Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 15
Miðvrkuáagur 9. fébröar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 o Glenn Gould og hljóðritanir i í Bókmenntaverðlaun í Frakklandi 1965 ÞA0 hefur verið heldur hljótt hér á landi um bók- menntaverðlaunaveitingar í Frakklandi sl. ár og kannski ekki að undra, því flestir eru hinir verðlaunuðu höf- undar lítt kunnir hér. Ein- hverjir hafa þó ef til vill af því gaman að fregna ögn af hinum helztu þeirra og skal því stuttlega skýrt frá því hverjir hlutu hin merkari verðlaun ársins 1965. Goncourt-verðlauniiv, sem eru líklega frægust þessara •verðlauna hlaut þessu sinni Jacques Borel fyrir skáld- sögu sína „L’Adoration“ (Til- Ibeiðslan). Bók þessi er fyrsta iskáldsaga Borels, sem hefur Iframfæri sitt af enskukennslu Við menntaskóla í Paris en er þessutan afkastamikið ljóð- skáld. Hann er enskumaður igóður eins og að líkum lætur ©g hefur lagt mikla rækt við enskar bókmenntir og m.a. ný- lokið við að þýða á frönsku Ijóð eftir James Joyee. Þótt ÍBorel hafi alla tíð fengizt við Jjóðagerð og ekki skrifað skáld Sögu fyrr en þessa varð hún ffyrri til þess en ljóðin að færa honum bókmenntaverðlaun. Saga Borels er að miklu leyti sjálfsævisaga hans og þykir gædd miklu sálrænu raunsæi. Jaques Borel hlaut þá verðlaun bókmennta- gagnrýnenda en hefur einnig ritað fleiri bækur sem við ekki kunnum upp að telja. ★ Tú er ógetið nokkurra bók- menntaverðlauna annarra, sem ekki eru eins kunn og er þar þá fyrst til að taka að einn þeirra sem komu til greina við úthlutun Renaudot-verðlaun- anna, Réné-Victor Pilhes (er beið lægri hlut fyrir Georges Perec, sem áður sagði frá) hlaut í sárabætur Medicis, verðlaunin 1965j Bók Pilhes heitir „La Rhubarbe“ og er fyrsta bók hans. Pilhes er maður liðlega þrítugur og starfar fyrir aug- lýsingafyrirtæki eitt í París. Interallié-verðlaunin 1965 hlaut Alain Bosquet fyrir „La confession mexicaine“ (Mexi- könsk játning). Bosquet er fæddur í Odessa, lærður í Brússel og París, hermaður og opinber embættismaður og hef ur m.a. kennt bandarískar bók Framhald á bls. 19. Robert Pinget VIÐ lifum á tímum ört vax- andi þekkingar og tækni, sem eins og vænta mátti hef- ur teygt sig inn á ýmis svið tónlistar og flutning hennar. Hin mikla tækni við hljóð- ritun á síðari árum, hefur fætt af sér allmarga tónflytj endur, sem sjaldnar láta til sín héyra í hljómleikasölum en áður, en kjósa fremur að miðla hljóðnemum og upp- tökutækjum af list sinni. Kanadiski píanóleikarinn, Glenn Gould, sem vakti mikla athygli fyrir rúmum hálfum áratug, bæði fyrir frábæran píanóleik og sérvizku, hefur verið sjaldheyrður í hljóm- leikasölum heimsborganna á síðustu árum, en hefur þeim mun meira leikið inn á hljóm- plötur. Gould, sem nú er 33 ára gamall, hefur sagt að í framtíðinni muni hann leika eins lítið opinberlega og hann komizt af með. Hann kveðst munu leika opinfoerlega annað slagið, en aðeins til að tónlistarunnendur viti að hann sé enn á lífi og að þær hljóm- plötur sem stöðugt komi út með honum, séu ekki gamlar, heldur ný uppskera á líðandi stund. Gould kveðst eiga auðveldar með að móta tónhugsanir sín- ar í upptökusal en í hljóm- leikahöll, og því telur hann að ávöxtur vinnu sinnar