Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 3
MiSvTkuclaffur 9. febrúar 1966 MORCUNBLAÐIÐ 3 f SNJÓR STÍFLAÐI VATNIÐ TIL SKÓLANS Nemendum var skipt niður á bæina SKÓGUM, Axarfirði, 8. febr. — Kennsla féll niður og ungl- ingunum í skólanum í Lundi í Axarfirði var skipt niður á bæina, þegar vatnsieiðsla í heimavistarskólanum bilaði við að stíflast af snjó, Hefur svo staðið í viku, 'og komst þetta ekki í lag fyrr en í gær. í skólanum eru 37 nemendur víðs vegar að af landinu. Hér er allt á kaf í snjó og allir vegir ó- færir innahhéraðs. Póru ung- lingarnir því gangandi á milli. Samgöngur eru engar og síma sambandslaust hefur verið við Kópasker, sem er okkar aðal við skiptastaður, þangað til í gær. Er hér ein beltisdráttarvél, sem notuð er til að flytja fólk á milli staða, þegar nauðsyn kref- ur. Skemmdir urðu litlar hér í óveðrinu. Hey fauk á stöku stað. — S. B. Aldrei meiri inn- og útflutningur tJtflutt í desember fyrir 835,4 millj. kr. Uóðviðri var hér á lanai í gær utan smáél á Austfjörð- um og Norðurlandi. Frost var þó talsvert í innsveitum, víða 10—12 stig vestan og norðan lands rétt fyrir hádegið. Engin veruleg breyting er á hæðinni yfir Grænlandi eða lægðinni vestur af Bretlands- eyjum. Veður mun því hald- ast nær óbreytt í bili. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: Suðvesturmið: A-stinn ingskaldi, hvasst með köflum austan til, skýjað. Suðvestur- land til Breiðafjarðár, miðin: NA gola eða kaldi, léttskýjað. Vestfirðir og Vestfjarðarmið: NA gola eða kaldi, smáél norðantil. Norðurland og mið- in: A og SA gola viða létt- skýjað. Norðausturland, Aust- firðir, miðin og Austurdjúp: NA gola eða kaldi, smáél. Suðausturland og miðin: NA kaldi, en stinningskaldi á mið- unum, bjartviðri. Veðurhorfur á fimmtudag: Hægviðri og sennilega úr- komulaust, allmikið frost á Norðurlandi, en vægt á Suð- urlandi. VÖRUSKIPTA JÖ FNUÐURINN í desem'ber var hagstæður um 103,2 mililj. króna. Flutt var út fyrir 8i35,4 millj,, og er það lang- mesti útflutningur sem orðið hefur í einum mánuði. Næst- mesti mánaðarútflutningur var í nóvember 1965 þá var flutt út fyrir 518,7 millj. kr. í aðeins eitt annað Skipti hefur mánaðarút- flutningur numið yfir 500 millj. kr., þ.e. í nóvember 1984 509 millj. kr. Innflutningurinn í desember el. nam 616,4 miilj. kr. að frá- dregum skipum og flugvélum, og er þar einnig um að ræða mesta innflutning, sem orðið hefur í mánuði. Innflutningur hefur aðeins tvisvar áður farið yfir 500 millj. kr. í miánuði, í nóvember 1965, 516,4 mi'llj. kr„ og í júní 1965, 507,2 millj. kr. Innflutningur skipa og flug- véla er ekiki meðtalinn við þenn- í stuttu máli J 1 Berlín, 8. febrúar — j AP — NTB. • Tveimur vopnuðum a- 1 þýzkum landamæravörðum I tókst í gær, mánudag, að flýj a j til V-Berlínar. Báðir eru J mennirnir 21 árs gamiir. Þeir komust yfir hindranir 1 skammt frá þeim stað, þar sem annar a-þýzkur flótta- , maður var skotinn til bana, 1 fyrr urn daginn. Var skotið á manninn a.m.k. 50 skotum. I Washington, 7. febr. AP: • Bandaríska utanríkisráðu neytið hefur staðfest, að ' Bandaríkjastjórn hafi selt Istjórh fsraels skriðdreka af Patton-gerð. Fregn þess efnis var birt í blöðum í Kairo — og sagði talsmaður róðuneyt- isins, Marshall Wright, í gær, að það væri rétt hermt. Hann j sagði það stefnu Bandaríkja- stjórnar að leitast við að | viðhalda hernaðarlegu jafn- j vægi rnilli Arabaríkjanna og i fsraels og hefði hún jafnan l hvatt til þess að sala herbún I aðar þangað yrði takmörkuð. í' Nú hefðu hins vegar borizt Ifregnir um mikla hergagna- sölu frá Sovétríkjunum til landanna í Mið- og Austur- löndum, Egyptalands, Sýr- lands og íraks og því hefði verið tekin ákvörðun um að selja hergögn til ísraels, Jórd an og Saudi Arabíu. an samanburð, vegna þess að hann er tekinn