Morgunblaðið - 19.01.1966, Page 2
€>
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 19. janúar 1966
%
Bjargaði íslenzkum sjó-
mönnum fyrir 3 mánuðum
MATTHEW Mecklenburgh,
skipstjóri strandaða togarans
Wyre Conquerer, er sá hinn
sami sem 18. október í haust
sýndi mikla hugdirfsku er
hann bjargaði skipverjum af
vélbátnum Strák undan
Grindavík. f>á var hann með
. togarann Imperialist og renndi
upp að bátnum, sem var að
fara í brimgarðinn, svo tveir
síðustu mennirnir gætu stokk-
ið yfir í togarann.
Eftir þá björgun hélt Slysa-
varnafélag íslands skipbrots-
mönnum á Strák og skipverj-
um á Imperialist kaffiboð, þar
sem Gunnar Friðrikss., forseti
Slysavarnafélagsins hélt ræðu.
Færði hann Mecklenburgh
skipstjóra og skipverjum hans
þakkir fyrir þessa björgun og
sagði að hennar yrði minnzt,
sem einnar glæsilegustu björg
unar hér við land. Og nú hafa
þessir sömu brezku sjómenn,
sem þá björguðu íslenzkum
félögum sínum, notið starf-
semi slysavarnadeildanna og
sjálfum verið bjargað úr
sjávarháska.
Svo sem kunnugt er af frá-
sögnum blaða, fórst Strákur
Matthew Meckler.burgh,
skipstjóri.
út af Grindavík hafði leki
komið að bátnum og rak
hann út af Grindavík í ofsa-
veðri. Höfðu skipverjar kom-
ið upp segli og héldu sér frá
brimgarðinum, en lekinn fór
vaxandi og ófært var inn til
Grindavíkur. Óttuðust menn
að báturinn færi upp í klett-
ana.
Togarinn Imperialist var
þarna skammt frá, eftir að
Mecklenburg skipstjóri vissi
um Strák og aðstæðurnar þar,
sigldi hann nær og 7 menn
komust yfir í togarann á
gúmbáti, en skipstjóri og
stýrimaður urðu eftir. I>eir
voru bátlausir. Sigldi þá
brezki togarinn hvað eftir
annað upp að bátnum, þar
sem hann lá, og loks tókst
mönnunum tveimur að
stökkva yfir í hann. Sagði
Mecklenburg í viðtali við
Mbl., að hann hefði verið hálf
ragur við að sigla til bátsins,
þar sem veður var mjög vont
og hann þekkti lítið til á
þessum slóðum. Hann lét það
samt ekki á sig fá, og bjargaði
mönnunum, sem fyrr er sagt.
Fjárleitarmenn í hrakn
ingum við Þórisvatn
SÍÐASTLIÐINN sunnudag
héldu 3 menn á jeppabifreið
frá Herru í Holtum inn á
Seltjarnnrnes
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags
Seltirninga verður haldinn í Val
höll í kvöld kl. 20,30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundar-
störf. Axel Jónsson, alþm. ræðir
stjórnmálaviðhorfið.
afrétt í eftirleit. Var fólkið,
sem mun hafa verið ein kona
og tveir karlmenn, væntan-
legt til byggða aftur á mánu-
dagskvöld.
Slæmt veður gerði hins vegar
á mánudag á leitarslóðum við
Þórisvatn, en þangað var ferð-
inni heitið, og ekki kom bíll-
inn fram á þriðjudagsmorgun.
Var þá leitað til Flugbjörgunar-
sveitarinnar í Reykjavík og hún
beðin að aðstoða við eftirgrennsl
Sigurður Þorsteinsson varð-
stjóri varð fyrir svörum af hálfu
Flugbjörgunarsveitarinnar og
hafði hann samband við flugfé-
lögin, sem fljúga til Austurlands
og bað þau að kanna þetta svæði
í gærmorgun. Flugvél Flugfél-
ags íslands, sem var á leið aust-
ur leitaði með Þórisvatni að
sunnan og fann þar bílslóðir en
missti þær nálægt brúnni á Köld
ukvísl.
Var þá haft samband við Hall-
dór Eyjólfsson frá Rauðalæk,
sem er við Tangarfoss við Þjórsá
að vatnsmælingum, og hann beð
inn að huga að bílnum.
