Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 9. fébrúar 1966 MAGIMUSAR skipholtí 21 símar21190*21185 eftir lokun ilmi 21037 SÍM' 3 f 1-60 mmmm Volkswagen 1965 og ’66. RAUDARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 BÍ LALEIGAN FERD Daggjald kr. 300 — pr. km kr. 3. SÍMl 34406 SCHDUM L I T L A bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 Fjaðrlr, fjaðrablöð, hljóðkútai pústror o. fL varahlutir margar gerðir bifreiða Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. Rauða myUan Smurt brauð, heilar og nálfar sneiðar. Opið frá kl. 8—23,30. Sími 13628 GCSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8. Sími 11171. Höfum flutt verzlun vora og verkstæði að LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820. Fólkinu f jölgar Nú segja þeir að íbúar jarð- arinnar verði orðnir 7000 (sjö þúsund) milljónir um næstu aldamót, en þeir voru „aðeins“ 3,308 milljónir á síðasta ári, samkvæmt blaðafréVtum. I>etta þýðir einfaldlega, að jarðarbú- um fjölgar meira en helming á 35 árum, ef ekki verða fundin óbrigðul meðul til þess að draga úr þessari geysilegu fólksf jölgun. Á þessu tímabili er áætlað, að ísiendingum fjölgi líka um helming, því að með svipaðri aukningu og verið hefur síð- ustu árin ættum við að ná hálfri milljón eftir u.þ.b. hálfa öld. Menn spyrja — og ekki und- arlegt: Rúmar jörðin allan þennan sæg? Að vísu þurifum við ekki að óttast. ísland getur alið langtum fleiri, í rauninni erum við allt of fáir. Eða, hald- ið þið ekki að margt mundi breytast ef hér byggi t.d. þjóð, sem teldi hálfa milljón? Við yrðum ‘þá komin yfir eina milljón um aldamót. ^ Að fá magafylli En vandamál heimsins er víst ekki aðeins að finna þessari væntanlegu aukningu rúm á jörðinni. Sennilega verður fæðuöflunin enn meira vanda- mál. Hér er stórt vandamál nú þegar, hvað verður þá síðar? Við ættum a.m.k. ekki að ótt- ast, að erfitt verði að finna markaði fyrir framleiðsiluvörur okkar, sem að langmestu leyti eru matvörur. Við þyrftum að framleiða meira — og vinna framleiðsluna betur til neyzlu. Annars er ekki óldklegt, að vísindi og'" tækni komi með nýjar matvörur á markaðinn. Fyrir nokkrum árum var mikið rætt um að mannkynið mundi í framtíðinni nærast á eintóm- um pillum — og ekki er ólik- legt, að bætiefnapillur komi í ríkara mæli í stað venjulegrar fæðu meðal hinna vannærðu milljóna í vaniþróuðu löndun- uim. En ósennilegt er, að fólk geti til lengdar nærzt á pillum ein- um. Einihvern veginn finnst okkur, að slíkt mataræði muni stríða gegn lögmálinu. Eða er líklegt, að við mundum fiá „maigafylli" af pillum? Tilbúin hús og innréttingar Nú virðist vera að koma hreyfing á byggingamálin. Far- ið er að auglýsa til’búin erlend hús, eldihúsinnréttingar og fleira þvílíkt. Vonandi verður þetta til að lækka byggingar- kostnaðinn, enda kominn tími til. En þetta er aðeins byrjunin. Reynzlan á eftir að skera úr um það hvort hér er fundið ráð til þess að draga úr hinni allt of miklu eftirspurn eftir vinnu- afili í byggingariðnaðinum —■ og hvort innflutningur húsa og bústoluta sé raunverulega öruggur grundvöllur til þess að byggja á í framtíðinni. Að öðrum kosti verður ekki um neina raunverulega bót að ræða, byggingarkostnaður lækikar ekki varanlega nema að fundin verði framtíðarlausn á má’linu. E.t.v. þarf innflutningurinn ekki að vera mjög mikilil til þess að hann hafi áhrif á heild- ina, en hann þarf að vera stöð- ugur. Ljóst er, að við önnum ekki sjálfir ölluim þeim bygg- ingaframkvæmdum, sem við þurfum nauðsynlega að ráðast í á hverju ári — með núver- andi aðferðum. Hvernig tekst með fjöldaframlleiðlsluna hér- lendis, íbúðabyggingarnar fyr- ir verkalýðsfélögm, hefur líka sitt að segja. Eitt er víst, að endurhóta og framfara er miik- il þörf á þessu sviði og ákaf- lega væri það æskilegt, að næstu skrefin leiddu til jákvæðs árangurs. •jr Síðasti geirfuglinn Og svo er hér að lokum bréf til ritstjóra blaðsins: Via Oondotti 11, Roma 19. jan. 1966. „Kæri Matthías Johannessen! í gær barst mér blaðið með greininni Síðasti geirfuglinn, og Mkar uppsetningin vel að öðru leyti en þvi, hvernig enski titill bókarinnar hefur skolazt til: THE LAST GREAT AUK verður að The Cast Great Anka. Þú þart að kenna prent- urum þínum visuna eftir St. G. St.: Það er grátlegt gáfnastig að grána í prentverkinu og hafa aldrei áttað sig á öllu stafrófinu. Með kærri kveðju og árnað- aróskum á nýja árinu, þinn einlægur Magnús Á. Árnason. Barnaheimilin Loks er hér bróf frá náms- konu einni og skrifar hún um barnaheimilin. I>etta bréf hefur legið od lengi óbirt, en væntan- lega er