Morgunblaðið - 19.01.1966, Síða 14
14
MOkGUHBLAÐIÐ
Miðvikudagur 19. íanúar 1966
Útgefandi:
Framkvæmdastj óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 95.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
SJÁLFSTÆÐISFL OKK-
URINN OG VERKA-
L ÝÐSHREYFINGIN
Cjálfstæðismenn hafa á síð-
^ ustu árum haldið nokkrar
stjórnmála- og verkalýðsráð-
stefnur í hinum ýmsu lands-
hlutum. Hafa þær yfirleitt
tekizt vel og átt þátt í að
stuðla að auknum áhrifum
Sjálfstæðisflokksins innan
verkalýðshreyfingarinnar. Nú
síðast beitti verkalýðsráð
Sjálfstæðisflokksins sér fyrir
slíkri ráðstefnu á ísafirði um
síðustu helgi, og var hún sótt
af fólki úr kaupstöðum og
kauptúnum við Djúp. Þessi
ráðstefna fór prýðilega fram
og sýndi vaxandi áhuga á
verkalýðsmálastefnu Sjálf-
stæðisflokksins á Vestfjörð-
um.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins
hefur farið mjög vaxandi inn-
an verkalýðsfélaganna á und-
anförnum árum .Orsök þess
er fyrst og fremst sú að al-
menningur í landinu gerir sér
ljóst að Sjálfstæðismenn hafa
barizt með raunhæfum hætti
fyrir bættum lífskjörum
fólksins. Þeir hafa haft alla
forustu um hina miklu at-
vinnulífsuppbyggingu, sem
stóraukið hefur arðinn af
starfi þjóðarinnar. Af því hef
ur svo leitt að meira hefur
komið til skiptanna milli
einstaklinganna. Lífskjörin
hafa stöðugt verið að jafnast
og efnahagur alls almennings
að batna.
★
Það ex hin mikla fram-
leiðsluaukning í skjóli nýrra
og fullkominna framleiðslu-
tækja, sem hefur gert þjóðfé-
laginu mögulegt að gera marg
víslegar ráðstafanir til þess
að skapa félagslegt öryggi. Á
fjárlögum ríkisins eru nú
veittar um 1000 milljónir
króna til félagsmála. Þar af
eru veittar um 700 milljónir
króna til almannatrygginga.
Dylst engum, að engin ríkis-
stjórn hefur unnið jafn ötul-
lega og Viðreisnarstjórnin að
eflingu hvers konar lýðhjálp-
ar og félagslegs öryggis.
Á það má einnig benda, að
engin ríkisstjórn hefur stigið
jafn stór skref til stuðnings
við íbúðabyggingar í landinu
og núverandi ríkisstjórn. Á
síðastliðnu ári voru samtals
veittar 303 milljónir króna til
íbúðalána og útrýmingar
heilsuspillandi húsnæðis. —
Húsnæðismálastjórn tókst nú
í fyrsta sinn í sögu sinni að
veita öllum þeim lán er áttu
fyrirliggjandi fullgildar um-
sóknir.
★
Almenningur í landinu sér
og finnur að stjórnendur
landsins hafa einlægan vilja
á að bæta hag fólksins, jafna
og tryggja lífskjörin. Þess
vegna fer fylgi Sjálfstæðis-
flokksins stöðugt vaxandi inn
an verkalýðshreyfingarinnar.
Sannleiksgildi kjörorðsins
,st,étt með stétt“ verður stöð-
ugt augljósara.
VANDAMÁL
VERZLUNAR-
INNAR
¥ tíð núverandi ríkisstjórnar
hefur frjálsræði í verzlun
og viðskiptum landsmanna
verið aukið til mikilla muna.
Árangurinn má sjá í því mikla
vöruúrvali, sem nú er í verzl-
unum landsmanna og gefa
neytandanum það val, sem
hann á rétt á. Og auðvitað
hefur þetta aukna frjálsræði
einnig komið verzluninni til
góða.