verði bezt geymdur á hljómplötum. Gould er mjög vandvirkur og gagnrýninn listamaður og þykja plötur hans frábærar frá tækni legu sjónarmiði, þó mörgum Théophraste Renaudot-verð- launin hreppti í ár ungur þjóð- ffélagsfræðingur, Georges Per- ec, fyrir skáldsöguna „Les Kveinstafir Abrashka Tertz Georges Perec Choses“ (Hlutirnir). Þar segir böfundur frá ungum hjónum í velferðar- og auðsældarlþjóðfé- lagi, þar sem fólk verður æ gleymnara á andleg verðmæti ©g allt það er ekki horfir til ffjár eða efnalegs ábata á ein- hvern hátt. Georges Peree stendur nú á þrítugu og starf- ar við vísindalegar þjóðfélags- rannsóknir. Hann hefur samið margar athyglisverðar skýrslur um ýmis þjóðfélagsfyrirbæri og ritað um þau blaðagreinar. Femina-verðlaunin, þriðju ffrægustu bókmenntaverðlaun Frakka, fékk þessu sinni Ro- bert Pinget, fyrir skáldsöguna „Quelqu’un" (Einhver). Pinget er maður löglærður en hefur lengst af unnið fyrir sér með blaðamennsku og kennslu. iHann hefur skrifað mikið fyrir útvarp og sjónvarp Hann vakti almenna athygli með bók sinni „L’inquisitoire“, (Rannsóknar rétturinn) sem út kom 1963 ag Kvæði það er hér fer á eftir í lauslegri þýðingu og endur- sögn Mbl. birtist í bandaríska tímaritinu „The New Leader“ 17. janúar sl. í formála að kvæðinu þar segir m.a.: „Menn hafa velt yfir ýmsu vöngum í sambandi við rúss- neska rithöfundinn Abram Tertz, höfund bókanna „Rétt- ur er settur“, „Um sósíaliskt raunsæi", „Furðusögur“ o.fl. bóka sem ekki hafa átt upp á paliborðið hjá ráðamönnum í Sovétríkjunum en hlotið góð- ar viðtökur á Vesturlöndum er þeim hefur verið komið þangað til birtingar eins og kunnugt er. Meðal þess sem mestum heila brotum hefur valdið er heiti það sem höfundurinn hefur tekið sér, Abram Tertz. Hafa menn leitt að því ýmsum get- um hvert það muni sótt og hvað það eigi að tákna. Einna forvitnilegust var sú tilgáta, að Abram Tertz, væri sögu- fræg persóna úr einu af ótal- mörgum þjóðkvæðum eða „und irheimasöngvum“ Moskvufoorg- ar. Slíkur skáldskapur nýtur þar mikilla vinsælda þótt ekki teljist prenthæfur alla jafna. Þessi tilgáta reyndist hafa við rök að styðjast. „The New Lead er“ tókst að hafa upp á texta kvæðisins „Kveinstafir Abrash- ka Tertz“, kvæði sem um margt er samfoærilegt „The house of the rising sun“ hjá okkur hér í Bandaríkjunum og kemur >að nú hér fyrir sjónir manna í fyrsta sinni á prenti“. Bandaríski rithöfundurinn og skáldið John Updike sneri kvæð inu á ensku og getur „The New Leader“ þess að hann sé með vinsælustu höfundum banda- rískum í Sovétríkjunum og segir að þýdd hafi verið eftir hann á rússnesku bæði smá- sögur, ljóð og skáldsagan „Kentárinn“ og eigi Updike sér nú álitlegan lesendahóp eystra. f»á er sagt nokkuð frá Andrei Sinyavsky og Yuli Paniel og skrifum þeirra og íoks lýsir „The New I.eader“ þeirri von sinni að yfirvöldin í Moskvu fáist til þess að endurskoða af- stöðu sína til máls þeirra. „Og okkur er það enn í mun að aðrir sem eru sama sinnis láti það í ljós“. Svo segir í „The New Lead- er“ og hér kemur þá kvæðið: Kveinstafir Abrashka Tertz Rússneskur u n d i r h e i m a s ö n g u r f Moskvu þekkja allir þau hysknu skötuhjú hnuplarann Sonku og þjófinn Abraham gamla Tertz. Hann stelur frá