það enn jaíntímabært og áður: „í ræðu sinni á háskólahátíð í haust, minntist prófessor Ár- mann Snævarr á það, hversu fáir kvenstúdentar ljúka há- skólaprófi, og sannarlega eru þetta orð í tíma töluð. Rektor kvað þetta eiga rætur sínar að rekja til félagslegra orsaka og mun hann þar að líkindum eiga við það, hvað stúdentar (og þá ungt fóllk yfirleitt) stofnar fljótt bú og eignast börn, Bitn- ar þetta þá oftast á stúlikunni, sem fómar þá sínu framhalds- námi til að vinna fyrir heim- ilinu, meðan eiginmaðurinn lýkur námi. Hinsvegar vil ég halda því fram, að oft sé hrein- asta þarfleysa fyrir stúlku að hætta námi þótt svona standi á. Sé hægt að koma barni á dagheimili, og geti bæði hjónin unnið á sumrin, er með náms- lánum vel hægt að kljúfa kostnað af heimiU. Þetta er m.a.k. mín reynsla. En kven- stúdentar eru því miður sorg- lega fáir við báskólanám, hvort sem það er af hreinu áhuga- leysi eða erfiðleikum á að koma börnum sínum fyrir. T.d. hygg ég, að í lagadeild megi telja þær stúlkur á fingrum annarrar handar, sem stunda námið, þótt fleiri séu innritað- ar. Nú er það á ailra vitorði, hve erfitt er að koma börnum fyrir á dagheimili. Þar sem við hjónin erum bæði við nám, er- um við þeir lukkunnar pam- fílar að hafa fengið pláss á dag- heimili fyrir barn okkar. Nú hefi ég heyrt margar „hjemme- gáande" húsmæður halda því fram, hve óhollt sé börnum að vera á barnaheknili. Barna- heimili það, sem ofckar barn er á er eitt nýjasta og glæsileg- asta dagheimili borgarinnar, og það verð ég að segja, að ekki get ég hugsað mér betri að- búnað en þar er. Leikvöllur og leikföng, allt gert með það fyr- ir augUm að hafa sem mest uppeldisgildi, og sérmenntaðar fóstrur, sem kenna börnunum söngva og leiki. Má ég þá held- ur biðja um slíkan aðbúnað en þann, sem því miður alltof margar mæður búa börnutm sínum, þ.e. gatan, meðan þær sjálfar sitja að kaffiþambi i nágrannahúsunum. Ætli það þekkist annars nokkurs staðar nema á íslandi, að mæður s'leppi 2-3 ára gömlum börnum út á götuna, eins og hér er al- gengt? Nú er það vitað miál, að margar giftar húsmæður vilja gjarna vinna utan heimilis, þvi að með öUum þeim miklu hjálpartækjum, sem nútíma- kona hefur, er ekki aXltaf mik- ið að gera á heimili með 1-2 börn. Almennt er hér mikill skortur á vinnuafli og oft talin hvað mestur í kennara- og hjúkrunarstétt. Finnst manni þá eðlilegt að yfirvöld gerðu sitt ýtrasta til að gera konum kleift að stunda það starf, sem þær hafa sérhæft sig til, með því að sjá börnum þeirra fyrir öruggri umönnun á meðan. Ekki hafa allir þá aðstöðu eða vilja til þess að henda börnum sínum í mæður eða tengda- mæður, sem sjálfar eru búnar að koma upp börnum og eiga skilið rólegri daga. Nú má ég eiga von á því, er ég hef lofcið mínu 6-7 ára langa háákólanámi, að verða um leið að taka barn mitt a-f dagheim- ilinu og virðist það þá eina úrræðið að sitja heima, elda mat og þrí-fa skít, þrátt fyrir hásikólaprófið. Eg vil taka undir þau orð, sem ég la-s í dagblaði einu í sumar: „Meðan ekki eru barnaheimili fyrir aila, er ekfc- ert jafnrétti kynjanna fyrir hendi.“ Kvenkyns stud. jur." Heyvinnuvélar Ý M I S fyrirtæki sem flytja inn landbúnaðarvélar, hafa nú tekið upp þann hátt að hafa þær á sölumarkaði allt árið, en með nokkuð mismun- andi verði eftir árstíðum. Geta bændur því keypt þær heyvinnuvélar, sem þeir aðeins þurfa að nota skamman tíma úr ári hverju, á þeim árstíma sem þeim og gjaldgetu þeirra hentar bezt. Fréttamaður blaðsins átti þess kost fyrir skemmstu að skoða all- myndarlega sendingu af hinum svonefndu Fahr-fjölfætlum, sem fyrirtækið Þór hf. flytur hingað til lands, og lágu þá í einu af vörugeymsluplássum skipafélag- anna hér í Reykjavík. Fyrir þremur árum hóf Þór hf. innflutning á Fahr-fjölfætlum, sem þá var ný gerð heyvinnu- véla. Þessi vél var reynd hjá verkfæranefnd ríkisins á Hvann- eyri og gaf hún henni meðmæli. Nú er svo komið að fjölfætla þessi er svo útbreidd, að fyrir- tækið flutti inn á sl. ári nær 500 slíkar vélar. Er svo talið að aldrei fyrr hafi verið fluttar inn jafn margar vélar til heyvinnslu af sömu gerð á einu og sama ár- inu. Hér á landi þykir reynt að þessi gerð heyvinnuvéla flýtir þurrki heysins um sem svarar %, þ. e. einum degi þurrkunar ef góð tíð er. Er afköstum þessa þurrk- unartækis jafnað við súgþurrkun með köldum blæstri. Þá er það og að sjálfsögðu kostur vélar þessarar, að hún dreifir múgum mjög auðveldlega, sem teknir hafa verið saman undir náttfall og regnskúri, og þá þurrkur kem Framhald á bls. 21 Fahr-fjölfætla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.