í skýrslu aðeins tvisvar á ári: Innflutningur fyrra hluta árs með innflutningstö'lum júniimánaðar og innflutningur síðari hluta árs með innflutn- ingstölum desembermánaðar. En innflutningur skipa og flugvéla var í desemiber 1965 115,7 millj., fiskiskip fyrir 20,9 millj., önnur skip fyrir 92,7 millj. og flugvél- ar fyrir 2,1 mil'lj. Frá janúar til desem'ber 1965 var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 342,2 millj. útflutt fyrir 5558,9 mi'llj. og innflutt fyrir 5901,9 millj., þar af skip og flugvélar fyrir 583,7 mill'j. Á sama tíma 1964 var vöruskipta jöfnuðurinn óhagstæður um 860 millj., útflutt fyrir 4775,9 mi'llj. og innflutt fyrir 5635,6 millj., þar af skip_ og flugvélar fyrir 937,8 millj. í desem'ber 1964 var vör uskiptaj öf nuðurinn óhags tæð ur um 394,7 millj. kr. „Við leggjum hér með blátt ban.n við því að söngvar okk- ar verði fluttir opinberlega, í útvarpi, í glymskröttum og á skemmtistöðum og gildir þetta bann þar til stjórn Grikklands hefur afnumið ritskoðun á söngvum okkar“. Þannig hljóðaði tilkynning þeirra þriggja grísku tónskálda, sem öðrum fremur hafa gert grísk sönglög heimsfræg á sein ustu árum. Mennirnir eru Man- os Hadjidakis, sem hlaut „Osc- ar“ verðlaunin fyrir lagið „Aldrei á sunnudegi"; Mikis Theodorakis, er skrifaði tón- listina fyrir kvikmyndina „Zorba the Greek“, og Stavros Xarchakos er skrifaði tónlist fyrir sjónvarpskvikmynd er nefnist „Grikkland Melinu Mer couri“. í sameiginlegu bréfi til dag- blaðanna í Aþenu, gáfu tón- skáldin þær upplýsingar, að stjórnin léti ritskoða alla söngva þeirra, en slík ritskoð- un færi ekki fram á neinum grískum bókum eða leikhús- verkum. í bréfinu kváðust þeir mundu halda tónsmíðum áfram, en aðeins fyrir útlendan mark að, því þar þyrftu þeir ekki að óttast ritskoðun á verkum sínum. Tónskáldin undirstri'k- uðu, að banninu við flutning á söngvum þeirra í Grikklandi, yrði ekki aflétt, fyrr en stjórn- in legði niður „þessi kjána- legu og ólýðræðislegu afskipti". Reykjaskóli sambandslaus Nemendum líður vel MIKIÐ ER um bilanir á síma út á landsbyggðina. Það má m.a. heyra í lestri tilkynninga í út- varpinu, sem notaður er til að koma skilaboðum áleiðis. í gær var t.d. lesin tilkynning frá skólastjóra Reykjaskóla um að nemendum liði öllum vel. En símasambandslaust hefur verið við skólann síðan 28. janúar. Má því búast við að aðstand- endur nemenda hafi verið að velta fyrir sér, hvernig þar hafi liðið í þeim veðraham, er geng- ið hefuv yfir. f tilkynningu skóla stjórans segir að heilsufar sé gott, nemendum líði vel og ekk- ert hafi orðið að þeim í óveðr- inu. Talsmaður ritskoðunarnefnd- arinnar, Takist Georgiou, sagði að nefndin hefði starfað í 25 ár án nokkurra árekstra. Starf nefndarinnar væri fólgið í því, að yfirfara texta sönglaganna og strika út þau orð og línur er ósæmileg Þættu. í þau 25 ár, sem nefndin hefði starfað, hefðu aðeins 10 sönglög verið bönnuð. Afmælis- happdrætti Varðar ÞEIR, sem hafa fengið happ- drættismiða frá Afmælishapp- drætti Varðar eru vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst. Skrifstofan er í Sjálfstæðis- húsinu við Austurvöll, — sími 17104. Tillaga um vðrmaveitu- áætlun fyrir Akranes - Akranesi, 8. februar: — HEITT VATN þrá bæjarbúar til að hita upp hýbýli sín. Það er lofsvert framtak hjá bæjar- stjóra, að tveir jarðborunar- menn voru fengnir til að bora eftir heitu vatni, eins og áður hefur verið frá skýrt í Mbl., á þremur stöðum á Stillholti, á Innra Hólmi og á Hvítanesi. Ekki hefur Jarðborunardeild ríkisins unnið til fullnustu úr árangri borananna. En sérfræð- ingum þar þykir, eftir hitastig- inu í borholunum að dæma, ein- dregið benda til að jarðhiti sé nógur á 500—700 m dýpi, sem er samsvarandi niðurstaða og reynzt hefur í Reykjavík. Spurn ing er hvort vatnið