Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 9. febrðar 1968 MORGU KBLAÐIÐ 17 Hjá þeim yngri er keppnin ekki síðri en hjá þeim eldri Margir Kelkir í yngri flokkumsm um helginð ITM HELGINA fóru fram átta leikir í yngri flokkunum. — Tveir leikjanna fóru fram í íþróttahúsi Vals en hinir fóru fram að Hálogalandi. 2. flokkur kvenna — ÍA — KR 4:3. Akranesstúlkurnar komu á ó- vart með getu sinni og skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik án þess að KR-stúlkunum tækist að svara fyrir sig. Seinni hálfieikur var mun íjafnari og sóttu KR-stúlkurnar í sig veðrið og skoruðu 3:2. sem þá nægði ekki til að krækja í Btig. ÍA-stúlkurnar fóru með sigur af hólmi, 4:3. Eins og áður er vikið að komu ÍA-stúlkurnar á óvart. með getu einni, en mættu þó venja sig af tesing i spilinu. — KR-stúlkurn- ar voru mjög daufar í fyrri hálf- leik, en sottu sig, en það var of seint. KR-liðið er að ve'rða liokkuð gott, og á eftir að verða enn betra með meiri æfingu og keppni. 2. flokkur kvenna — Þór — Fram 2:10. Svo sem búist var við átti Fram ekki x neinum erfiðleikum xneð Vestmannaeyjaliðið Þór, sem þó veitti Framstúlkunum mótstöðu á fyrstu fimm mínút- unum, en þá var staðan 1:1. Eft- ir það tóku Framstúlkurnar leik inn í sínar hendur, og staðan í hálfleik var 5:2 fyrir Fram. Þórs-stúlkurnar náðu sér ekki aftur á strik og bætti Fram við sig fimm mörkum til viðbótar, og sigraði því með 10:2. Þórs-stúlkurnar eru nokkuð viðvaningslegar í leik, en það kemur fljótt með ástundun við æfingar og keppni. Fram-stúlk- unum tókst sæmileg upp á köfl- um, en voru hvergi nærri sínu bezta. 2. flokkur kvenna — ÍA — ÍBK 6:1. Leikur ÍA og ÍBK var jafn og skemmtilegur í fyrri hálfleik og margar tilraunir gerðar til marka, en markmenn liðanna vörðu vel svo og varnirnar. ÍA tók af skarið og skoraði fyrsta markið. Eftir sjö mínútna leik tókst ÍBK að jafna, sem þó dugði skammt þar sem ÍA skor- aði sitt annað mark mínútu síð- ar. Staðan í hálfleik var 2:1 fyr- ir ÍA. Seinni hálfleikur var aftur á rnóti eign ÍA-stúlknanna og skor uðu þær fjögur mörk til við- bótar og unnu því með 6:1. ÍA-liðið virðist vera að sækja sig, en þó eru sendingarnar oft á tíðum lítt vandaðar. Markvörð ur liðsins varði vel. ÍBK er breytt frá því í fyrra og eru flestar stúlkur liðsins að keppa í fyrsta sinn nú. Þær lofa góðu. 2. flokkur kvenna — KR — Þór 8:6. Fyrri hluti leiksins var jafn og spennandi, og erfitt að sjá hvort liðið mundi fara með sig- ur af hólmi. KR-stúlkurnar sýndu nú annan og betri leik en á móti ÍA, skoruðu fyrsta markið, en Þór jafnaði strax. — Gekk þetta þannig fram að hlé að liðin skiptust á um að skora. Staðan í hálfleik var 3:3. KR- stúlkurnar höfðu yfirhöndina í seinni hálfleik, skoruðu 5 mörk gegn 3 frá Þór. Lokatölur 8:6 fyrir KR. Bæði liðin áttu betri leik en kvöldið áður. 2. flokkur kvenna — Valur — Týr 14:4. Vals-stúlkurnar byrjúðu vel, og skoruðu 3 fyrstu mörkin, eft- ir það fóru Týs-stúlkurnar að spreyta sig og vörðust vel, og héldu í við Val. Staðan í hálf- leik var 5:2 fyrir Val. Seinni hálfleikur var betur leik inn og meira skipulag á báðum liðum. Vals-stúlkurnar bættu við 9 mörkum á móti 2 frá Tý. an í hálfleik vav 9:4 Val í vil. Seinni hálfleikur var jafnari og veittu Breiðabliksstrákarnir Valsstrákunum harða keppni. í byrjun skoruðu þeir fjögur mörk á móti einu frá Val, en Valsstrákarnir bættu við þrem mörkum í lokin á móti einu frá Breiðablik. Lokatölur urðu 16:9 Val í vil. Brei rtic’iksstrákarnir hafa sótt sig töluvert frá því í byrj- un mótsins og eru nú töluvert rólegri og meira hugsandi. Valsstrákunum gekk ekki sem bezt í leik þessum og hafa ef til vill verið búnir að vinna leikinn áður en þeir fóru að heiman, en enginn leikur er unninn eða tapaður fyrir fram. 2. flokkur karla — Fram — ÍR 16:14. Leikur Fram og ÍR var mjög skemmtilegur og spennandi, sér- staklega seinni hluti leiksins. Framararnir virtust í upphafi Þrátt fyrir tapið stóðu Týs- stúlkurnar sig vel og hafa góða boltameðferð miðað við aldur og reynslu. Vals-stúlkurnar voru daufar í leik sínum, og heldur skotgráðugar. 