Hinu er ekki að leyna, að
þrátt fyrir aukið frjálsræði í
innflutningi eiga vissar grein-
ar verzlunarinnar við tölu-
verða erfiðleika að glíma, sér-
staklega vegna ósanngjarnra
verðlagsákvæða. í sjálfu sér
er ekkert við því að segja,
þótt hér sé nokkurí eftirlit
með verðlagi. En eftirlit með
verðlagi er auðvitað allt ann-
að en verðlagshöft. Hitt er
auðvitað ófært til lengdar, að
álagningu á ákveðnum vöru-
tegundum sé haldið svo niðri,
að ekki nægi fyrir sannanleg-
um dreifingarkostnaði.
Af þessum sökum eiga viss-
ar greinar matvörudreifingar
og vefnaðarvöruverzlana nú
við mikla erfiðleika að etja,
sem ekki verður komizt hjá
að bæta að einhverju leyti úr.
Það er engum til góðs, að svo
verði þrengt að ákveðnum
greinum verzlunarinnar að
hún geti ekki veitt neytend-
um þá þjónustu, sem þeim er
skylt.
Á hinn bóginn er það einnig
ljóst, að mjög hefur verið
rýmkað um verðlagsákvæði
síðustu árin og það leggur
verzluninni einnig þær skyld-
ur á herðar að gæta hófs í
verðlagningu. í þeim efnum
verða neytendur að veita
verzluninni sterkt aðhald, en
sannast sagna virðast neyt-
endur hér á landi ekki hugsa
ýkja mikið um það, hvort vör-
ur eru nokkrum krónum dýr-
ari eða ódýrari. Á undanförn-
um árum hefur töluverð breyt
ing orðið • í verzlunarháttum
hér á landi. Nýjar og glæsi-
legar verzlanir með miklu
í GÖMLXJ frönsku húsi við
veginn, sem liggur að Tan
Son Nhut-flugvellinum í Sai-
gon hefur Bandaríkjamaður,
að nafni Edward Lansdale,
bækistöð sína. Lansdale, sem
er 57 ára að aldri, er fyrrver-
andi hershöfðingi í handa-
riska flughernum og á að baki
sér viðburðaríkan starfsferil.
Hann er nú starfsmaður
bandaríska sendiráðsins í S-
Vietnam og við hann binda
margir Bandaríkjamenn nú
vonir sínar um, að komið
verði á þjóðfélagslegum um-
bótum í S-Vietnam.
Landsdale er þeirrar stað-
föstu trúar, að stríði'ð í Viet-
_nam verði ekki unnið með
vopnum einum, — hann telur,
að það verði aldrei unnið
nema því' aðeins, að þjóðin
verði unnin til fylgis við rót-
tæka sjórnmála- og þjóðfé-
lagsstefnu, sem geti komið i
stað þeirrar stefnu, sem Viet Meðlimir úr ungmennasveitunum að starfi.
Cong hreyfingin boðar.
þeim lestur, skrift og reikn-
ing. Þessar sveitir ungmenna
eru að því leyti frábrugðnar
bandarísku friðarsveitunum,
að þær eru búnar vopnum,
sem hiklaust er beitt gegn
árásum skæruliða Viet Cong,
ef með þarf.
Haft er eftir bandarískum
embættismanni í Saigon, að
mikill hugur sé í unga fólk-
inu og hann telur líkur til
þess að þetta starf beri mun
meiri árangur en t. d. víg-
girðingar þorpanna í stjórn-
artíð Diems.
Þetta er þó aðeins upphaf
lausnar mikils og flókins
vandamáls. Viet Cong skæru-
liðar ráða nú fyrir u. þ. b.
25% allra íbúa S-Vietnam sem
eru um 15 milljónir talsins.
Stjórnin í Saigon ræður
einnig fyrir u. þ. .b. 25% en
hvorugur aðilinn getur talizt
hafa algera stjórn á þeim 50^
sem þá eru eftir. Það er verk-
efni Lansdales og Thangs
hershöfðingja að auka áhrif
stjórnarinnar — en hætta er
á því, að það verði torsótt
verk, þar sem þeir hafa að-
eins yfir að ráða 25 milljón-
um dollara á ári og nokkrum
þúsundum ungmenna.
