Morgunblaðið - 19.01.1966, Qupperneq 19
Miðvikudagur 19. janúar 1966
MORGU N BLAÐIÐ
19
Þörf bók um umferðarmál
í UMFERÐINNI
J6n Oddgeir Jónsson tók saman @
Eókin er 84 blaðsíður að stærð
í svipuðu broti og „Umferðar-
bókin“, eftir sama höfund.
Myndin er af kápusíðu bókar-
innar.
Komin er út ný kennslubók í umferðarmálum, sem nefnist „í
UMFERÐINNI“. Hún er einkum ætluð nemendum gagnfræða-
stigsins og kemur að gagni þeim, sem búa sig undir aksturspróf á
vélhjóli eða bifreið. Einnig eru þar leiðbeiningar fyrir gangandi
vegfarendur. í bókinni birtast umferðarlög og reglur með 180
\
skýringarmyndum og litmyndir af öllum umferðarmerkjunum.,
Jón Oddgeir Jónsson tók bókina saman, en Torfi Jónsson sá um
teiknun eftir myndavali höfundar. Fræðslumálastj óri skrifar stutt-
an íormála. Litbrá h.f.‘ prentaði bókina, en Ríkisútgáfa námsbóka
gaf út-
Hér birtast sex af blaðsíðum bókarinnar „í umferðinni", smækk-
aðar um %.
Það getur skipt miklu máli að komast leiðar
sinnar. Hindrið því aldrei þá, sem gefa merki
um að aka fram hjá.
Ef vélknúin ökutæki eru notuð í einstök skipti í
þjónustu lögreglu, slökkviliðs eða í lífsnauðsyn,
svo sem við flutning slasaðra, skulu þau
auðkennd greinilega með veifu. Ökumaður skal
tilkynna lögreglunni innan sólarhrings aksturinn.
Á myndinni er sýnd tvöföld akbraut, Á hvorri akbraut eru tvær ak-
reinar fyrir akstur í sömu átt.
Notið vinstri akrein og hleypið þeim, sem hraðar aka, fram hjá
yður á hægri hönd.
Vinstri akrein er ætluð fyrir hæga umferð, en sú hægri fyrir
hraðari umferð.
Varúðarlínur:
Varúðarlínur skipta akbrautum Iangsum. Þær eru ýmist óbrotin
lina eða brotin lína samhliða óbrotinni linu. Varúðarlínur gefa til
kynna, að hættulegt sé að skipta um akrein, og er óheimiltað
aka yfir þær, nema brýna nauðsyn beri til.
Brotin varúðarlína samhliða
óbrotinni llnu.
Obrotin varúðarlína.
Þar sem brotin llna er samhliða óbrotinni línu, má þó aka yfir þær
þeim megin frársem brotna línan er, ef nauðsynlegt er, enda
sé gætt fyllstu varúðar.
Varúðarlínur skal einkum nota á hæðum og í beygjum, þar sem
Útsýn er verulega hindruð.
AKREIIMAR
Ef tvær eða fleiri akreinar fyrir sömu akstursstefnu eru á vegi,
skal ökumaður I tæka tið, áður en komið er að vegamótum, færa
ökutækið á þá rein, sem heppilegust er, miðað við fyrirhugaða
akstursstefnu.
Ekið aftur á bak.
Ekki má snúa ökutækjum á vegi eða aka þeim aftur á bak, nema
unnt sé að gera það án áhættu eða óþæginda fyrir aðra.
Óheimilt er að nota vörubifreið til flutnings farþega á palli nema f
vönduðu skýli, örugglega festu á pallinn. Bifreiðaeftirlit ríkisins
metur, hvort skýlið fullnægir öryggisreglum. Flytja má aðstoðar-
menri um stuttan veg á palli, enda þótt þar sé ekki skýli. Skal
þá vera traust handfang á efri brún stýrishúss eða fremst á vöru-
pallinum og mega þar ekki fleiri vera en haft geta öruggt hald á
handfanginu.
Sérhvert ökutæki skal svo gert og
haldið þannig við, að af notkun
þess leiði hvorki óþarfa hættu né
óþægindi.þarmeðtalinnhávaði,
reykur eða óþefur eða hætta á
skemmdum á vegi.
Viðgerðarverksteeði og öryggisbúnaður bifreiðar.
Verði starfsmaður viðgerðarverkstæðis þess var, að öryggisbúnaði
vélknúins ökutækis, sem þar er til
viðgerðar eða breytinga, sé á-
fátt, skal hann skýra yfirmanni
verkstæðisins frá þvl, en honum
ber að gera eiganda ökutækisins
aðvárt og síðan tilkynna það bif-
reiðaeftirlitsmanni eða lögregíu-
stjóra, ef eigi verður úr bætt.
