Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 12
12 MORGU NBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. febrúar 1966 Flugmennirnir kvaddir VIÐ ERUM þakklát fyrir sam- vistir og ánægju með góðu fólki og þau áhrif sem það hefur haft á okkur. Við minnumst bros- hýrra unaðsstunda við bólstað okkar hér á jörð, þeirra daga er sólin hlær glaðlegast, gróðurinn , teygir sig til hins víða og tæra himins, lambið leikur í haga, hesturinn veltir sér við ilmandi rr.osaþembur, þeirra daga er ferskur blær lífsgleðinnar syng- ur óð til alls sem lifir. I>egar við finrum tryggð, traust og gleði í gegn um hjúp sálarinnar, þá hefur aukizt við okkar líf og við höfum eignazt vini, sem við getum leitað til í huganum. Þeg- ar válegir atburðir gerast inn- an okkar ramma vill örvænting- in gripa okkur heljartökum og við verðum að leyta til trúar- Iraustsins lil þes að bugast ekki. Sverrir Jönsson, flugstjóri og Höskuldur Þorsteinsson, flug- kennari voru manngerðir, er maður vildi eiga mikið af í sjálf- um sér, rólegir, glaðir og traust- ir og til þeirra var gott að leita með sérhvert vandamál er þurfti að leysa af hendi með þekkingu kunnáttumannsins og þess manns er umfram allt metur manngildið. Fólk er jarðbundið og oft svolítið hikandi og hrætt við himingeiminn og er það ekki nema eðlilegt því að við vitum svo lítið um ómælisgeiminn, mannvitið er kannski bara í fyrsta þrepinu. Þegar að við eigum okkar kom ið undir öðrum höfum við mis- munandi mikið traust á viðkom- andi. Ég hygg að það sé leit að þeim tveim mönnum, sem hægt er að eiga von á að hitta um leið á lífsleiðinni, sem væru eins traustvekjandi og þeir tveir menn er fylgdust að hinztu ferð um þann lofthjúp er augu okkar líta daglega. Hjá góðum stjórnanda minnk- ar möguleikinn á hættum þeim er kunna að verða á veginum og hjá góðum stjórnanda finnum við eins og áræðið er sterkara volæðinu þá er lífið sterkara dauðanum. í mannkostum og göfug- mennsku þessara tveggja vina minna hef ég eignazt trú á þann dag sem er umvafinn birtu lífs- ins og útilokar dauðann. Þær minningar og þau áhrif sem ég á frá þessum tveim vinum mín- um og hetjum mannseðlisins, hljóta að líða áfram með hverri fagurri hugsun. Megi styrkur Guðs fylgja eig- inkonum, börnum og öllu tengda fólki þessara tveggja manna og megi niðjar þeirra lifa í þeirri trú og göfugmennsku, sem sam- vistin með þeim á þessum áfanga hefur gefið. Árni Johnsen. t Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD, 18. janúar, kom beiðni um að sækja sjúkling austur til Norðfjarðar. Til flugferðarinnar réðist Sverr- ir Jónsson, flugstjóri og Hösk- uldur Þorsteinsson, flugkennari. Tíminn leið og öll leit varð ár- angurlaus. Sverrir Jónsson var fæddur 16. ágúst 1924. Foreldrar hans eru Kristín Vigfúsdóttir og Jón Eyþórsson, veðurfræðingur. — Sverrir fór til Bandaríkjanna síðla árs 1945 og lauk þar flug- námi. Er hann kom heim næsta ár, setti hann á stofn flugskóla í Reykjavík, en 1. janúar 1948 réðist hann til Flugfélags ís- lands og var þar flugmaður um langt árabil. Fyrir tveimur ár- um gerðist hann hluthafi í flug- félagin Flugsýn. Sverrir lét félagsmál mjög til sín taka, bæði í félagi atvinnu- flugmanna og víðar, hann var atorkumaður. að hverju sem hann gekk og málafylgjumaður ótrauður. Hinn 16. desember 1950 kvænt ist hann eftirlifandi konu sinni Sólveigu Þorsteinsdóttur og áttu þau fjórar dætur. Ennfrem ur átti Sverrir son, sem er elzt- ur barna hans. Höskuldur Andrés Þorsteins- son, var fæddur 8. september 