Morgunblaðið - 19.01.1966, Qupperneq 6
6
MORGU N BLAÐIÐ
Miffvilíuclagur Í9. janúar 1966
Magnús Kristinsson sýnir hvernig kjóll er hreinsaður og press-
aður á gínu.
Efnalaug í búðahverfi
Háaleitis
Kílóhreínsun að ryðja sér til rums
í MIÐBÆ, verzlunarhúsasam-
stæðunni fyrir Háaleitishverfi á
Háaleitisbraut 58—60 hefur verið
opnuð efnalaug. Það er Efna-
laugin Björg, sem þegar hefur
afgreiðslu á Sólvallagötu og í
Barmahlíð og þarna hefur sett
niður aðalstöðvar sínar. Fer þar
fram öll hreinsun, ásamt af-
greiðslu fyrir hverfið. Fram-
kvæmdastjóri er Magnús Krist-
insson.
Magnús sýndi fréttamönnum
og fleirum hin nýju húsakynni,
sem eru sérstaklega byggð fyrir
fatahreinsun og þar komið fyrir
nýjum vélum frá Vestur-Þýzka-
landi . Innréttingu í afgreiðslu
hefur Sveinn Kjarval teiknað,
Hermann Kristinsson, vélsmiður,
gengið frá í vélasal og Hans Dahl
verkfræðingur frá Danmörku
annast uppsetningu á vélum. En
hann setti hér fyrst upp efnalaug
í Aðalstræti árið 1934 og hefur
komið hér sex sinnum síðan
sömu erinda.
Magnús sagði, að Efnalaugin
Björg hefði lagt mesta áherzlu
á hreinsun á rúskinnsflíkum og
kvenkjólum, auk þess sem annað
er þar hreinsað. Og hann gat
þess, að hin svokallaða kíló-
hreinsun væri mjög að ryðja sér
til rúms. En það er ódýrari
hreinsun sem greitt er fyrir eft-
ir vigt. Fylgir þá ekki frágangur,
aðeins hreinsunin í vélum. Sagði
hann að heppilegasta kílóhreins-
unin væri sennilega á barnafatn-
aði og þessháttar.
Efnalaugin Björg hefur komið
eér upp nýtízku vélum til hreins-
unar á nýja staðnum í Háaleitis-
hverfinu, og fengu gestir t. d.
hreinsaðar yfirhafnir sínar og
pressaðar meðan þeir stóðu við.
Einnig er biðklefi þar sem menn
geta beðið meðan föt þeirra eru
hrinsuð á 7 mínútum. —
M. a. eru komnar þar gínur, sem
utanyfirflíkur eru hengdar á.
Blæs þá gufa í gegnum flíkina
og hún er pressuð þannig í réttri
stærð, en gínuna má stilla eftir
stærðum.
Hvað kosta jepparnir?
eftir hækkun leyfisgjaldsivis
EINS og Mbl. skýrði frá í gær,
hefur verið ákveðið að leggja
30% leyfisgjald á fob-verð inn-
fluttra jeppa. Jepparnir hafa
fram að þessu verið undanþegn-
ir þessu gjaldi, þar sem þeir
voru taldir til iandbúnaðartækja
en nú er svo komið, að jeppar
eru ekki síður keyptir til borg-
a og bæja en sveita. Gjaldið
leggst ekki á jeppa, sem þegar
hafa verið pantaðir, og áttu
innflytjendur jeppabifreiða að
tilkynna fjármálaráðuneytinu
fyrir kl. 17 í gær, hverjar pant-
anir lægju þegar fyrir hjá þeim.
Mbl. spurðist fyrir um það í
gær hjá fimm helztu jeppainn-
flytjendunum, hver hækkun
yrði nú á útsöluverði jeppabíla.
Gert er ráð fyrir því, að Bron-
co-jeppinn (Ford), sem Sveinn
Egilsson hf. og Kr. Kristjánsson
hf. flytja inn, hækki í verði um
30 þús. kr. þ.e. úr ca. 200 þús. í
ca 230 þús. kr.
Gæftir slæmur
hjó Hornoí jurðor
bótum
Höfn Homafirði, 17. jan.
FJÓRIR bátar hafa byrjað hér
róðra með línu, en gæftir hafa
verið mjög slæmar fyrri hluta
janúarmánaðar. Þessir fjórir bát
ar hafa aðeins farið 14 sjóferðir
og er afli þeirra 106 lestir.
Hvanney 39.1 í fjórum sjóferðum
Gissur hvíti 30.5 í fjórum sjó-
ferðum, Sigurfari 27 lestir í fjór-
um sjóferðum og Akurey 9.4 lest
ir í tveimur sjóferðum. Tveir bát
ar eru á síldveiðum.
