Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 9. febrúar 195« MORCUNBLAÐIÐ 27 — Ræ&a Magnúsar Framhald af bls. 28 gjaldheimta og hvert þetta fé fer. Stærstu útgjaldaliðir rikissjóðs eru þessir: Félagsmál, 23% af útgjöldum ríkissjóðs og niður- greiðslur á vörum 14,8%. Hér er raunverulega um innheimtu að ræða, sem dreift er aftur til borgaranna í ýmsum myndum. Má því segja, að 38 aurar af hverri innheimtri krónu fari aft- ur til borgaranna. Útgjöld til menntamála nema 15,3% og stjórnunarkostnaður 10,5%. Aðrir liðir eru innan við 10%. Tekjum ríkissjóðs má skipta í tvennt: beina skatta, þ.e. tekju- og eignaskatt og óbeina skatta þ.e. tolla og söluskatt. Tekjuöfl- unarkerfið er mjög flókið. Er það svo í flestum löndum. Þró- unin hefur verið sú, að nýir skattar hafa komið til vegna þess, að hentugra hefur þótt að leggja skatta á einstakar þarf- ir fremur en almenna skatta. Niðurstaðan er sú, að við búum við aragrúa skatta og gjalda. Á síðustu árum hefur sú breyt ing á orðið, að létt hefur verið á beinum sköttum og er það vafa- laust í samræmi við vilja al- mennings. Helztu umbætur, sem gerðar hafa verið eru þessar: Vinna við eigið 'húsnæði er skattfrjáls. Helmingur af tekjum giftra kvenna er undanþeginn skatti. Heimilað er að verja 10% af tekjum til menningar- og mannúðarmála. Hlutfall skatta hefur verið fært skattgreiðendum í vil. Áður nam það allt að 90% af heildartekjum manna. Nú er það hæst 57% til ríkis og sveitarfélaga, og nær raunar aldrei þeirri upphæð. — Tekjuskattur nemur frá 9% í 27% á einstaklinga. Stórkostlegar umbætur hafa verið gerðar á sköttum félaga. Þau greiða nú fastan skatt til ríkissjóðs 20% og raunverulegar skattgreiðslur félaga geta ekki farið yfir 43% og hefur þá verið tekið tillit til þess, að aðstöðu- gjöld eru frádráttarbær. Varasjóðshlunnindi félaga nema 25% af hreinum tekjum. Heimild er einnig um 10% frádrátt af hlutafé áður en arður er greidd- ur. Ekki verður því annað sagt en íslenzk skattalög búi vel að fé lögum, ef þau eru rétt upp byggð en sannleikurinn er sá að hlutafé lög eru byggð upp með of litlu þlutafé hér á landi. Undanfarin ár hefur skattalög- unum verið breytt árlega og er það ekki heppileg skipan mála. En hins vegar hefur orðið að taka tillit til kaupgjalds- og verð lagshækkana. Síðasta breytingin fól í sér þá reglu, að tekjuskattur skuli breytast skv. skattavísitölu, sem fjármálaráðherra ákveður. Hún hefur ekki verið ákveðin fyr ir árið 1966 en það verður gert á næstunni. Ljóst er hins vegar, að skattþungi á ekki að aukast þrátt fyrir það að kaup manna hækki vegna dýrtíðarinnar. Ég er þeirrar skoðunar, að skattþungi beinna skatta sé ekki óeðlilegur. Við höfum náð því marki að gjaldheimta ríkisins i formi beinna skatta er mjög hóf- eamleg. Af þeirri upphæð sem ríkið tekur til beinna þarfa nem- ur tekju- og eignaskattur 10,7%. Staðgreiðsla skatta Fjármálaráðherra vék síðan að fyrirhuguðum breytingum á inn- heimtu skatta og sagði: Mikil- vægasta breytingin sem framund an er, er staðgreiðsla skatta, sem upp á að taka á næsta ári. Þetta mál hefur lengi verið rætt og at- hugað. Hér er um flókið vanda- mál að ræða en áherzla er á það lögð, að það komist til fram- kvæmda á næsta ári. Vegna stig- hækkandi skatta er þetta kerfi mjög flókið í framkvæmd