Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. febrúar 1966 ^enni^er —^meó: Kringum hálfan hnöttinn Mamma þín kom mér alltaf til að finnast ég vera misheppnað- ur og svo varð ég víst misheppn aður — að minnsta kosti frá hennar bæjardyrum séð. En með Yoshiko finn ég mig öruggan, sterkan og færan um að fram- kvæma hvað sem mér dettur í hug. Það varð aftur þögn, en þá bætti hann við, í auðmýktartón: — Þú mátt ekki dæma mig hart og eftir þínum mælikvarða, Clothilde. Hún sneri sér að honum og * sagði blíðlega: — Nei, það skal ég ekki gera, pabbi. Ég skal reyna að skílja þig. Ég er svo fegin, að þú skulir vera ham- ingjusamur. Ég vildi bara óska, að Heather væri svolítið ham- ingjusamari með sína trúlofun. — Þar er ég á sama máli, sagði hann mæðulega. — Ég skal játa, að mér hnykkti við, þegar hún sagði mér það fyrst. En hún var alveg hörð á því að giftast Minouru, og þar gat ég engu um þokað. Og sérstak- lega varð ég hissa vegna þess, að ég hélt að hún væri ástfang- in af allt öðrum manni. — Áttu við hann Clive Ric- hards? — Nei, nei, ekki hann Clive. Það er nú búið að vera fyrir ævalöngu og áður en hún fór til Japan. Og ég held nú, að hún hafi aldrei verið neitt skotin í honum. Hann var ekki til ann- ars en að ganga með. Nei, það var annar náungi, sem hún hitti strax eftir að við komum til Japan, Rodney Fenwick, sem er fulltrúi í brezka sendiráðinu og þar hélt ég, að henni væri al- vara. Clothilde varð enn ringlaðri en nokkru sinni fyrr. — En hvemig stendur á því? Bf hún hefur verið ástfangin af þessum Fenwick, hversvegna fer hún þá að trúlofast honum Minouru? Hann ypti öxlum vandræða- lega. — Ég veit svei mér ekki. Og síðan hún trúlofaðist Min- ouru, hefur hún varla verið mál- um mælandi. En þið voruð nú svo samrýmdar, þegar þið vor- uð litlar, svo að þú gætir reynt það, en ég efast um, að það mundi bera neinn árangur. Hún stóð upp. — Ég ætla nú samt að reyna. Góða nótt, elsku pabbi. Ég held ég verði að fara að hátta. 11. kafli. Kudo & Jasui höfðu skrifstof- ur í stóru verzlunarhúsi. Hr. Kudo sagði þeim, að hr. Jasui, meðeigandi sinn. ætti heima norður í landi og kæmi mjög sjaldan til Tokyo. Skrifstofa Kudos var stór og glæsileg. Faðir Heather hafði litla skrifstofu við hiiðina á henni. Og svo voru fleiri skrif- stofur, þar sem aðalbókhaldar- inn, Arao Hosoya, vann og svo skrifarar og hraðritarar. Þetta var , að undantekinni skrifstofu föður hennar, algjörlega japanskt umhverfi. Hr. Kudo spurði þá, hvort þá langaði til að sjá sýningarsalinn. Þeta var stór salur, þar sem frammi lágu sýnishom leikfanga af óllu hugsanlegu tagi. Þarna voru óteljandi brúður, sem hreyfðust þegar togað var í band snotrar japanskar brúður í kimono, vestrænar brúður, sem lokuðu og opnuðu þau og sögðu „mamma," apar í rólum, sem dönsuðu og klöppuðu saman lófunum, fílar, sem lyftu ran- anum og gengu — og ótal önn- ur skemmtileg leikfönig. Þetta var hreinasta barna-paradís, en engu síður skemmtileg fyrir fullorðna. Athygli Clothilde beindist strax að einum apanum, sem hafði rauðröndótta húfu á hausn um. Þetta var alveg samskonar api og hún hafði séð á skrif- borðinu hjá Gary í London. Hún rétti út höndina og tók hann upp og var að athuga hann gaumgæfilega, þegar hönd Kud- os greip um úlnlið hennar, snögg lega. —• Þetta er ékkert skemmti legt leikfang, sagði hann og tók hann af henni. Ég skal gefa yð- ur eina af þessum japönsku brúðum, til að hafa ná snyrti- borðinu yðar. Hún verður meira eftir yðar srnekk. En Ken