Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 26
26 MORCUNBLADID Miðvikudagur 9. febrúar 1968 ........................................ ................ ■ i. ■ ...*+,*.** I iyi.mi m i....... m >»* 180 fyrirtœki í firmakeppni FIRMAKEPPNI Tennis- og bad- mintonfélags Reykjavíkur verð- ur í íþróttahúsi Vals næsta laug- ardag, hinn 12. febrúar, og hefst kl. 3 e. h. Firmakeppni þessi er fastur liður í starfsemi félagsins og haldin árlega í febrúarmánuði. Hefur fyrirtækjum, sem tekið hafa þátt í keppninni,«fjölgað ár frá ári og aldrei verið fleiri en núna. En nú eru þau 180. Undanúrslit hafa farið fram að undanförnu og eru 16 fyrirtæki eftir, sem keppa munu til úrslita á laugardaginn kemur. Þessi fyr- irtæki eru: Almennar tryggingar hf., Belgjagerðin, Dagblaðið Vísir, Ferðaskrifstofan Landsýn, Ferðaskrifst. Lönd og leiðir, J. C. Klein, kjötverzlanir, Jón Jóhannesson & Co., Kassagerð Reykjavíkur hf., Kexverksmiðjan Frón, Kolsýruhleðslan sf., Pétur Nikulásson, heildverzl., Skósalan, Laugavegi 1, Timburverzlunin Völundur, Vátryggingafélagið hf., Verzlunin Þingholt. Keppt er um mörg verðlaun, en aðalverðlaunagripur keppninn ar er mikill og fagur bikar, far- andgripur, sem Magnús Víglunds son gaf til firmakeppninnar 1956. Handhafi þess bikars sl. ár var Efnagerðin Sjöfn á Akureyri. Tennis- og badmintonfélagið hefur undanfarin ár varið tekj- um af firmakeppninni til ungl- ingastarfsins og látið unglingum í té ókeypis æfingatíma og kennslu. Mun svo einnig gert nú. Verðiaun í firmakeppninni verða afhent á samkomu, sem fé- lagið. efnir til að lokinni keppni á laugardagskvvöldið. Þar mun einnig nokkrum fé- lagsmönnum verða afhent gull- merki félagsins. Lið Sportklub Leipzig, Kristinn Benedikts son keppir í Noregi í kvöld mætast Evrópulið og landslið - blaðalíð — í íþróttðhöllinni I Laugardal f KVÖLD ganga fslandsmeistarar Vals í kvennaflokki til örlagaríks leiks. Valsstúlkurnar hafa áunnið sér rétt til þátttöku í átta liða úr- slitakeppni um Evrópubikar kvenna og í þessari umferð mæta þær austur-þýzku meisturunum frá Sportklub Leipzig. Þar er við ramm- an reip að draga og harla vonlítið um íslenzkan sigur. En saman- burðar þess bezta á íslandi og þess bezta sem í Evrópu er hægt að sjá, er fróðlegur. Þess vegna eru handknattleiksunnendur hvattir til að f jölmenna í íþróttahöllina í Laugardal í kvöld. Sala aðgöngumiða er hafin í bókabúðum Lárusar Blöndals. Kosta þeir 75 kr. fyrir full- orðna og 30 kr. fyrir börn. Á undan leik kvennanna fer fram leikur milli landsliðs og pressuliðs í karlaflokki, eins og skýrt var frá í gær. Þó landslið okkar sé gott og hafi náð góðum árangri eru margir leikmenn sem til greina koma í landsliðsstöður og ekki fæst úr því skorið hverj- um stöðurnar beri nema í leik þar sem liðsmennirnir eigast við sín á milli. Skíðasambandi íslands hefur verið boðið að senda einn kepp- anda til Rjukan í Noregi, til að keppa þar á aliþjóðlegu skíða- móti í alpagreinum 12. og 13. febrúar n.k. Mótið er haldið í tilefni Þess, að nú eru liðin 100 ár frá því fyrsta skíðamótið var haldið á Þelamörk. Stjórn Skíðasambandsins hefur valið íslandsmeistarann Kristin Benediktsson til fararinnar. Á GOTT LIÐ En leikur Valsstúlknanna og meistaranna frá Leipzig er þó rúsínan í pylsuendanum. Varð- andi austur-þýzka liðið bárust Mbl. svohljóðandi upplýsingar í gær: Sportclub Leipzig er stofnað 1963 upp úr tveimur öðrum fé- lögum, S.C. Lokomotiv Leipzig