og það nær einungis til einstaklinga en ekki félaga. Spyrja má, hvort ekki sé grund völlur fyrir því að afnema al- gjörlega beina skatta. Um það er erfitt að dæma, en ég tel þó að slíkt sé ekki á næsta leyti og þró- unin er ekki sú í nálægum lönd- um. Meginatriðið er að samræma beina skatta svo, að þeir verði innan hæfilegs marks. Þá vék fjármálaráðherra að ó- beinum sköttum og hugsanlegum nýjungum í gjaldheimtu: Sölu- skatturinn er mjög vaxandi tekju liður fyrir ríkissjóð. Á sl. óri gaf hann um 1 milljarð króna og gert er róð fyrir, að á yfirstandandi ári nemi hann um fjórðungi allra ríkistekna. Sumir kunna að spyrja, hvort þetta sé ekki óhóf- leg skattheimta. Því er til að svara, að söluskattur á íslandi, sem nemur 7V2% er með því lægsta sem þekkist í nálægum löndum. Sums staðar kemst hann upp í 12%. Rætt hefur verið um nýjan skatt, verðaukaskatt, sem er mjög líkur söluskatti. Hann er nú til athugunar innan EBE og er með þeim athugunum fylgst af okkar hálfu. Er hugsanlegt að að honum verði horfið á næstu ár- um. Tollar Tollar eru mjög háir hér á landi. Á fjárlögum 1966 eru tekj- ur af þeim áætlaðar 1% milljarð- ur króna, eða um 40,7% af ríkis- tekjunum. Víðtækar umbætur hafa verið gerðar í tollamálum á undanförnum árum. Þær eru bæði efnislegar og tæknilegar. Aðflutningsgjöldum var steypt saman í einn verðtoll og toll- skránni breytt í samræmi við hina svonefndu Brússel-tollskrá. Þá hefur verið stefnt að lækkun hátolla, bæði til þess að koma þeim í skynsamlegt horf og vinna gegn smygli. Áður fyrr komust tollar upp í allt að 300% en nú nema hæstu tollar 125%. Með núgildandi toll um má gera ráð fyrir, að tolla- prósenta af vörum sé um 30% af verði vöru. Meðaltollur 1964 nam 31,9%. Tollamálin eru sérstakt vanda- mál og víðtækt vegna viðskipta- þróunar undanfarinna ára. Jafn- vel A-Evrópulöndin vilja nú taka upp frjálsari viðskiptahætti en áður. O.E.C.D. hefur bent á, að tollar væru hér óeðlilega há- ir og af þeim sökum væru við- skiptakjör okkar ekki eins góð og skyldi. Er því brýn þörf á að bæta viðskiptakjör okkar og lækka aðflutningsgjöld veru- lega. Fjármiálaráðherra ræddi síðan skiptingu í verndartolla og fjár- öflunartolla og sagði: EFTA og EBE stefna að afnámi allra verndartolla, þeir eiga að hverfa innan þessara viðskiptaheilda. Við höfum af því vaxandi óhag- ræði að vera utan þessara við- skiptaheilda og greiðum hærri tolla, en löndin sem í þeim eru. Óumflýjanlegt er. að við gerum okkur nokkra grein fyrir afstöðu okkar til þessara heilda. Ann- ars vegar er um að ræða óhag- ræði útflutningsatvinnuveganna af þessum sökum, hins vegar staða iðnaðarins. Ýmsar greínar hans búa við óeðlilega tollvernd. Slík aðstaða getur skapað ó- heillavænlega þróun. Hvort sem við neyðumst til þess eða ekki ,til þess að verja viðskiptahagsmuni okkar, að gerast aðilar að EFTA, er ljóst, að víðtækar breytingar verður að gera á tollakerfinu. Við verð- um alla vega að skapa hér frjáls ari viðskiptahætti og það verður að gerast án þess að skaða iðn- aðinn. Af þeim sökum er brýn nauð- syn á að fastmóta á næstunni stefnuna í tollamálum og auknu innflutningsfrelsi á næstu árum, svo að iðnaðurinn viti hvað er að gerast og hafi nokkurn fyr- irvara á þeim breytingum, sem í vændum eru. Spurningin er sú, hvernig