Morgunblaðið - 27.01.1966, Qupperneq 3
Fimmtudagur 27. janúar 1966
MORGUNBLAÐID
3
f KVÖLD frumsýnir I»jóð-
leikhúsið tvo gamanleiki í
Lindarbæ, Hrólf og Á rúm-
sjó. Hrólfur er eftir Sig-urð
Pétursson sýslumann, sem
fæddur var 1759 og lézt 1827.
Er þetta eitt með fyrstu leik-
ritum sem samið er á íslenzka
tungu, og var upprunalega
skrifað fyrir skólapilta í Hóla
vallaskóla og fyrst sýnt þar í
skólanum árið 1796_. Léku
skólapiltar að sjálfsögðu öll
hlutverkin, sem eru 8 að tölu.
Næsta leikrit Sigurðar Péturs
sonar Narfi var frumflutt
þremur árum síðar, eða nánar
tiltekið 1799.
STAK8TF1I\IAR
Bæjaiútgerðir.
Bæjarútgerðir, sem reknar
hafa verið með miklum halla,
hafa verið bæjarfélögum víða
um land þungur baggi á undan-
förnum árum. Þau bæjarfélög,
sem aldrei létu glepjast til þess
að setja á stofn bæjarútgerðir,
eru nú mun betur sett en hin,
sem réðust í þann rekstur. Hafn-
arfjarðxrbær hefur átt í sérstak-
lega miklum erfiðleikum vegna
hallareksturs Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar,, og v.ar svo kom-
ið fyrir tæpum fjórum árum,
þegar Sjálfstæðismenn tóku við
stjórn bæjarins, að Bæjarútgerð-
in var á algerri heljarþröm. Samt
sem áður hefur tekizt að starf-
rækja hana, en þrír togarar
hafa verið seldir úr landi, og
hefur sú ráðstöfun yfirleitt verið
talin skynsamleg. Með hliðsjón
af þessum miklu erfiðleikum
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar,
vekur það óneitanlega nokkra
furðu, að Verkamannafélagið
Hiíf í Hafnarfirði skuli leggja
sérstaka áherzlu á aukinn og
viðameíri rekstur Bæjarútgerð-
arinnar og telja að „samdráttur
í rekstri Bæjarútgerðarinnar
skaði Hafnarfjörð“.
Fordæmi kommúnista
Kommúnistar hafa löngum
verið talsmenm bæjarútgerða,
og þeir hafa jafnan rekið upp
ramakvein í hvert sinn, sem tog
ari einhvernar bæjarútgerðar
hefur verið seldur. Þeir höfðu
hátt þegar Bæjárútgerð Hafnar-
fjarðar seldi togara og þeir hafa
einnig látið til sín heyra í hvert
sinn sem minnzt er á slikt í sam-
bandi við Bæjarútgerð Reykja-
víkur. En athyglisvert er að sjá
hverja stefnu kommúnistar hafa
tekið í því bæjarfélagi á land-
inu, sem þeir ráða yfir, Nes-
kaupstað. Þar var fyrir nokkrum
árum rekin viðamikil bæjarút-
gerð með togurum og öllu til-
heyrandi. Segja má, að komm-
únistar hafi nú raunverulega
lagt þessa bæjarútgerð niður,
þótt einhver rekstur sé þar enn,
en það er þá einungis með minni
bátum, en ekki með togurum.
Breytinga er Jiörf.
Sannleikurinn er sá, að reynsl
an af bæjarútgerðum hefur verið
mjög slæm. Hér í Reykjavík
varð borgarsjóður að borga 15
milljónir króna á síðastliðnu ári
til þess að standa undir halla-
rekstri Bæjarútgerðar Reykjavík
ur. Bæj.arútgerðir voru upphaf-
lega stofnaðar í þeim tilgangi að
tryggja næga atvinnu í kaup-
stöðum kringum landið, þegar
hana var ekki alltaf að fá, en
þær forsendur eru nú ekki leng-
ur fyrir hendi. Atvinna er meiri
en nóg í landinu, og bæjarútgerð
er ekki lengur annað en baggi
á þeim bæjarfélögum, sem rekið
hafa slíkar útgerðir. Þess vegna
vekur það óneitanlega furðu og
bendir til þess að viðkomandi
aðilar horfi fremur til haka en
fram á við, þegar gerðar eru
ki'öfur um aukinn og viðameiri
rekstur bæjarútgerða, ekki sízt
á stað eins og Hafnarfirði, þar
sem Bæjarútgerðin. hefur verið
bæjarfélaginu og bæjarbúum
alveg sérstaklega þungur baggi.
