Morgunblaðið - 16.12.1965, Side 25

Morgunblaðið - 16.12.1965, Side 25
Fimmtudagur 16. ðes. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 25 Fólk úr víðri veröld söngvari þeirra: — Við höfum það á tilfinningunni, að við höf- um verið notaðir meir en góðu hófi gegnir. Tvö kvöld í röð átt- um við að spila 3—4 sinnum hvorí kvöld og við höfðum ekk- ert séð af Danmörfk annað en bíla og hótel. Við höfðum ekki einu sinni tíma til að skipta um föt. Það getur vel verið, að við komum aftur til Danmerkur, en þá viljum við fá aðra umboðs- menn og heiðarlegri. Lái þeim hver sem vilL 1 - '*k Óheppni skraddarinn. Anacleto Giardi er eigandi Idaeðskeraverkstæðis í Róm, og yar þess fullviss, að starfsmenn Bínir slæptust og gerðu ekki handtak, þegar hann væri ekki við. Hann reyndi öll biögð til að Ikoma í veg fyrir ímynduð vinnu- Bvik, en allt kom fyrir ekkL i f>á datt honum í hug að gluggi ftrkitektsins hinumegin í göt- unni væri vel hentugur til slíkra njósna. Hann klæddi sig í nunnu búning, til þess að fólk þekkti Ihann ekki og gekk yfir götuna og inn í skrifstofu arkitektsins. Einkaritari hans bar strax kennsl á skraddarann og gaf frá sér hræðsluvein en hann dró upp leikfangaskammbyssu og skip- aði henni að hafa hægt um sig og byrjaði strax að njósna. Skömmu seinna kom arkitekt- inn. Hann þekkti skraddarann ekki í nunnukuflinum, en hélt að hér væri um vopnaða árás að ræða, réðist á skraddarann og sló hann niður með stól. Nú Iiggur Anacleto á sjúkra- húsi og það verður þess langt að bíða, að hann geti aftur hald- ið uppi njósnum um starfsfólk sitt. Vonsviknir bítlar. THE Pretty Things komu ný- lega til Danmerkur og fóru það- an aftur, reiðir og vonsviknir. Þeir voru á hljómleikaför þar og komu til Danmerkur frá Sví- þjóð, þar sem þeim hafði vegn- að ved. í Danmörku gekk hljóm sveitin kaupum og sölum milli vafasamra umboðsmanna og allt það sem The Pretty Thingn höfðu úr þeirri för voru inni- stæðulausar ávisariir, fallnir víxlar og tilvonandi ákærur fyrir svik. Piltarnir hafa nefni- lega ákveðið að höfða mál á hendur dönsku umboðsmönnun- um, og væntanlega verða það engar smáfúlgur sem þeir vilja fá fyrir sinn snúð. Er hijómlistamennirnir yfir- gáfu Danmörk sagði Phil May, Presturinn og syndarinn. Maður kom til prestsins mjög auðmjúkur og sagði: — Herra, ég hef stolið gæs. * — Það er mjög rangt af þér ©ð gera, svaraði presturinn. — Munduð þér vilja þiggja Ihana? — Nei, alls ekki. Skilið henni til rétts eiganda. — En eigandinn vill ekki þiggja hana. — Nú, þá skuluð þér bara eiga hana sjálfur, sagði presturinn og að svo mæltu hvarf maðurinn af Ibraut. Og þegar prestur kom svo heim til sin, þá vantaði eina gæs- ina — henni hafði verið stolið .. I Kaupsýsla og sölumennska. Viðskiptavinurinn: — Eruð þér alveg viss um að þessi mjólk eé ný? Sölumaðurinn: — Hvort ég er. Fyrir aðeins þremur tímuin var hún gras. Tvær tengdamömmur. Dómarinn: — Þú veizt hver irefsingin er fyrir tvíkvæni. Maðurinn, sem ákærður er fyrir tvíkvæni: — Jú, jú, ég ætti svo sem að vita það. Tvær tengdamömmur, takk. | Sjóveikimeðal fyrir Skota. Skoti einn, sem var ekki sér- lega sjóhraustur, óttaðist eitt Binn er mikill veltingur kom á Bkipið, sem hann var á, að nú myndi hann verða sjóveikur. Hann fór því til skipstjórans og Bpurði: — Hvað er bezta sjóveikimeð- elið, sem til er? — Eigið þér einn shilling? — Já, hann á ég til, svaraði Skotinn undrandi. — Látið hann þá á milli tann- enna, og