hafði líka komið auga á apann. Hann tók hann upp aftur. — Hvert fer næsta send- ingin yðar, hr. Kudo? spurði hann. Clothilde fannst þessi spum- ing korna eitthvað illa við Kudo. Hann svaraði strax, að hann skyldi gá að því í bókunum sínum, en í bili hafði hann ekki tíma til þess. Hann leit tortrygg- in á Ken, eins og hann hafði gert kvöldinu áður, og virtist hafa mestan áhuga á að koma þeim burt úr húsinu. En það var eins og Ken tæki alls ekki eftir því, hve hinn svaraði hon- um stuttaralega, við öllum spurningum hans. Hann spurði um nöfnin á ýmsum verksmiðj- um, sem Kudo átti viðskipti við, og enda þótt Kudo reyndi að fara undan í flæmingi, lauk því þannig, að Ken hafði náð í álit- legan nafnalista, með þrákelkni sinni. Brúðumar voru framleiddar í Osaka og líktust mjög þeim, sem voru notaðar í Burunku- brúðuleikhúsinu. En meirihluti leikfanganna var framleiddur í Tokyo eða Yokohama. — En apamir? spurði Ken. Kudo hikaði við. — Ég skipti við ýmsar verksmiðjur, sem íramleiða apana, sagði hann. — Þeir em mjög eftirspurðir. Þessi sérstaka sending, sem ég er að sýna yður sýnishorn af, er fram- leidd hjá Kitano & Kishi. Þeir hafa verksmiðjur í útborg frá Tokyo. Ken þakkaði honum upplýsing arnar og brátt fóru þau Cloth- ilde úr skrifstofu útflytjandans. Það var næstum kominn hádegis verðartími, og Ken stakk upp á, að þau borðuðu í sui-yaki matsöluhúsi, handan við ána. Clothilde var forvitinn að vita hvort hann hefði orðið einhvers vísari á rneðan þau stóðu við hjá Kudo & Jasui. Hann brosti glettnislega og og sagði, að einhvernveginn væri hr. Kudo lítt gefið uim ofmikla forvitni um vörur sínar. Er eitthvað athugavert við >essa leikfangaapa? spurði Clothilde. — Ekki alla, sagði hann. — Hvað þennan snertir, sem við sáum og gerðum upptækan í Englandi, þá hreyfðist ekki haus inn á honum um leið og hann smellti saman handskellunum. Og við fundum deyfilyf fyrir fimmtán þúsund sterlingspund falin í hausnum á honum. Hún spurði nú, æsispennt: — Og hafið þið þá Kudo grunað- an um að vera með í þessu? — Það get ég ekkert fullyrt um» en hinsvegar var það hunda heppni, þegar þú sagðir Gary, að pabbi þinn ynni hjá þessu fyrirtæki. Ég ætla nú að gera verksmiðju Kitano & Kishi heimsókn. Ég vil fá að vita, hvort allir aparnir þeirra eru þannig útbúnir, að hausinn á þeim hreifist um leið og þeir klappa saman handskellunum og hreifa fætuma. Ég ætla að fara pangað á morgun. En nú skul- um við koma í matinn. Þessi réttur, suki-yaki var úr þunnum sneiðum af úrvals nautakjöti, með allskonar græn- meti með og var borinn fram af brosandi frammistöðustúlku, sem kraup á kné um leið og hún bauð matinn. Þetta var nýstárlegur matur fyrir Cloth- ilde, en féll henni ágætlega. Þau dokuðu nú ekki iengi yfir matnum, af því að þau vildu koma stundvíslega á fatasýning una. Þau létu taka sætin frá og gátu því gengið gegn um búð- irnar áður en sýningin hófst. Seki-vöruhúsið virtist verzla með allt milli himins og jarðar — skartgripi, úrvals perlur, sem settar voru í hálsfestar, nælur, klemmur og dingla. Þarna var líka mikil sýning af leðurvör- um, þrykkimyndum, skófatnaði, leirvörum, allavega skreyttum, sem Japan er frægt fyrir. Þarna voru líka raðirnar af skraut lega litum kimonoum, svo og evrópskum fatnaði og höttum. Einnig voru þama eldhúsáhöld og fleira, sem þau höfðu ekki tíma til að skoða. Þau vom komin í sætin rétt áður en sýningin hófst. Cloth- ilde tók eftir því, að sætið við hliðina á henni var þegar setið og þar sat