„Hrólfur"
„Á
rúmsió
2 einþátfungar
frumsýndir
i
kvöld
Bæði þessi leikrit Sigurðar
áttu miklum vinsældum að
fagna meðal almennings á
sínum tíma og voru sýnd út
alla nítjándu öldina. Á þess-
ari öld hafa þau sjaldan verið
sýnd á leiksviði, en bæði voru
þau flutt í útvarp fyrir
nokkru.
Það má með sanni segja, að
leikrit Sigurðar Péturssonar
séu börn síns tíma. Þau eru
samin fyrir nemendur í Hóla-
vallaskóla o.g allur útbúnaður
í leiknum í samræmi við þær
aðstæður sem skólasveinar
hafa út við að búa, enda hafa
þeir tæplega gert sterkar kröf
ur til leiksviðsbúnaðar. En
með því að einbeita athyglinni
að persónusköpun höfundar-
ins o.g skapa sem sannferð-
ugasta mynd af heimilisbún-
aði þessara tíma fæst án vafa
sönn og skemmtileg aldarfars
lýsing og Hrólfur hefur jafn-
an verið mjög þakklátt verk-
efni fyrir leikendur víðsvegar
um land.
Bóndi hefur borið sauðaþjófnað á Jón, granna Gissurar, og hér slær í hart á milli þeirra.
— Það lekur
Framh. af bls. 1.
hægt að koma þeim í fram-
kvæmd nema að örlitlu leyti.
Arkitektinn segir, a'ð umræð
ur hafi verið um það, hvort
sýningarsalurinn á Charlotten
borg geti talizt fullnægjandi
sýningarsalur, þótt viðgerð
verði látin fara fram og séu
flestir sammála um, að hann
svari engan veginn til nútíma
kröfum. Loks segir Preben
Hansen að þess verði reynd
ar að gæta, að veðráttan í vet
ur hafi verið slík, að ekki
verði hjá vatnssköðum komizt
Frá v.: Hrólfur (Bessl BJamason), bóndl, og helmasætan (Margrét Guðmundsson).
Megin inntak þessa stutta
leikrits eru svik og ill ámæli,
sem snúast fyrir tilverknað
góðra manna upp í sannkall-
að kærleiksverk.
Ekki hefur vakað fyrir höf-
undi að skapa rismikið leik-
húsverk með „dramatískum"
tilþrifum og ógnlegum örlög-
um, eins og nú er mikil tízka,
heldur dregur hann upp á
einkar viðfeldinn og gæzku-
lausan hátt trúverðuga mynd
af mannlegum viðskiptum, og
mannlegum ófullkomleik.
Leikendu'r í Hrólfi eru 8
eins og fyrr er getið, Árni
Tryggvason, Bessi Bjarnason,
Valdemar Helgason, Sverrir
Guðmundsson, Þóra Friðriks-
dóttir, Margrét Guðmunds-
dóttir, Anna Guðmundsdöttir,
Jón Júlíusson. Leikmynd
gerði Lárus Ingólfsson.
Seinni leikþátturinn er tölu-
vert nýrri af nálinni, saminn
af ungum, pólskum rithöfundi
Slawomir Mrozek að nafni.
Hann gerist á rúmsjó, eins og
nafnið gefur til kynna og virð
ist mjög í anda nútímastefnu,
sem kölluð er „avant-garde".
Aðalhlutverkin í þessum ein-
þáttung eru þrjú. leikin af
Bessa Bjarnasyni, Árna
Tryggvasyni og Valdemar
Helgasyni. Auk þess fara þeir
Valdimar Lárusson og Sverr-
ir Guðmundsson með minni
hlutverk. Gunnar Bjarnason
hefur gert leikm,yndir við ein
þáttunginn.
Slawomir Mrozek er þekkt-
ur leikritahöfundur í heima-
landi sínu og eru leikrit hans
sýnd í mörgum leikhúsum í
Evrópu um þessar mundir.
Þetta er fyrsta leikrit þessa
höfundar, sem sýnt er hér á
landi.
Leikstjóri Hrólfs og Á rúm-
sjó, er Flosi Ólafsson.
Bóndinn á bænum (Árni Tryggvason) og Gissur úr Grindavík
Valdemar Helgason) hafa uppgötvað, að Hrólfur hefur svikið
inn á hóndann aflóga bykkju í stað forláta gæðings.
Dæmi um vatnsskemmdir i
lofti sýningarsalarins.
enda hafi þeir orðið í nýjum
húsum jafnt sem gömlum. En
hann kveðst hinsvegar ekki
bjartsýnn á að f járveitingar til
lagfæringar sýningarsalarins
í Charlottenborg verði aukn-
ar á næstunni.