hafði hann þar meðan á sjóferðinni stendur. Hjátrú. — Veiztu að Egyptar eru mjög hjátrúarfullir. Þeir eru t.d. mjög hræddir við að grafa menn, áð- ur en þeir deyja, og svo þegar einhver deyr, þá er hann látinn vera í gröfinni í 20 daga en þá Igrafinn upp aftur. Síðan eru fengnar 20 ungar stúlkur og þær látnar dansa í kringum hann. — Nú, af hverju það? — Vegna þess að ef hann vaknar ekki, hlýtur hann að vera dauður. Ástarsorg læknisins. — Þarna fer sú eina kona sem ég mun nokkru sinni elska, sagði læknirinn við hjúkrunarkonuna og benti á aðra konu sem gekk eftir götunni fyrir neðan glugg- ann. — Hvers vegna giftist þú henni þá ekki? — Ég get það ekki. Hún er rík asti sjúklingurinn minn. JAMES BOND — >f— —>f— ——>f— Eftir IAN FLEMING WE USE PA WINP FOR SEVEKI, EI6HT HOURfi-PEN BEIKIG POWN SAIL AN' > . 60 ON Wir RAPPLES... / ^TviAKE LEðð TARfiET PPC f PAT RAPAR T'INÖ PEY ÖOT ^ ’ ON CRAB KEY— I SHO’ PONT WAWT PR.KI0 TO SEE Ufi A-COMItf/ James Bond BY 1AN FLEMiNG ORAWING BY JOHN MclUSKY UNPEB TMN MOON. IJndir hálfu tungli ..... Við notum vindinn fyrstu 7—8 stund- irnar — síðan tökum við seglið niður og höldum ferðinni áfram með ánni. Þá verðum við ekki eins hættulegt skot- mark fyrir ratsjárnar, sem þeir hafa á Crab Key — mig langar ekkert til að láta Dr. No sjá okkur koma. Við verðum komnir til eyjunnar rösk- lega tveimur tímum fyrir sólarupprás, Quarrel, við getum jafnvel fengið okkur smáblund áður en við byrjum að rannsaka staðinn. J Ú M B ö *—J<— —■ J<— :K Teiknari: J. MORA Það sem vakti fyrst og fremst fyrir Júmbó, þegar hann bauðst til þess að fara út með Fögnuði og safna eldiviði, var að hann ætlaði sér að fá áþreifanlegar sannanir fyrir svikum hans, og erfiðis- vinna var að hans áiiti það sem langbezt hreif í þeim efnum. — Ef hann hefur í rauninni verið ó- hreyttur þræll, þá ætti svolítii vinna við söfnun eldiviðar ekki að hafa nein áhrif á hann, hugsaði Júmbó með sér. — En ef skoðun mín er rétt, að hann hafi aldrci komið nálægt erfiðisvinnu, ættí hann bráð lega að gefast up og þá sendir hann vænt- anlega bréf heim og biður um hjálp. — Þannig komumst við allir heim. Júmbó deildi því sem til var af öxum milli þeirra félaga, lét Fögnuð fá þá stærstu og þyngstu, og héit síðan í broddi fylkingar í átt til skógarins. — Hvert er- um við að fara? spurði Spori fullur grun- semda. — Nú leggjum við stund á svolítið skógarhögg — það reynir á kraftana í kögglum ykkar, svaraði Júmbó ánægður. KVIKSJA 1—K—<1 K—< >— -K—< Fróðleiksmolar til gagns og gamans 70 MILLJ. LÍTKAK AF DRYKKJARVATNIDAGLEGA Eitt af erfiðustu vandamálun- um, sem komu á döfina við að- skilnað Indlands og Pakistan, var deilan um rétt landanna á vatninu í fljótunum, sem renna gegnum bæði löndin. Eftir ára- langt þóf var gerður samning- ur, sem bæði löndin sættu sig nokkurnveginn við. Samning- urinn fjallaði um byggingu stíflugarða, skurða og tilbúinna vatna, sem verið er að ljúka um þessar mundir. Auk þess var í samningnum fjalláð um bygg- ingu raforkustöðvar, sem fram- leiða átti 300.000 kílóvött. Síð- asta atriði samningsins f jallaði um hinn svokallaðp. Mangla- stíflugarð, sem átti að vera kom inn í gagnið 1967. Nú vinna við þennan stiflugarð 35.000 manns og þar hefur verið reist borg með 30—40.000 íbúum, sem flytja á frá öðrum héruðum Pak istans. Vatnið bak við stíflugarð inn mun gefa af sér 70 millj. lítra drykkjarvatns daglega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.