ungur, sterkbyggður maður. Hann virtist órólegur og utan við sig innan um allt þetta kvenfólk. En til hvers hafði hann komið? Gat það verið af ein- tómri forvitni, eins og hjá Ken? Meðan fyrstu sýningarstúlfcurn- ar gengu fram hjá í skrautleg- um klæðnaði, virtist hann alveg áhugalaus. En þegar Heather kom, íklædd stórkostlegum kjól, eftir fyrirmynd fró Dior, heyrði Clothilde, að ungi maðurinn greip andann á lofti, og augun fylgdu hverri hreifingu Heath- er. Það var eins og hann væri dáleiddur. Og þetta sama endurtók sig í hvert sinn sem Heather kom fram. Þá varð hann allur að augum og hafði þau aldrei af henni. Þegar hér var komið, afsakaði Ken sig. — Ég ætla að ganga svolítið og skoða mig um, sagði hann við Clothilde. — Ég kem svo og tek þig með mér, þegar sýningunni er lokið. Þegar Ken var farinn, fékk ungi maðurinn málið. — Afsak- ið, sagði hann, — en ég get ekki annað en tekið eftir því, hvað mér finnst þér lík ungfrú Heat- her Everett. Ég hef heyrt hana tala um hana Clothilde systur sína, enda þótt ég hefði enga hugmynd um, að hún væri hér í Japan. Hún brosti til hans. — Ég er Clothilde Everett, og ég er alveg nýkomin til Japan. Hann kinkaði kolli. — Já, þið eruð mjög líkar, enda þótt yfir- liturinn sé ólíkur. Heather sagði mér, að þér hefðuð dökkt, rauð- jarpt hár. Hún er falleg í dag, finnst yður það ekki? — Jú, það er hún. Ég sá hana nú sýna föt í London, en nú finnst mér hún vera orðin þokka fyllri og öruggari. — Ég hef ekki séð Heather í næstum tvo mánuði, hélt hann áfram, — en svo las ég í blaði að hún ætti að vera á þessari sýningu í dag, og þá gat ég ekki stillt mig um að koma. Mér fannst það gæti verið betra en ekki neitt, bara að sjá hana. Hann þagnaði, og hún só roða stíga upp í kinnar hans. Hún sagði ekkert en leit á hann með samúð. Hún gizkaði á, að þetta mundi vera Ridney Fenwick, sem faðir hennar hafði verið að tala um. Hún spurði hann því, hvort hann væri Rodney Fenwick og hann kvað svo vera. — Ég var mikill kunningi hennar Heath- er, sagði hann. — Ég er full- trúi í sendiróðinu, og við skemmt um okkur oft vel saman. Ég bauð henni gjarna á ailar opin- berar samkomur. Sannast að segja ... . og hér bom roðinn aftur upp í kinnar hans ... — þá var ég talsvert ástfanginn af henni. Og í allri hógværð sagt, þá hélt ég, að Heather þætti vænt um mig. Ég gat ekki trú- að mínum eigin eyrum, þegar ég heyrði, að hún væri trúlofuð þessum Japana-skratta. Ég skil það bara ekki. Ég hef skrifað henni oftar en einu sinni og beðið um skýringu, en hún svar- ar mér ekki einusinni. Hefur hún kannski minnzt á mig við yður? — Nei, en pabbi nefndi nafn yðar við mig. — Við töluðum um að gifta okkur, sagði Rodney, og Heath- er virtist alveg eins fús til þess og ég var. Hvað getur hafa gerzt til að breyta henni svona snögg- Iega? Mér finnst hún sé mér skyldug um skýringu á þessu. Ef hún segir mér, að hún elski þennan Japana, dreg ég mig auðvitað í hlé fyrir fullt og allt. Væri það ofmikið til ætlast, ef ég beiddi yður fyrir skilaboð til Heather og þér skiluðuð þeim til hennar eftir sýninguna. Hann var svo áhyggjufullur og miður sín, að Clothilde gat ekki annað en lofað þessu. Henni fannst þetta geðugur maður, ein- mitt maður eins og hún hefði óskað Heather að eignast. Og svo var Heather óhamingju- söm. Sjálf var hún ekki búin að vera í Japan nema örskamman tíma, en hún vissi þegar, að kvíði hennar vegna Heather var á rökum reistur. Hann hallaði sér nær henni og sagði: — Viljið þér biðja hana að hitta