okkur sífellt og safnar í sitt bú, við snuðrum utan í henni — og látum hann gjalda þess. Dag einn sýndist Abraham lánið leika við sig, hann lagðist' út sem hundur og marga rúblu fann og tárfelldi af fögnuði og fannst hún yndisleg þessi furðuskitna veröld sem oftast táldrö hann. Hann keypti þessa gómsætu síld og sjússinn varð að sjóðandi vínfljóti — og timaræksnið leið og nikkuna sína hann þandi fyrir fólk sem gekk í garð og gestirnir slógu strengi og mögnuðu þann seið. „Á Moldavanka“ var sungið, gamalt ljóð og gott og gálupislin hún Sonka varð veigunum að bráð, og niður lagði Abraham sitt ærulaust skott og ældi sinni sál eins og nú mun verða skráð: Fjandinn, Sonka, hirði bannsett bruðl þitt allt. í bæli þinu eru lýs og ég var ein af þeim. Skálkur sem var orðinn fullur segir falt þitt frygðarskaut — Þú tælir hvern Rússa með þér licim. Þetta vita allir og gera gys að mér og grannarnir mig spotta og finnst það lítil von mig skuli, Sonka, langa að lúra enn hjá þér og leggja mína ást við svo bölvaða gleðikvon. Glenn Gould finnist söngl hans á plötunum heldur hvimleitt. Hann er nefnilaga einn af þeim mörgu ágætu píanóleikurum, sem eiga erfitt með að þegja með- an þeir leika. Eins og títt er um hina þekktustu tónflytjendur vorra tíma; hljómsveitarstjóra jafnt sem einleikara, þá er það píanó leikarinn Glenn Gould, sem er' yfirmaður tæknideildarinnar þegar hljóðritun á leik hans fer fram. Gould fárast reynd- ar ekki yfir söngli eða stun- um á plötum sínum, en hljóð- færaleikurinn verður að vera hnökralaus og hjólmblærinn „réttur“, áður en hann telur plötuna boðlega. Þess má geta, að það hvarflar ekki að Glenn Gould að leika verk eftir Bach, Mozart og Beethoven á sömu slaghörpuna, því að hans álit krefjazt verk þessara snill- inga ólíks hljómblæs, og því henti þeim ólík hljóðfæri. Hljómplötur Goulds eru lengi í smíðum hljóðritanir margar fyrir hvert verk og er upptökutimi ekki skorinn við nögl. Um þessar mundir er hann að leika hinar 48 prel- udiur og fúgur eftir J. S. Bach inn fyrir Columbia hljómplötu- fyrirtækið í Bandaríkjunum Hann hefur nýlega lokið við fyrra bindið af Þessum meist- araverkum og er hljómplötu- gagnrýni sú sem hingað hef- ur borizt, mjög lofsamleg Það er einkum í samfoandi við rökræna og skíra mótun Goulds á flóknustu fúgunum, sem sterkustu lýsingarorðin hafa verið notuð. Vel mælt Með því að endurspegla mannlífið eða geyma okkur einstök atvik auðga listimar líf okkar. Án lista hefðu þjóð- ir heims enga sál, þá færi ekki sögum af trúarbrögðum manna og minningarnar myndu óðara tínast og fara forgörðum. Þeir sem loka skilningarvit- um sínum fyrir því sem listim ar geta látið í té lifa ekki nema hálfu lífi, rétt eins og væru þeir fórnarlömfo ólækn- andi sjúkdóms, sem ynni þeim ekki tíma til annars en að hugsa um sjálfa sig. Heldur vildi ég vera með öllu dauður en aðeins hálfur maður og svo mikla unun hef ég haft af tilverunni um dag- ana að ég óska mér einskis frekar nú en að dauðann beri brátt að. Hesketh Pearson, brezkur leikari og ævisagnaritari, I ævisögu sinni „Hesketh Pe- arson by himself“ sem út kom samkvæmt fyrirmælum hans að honum látnum —. í nóvemiber si.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.