1925. Foreldrar hans eru Re- bekka Bjarnadóttir og Þorsteinn Ásgeirsson. Höskuldur fór til Kanada og lauk þar flugnámi 1947. Er hann kom heim gerðist hann ekki flugmaður að si'nni, en vann sem múrari um árabil, e'n á síðasta ári hvarf hann aftur i raðir flugmanna og réðist sem flugkennari hjá Flugsýn. Hinn 4. júní 1949 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Kristfríði Kristmarsdóttur og áttu þau fimm börn. Samstarf þeirra Sverris og Höskuldar var mjög náið og sam Sverrir Jónsson vinna þeirra góð, samstarfsmenn þeirra hjá Flugsýn, sem eftir iifa, senda þeim hlýjar þakkir yfir móðuna miklu, en ástvinum þeirra innilegar samúðarkveðj- ur. Það húmar er sorgin kveður dyra að heimili hins burtvikna vinar, byrðin er ofurþung, sem hún leggur þeim á herðar, er eftir lifa. En sorgin er sjaldan ein á ferð — ástin — kærleik- urinn er jafnan á næsta leiti — gegnum húmið brjótast ljósgeisl ar liðinna sólskinsstunda — en bænirnar stíga til alföður, bæn- ir og þökk. Magnús Stefánsson. t Meðan landsýn höfin hylja, hamrar fjötra vatnsins æð, meðan orð ei andann dylja eru himna djúpin væð. Hvar sem afrek vits og vilja verndar hending minnisstæð, svo skal andvörp sálar skilja sólar vald í guða hæð. E. B. ÞAÐ VAR að kvöldi, þriðjudag- inn 18. janúar, að ég kvaddi vin minn og félaga Sverri Jónsson. Hve oft áður hafði ég ekki kvatt hann og ávallt getað fagnað aft- urkomu þessa trausta og hug- ijúfa manns. Þetta kvöld, sem svo oft áður var ferð vinar míns heitið til líknar og hjálpar. Hér var lagt af stað í eina af mörgum slíkum ferðum til hjálpar þeim er okk- ar víðfeðma land, heldur utan þeirrar tækni og aðstöðu til læknis- og hjúkrunarstarfa, er þéttbýlið hefir upp á að bjóða. Ferðin sem vinur minn átti framundan var lenzta flugleið innanlands yfir hæstu fjöll á dimmri nóttu. En markmiðið var að hjálpa þeim er lífið hafði slegið voða hendi sinni. Markmiðið var að bjarga, ef þá björgun mætti veita. Ferðin var hafin og ferðinni lauk. Hversu vanmáttug verðum við ekki mannanna börn, er við stöndum andspænis torráðnum lífsins gátum. Hversu lítilmegnug verðum við ekki í trú okkar á tilgangi tilveru okkar, þá er spjótum for- sjónar er að okkur beint. Við spyrjum sjálf okkur um svar við sanngirni lífsins. Við spyrjum um óræða þræði hinnar marg- slungnu tilveru og finnum þá enn betur en nokkru sinni fyrr hve lítils megnug og sma við erum. Svör við þessum spurningum verða okkur óræð í tíma og rúmi. En til uppfyllingar því er var og er óráðið um framtíðina eigum við minninguna um for- tíðina. Það er vissulega mikil gæfa Höskuldur Þorsteinsson hverjum gengnum rríanni að hafa með lífsstarfi sínu og sam- skiptum við samfélagið skilið eftir svo hugljúfar minningar að þær nái að tendra sem lýsandi viti yfir dimmum nóttum, sakn- aðar og trega. Fyrir mér fer því svo að vin- ur minn Sverrir Jónsson hverf- ur aldrei frá því rúmi er hann hefir skipað í hugarfylgsni mínu. Mannkostir hans og göfug- mennska verða hvatning hverj- um þeim er honum fengu að kynnast. Mannkosta viti hans mun lýsa langt út fyrir skil milli lífs og dauða. Vinur minn. Ferð þinni, sem slíkri er ekki lokið og henni mun ekki ljúka. í tindrandi augum barna þinna mun um langa framtíð speglast göfgi þinn og mann- kostir. Þegar ég nú að loknum þess- um fátæklegu orðum mínum kveð þig vinur minn, þá bið ég Guð að gefa konu þinni og börn- um styrk til að mæta þeim hin- um óræðu forlögum þessa lífs. Megi minning þín og andi verða þeim tendrandi viti til bjartrar