mig á Koya-veitinga- stofunni, eftir sýninguna? Við fórum þangað oft, hér áður fyrr. Það er í hliðargötu bak við Imp- erial Hotel. Ég ætla að bíða þar fram að kvöldmatartíma í þeirri von, að hún komi þangað. Segið henni, að þetta sé mjög áríðandi. Ég verð beinlínis að hitta hana. Röddin bilaði ofurlítið, er hann fbætti við: — Ef ég hitti hana ekki, verð ég blátt áfram brjál- aður. Clothilde efaðist ekki um ein- lægni hans. — Ég skal reyna að koma boð unum til hennar, sagði hún. Ég gæti kannski komizt inn í bún- ingsherbergið áður en sýning- unni er lokið. Seinna getur ver- ið, að ég nái ekki í hana. Við eigum að drekka te með hr. Minouru í skrifstofunni hans á eftir. - Það er náunginn, sem hún ætlar að giftast, er ekki svo? Faðir hans á verzlunina. Hann veður sennilega í peningum, en út yfir launin mín á ég ekki grænan eyri. En ég er viss um að það skiptir Heather engu máli. Hún hefur aldrei sótzt eftir peningum. — Nei, samþykkti Clothilde. - — Heather hefur aldrei sótzt eftir peningum, aðeins eftir ham ingju. Hún bað síðan Ridney að segja Ken, að hún kæmi strax aftur, ef hann skyldi koma meðan hún skryppi frá. Brosandi þjónustustúlka, sem talaði sæmilega ensku fylgdi henni til búningsherbergisins, þegar hún heyrði, að hún væri systir ungfrú Everett. Heather var einmitt að klæða sig í síðasta sinn og nú í brúðar- kjól frá Hartnell, alhvít og sett- an perlum, með stóru hvítu slöri. Hún var undurfögur. Clothilde gat vel skilið, að karlmað-ur gæti gert hvað sem væri til að eignast hana. —• Halló, systir- Heather sneri sér við og brosti til hennar. —. Ég á að fara inn eftir andartak. Þykir þér gaman að sýningunni? — Jó, voða gaman! Clothilde gekk fast að systur sinni og tautaði lágt; — Ég er með skila- boð til þín. Ungur maður, sem heitir Rodney Fenwick, situr við hliðina á mér. — Heather hálfstirðnaði upp. — Ég er búin að sjá hann. Það var rétt svo, að orðin heyrðust. — Hann vill, að þú hittir sig í Koya-veitingahúsinu, bak við Imperial Hotel, undir eins og þú getur, eftir sýninguna. Hann ætlar að bíða þín þar. — Ég get ekki komizt, systir góð. Hvernig ætti ég að geta sloppið? — Það veit ég ekki. Það er þitt mál, Heather. En hann var eitthvað svo niðurdreginn, að ég lofaði að skila þessu til þín. Allt í einu hafði Heather lagt báða arma um Clothilde og dreg ið hana að sér. — Hvað get ég gert? Röddin var hálfkæfð og hún ætlaði að fara að gráta. En svo sleppti hún Clothilde snöggt. Hún sneri sér að speglinum og tók að þerra augun í mesta á- kafa. — Ég veit ekki, hvað ég er hugsa, ég sem á að fara inn á þessari stundu! En ef þú sérð Rodney, þá segðu honum . . . Æ, ég veit ekki, hvað þú getur sagt honum! En ég verð að minnsta kosti að fara núna. Clothilde var mátulega komin sæti sitt til þess að sjá Heather koma gangandi eftir miðgangin- um í hinum glæsilega brúðar- kjól. Um leið og hún settist, fann hún, að Rodney greip um úlnlið henni. — Jæja, sagði hann, lágit og skjálfandi, — hvað sagði húji? — Ég færði henni skilaboðin, en hún gaf ekkert ákveðið svar. — Jæja, ég fer í veitingahús- ið og bíð þar, hvað sem tautar. Ken kom nú til þeirra. Hún kynnti Rodney sem kunningja Heather og svo fór Rodney. Íl leigu óskast einbýlishús, raðhús eða 5—6 herbergja íbúð sem fyrst, í Reykjavík eða nágrenni. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Reglusemi og góðri um- gengni heitið. Tilboð merkt: „Húsnæði — 8553“ sendist til Mbl. fyrir þann 13. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.