við getum komið málum okkar í það horf ,að við getum tekið þátt í viðskiptasam- starfi annarra þjóða þegar við teljum það henta íslenzkum hags munum. Þá verðum við einnig að gera okkur grein fyrir hvern- ig mæta á fjárþörf ríkisins af þessum sökum. Skattaframtölin Magnús Jónsson vék síðan að skattaeftirlitinu og sagði: Því miður er þjóðfélagið ekki sak- laust af röngum skattaframtöl- u-m undanfarin ár. En allir eru væntanlega sammála um nauð- syn þess að leggja grundvöll að réttum sikattaframtölum. Skatta- álögurnar voru áður fyrr svo þungar, að menn töldu sig til- neydda að svíkja undan skatti. Þegar skattakerfinu var komið í rétt horf var horfið að því ráði fyrir tveimur árum að setja upp skattaeftirlit til þess að fylgjast með framtölum. Eins og ég sagði áðan, átti þjóðfélagið nokkra sök á því ástandi, sem ríkti í þessum efnum og flutti ég því tillögu á Alþingi um heim- ild til þess að fella niður sikatt- sektir ef menn gæfu upp það sem undan hefur verið dregið á undanförnum árum. Flestir munu sammála um, að þetta var eðli- leg ráðstöfun. Er því nú síðasta tækifærið fyrir menn til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Ég vil taka fram að séktir, sem lagðar hafa verið á menn af þess um sökum 'hafa verið allt að 70% lægri en gert er ráð fyrir að þær megi vera í þeim reglum, seru um það hafa verið settar. Ýmsir, sem k^nnski eru ekki óiheiðarlegri en margir aðrir, hafa orðið hart úti en einhver má'l verður að taka fyrir. En við skulum vona, að við getum byggt upp það hugarfar, að rétt verði talið fram í framtáðinni. Tollsvik. Smygl hefur verið mikið vanda mál hér á landi. Tollar ’hafa að vísu verið lækkaðir til þess að draga úr því en samt sem áður eru miki’l verðmæti ílutt inn í landið án þess að aðflutnings- gjöld séu af þeim greidd. Brýna nauðsyn bar til að koma á þetta föstum reglum og hefur það nú verið gert. Eru þær við það mið- aðar, að þær henti heiðarlegum þjóðfélagsborgurum og ekki strangari en svo, að menn ættu bærilega að geta við unað. Hvað má taka mikið af borgurunum? Það er mikið álitamál hvað mikið má taka af borgurunum til ríkisþarfa. Útgjöld ríkissjóðs hafa farið vaxandi á undan- förnum árum og menn hafa neyðzt til að afla -fjár til þess- ara útgjalda. Nú er unnið að því að rannsaka hvað útgjöld ríkissjóðs megi hækka mikið á næstu árum með svipaðri gjald- heimtu og nú og án þess að nýir skattar verði lagðir á. En ef það er skoðað hvað hið opinbera tekur í sinn hlut af þjóðartekjunum kemur í ljós að hér á landi tekur hið opinbera 27,8%, í Danmörku (1963) 29,4% Noregi 37,7%, Svíþjóð 40,7%, Vestur-Þýzkaland 37,5% og Bret land 31,7%. Að vísu er þess að gæta, að þessar þjóðir bera mikil hern- aðarútgjöld en þá er á það að líta, að lítið þjóðfélag er tiltölu- lega dýrt í rekstri. Við byggjum stórt land og hlutur okkar að því leyti erfiðari en annarra. Þessar tölur sýna, að við tökum ekki óhæfilega mikið af okkar þjóð- félagsþegnum og álögum er hald ið innan skynsamlegra marka. Að lokum sagði fjármálaráð- herra: Það er og hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins, að hið opin- bera sjái fyrir sameiginlegum þörfum borgaranna og efli jafn- framt sjálfbjargarhvöt þeirra. — Ríkisvaldið má aldrei gleyma því að það gegnir þjónustuhlutverki. Það er