og S.C. Rotation Leipzig. S.C. Lokomotiv var austur- þýzkur meistari í handknattleik kvenna árin 1956 og 1957. Félag- ið leggur stund á margar íþrótta- greinar, svo sem handknattleik, hockey, frjálsar íþróttir, sund- knattleik, blak, leikfimi, glímu og hnefaleika. Þetta er í fyrsta sinn sem fé- lagið tekur þátt í Evrópubikar- keppni. í fyrstu umferð kepptu, þær á móti Swift Roekmond frá Hollandi og unnu þær í Leipzig 6:3, síðari leikinn, sem leikinn var í Hollandi, vann Leipzig með 8:6. S.C. Leipzig er nú efst að stiga- tölu í austur-þýzku meistara- keppninni ásamt S.C. Empor Rost ock og Sportgemeinsschaft Fort- schritt Weissenfels. Þess má geta að Austur-Þjóð- verjar léku í undankeppninni í heimsmeistarakeppni landsliða á móti Ungverjalandi, og urðu bæði löndin jöfn að stigum og mörk- um, og varð því að varpa hlut- kesti um hvort liðanna ætti að halda áfram. Ungverjarnir unnu hlutkestið og urðu síðar heims- meistarar. Á SJÖ f LANDSLIÐI Sjö af liðskonum S.C. Leipzig hafa leikið í austur-þýzka lands- liðinu. En þær eru Ingrid Warn- ecke, Hannelore Zober, Rita Zimmermann, 'Hella Meisel, Maria Rúdrich, Renate Muller og Christine Coen. Þjálfari liðsins og aðalfarar- stjóri er Peter Kretzschmar, hann er gamall landsliðsmaður og á 64 landsleiki að baki. Læknir liðsins í ferð þessari er Dr. Joachim Wilke. Þá eru einnig tvær konur með, Charlotte Heinze, sem er ráðgef- andi og aðstoðarþjálfari, loks Anna Beyer, en hún er í farar- stjórn, skipuð af austur-þýzka handknattleikssambandinu. Á LIÐSMENN ÞEIRRA AUSTUR-ÞÝZKU 1. Hannelore Zober, fædd 6. 11. 1946. 2. Monika Múhlheim, fædd 18, 6. 1940. 4. Rita Zimmermann, fædd 30, 7. 1940. 5. Hella Meisel, fædd 5. 2. 1941. 6. Christa Rölsner, fædd 5. 3. 1943. 8. Christine Coen, fædd 11. 7. 1944. 9. Barbara Holbig, fædd 13. 5. 1944. 10. Maria Rúdrich, fædd 10. 7. 1941. 11. Renate Múller, fædd 26. 4. 1939. 13. Waltraud Herrmann, fædd 1. 2. 1948. 1. Ingrid Warnecke, fædd 13. 3. 1939. — Vietnam Framh. af bls. 1. Vietnam. Er haft eftir áreiðan- legum heimildum, að Ky, for, sætisráðherra, hafi haldið því fram, að íbúar S-Vietnam verði að berjast á tveimur vígstöðv- um. Sigrast verði á skæruliðum kommúnista, og bæta verði lífs- kjör borgaranna. Eru þau um- mæli höfð eftir Ky, að annað hvort „verði sigur unninn á báð- um vígstöðvum, eða hvorugum“, Johnson, forseti, hefur sjálfur stutt hugmyndir um efnahagsleg an stuðning við íbúa S-Vietnam, og voru þær ræddar á fundin- um, þótt meginumræðuefnið sé sagt hafa verið aUkin sókn í styrjöldinni við kommúnista. Munu ráðamenn S-Vietnam hafa farið þess á leit, að Banda- ríkjastjórn beiti sér fyrir al- geru hafnbanni á borgina Hai- phong og auknum loftárásum á N-Vietnam, en Johnson mun ekki hafa gefið loforð í þá átt. Talið er, að fundur forseta og forsætisráðherra S-Vietnam með Bandaríkjaforseta, og helztu ráðgjöfum hans, verði til þess að tryggja stjórnina í Saigon í sessi, og auka tiltrú almenn- ings á hana. í ■ f m Hollendingarmn fljúgondi ÞETTA er nýbakaður Evrópu- meistari í skautahlaupi, Hol- lendingurinn Ard Schenk. — Myndin er tekin í Sviss á dög unum, en þá setti Ard Schenk sitt þriðja heimsmet á 5 dög- um. Tvö þeirra eru sett í 1500 m skautahlaupi, fyrst 2:06,2 og síðar 2:05.3 — þegar þessi mynd er tekin í Sviss. Áður hafði hann bætt heimsmet landa síns í 3000 m skauta- hlaupi og hljóp vegalengdina á 4:26.2 min.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.