Þegar vélin kom austan frá
Egilsstöðum síðari hluta dags í
gær gáði hún að hvort eitthvað
nýtt sæist með Þjórsá og sá þá
tvo bíla á leið niður Búðarháls
og þótti þá sýnilegt að Halldór
hefði fundið leitarmenn, enda
gat ekki verið um aðra bíla að
ræða á þessum slóðum.
an.
Skákir Fribriks
off Vasjúkov í biS
Sandgerði
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags
Miðneshrepps verður haldinn í
kvöld kl. 21,00 í samkomuhúsinu
Sandgerði.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundar-
störf. Sverrir Júliusson, alþm.
ræðir stjórnmálaviðhorfið.
Friðrik heldur forusfunni enn
í GÆRKVÖLDI voru tcfldar
biðskákir á Reykjavíkurmótinu
úr þriðju og fjórðu umferð. Urðu
úrslit þan að Kieninger vann
biðskák sína úr þriðju umferð
á móti Birni Þorsteinssyni, og
Jón Kristinsson vann skák sína
úr fjórðu umferð á móti Jóni
Hálfdánarsyni. Þá gerðu þeir
Hæðin yfir Grænlandi var
mjög föst í sessi í gær, og
eins lægðin yfir N-Atlants-
hafi. Berst nú mikið af ís-
hafslofti til landsins, og var
frostið víða 10-15 gr. í gær,
mest 21 gr. á Hólsfjöllum.
Böök og O’Kelly jafntefli i bið-
skák þeirra úr fjórðu umferð.
í gærkvöldi voru svo tefldar
skákir í fimmtu umferð og urðu
úrslit sem hér segir: O’Kelly og
Guðmundur Pálmason gerðu jafn
tefli. Björn Þorsteinsson og Boök
einnig jafntefli. Jón Kristinsson
og Wade jafntefli, en skák þeirra
Friðriks og Guðmundar Sigur-
jónssonar, Freysteins og Jóns
Hálfdánarsonar, og Vasjúkovs og
Kieningers fóru allar í bið. Hafa
allir þeir sem framar eru taldir
betri stöðu.
Staðan eftir 4 umferðir:
1. Friðrik Ólafsson 4 vinninga.
2. Vasjúkov vinning. 3. O’
Kelly 3 vinninga. 4. Guðmundur
Pálmason 2% vinning. 5.—8.
Böök, Björn Þorsteinsson, Jón
Kristinsson, Kieninger 2 vinn-
inga hver. 9. Freysteinn 1% v.
10. Guðm. Sigurjónsson 1 vinn-
ing. 11. Wade % vinning og 12.
Jón Hálfdánarson 0 vinning.
Á morgun tefla: Guðm. Sigur-
jónsson og Vasjúkov; Böök og
Friðrik ólafsson; O’Kelly og
Björn Þorsteinsson; Guðmundur
Pálmason og Jón Hálfdánarson;
Wade og Freysteinn, og Kiening
er og Jón Kristinsson.
Nokkrir rithöfunidanna, sem fundinn sóttu.
Útlán bóka ísl.
rithöfunda óheimil
— úr almenningsbókasöfíium
nema greiðsla komi fyrir
í GÆRKVÖLDI var haldinn
fundur í Rithöfundasambandi ís-
Iar.'Js í Tjarnnrbúð. Björn Th.
Björnsson, formaður Rithöfunda-
sambandsins, setti fundinn og
minntist í fundarbyrjun Helga
Hjörvars rithöfundar, sem lézt
fyrir skemmstu. Meginmálin á
dagskrá fundarins, voru greinar
gerð um gang bókasafnsmálsins,
og umræður um eftirfarandi til-
lögu sambandsstjórnar:
„Almennur fundur í Rithöf-
undasambandi íslands ályktar að
mælast eindregið til þess við aila
félaga sína, svo og aðra er við
bókritun og þýðingar fást, að
þeir láti frá og með 1. maí 1966
prenta á bækur sínar algjört
bann við því, að þær séu lánaðar
út af almenningsbókasöfnum
nema gjald komi fyrir til höf-
unda eða þýðenda. Fundurinn
brýnir það fyrir ísl. rithöfundum
og þýðendum, að þeir sjái til
þess áð samþykkt þessari sé
fylgt fram við prentun bóka
sinna, enda eru þeir þar í full-
um höfundarétti."