fáist nóg. Eitt er þó víst, að fáist vatn, verður um að ræða heitt vatn. Tillaga er komin fram um að samin verði heildaráætlun um varmaveitu fyrir Akranesbæ, sem leggja megi til grundvallar frekari framkvæmdum. — Oddur. Gæðingur varð fyrir bíl Akureyri, 8. febrúar: — LAND-ROVERBÍLL rakst all harkalega á hest á gatnamótum Þórunnarstrætis og Hrafnagils- strætis um 9 leytið í gærkvöldi. Háir snjóruðningar voru með- fram götunum og skyggðu á um- ferðina. Bíllinn lenti á vinstri lend hestsins, sem skall flatur á snjó- vegginn, en reiðmaðurinn og eig'andi hestsins, Egill Jónasson, kastaðist yfir hinn háa ruðning, kom niður í mjúkan snjó og slapp ómeiddur. Hesturinn marð- ist nokkuð á lendinni, en mun vera óbrotinn. Bíllinn beyglað- ist dólítið að framan. Hesturinn heitir Eldur og er kunnur gæðingur og veðhlaupa- hestur hér um slóðir. — Sv. P. VARÐAR v DREGIÐ 1I.FEBR0AR 1966 r VERÐMÆTl VINNINGA KR.315.000.00 Þrjú grísk tónskáltí mótmæla ritskoöun STAKSTHNAR Beinlausa „furðuveikið“ í hlaðinu ,Suðurlandi“, sem út kom 15. jan. sl. birtist þessi klausa: „Fyrsti jafnaðarmaðurinn, sem myndaði stjórn í Bretlandi var Ramsey MacDonald. Hann þótti fremur reikull í ráði og ó- sjálfstæður í skoðunum. Þess- vegna gaf Winston Churchill honum nafnið" „beinlausa furðu. verkið“. Nú hafa íslendingar greinilega eignazt slikt furðu- verk, en það eru stjórnmálasam- tök þau, er nefna sig Fram- sóknarflokk. Þegar rætt hefir verið um stóriðjumál, hafa sum- ir framsóknarmenn talið sjálf- sagt að virkja Jökulsá á Fjöll- um og stofnsetja aluminium- verksmiðju á Norðurlandi. Hér syðra hafa tveir varaþingmenn flokksins lagt áherzlu á, að verksmiðjan yrði staðsett á Suðurlandi. Hefir annar mælt sterklega með Þorlákshöfn, en hinn talið Dyrhólaós rétta stað- inn. Nú hefir formaður flokks- ins kvatt sér hljóðs, og sagt flokkinn vera á móti stóriðju- hugmyndum, (aftur á móti sé flokkurinn með hinni leiðinni, sem enginn veit hver er, enda varla von, þar sem talið er, að þar sé aðeins um að ræða gaml- an bandarískan kosningaslag- ara: „the alternative way.“) Verður nú fróðlegt að sjá, hvernig hinir garpslegu „lókal- patríótar“ framsóknarmanna hér í Suðurlandskjördæmi bregðast við þessari afstöðu for- manns síns. Sýnt er, að foring- inn telur ekki, eins og liðsmenn hans, að vegir liggi til allra átta; Dyrhóla, Húsavíkur, Þor. lákshafnar; — heldur aðeins á hinn staðinn.“ „Frdbær" írétta- þjónusta HÆSTA TILB0Ð1400MILLJ. ; Þessi mynd er af hluta forsiðu Tímans sl. Iaugardag. Hún gefur glögga mynd af hinni „frábæru“ fréttaþjónustu þess blaðs. 1 frétt neðarlega á forsíðu skýrir blað- ið frá því að tilboð í Búrfells- virkjun hafi vwáð opnað daginn áður og í fyrirsögn er þess getið að hæsta tilboð hafi verið 1400 millj. kr. Ekki þykir blaðinu ástæða til að vekja athygli í fyrirsögn á lægsta tilboði og bendir það ótvírætt til þess, að Fram- sóknarmenn vilji láta taka hæsta tilboði en ekki því lægsta. Væri það í samræmi við aðra afstöðu þeirra til virkjunarmála Tím- inn bætir svo gráu ofan á svart með því að birta mynd af vara- formanni flokksins, prúfessar Ólafi Jóhannessyni, ofan við þessa dæmalausu fyrirsögn, væntanlega sem merki þess, að andi hins virta lagaprófessors svífi yfir afturhaldsafstöðu Fram sóknarmanna til virkjunarmála og stóriðju. Er gerð tilraun til þess að setja svartan stimpil á þennan ágæta prófessor, því að hann hefur þó verið einn fárra Framsóknarmanna sem haft hef- ur tilburði í þá átt að taka mál- efnalega og heiðarlega afstöðu til mála, sejn ekki verður hins vegar sagt um formann flokks. ins, Eystein Jónsson. Það er ein- mitt í samræmi við málflutning hans og afturhaldsstefnu, sem Tíminn iðkar hina „frábæru“ fréttaþjónustu sína um tilboðin í Búrfellsvirkjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.