— Gunnar
Landrover-jeppinn, sem Heild
verzlunin Hekla flytur inn, er af
tveimur gerðum, benzínbíll og
dísilbíll.. Benzínbíllinn hækkar
í verði um 25-26 þús. kr. og mun
kosta um 177 þús. kr.
Dísilbíllinn hækkar um rúm-
lega 30 þús. kr. í verði og mun
kosta um 200 þús. kr.
Willy's-jeppinn, sem Egill
Vilhjálmsson hf. flytur til lands-
ins hækkar í verði um 22-30 þús.
kr., eftir því, hve mikið fylgir
bílnum, þ.e. úr 155 þús. kr. í
177 þús. kr. og úr ca. 170 þús. kr.
í u.þ.b. 200 þús. kr.
Garðar Gíslason hf. flytur inn
Austin Gipsy-jeppa.
Dísiljeppinn hækkar í verði um
30.500 kr.; úr 148 þús. kr. í 175
þús. kr.
Sovézkir jeppar(„Rússa jepp-
ar“) af gerðinni GAZ-69M, sem
Bifreiðar og landbúnaðarvélar
hf. flytja til landsins, kostuðu
125.177 kr., en munu nú hækka
í verði um 18 til 20 þús. kr.
Mest er flutt inn af þessum
fimm jeppategundum, en auk
þeirra fást hér sænskir jeppar
(Volvo), japanskir (Toyota) og
þýzkir , (Unimog frá Mercedea
Benz).
59,8% lesanda Aften-
bladet vilja lýðveldi
Stokkhólmi, 18. jan., NTB.
„AFTONBLADET“ í Stokk-
hólmi, — málgagn sósíaldemo-
krata hefur látið fara fram
skoðanakönnun meðal lesenda
sinna á áliti þeirra á þeirri hug-
mynd að koma á lýðveldi í Sví-
þjóð. Könnunin náði til 10.000
einstaklinga og af þeim voru
59.8% fylgjanli lýðveldisstofn-
uninni. Blaðið bendir á, að
könnunin sé að vísu ekki nægi-
lega vísindalega framkvæmd til
þess að geta talizt óyggjandi —
en úrslit hennar sýni þó, að
fjölda manns virðist lýðveldis-
hugmyndin ekki eins fráleit og
margir andstæðingar hennar
vilja vera láta.
í NTB frétt frá Aþenu segir
frá viðtali, er gríska blaðið
„Anendotos" hefur átt við Tage
Erlander, forsætisráðherra Svía.
Segir hann þar að Sósíaldemó-
krataflokkurinn hafi alltaf verið
því fylgjandi að afnema kon-
ungdæmið og koma á lýðveldL
Segir ráðherrann, að flokkurinn
vilji, að landið fái lýðræðislega
stjórnarskrá í samræmi við nú-
tímakröfur.
Blaðið hefur eftir ráðherran-
um, að flokkurinn muni leggja
fram tvær tillögur varðandi þetta
mál, annarsvegar tillögu um lýð-
veldisstofnun, hinsvegar um að
takmarka verulega ýmis sérrétt-
indi konungsfjölskyllunnar, sem
ekki gegni lengur neinu raun-
verulegu hlutverki, heldur séu
aðeins táknræn. Bendir Erlander
á, að hugmyndir þær sem til-
lögurnar fela í sér hafi komið
fram í stefnuskrá flokks sósial-
demókrata, sem sænska þjóðin
hafi í kosningum lýst fylgi sínu
við. Hinsvegar leggur Erlander
á það áherzlu, að þessum tillög-
um sé alls ekki beint gegn nú-
verandi konungi, — heldur að-
eins konungsdæminu sem stofn-
un.
Skákin
Friðrik er efstur á skák-
mótinu. Margir fylgjast með
þessu móti af miklum áhuga,
en ekki er áhuginn jafnalmenn-
ur og um árið, þegar þeir Frið-
rik og Larsen háðu einvígið —
eða ,þegar Friðrik stóð sig hvað
bézt á áskorendamótinu. Það
er heldur ekki von. Hér er ekki
jafnmikið í veði.
Ég minnist þess ekki, að sím-
inn á Morgunblaðinu hafi
hringt jafnoft á skömmum
tíma og þegar Friðrik og Lar-
sen tefldu upp á líf og dauða —
fyrir um það bil 10 árum. Þá
ætlaði bókstaflega allt af göfl-
unum að ganga. — Nú, tíu ár-
um síðar, er Friðrik enn í ess-
inu sínu og vonandi verður
hann það um langa framtíð.