framtíðar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigfús J. Johnsen. t ER MÉR barzt til eyrna að morgni 19. janúar að flugvélin Beackraft frá Flugsýn h.f. væri saknað frá kvöldinu áður í sjúkraflugi til Norðfjarðar trúði ég varla að svo gæti verið. I henni voru Sverrir Jónsson, flugstjóri og Höskuldur Þor- steinsson, flugkennari, er voru að sinna kalli sínu til hjálpar þeim sjúku, svo sem oft áður. Ég kynntist Höskuldi fyrir mörgum árum, er ég var hand- langari hjá honum við múrverk. Höskuldur var dagfarsprúður maður og gekk að vinnu sinni með dugnaði. Hann var mikill mannkostamaður og vinur vina sinna. Ég kveð þig nú vinur hinztu kveðju og votta eftirlifandi eig- inkonu og börnum mína dýpstu samúð við fráfall svo góðs drengs, sem þú varst. Megi Guðs líknandi hönd vaka yfir eigin- konu og börnum á þessari harma stund. Sverri Jónssyni kynntist ég er hann flaug til Eyja á vegum Eyjaflugs er það félag hóf starf- semi sína. Það var mikill fengur fyrir það fél'ag að fá hann sem flugstjóra í fyrstu ferðum sem félagið fór á milli lands og eyja. Sverrir var alltaf kátur og frá honum streymdi lífsorka. Allir sem með félaginu ferð- uðust er hann var. flugstjóri rómuðu framkomu hans og ör- ugga stjórn. Mér datt það sízt í hug þegar hann kom til Eyja sunnudaginn 16. janúar, að það yrði hans síðasta ferð þangað. Jafn kátur og hress sem hann var þó og alltaf. Skammt er bil milli lífs og hins liðna. Ég votta eftirlifandi eiginkonu og börnum mína dýpstu samúð og megi hönd Guðs leiða þau 1 gegnum þessa harma stund og styrkja þau. Megi minningin lifa um svo góðan dreng, sem þú varst, Sverrir minn. B. Ó. t f DAG er kvaddur hinztu kveðju Sverrir Jónsson, flugstjóri. — Sverrir var um langt prabil í fremstu röð stéttarbræðra sinna í baráttu fyrir bættum hag og vinnuskilyrðum atvinnuflug- manna. Gegndi hann margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Félag ísl. atvinnuflugmanna og reyndist ætíð traustur félagi og sannur f élagshyggj umaður. Ég vil því á kveðjustund fyrir hönd F. í. A. þakka Sverri störf hans öll fyrir stéttarfélag at- vinnuflugmanna. Konu Sverris, börnum og nón- um ættingjum vottum við ein- læga samúð. Fyrir hönd Félags íslenzkra atvinnuflugmanna. Einar Ó. Gíslason. t SÍMINN hringir og beðið er um sjúkraflugvél til Norðfjarðar. Veðurupplýsingar eru athugað- ar, á meðan er flugvélin undir- búin til ferðarinnar. Veðrið lítur ekki sem bezt út, éljagangur en þó talið bjart á milli, skömmu seinna er flugvél- in komin í loftið. Stjórnandi er þaulreyndur flugmaður, sem hefur marga hildi háð við nátt- úruöflin, hann hefur um árabil stýrt flugvél sinni á þessari leið heilli í höfn, enda með afbrigð- um kunnugur, aðstoðarmaður hans er reyndur og vel metinn í starfi sínu. Til öryggis er lent á Egilsstöð- um í þeirri von um betri veður- lýsingu á leiðinni framundan, við nánari veðurupplýsingar er lagt af stað — þær vonir, sem lifðu í brjóstum manna um möguleika á happasælum ferða- lokum flugvélarinnar' eru nú að engu orðnar. Flest flugslys koma öllum á óvart, látlaust er unnið að um- bótum til að tryggja öryggi þeirra, sem um loftin fljúga, þrátt fyrir það geta slys ávallt borið að höndum og það jafnvel eftir að telja má að höfn sé náð. Hinir ungu menn, sem gerzt hafa brautryðjendur í flugmál- um landsins, verða seint metnir að verðleilium. Flug getur oft verið háskalegt, ekki sízt hér á landi, þar sem allra veðra er von að manni finnst á einum og sama klukkutímanum. Við Sverrir á Veðramótum vorum nágrannar í Laugarásn- um þar sem