Fram að þessu hafa þeir
Lansd. -j og Thang ekki getað
bent á mörg ytri merki ár-
angurs, en haft er eftir banda-
rískum embættismanni: Það
er erfitt að mæla tilfinningar
þjóða og ekki hlaupið að því
að koma við skoðanakönnun
— en við höldum að hugmynd
ir Lansdales séu að bera
ávöxt“.
Enginn þorir að vera of
bjartsýnn, ekki einu sinni
verkalýðsleiðtogarnir, mennta
mennirnir og hermennirnir,
sem koma saman kvöldin
í húsi Lansdales til þess að
skeggræða þarfir þjóðarinnar
vi'ð bandarísku ráðgjafana.
Og Bandaríkjamenn eru ekki
allir á eitt sáttir um gildi
hugmynda Landales, þótt
margir telji rétt, að hann fái
Framlh. á bls. 18
Edward Lansdale
Lansdale kom til Saigon
síðla sl. sumars — en hann
á að baki langa dvöl í Aust-
urlöndum og er m. a. frægur
fyrir að vera fyrirmynd að
sögupersónunni Edwin B.
Hillanlale, ofursta — ö'ðru
nafni „The Ragtime Kid“ i
metsölubókinni ,Ljóti Ame-
ríkumaðurinn" eftir þá
William J. Lederer og Eugene
Burdick. Sú bók var skrifuð
sem ádeila á stefnu Banda-
ríkjanna í SA-Asíu en Hill-
andale var einn af fáum
bandarískum starfsmönnum,
sem höfundar töldu hafa unn-
ið málstað Bandaríkjanna
gagn og stuðning.
Lansdale var um tíma ráð-
gjafi Ramsons Magsaysay,
fyrrum forseta á Filippseyjum
og síðar ráðgjafi Ngó Dinh
Diem, fyrrum forseta í S-Viet-
nam og barðist fyrir því að
þeir kæ.mu á lýðræðislegum
endurbótum og stjórnarhátt-
um. Þegar Henry Cabot
Lodge, sendiherra Bandaríkj-
anna í S-Vietnam, kallaði
hann þangað til starfa í sum-
ar töldu margir, að honum
væri ætlað að losa landið við
herforingjastjórn Nguyens
Cao Kys og koma á borgara-
legri stjórn. Var talið, að Ky
sjálfum litist ekki meira en
svo á blikuna.
Samstarfsmenn Lansdales
neita því hinsvegar með öllu,
að þetta sé verkefni hans og
segja: „Auðvitað vonum við
allir, að fyrr eða síðar verði
komi á borgaralegri stjórn í
S-Vietnam, en það er ekki
tímabært nú. í miðri hörku-
styrjöld“.
Sem stendur er helzta verk-
efni Lansdales a.m.k. að að-
stoða S-Vietnamstjórn við að
skipuleggja og framkvæma
nýja áætlun um umbætur í
landbúnaði. Vonazt er til, að
þessar umbætur leiði til bætts
efnahags og vinni landsbúa til
aukinnar hollustu við stjórn-
ina í Saigon.
Ky og hershöfðingjar hans
hafa sýnt fullan samstarfs-
vilja enda þótt svo sé ráð
fyrir gert í þessari áætlun, að
kosningar verði í landinu og
borgaraleg stjórn taki við af
hershöfðingjastjórninni þegar
er því verður við komið.
Ky hefur skipað Nguyen
Duc Hhang, ungan hershöfð-
ingja, til þess að hafa yfir-
umsjón me'ð framkvæmd þess
arar áætlunar. Hann hefur í
samráði við Lansdale stofnað
sveitir ungmenna með svip-
uðu sniði og Friðarsveitir
Bandaríkjanna. A'ð loknu tíu
vikna námskeiði fara sveitar-
menn, sem flestir eru á aldr-
inum 20 — 30 ára, til þorp-
anna sinna og vinna þar að
því að leggja vegi og byggja
brýr, kenna íbúunum hrein-
læti og jafnframt að kenna
i
vöruúrvali og sjálfsafgreiðslu
fyrirkomulagi hafa risið upp
og að þeirri þróun ber að
stuðla. í verzluninni eins og
öðrum atvinnugreinum verð-
ur framþróunin að vera stöð-
ug, nýir tímar kalla á breyt-
ingar þar eins og annars stað-
ar. —