Þeir endast okkur ekki allir
jafnvel, íþróttagarparnir.
Bílaskip
Frá því var sagt í Morgun
blaðinu í gær, að eitt skipafé-
lagið hefði tekið tvö „bílaskip"
á leigu. Þetta er skynsamleg
ráðstöfun, því að geysilegt tjón
hefur oft orðið á bílum, sem
fluttir hafa verið með skipum
okkar yfir hafið á þessum árs-
tíma. Það hlýtur að vera algert
neyðarbrauð að flytja bíla á
dekki þennan langa veg yfir
úfið úthaf að vetrinum, en um
annað hefur oft ekki verið að
ræða.
Hins vegar er mörgum um og
ó að lesa um þennan mikla bíla-
innflutning. Það er öllum ljóst,
að vegirnir okkar þola alls ekki
meira álag. Þess verður langt
að bíða að helztu þjóðvegir
verði gerðir úr varanlegu efni,
jafnvel þótt heil byggðarlög rísi
ekki upp og mótmæli kostnað-
inum við slíkar framkvæmdir
— samanber atburðina, sem
urðu í Keflavík í haust.
Of margir — of fáir
í öðru lagi skapar ástandið
í vegamálunum auknar hættur
í umferðinni, þegar bílunum
fjölgar jafnört og raun ber
vitni. Viðhald bílanna verður
þar að auki mjög kostnaðar-
samt, þegar ekið er á vegum,
sem varla geta talizt vegir.
En þrátt fyrir allt þetta er
stórfelldur bílainnflutningur
merki velmegunar og hægt er
að samgleðjast hverjum nýjum
bílaeiganda. Nú virðast allir
vera búnir að gleyma haftaár-
unum, þegar bílaleyfin gengu
kaupum og sölum á svörtum
markaði. Samt er tiltölulega
stutt eíðan — og vonandi verð-
ur ekki þörf á að grípa til
skömmtunar í framtíðinni. Það
er næstum því betra að hafa of
marga bíla en of fáa.
Ruglaðir í kollinum
Kunningi minn hringdi í
mig í fyrrakvöld og sagði, að
þá um daginn, þann 17. janúar,
hefði pósturinn borið til hans
tilkynningu frá Gjaldheimt-
unni um álagðan húsaskatt, lóð-
arskatt, vatnsskatt og lóðar-
leigu. A seðlinum var feitletrað,
að gjalddagi væri 15. janúar.
Tilkynningin var sem sagt borin
út tveimur dögum eftir gjald-
daga.
Hvaða aðilar leyfa sér slíkt
aðrir en þeir opinberu? Hér
virðist sálarlaus maskína að
verki .Er hægt að ætlast til þesa
að lifandi mannverur taki slík-
ar maskínur alvarlega'’ Hvað
yrði sagt, ef einkafyrirtæki
sendi frá sér reikning og krefð-
ist þess, að hann hefði verið
greiddur tveimur dögum áður
en skuldarinn fékk vitneskju
um reikningsupphæðina? Það
j-rði einfaldlega sagt, að þeir,
sem stjórnuðu slíku væru rugl-
aðir í kollinum — og við slíkt
fyrirtæki mundi enginn skipta.
En, þegar hin sálarlausa
skriffinnskumaskína hins opin-
bera á í hlut bregður engum.
Við erum farin að sjóast.
★ Tryggingar
í gær rakst ég á Lögbirt-
ingarblðaið frá 11. janúar og
þar voru auglýsingar frá sex
tryggingafélögum um afkomu
ábyrgðatrygginga bifreiða árið
1964. Öll sýndu þau meira og
minna tap. Ég nefni þetta vegna
þess að í gær skrifaði ég um
bifreiðatryggingarnar. — Hækk
unin á síðasta ári virðist þvi
hafa gert félögunum fært að
setja upp bónuskerfi þau, sem
nú eru auglýst. Enginn getur
samt fullyrt, að það hefði gerzt,
ef nýr keppinautur hefði ekki
. komið til sögunnar.
Því miður getum við ekki átt
von á því að gjaldheimtan fái
álíka samkeppni.
V -
'áf
‘fi
Höfum flutt verzlun vora og
verkstæði að
LÁGMÚLA 9
Símar:
38820 (KI. 9—17)
38821 (Verzlunin)
38822 (Verkstæðið)
38823 (Skrifstofan)
Bræðurnir Ormsson hf.
Vesturgötu 3, Lágmúla 9.
Sími 38820.