við ólumst upp. Þegar út í lífið er komið, skilja oft leiðir, skyldan kallar. Það var í byrjun 1964 að Sverr ir réðist til Flugsýnar, sem með- eigandi. Er mér minnisstætt frá byrjun af hve mikilli elju og dugnaði hann framkvæmdi sín störf. Sverrir var búinn mörgum beztu kostum tii viðkynningar við nemendur og farþega, hann var ákveðinn og öruggur í sínu starfi, -og átti til að bera ríka ábyrgðartilfinningu. í vinahóp var Sverrir oft hrókur alls fagn- aðar. Kunnáttumaður var Sverrir um allt er laut að flugi, enda hafði hann um árabil rekið flugskóla í félagi við annan, lét hann sér annt um allt ör- yggi og stóð þar tryggan vörð. Sverrir, ég þakka þér alla þína vinsemd, hjálpsemi og góð- vild. Konu þinni og börnum, föður og tengdaforeldrum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið Guð um að varð- veita um ókomna framtíð. Megi það vera huggun í hin- um mikla harmi að eftir stend- ur minning um góðan dreng. Jón Magnússon. t FÁTT er það, sem snertir mann eins sárt og þegar fjölskyldufeð- ur farast í blóma lífs síns með sviplagum hætti. Það á jafnt við, hvort sem þetta skeður í þeirra eigin lífsbaráttu eða í þjónustu hinnar háleitu köllunar að hjálpa öðrum. Þetta verður því átakan- legra sem maður þekkir viðkom- andi betur og því kærari sem hann er manni. Þannig var það hinn 18. janúar sl., er tveir af- bragðs flugmenn, fórnfúsir og miklir fullhugar, létu lífið í áhættusömu sjúkraflugi, er þeir gerðu tilraun til að bjarga barni, sem hafði orðið fyrir slysi og talið var, að mikið lægi við að koma því til Reykjavíkur. Þegar ég minnist mágs' míns, Höskuldar Þorsteinssonar, sera lét lífið við þessa tilraun ásamt Sverri Jónssyni, flugstjóra og forstjóra Flugsýnar, koma marg- ar endurminnimgar um þennan góða dreng og ber þar hvergi skugga á. Höskuld þekkti ég frá því hann var ungur drengur og hef ég getað fylgzt með þroska hans og áhugamálum, er voru bæði mörg og manndómleg. Ung- ur gerðist hann sjálfboðaliði "i björgunarsveitum Slysavarnafé- lags íslands og var alltaf boðinn og búinn til hjálpar þegar til hans var leitað eins og aðrir bræður hans, sem allir hafa ein- hvern tíma starfað í bjöngunar- sveitum félagsins við góðan orðstír. Sama daginn og þetta hörmulega slys átti sér s.tað, stjórnaði elzti bróðir hans björg- un 18 manna af brezka togaran- um Wyre Conqueror og hefur áður unnið að björgun margra skipshafna. Síðasta flug mitt með Höskuldi var einmitt á strand- stað, er pólskur togari strandaði á Landeyjafjöru. Árið 1944, meðan síðasti heims- ófriðurinn var enn í algleymingi, réðist Höskuldur, þá 19 ára að aldri, mjög févana og að heita má hjálparlaust, í þ'að að fara til Ameríku til flugnáms. Lauk hann þar prófi vorið 1945 við sama flugskólann og stofnendur Loftleiða höfðu lokið við prófi árið áður og í bréfi til mín um það leyti segir hann: „Ég er vel ánægður með flugnámið. Ég held ég geti vel orðið sæmilegur flug- maður“. Mér var líka sagt, að hann hefði stundað nám sitt vel, að hann hafi tekið bezta prófið af þeim, sem með honum lærðu. Að prófi loknu flaug hann um tíma sem aðstoðarflugmaður á kanadískum flutningaflugvélum norður um óbyggðir Kanada og taldi hann sig mikið hafa lært af þeirri reynslu, er hann öðlað- ist þar. Hann vildi þó ekki ílengjast vestra heldur langaði heim til íslands, þar sem hann hafði brennandi áhuga á að taka þátt í uppbyggingu flugmálanna. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Það átti ekki fyrir Höskuldi Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.