3. floklcur karla — Valur — Breiðablik 16:9. Heldur var nú talið að um ójafnan leik yrði að ræða milli Vals og Breiðabliks, en það fór á annan veg. Valur skoraði fyrsta mark leiksins, en Breiðabliksstrákarn- ir voru ekki lengi að jafna það. Eftir fimm mínútna leik var staðan 2:2, en Valsstrákarnir náðu ágætum kafla og skoruðu fjögur mörk í röð. Breiðablik bætti við sig tveim mörkum á móti þrem frá Val á síðustu mínútum fyrri hálfleiks. Stað- ætla að kafsigla ÍR-ingana þeg- ar í stað og skoruðu 3 mörk áð- ur en ÍR-ingunum tókst að skora sitt fyrsta. Eftir það bæta Framararnir við sig 6 mörkum á móti 5 frá ÍR, og staðan í leik- hléi er 9:6. Seinni hálfleikur var mun jafn ari og ÍR-ingarnir náðu mjög árangursríkum leikköflum. Þeg- ar fjórar mínútur eru eftir er staðan orðin 13:13, en þá kem- ur óheppnin í veg fyrir sigur ÍR, ÍR-ingur er með boltann og hyggst senda hann til meðspil- ara en sendir beint í hendur Framara, sem ekki var-lengi að átta sog og skoraði upp úr því 14. mark Fram, og náðu þá Framarar aftur yfirhöndinni. Eftir það var ÍR-ingunum ekki viðreisnarvon og unnu Framar- arnir- leikinn með 16:14, sem er Einn hinna efnilegu ÍR-inga í 2 .flokki. Jón Sigurjónsson fyrirliði Fram í 2. flokki skorar í leik við ÍR hálfleik var 8:6 fyrir Víking. Leikur liðanna í seinni hálf- leik var í svipuðum dúr, Víking- arnir byrjuðu þó betur og skora tvö mörk áður en Þróttararnir svöruðu. Eítir það sækja Þrótt- ararnir mjög stíft og skora nú sem ákafast, en Víkingarnir gefa ekkert eftir og bæta við sig jafnt og þétt. Leikur þessi endaði með sigri Víkings 17:13. Þróttarliðið er alltaf að verða sterkara ogsterkara, og gæti ég trúað að það verði ekki langt að bíða eftir sætum sigri. Víkingsliðið átti ágætan leik, en á betra til og vörnin getur verið sterkari, en hún var í þess um leik. Þá fóru og fram leikir í 2. deild kvenna og í 1. flokki karla og kvenna. — Úrslit urðu þessi: 2. deild kvenna: Þór — ÍBK 10:15. 2. deild karla: Þróttur ÍBK 27:25. 1. flokkur kvenna: Valur — Víkingur 10:2. FH — Fram 2:3. 1. flokkur karla: Víkingur — Valur 13:10. ÍR — Fram 9:24. KR — Ármann 13:7. nokkuð há markatala miðað við tímalengd leiksins. Framliðið lék vel í byrjun, en sló of fljótt af. ÍR-liðið byrjaði ekki vel, en sótti sig stöðugt allan leikinn og sýndu oft skemmtilegt spil. 2. flokkur karla — Vikingur — Þróttur 17:13. Þetta var skemmtilegur leik- ur og liðin ekki spör á skotin. Þróttararnir skora fyrsta mark leiksins úr vítakasti, en Víking- arnir jafna strax. Liðin skiptust á að skora, um miðjan fyrri hálfleik er staðan orðin 4:4, Víkingarnir komust yfir með marki úr vítakasti, en Þróttararnir sækja stíft og jafna aftur 5:5. Á síðustu fimm mín- útum fyrri hálfleiks skora Vík ingar þrjú mörk til viðbótar á móti einu frá Þrótti. Staðan í Tvö skíðaméf um nœstu helgi Á LAUGARDAGINN kl. 1 hefst „Hamragilsmót" sem er svigmót í karla- kvenna- og drengja- flokkum oig er svokallað opið mót, sem utanbæjarmenn mega taka þátt í. Kl. 12 er nafnakall við ÍR-skálann og er það sér- staklega tekið fram, að allir kepp endur þurfa að vera mættir fyrir þann tíma. Mótsstjóri er Sigur- jón Þórðarson formaður skíða- deildar ÍR. Skíðafæri er mjög gott um þessar mundir í Hamra- gili og þeir sem leggja leið sína í Hamragil síðdegis á laugardag munu sjá snjöllustu svigmenn landsins í braut. Bílferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10 f.h. Verðlaunaafhending verður að mótinu loknu í ÍR-skálanum. Skíðadeild Ármanns (móts- stjóri Árni Kjartansson) annast framkvæmd á Stórsvigsmóti Ár- manns, sem alltaf hefur verið mjög glæsilegt mót og verður haldið að þessu sinni nk. sunnu- dag kl. 2 í Jósefsdal. Nafnakall fer fram í Ármannsskálanum kl. 12 f.h. og verða allir keppendur að mæta fyrir þann tíma. Utan- bæjarmenn frá Akureyri, Isa- firði, Ólafsfirði og Siglufirði mæta einnig á móti þessu og þar sem bílfært er alla leið að Ár- mannsskálanum eru allir vel- komnir í Jósefsdal á sunnudag- inn. Ferðir verða frá Umferðar- miðstöðinni kl. 10 f.h. og kl. 1 e.h. Verðlaunaafhendingin fer fram að mótinu loknu í Ár- mannsskálanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.