til orðið fyrir borgarana, þeir ekki fyrir það. En borgar- arnir verða einnig að gera sér grein fyrir því, að þeir eiga sín- um skyldum að gegna gagnvart samfélaginu. Forráðamenn ríkis- fjár verða jafnan að gæta þess, að það sé hagnýtt af hagsýni og heiðarleik. En borgararnir verða líka að gæta þess, að ríkissjóður er þeirra sameiginlegi sjóður. Að svíkja hann er sama og að svíkja sjálfa sig og meðborgara sína. Fjárkröfur á hendur ríkinu, krefjast nýrra tekna, sem ekki verða teknar nema úr vösuni borgaranna. Um leið og þeir gera kröfu um hófsamlega gjald- heimtu verða þeir einnig að sýna hófsemi í kröfum á hendur ríkis- sjóði. Að lokinni ræðu fjármálaráð- herra tóku til máls, Þorbjörn Jó- hannesson, Sigurjón Bjarnason, Ingólfur Möller, Sigurður Magn- ússon og Snorri Halldórsson. — Skora á Aíþingi Framhald af bls. 28 nú þegar eða í síðasta lagi um leið og íslenzkt sjónvarp tekur til starfa.“ Fullveldishátíð háskólastúd- enta 1. desember s.l. var helguð varðveizlu þjóðernis. Hátíðar- ræðu dagsins flutti Sigurður Lín dal hæstaréttarritari, og lagði hann m.a. áherzlu á þá hættu, sem íslenzku þjóðerni stafaði af erlendu hermannasjónvarpi í landinu. Ræðu Sigurðar var frá bærlega vel tekið af stúdent- um, og komu þegar samdægurs upp meðal þeirra háværar raddir um, að fylgja bæri þessu máli eftir með einhvers konar fjöldaaðgerðum. Nokkrum dög- um síðar kom saman allstór hópur áhugasamra stúdenta til að ræða þetta, og var þá ákveð- ið að hefja meðal háskólastúd- enta söfnun undirskrifta undir fyrrgreinda áskorun. Þessi sami hópur valdi síðan einn fulltrúa úr hverri háskóla- deild til að annast framkvæmd málsins. Voru það Aðalsteinn Eiríksson stud. theol., Guð- brandur Stein.þórsson stud. polyt Ólafur Steingrímsson stud med., Vésteinn Ólason stud. mag., Þor- björn Guðjónsson stud. oecon. og Þorvaldur Grétar Einarsson stud. jur. Undirskriftasöfnun var hafin í annarri viku desembermánaðar, en þar sem erfitt er að ná til margra stúdenta í þeim mán- uði, var ákveðið að afhenda ekki áskorunina, fyrr en alþingi kæmi saman aftur að loknu jóla- leyfi þin-gmanna. Undirskriftir miðast við þá stúdenta, sem toldust innritaðir í byrjun desember samkvæmt þeim gögnum, sem fáanleg voru á skrifstofu háskólans. Hafa list arnir verið kannaðir vandlega og strikað yfir nokkur nöfn, sem ekki fundust í bókum skólans. Samkvæmt þeim voru 1116 inn- ritaðir í háskólann, þegar söfn- un hófst. Eru þá taldir með 41 erlendur stúdent, en þeim var ekki gefinn kostur á að skrifa undir áskorunina. Enn fremur er vitað með vissu um yfir 70 innritaða í I identa, sem dvöld- ust erlendis eða utan Reykja- víkur og nágrennis, meðan söfn- un fór fram. Söfnun var hætt, þegar komn- ar voru sex hundruð fullgildar undirskriftir. Rétt er að vekja athygli á, að undirskriftirnar gefa ekki á- kveðið til kynna um afstöðu þeirra, sem þar eru ekki með. Hér er um að ræða opinbera á- skorun sex hundruð háskólastúd enta, en ekki neina allsherjar skoðanakönnun meðal þeirra. Fyrst og fremst vegna þess, að söfnun var hætt, þegar ákveðnu marki var náð, og hefði með vissu verið hægt að safna fleiri undirskriftum. Allmargir töldu sig hlutlausa eða ekki viðbúna að taka afstöðu til málsins. Aðr- ir töldu rétt að takmarka sjón- varpið við herstöðina, en gátu