SÉRREGLUR UM VÉLHJÓL
(reiðhjól með hjálparvél).
Æfingaakstur á vélhjólf:
Nám I akstri vélhjóla má fara
fram án kennara. Æfingaakstur
má ekki fára fram, fyrr en fengin
hefur verið til hans heimild hjá
lögreglustjóra og ekki fyrr en 14
dögum áður en próf skal þreytt.
Meðan á æfíngaakstri stendur,
skal ökumaður hafa með sér
sönnunargögn um, að hann hafi
fengið heimild til æfingaaksturs.
Lögreglustjóri getur ákveðið,
hvar æfingaakstur má fara fram.
Námskeið f umferðarreglum:
Heimilt skal lögreglustjóra að krefjast þesd, að umsækjandi takl
þátt t stuttu námskeiði [ umferðarreglum, akstri og meðferð vél-
hjóla.
15. ára:
Enginn má stýra vélhjóli, nema hann sé fullra 15 ára að aldri.
Vélhjól er ætlað einum manni:
Óheimilt er að hafa búnað til farþegaflutnings á vélhjóli.
Vélhjól eru skrásetningarskyld:
Vélhjól eru skrásetningar- og tryggingarskyld.
Akstursheimild rituð á vegabréf:
Heimild til aksturs á vélhjóli skal rituð á öftustu síðu innlends
vegabréfs, undirrituð af lögreglustjóra.
Það krefst ákveðins tíma og vegalengdar að stöðva öku-
tæki, sem er á ferð.
Séð,.,. hugsað,,.. hemlað;
-aCK- -=^6*. /I
Viðbragðsvegalengd.
'Hemlunarvegalengd.
Talsverður tími Ifður, frá þvi að þér sjáið hindrun á vegi, þar til
þér stígið á hemilinn .að gagni. Viðbragðstími þessi er mismun-
andi hjá einstaklingum eða ’/2 til'2 sekúndur. Meðalviðbragðs-
tími er talinn vera. 0,9 sek. Á þejm tíma getur ökutækið runnið
áfram um 15 metra.miðað við 60 km-aksturshraða á klukkustund,
og er þessi vegalengd nefnd viðbragð§vegalengd.
Frá þvi þér stígið á herhil ökutækis, þar til það stöðvast, getur
það runnið verulegan spöl áfram. Ökuhraði, yfirborð og halli
vegar, svo og hemlabúnaður og ástand hjólbarða, hefur'auðvitað
áhrif á það, hve'hemlunarvegalengdin verður löng, en sem
dæmi má nefna, að hún getur orðið 36 m á þurrum malarvegi,'
miðað við 60 km aksturshraða á klukkustund.'4/
Viðbragðsvegalengd og hemlunarvegalengd saman iagða’r eru
nefndar stöðvunarvegalengd, er verður í nefndu atviki 51 m.
Þetta er eflaust meira en ökumenn gera sér almennt grein fyrir,
og þvi full ástæða til að fara nákvæmlega eftir ákvæðum, sem
tett eru í lög og reglugerðir um aksturshraða.
Hemlunarvegalengdir.
Hemlunarvegalengdir eru m. a.
háðar aksturshraða. Teikningin
sýnir hemlunarvegalengdir við ó-
llkan aksturshraða. Veitið þvi at-
byglí, hve hemlunarvegalengdin
vex hlutfallsiega meira en hraða-
aukningin.
vMoiuiiii ci umeiuarbijorum ao
gefa hljóðmerki, nema umferö-
in gefi tilefni til þess.
Bifreiðarstjórar skuiu gæta þess,
einkum að næturlagi, að valda
eigi hávaða á annan hátt. 'Þeim
ber að sjá um, að farþegar i
vögnum þeirra hafi ekki neinn
hávaða, er raski friði.
Ökumenn skulu nema staðar við
gangbrautir, ef vegfarandi bíður
sýnilega færis að komast yfir
götu eða er I þann veginn að
fara út á brautina. Þegar öku-
menn af þessum ástæðum hafa
numið staðar, skulu þeir biða,
unz hinirfótgangandi vegfarend-
ur eru komnir leiðar sinnar.
Fótgangandi vegfarendur eru og skyldir tii að gæta almennrar var-
karni, er þeir leggja leið sin^ út á gangbrautir. Sérstaklega skulu
þeir gæta þess, að ökutæki, sem nálgast, hafi nægan tíma og svig-
rúm til þess að nema staðar utan markalínu gangbrautarinnar, ef
þess er þörf.