið og þiggja þar mat og kaffi og jafnvel gistingu, ef svo bar undir. Ég dvaldi á þessu heimili allt- af þegar ég var á Vopnafirði, og oft á vetrum um lengri tíma, þeg- ar ég var við skattanefndarstörf, og hef ég oft undrast, hvað þau hjón voru samhent og hvað þeim var eiginlegt að gera gott og hlynna að öðrum, ekki sízt þeim, sem minna máttu sín. En það var fleira en góðgerð- irnar sem menn sóttu inn á þetta heimili. Veitingunum fylgdi græskulaust spaug og gaman- yrði, svo að tíminn leið án þess að menn vissu af, og svo eftir langan tíma vaknaði maður kannski við þá miklu raun, að lífið er ekki eintómur leikur, sem sjálfsagt er líka heppilegra. Það er stundum sagt, að það sé ekki mikill vandi fyrir húsbænd- urna að bjóða inn og hafa gesti, og sannarlega er það rétt, því að allur vandinn og öll fyrirhöfnin er hjá konunum. En Anna var þeim vanda vel vaxin, hjarta- hlýja hennar er svo mikil, að það er henni veruleg nautn að líkna öðrum og greiða fyrir þeim. Og þrátt fyrir sitt stóra heimili virt- ist Anna æfinlega hafa tíma til að sinna gestum. sýnir meðal annars skyldurækni hennar, sem alls staðar kom fram, og hygg ég að margir hefðu gott af að hugsa svo, og börnun- um er það góð fyrirmynd. Það er sagt að þar sem góðir menn fara, séu guðs vegir, og mér virtist Anna fara svo nærri því að ganga á guðs vegum sem okkur breyskum mönnum er haegt. Ég vil svo að síðustu óska þér, kæra Anna, alls góðs á sjötugs- afmælinu og ókomnum ævidög- um. Ég þakka þér alla vináttuna og risnuna viðvíkjandi okkar heimili og óska þér og þínum nónustu alls góðs og guðs bless- unar. Friðrik Sigurjónsson, Ytri-Hlíð. Ölafur Þórðarson - Minning Á Vopnafirði voru vanalega 12 manns í heimili í kaupfélagshús- inu, fyrir utan aðkomumenn og gesti, og segir sig því sjálft að önn dagsins hefur verið mikil. Náttúrlega var Anna þar ekki ein að verki. Guðrún Sigurðar- dóttir, mesta myndarstúlka, var lengi hjá henni, og ekki má gleyma Þórlaugu Einarsdóttur, sem alltaf var í eldhúsinu og öll- um vildi gott gera. Annars var það kona, sem var lítið fyrir lífið, en vegna hugulsemi og umönnun frú Önnu, bar hún sinn harm í hljóði og virtist heldur hressast seinni árin. Þá voru á heimilinu tveir gaml ir menn, annar vandalaus. Ekki get ég hugsað mér meiri ná- kvæmni og hlýju en Anna sýndi þeim, og það fór svo vel um þá sem mest mátti vera. Auk heimilisstarfanna kenndi Anna í barnaskóla og unglinga- skóla, bæði hér og á Borgarfirði, en um það fjölyrði ég ekki, enda mun þess sennilega verða getið af öðrum. Það var föst venja Önnu að fara í kirkju, þegar messað var á Vopnafirði. Þetta er ef til vill ekki nú talið mikilsvert, en það Fæddur 6. apríl 1896 Dáinn 30. nóvember 1965 ÓLAFUR Þórðarson fæddist 6. apríl 1896 í Hávarðarkoti í Þykkvabæ, sonur hjónanna Sig- ríðar Pálsdóttur frá Vestmanna- eyjum, en hún var alin upp á Breiðabólsstað í FljótsMið, og Þórðar Kr. Ólafssonar bónda í Œíávarðarkoti. Áttu þau hjón niíu börn, og var Ólafur þeirra elztur. Hjónin í Hávarðarkoti vóru ekíki auðug á veraldarvísu og þurfti á heimiili iþeirra að við- hafa alla þá sparsemi og nýtni, sem íslendingar almennt þurftu með til þess að komast af fjár- hagslega. Að vísu bjuggu þau ekki við sérstaka fátækt eða erfið kjör á þeirra tíma mælikvarða, en ef heimilið átti að komast af, þurftu allir að leggja sitt til, sem þess áttu kost. Af þessum sökum vandist Ólaf ur á vinnu þegar í æsku og fjórt- án ára fór hann til sjós. Stundaði hann fyrst róðra á árabátum yfir vertíðarnar, en var heima á sumr in, en síðar fór hann að stunda sjóinn allt árið, fyrst á stærri bátum og síðar á togurum, en þá þótti það vænlegast til frama og fjárhagslegs sjálfstæðis að ráða sig á togara. Togararnir höfðu þá brotið blað í atvinnu- og frarn- leiðslumálum íslendinga og lögðu grundvöU að efnahagslegri vel- megun