þó ekki fallizt á, að það bakaði þjóðerninu hættu. Loks voru ýmsir, sem kváðust efnislega sammála áskoruninni ,en töldu þetta ekki rétta aðferð til að koma málinu áfram eða vildu einhverra ástæðna vegna ekki taka þátt í opinberri áskorun. Undirtektir stúdenta í heild voru frábærlega góðar. Fjöldi manna sýndi málinu mikinn á- huga, og til viðmiðunar um, hve mikil þátttakan raunveru- lega er, má benda á, að undan- farin ár hafa um sex hundruð síúdentar greitt atkvæði í kosn- ingum til stúdentaráðs, en mikill áhugi hefur ríkt á þeim. Sjónvarpsmálið hefur frá upp hafi verið hafið yfir alla flokka- drætti meðal háskólastúdenta. Meðal þeirra, sem áttu þátt í að hrinda þessari undirskrifta- söfnun af stað, eru menn úr öllum stjórnmálaflokkum. Und- ir áskorunina hafa m.a. ritað allir núverandi stúdentaráðs- menn, þeir þrír fyrrverandi formenn stúdentaráðs, sem enn eru við nám í- háskólanum, og auk þeirra nær allir aðrir for- ystumenn í félagslífi stúdenta.“ Háskóla íslands, 8. febrúar 1966 Framkvæmdanefnd. —Ál'pingi Framhald á bls. 8 við Alf Lund, framkvæmdastjóra loðdýraræktarfélaganna dönsku, er var hér á ferð í sumar, að hann teldi að skilyrði til minka- eldis væru sérstaklega góð hér á landi og hefði hann látið í ljós undrun yfir, að það skyldi ekki vera leyft. Að lokum vitnaði flutnings- maður svo í áíit veiðistjóra, en þar kom m.a. fram að hann væri ekki jnótfallinn því að hafin yrði minkarækt að nýju hér á landi. Væri fyllsta öryggis gætt um vörzlu dýranna ig vandað til framleiðslu skinnanna, þá væri það trú sín, að þessi nýja at- vinnugrein mætti verða þjóðinni til gagns en ekki til tjóns. Halldór Ásgrímsson (F) sagði að sú ákvörðun að banna hér minkarækt hefði verið tekin eftir ýtarlega rannsókn, hefði enginn neitað því, er sú ákvörðun var tekin, að minkurinn væri skað- ræðisdýr, og víst væri að villi- minkurinn hefði skapað mikið fjárhagslegt tjón og einnig valdið miklu tjóni á fuglalífi landsins. Reynsla okkar og annarra þjóða væri sú, að aldrei væri hægt, að koma fyllilega í veg fyrir að minkar slyppu úr búrum. Þá hefði það einnig komið í ljós á sínum tíma hér að minkaræktin borgaði sig ekki, en það vildu menn nú ekki hlusta á, heldur stofna til annars slíks leiks. Þá væri einnig iþess að gæta, að ef frumvarp þetta yrði að lögum opnuðust möguleikar fyrir inn- flutning hvers konar loðdýrateg- unda. Frumvarpinu var síðan vísað til annarrar umræðu og landbún- aðamefndar. — Minning Framhald af bls. 21 öllum rétta líknarhönd, og gerði það eftir fremstu getu. Vissi þá vinstri höndin ekki ætíð, hvað hin hægri gerði. Guðrún var falleg kona og mikil myndar- manneskja, bæði í sjón og raun. Börnum sínum og ástvinum öll- um var hún framúrskarandi ást úðleg og fómfús. Hjá þeim er því stórt skarð autt við fráfall Guðrúnar, þótt aldurinn væri orðinn hár og henni því hvíldin kær. „Þú ert til hvíldar gengin og drottins blessun fengin eilífðar landi á. Þar muntu aftur finna sálir ástvina þinna áður, sem vom flutt þér frá“. 3örnin þín, Guðrún, barna- börn og fjölmargir ættingjar og vinir þakka fyrir alla ástúð þína og umhyggju og biðja þér bless- unar. Blessuð sé minning þín. Gísh Tómasson, MelhóL að auglýsing i útbreiddasta blaðlnu borgar sig bezt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.