Stefán Júlíusson flutti greinar-
gerðina um gang bókasafnsmáls-
ins. Hann sagði m.a. að rithöf-
undar hefðu lengi reynt að fá
framgengt lagasetningu varðandi
það, að rithöfundar fengju
greiðslu fyrir útlán og afnot af
bókum sínum á almennum bóka-
söfnum, eins og .tíðkaðist t.d. í
flestum ríkjum Evrópu. Norður-
landaráð hefði látið málið til sín
taka, og árið 1964 hefði ráðið
samþykkt áskorun til allra aðild
arríkjanna þess efnis, að greiðsl-
ur til rithöfunda fyrir bókaút-
lán yrði gagnkvæm um öll Norð
urlönd. Hefðu ísl. fulltrúarnir
greitt þessu atkvæði.
Hann sagði ennfremur að í
ársbyrjun 1963 hefði menntamála
ráðherra skipað nefnd til þess að
athuga höfundarétt rithöfunda,
vegna útlána og afnota ísl. bóka
á almennum bókasöfnum. Nefnd-
in, en í henni áttu sæti, Þórður
Eyjólfsson, hæstaréttardómari,
Guðmundur Hagalín, bókafull-
trúi ríkisins, Dr. Finnur Sig-
mundsson landbókavörður og
ribhöfundarnir tvelr, Stefán
Júlíusson og Matthías Johannes-
sen, skilaði áliti í ársibyrjun 1964.
Hefði nefndin verið sammála
um álit sitt og skilaði hún niður-
stöðum til menntamálaráðherra
í formi „frumvarps til laga um
breyting á og viðauka við lög
um almenningsbókasöfn“.
Stefán Júlíusson sagði enn-
fremur áð menntamálaráðherra
hefði þegar látið setja frumvarp-
ið, en það hefði þó aldrei kom-
izt lengra en í próförk, því að þá
hefði ríkisstjórnin stöðvað það.
Rifhöfundasamibandið hefði þá
farið fram á það við mennta-
málaráðherra að fá fjóra þing-
menn, einn úr hverjum flokki,
til þess að bera frumvarpið
fram, og hefði ráðherrann ver-
ið því algjörlega samlþykkur.
Hefði þegar verið ymprað á
málinu við tvo stjórnarþing-
menn og þeir tekið mjög vel í
það. En þá hefði verið liðið svo
langt á þing, að ákveðið var að
fresta málinu þar tiil núna i
haust.
Hann kvað þá aftur hafa verið
farið þess á leit við þessa tvo-
stjórnarþingmenn að þeir tækju
að sér að flytja málið á þessu
þingi, og þeir tekið vel í þ'að,
en síðan hefði verið leitað ti.1
tveggja stjórnarandstöðuþing-
manna, sem einnig hefðu tekið
málaumleitinni mjög vel. Kvaðst
Stefán hafa búizt við að málið
yrði tekið upp á Alþingi um
miðjan nóvember, en raunin
hefði orðið sú, að það hefði ekki
enn verið tekið fyrir, þar sem
málið hefði borizt ríkisstjórninni
í gegnum stjórnarþingmennina,
og hún ekki viljað láta taka það
upp.
Hefði Rithöfundasambandið þá
ákveðið að taka málið í sínar
hendur, og samið áðurgreinda til
lögu, enda stæðu þeir í óskoruð-
um rétti.
Fremur fátt rithöfunda var á
þessum fundi, enda skýrði Björn
Th. Björnsson, formaður sam-
bandsins, frá því að mistök hefðu
orðið í sambandi við útburð á
fundarboðunum. Allfjörugar um-
ræður urðu um áðurgreinda til-
lögu, en c.llir voru þeir sem töl-
uðu henni samþykkir. Fundurinn
samþykkti ennfremur að senda
sænska ljóðskáldinu, Gunnar Eke
löf, sem hlaut þókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs fyrir
skemmstu, heillaóskaskeyti og
ennfremur var samþykkt tillaga
um, að er íslenzka sjónvarpið
hæfi göngu sína skyldi sjónvarp-
ið á Keflavíkurflugvelli verða
takmarkað við herstöðina eina.