þjóðarinnar. Að* vísu mun nú, í hugum margra íslendinga, átak og afkastagetu íslenzkrar togaraútgerðar að mestu gleymt, og mun vafalaust renna upp sá tími, að íslendingar endurskoði hug sinn til framleiðslu starf. semi þessarar fyrr en ísilendingar gera sér almennt grein fyrir nú. Er vandséð, hvernig tengd verð- ur saman reynsla þeirra manna, sem þá störfuðu á togurunum, og þeirra, sem nú staría að öðr- um verkefnum. Einn slíkur Mekkur er nú brostinn, og eru fáir eftir. Þegar Ólafur Þórðarson vann í • þágu íslenzkrar togaraútgerðar var hann einn úr þessum stóra hópi, sem vann störf sín af alúð og skyldurækni, og ekki held ég, að hann hafi verið þannig skapi farinn, að hann hafi átt von á neinni sérstakri viðurkenningu eða þökkum fyrir störf sín, enda held ég að slíkur haifi ekki verið hugur íslenzkra togarasjómanna á þeim tímum, fremur en nú, enda þótt ljóst væri, að starfið krefðist, að látinn væri í té allur sá vinnuþróttur, sem hver ein- stakur bjó yfir. Ólafur starfaði óslitið á annan áratug sem háseti á íslenzkum tog-urum, og starfaði þar af lengst á b.v. Snorra goða. Hann hætti sjómennsku í síðari heimsstyrj- öldinni og hóf síðan störf við fiskiðnað í landi enda lá það næst honum, þar sem hann var traustur og tryggur atvinnuvegi þessum og bjó að reynsiu þeirri, sem hann hafði öðlazt til sjós. Ólafur Þórðarson starfaði hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur síð- ustu ár ævi sinnar. Hann lézt við vinnu sína síðastliðinn þriðju- dag og kom andlát hans mörgum, sem lítið þekktu til, mjög á ó- vart. Þegar maður minnist kynna sinna aif Ólafi síðustu mánuðina, átti manni raunar að vera það ljóst að starfsiþrek hans væri á þrotum. En maður áttaði sig ef tU vill ekki til fulls á æðruieysi, þrautseigju og samvizkusemi þessarar kynslóðar, sem nú er óðum að hverfa. Það var að vísu öllum samstarfsmönnum Ólafs ljóst ,að hann gekk ekki heill til skógar, en þá renndi ekki grun í, hversu sjúkdómur hans var alvarlegur. Þegar maður minnist Ólafs Þórðarsonar og þeirrar kynslóðar, sem hann óx með, þá verður manni ljöst djúpstæður eðlismun ur á viðhorfi kynslóðar hans og viðhorfi síðari kynslóða til lífs- baráttunnar. Var þá þessi kyn- slóð eitthvað frábrugðin fyrri kynslóðum, eða voru það Mnar sáðari kynslóðir, sem höfðu tekið aðra stefnu? Nú á tímum eru þær skoðanir uppi, að við værum ekki til sem sjálfstæð þjóð, ef við hefðum ekki átt" Mna rærkilegu bók- menntaarfleifð okkar, og hafi hún fleytt okkur fram til þesis að öðlast viðurkenningu sem sjálf- stæð þjóð. Ekki er nokkur vafi á, að skoðun þessi á nokkurn rétt á sér, en bókmenntirnar ein- ar nægðu ekki til þess að gera okkur kleift að ná þessu tak- marki, sem íslendingar hafa bar- izt fyrir öldum saman. Hér þurfti engu síður að vera nægjusöm þjóð og dygg starfinu, til þess að þjóð in blátt áfram færist ekki úr hungri. Einn slíkra manna var Ólafur Þórðarson, sem á hógvær an hátt lagði fram sinn hlut til þess, að íslenzka þjóðin gæti lif- að menningarlífi. Fyrir hönd starfsfólks Bæjarút gerðar Reykjavíkur votta ég öll- um ættingjum og ástvinum Ólafs Þórðarsonar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. íj Þorsteinn Arnalds. BEaðbur&arfólk vantar í eftirtalin hverfi: Suðurlandsbraut Skerjaf. sunnan flugvallar Lindargata Skólavörðustígur Njálsgata Háteigsvegur Tómasarhagi Langholtsveg 1-108 Freyjugata Laugarteigur Ingólfsstræti Laugavegur 1 - 32 Aðalstræti Túngata Hverfisg 63 -125 Eskihlíð frá fHnwgiwMaMjh SÍMI 22-4-80 Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfelaganna Verður i Sjálfstæbishúsinu i kvöl d kl. 20,30 FULLTRÚAR SÝNI SKÍRTEINI VIÐ INNGANGINN — AUK VENJULEGRA AÐALFUNDARSTARFA MUN JÓHANN HAFSTEN, IÐNAÐARMÁLARÁÐHERRA FLYTJA ERINDI SEM NEFNIST: „Á vegamótum stóri&ju og stórvirkjana 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.