Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvíkudagur 9. febrúar 1966 FRÁ ALÞINGI: Loödýrarækt leyfö á ný Sala loðskinna skapar nágrannalöndunum ! mikið útflutningsverðmæti 1 GffiR mæ'lti Jónas G. Rafnar fyrir frumvarpi um loðdýrarækt er !hann flytur ásamt fjórum öðrum þingimönnum. Flu.tningsmaður gat þ&ss, að frumvarp þetta væri samlhljóða frumvarpi er utt hefði verið í neðri deild á sl. Hefði frumvarpið mið að að því, að gera núgildandi frá 8. marz 1051 um loðdýrarækt ein faldari og einn- ig væri gert ráð fyrir, að sett yrði ýtarleg reglugerð um fram- kvæmd hennar. 1 frumvarpinu í GÆR var logð fram á Al- þingi tillaga til þingsályktunar frá Karli Kristjánssyni og Gísla Guðmundssyni um skiptingu landsins í fylki, er hafi sjálf- stjóm í sérmálum. Aðalinntak tillögunnar er, að ríkisstjórninni yerði falið, að skipa 10 manna nefnd er skuli rannsaka og at- huga, hvort ekki sér rétt, að skipta landinu niður í fylki með sjálfstjórn í sérmálum, Og ef nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að þetta sé rétt, skuli hún gera tillögur um fylkjaskipun- ina. í fylkjunum verði fylkisþing og fylkisstjórar, er fari með sérmál fylkjanna og taki þar með við nokkur af störfum Al- þingis og ríkisstjórnar, enda verði í tillögunum ýtarlega um það fjallað, hver sérmálin skuli vera og eftir hvaða reglum fylkin skuli fá ríkisfé til ráð- stöfunar. I>á var einnig lagt fram frum- varp um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis. Flutnings- xnaður frumvarpsins er Bene- dikt GröndaL 3reytingar er frumvarpið gerir ráð fyrir lúta að útvarpi og sjónvarpi frá Al- þingi. Er m.a. lagt til, að áður en þrjár vikur eru liðnar frá þingsetningu, skulu fram fara almennar stjórnmálaumræður, er skal útvarpa eða sjónvarpa. Skulu þær hefjast á skýrslu forsætisráðherra, og má hann tala allt að 30 mínútum. Síðan tala fulltrúar hinna þingflokk- anna 20 mínútur hver. í annarri umferð hefur hver flokkur 10 mínútur, í þriðju umferð 5 mín- útur. f>á eru einnig ákvæði þess efnis, að útvarpa eða sjónvarpa skuli umræðu um mál, ef allir þingfokkar eru sammála um að óska þess og að hver þingflokk- ur éigi einu sinni á hverju þingi rétt á útvarpsumræðu um mál, þótt samþykki hinna flokkanna komi ekki til. Einnig er gert ráð fy/r að ríkisútvarpið .veiti þingflokkun- um tíma til að kynna í útvarps- erindum stefnu sína og starf. Hver flokkur skal að jafnaði fá tvö slík erindi á ári, og tilnefna formenn þingflokkanna menn innan þings eða utan til þess að ílytja þau. væri kveðið á um það, að land- búnaðarráðuneytið ábvæði, hvort veitt skyldu leyfi til þess að koma upp loðdýragörðum, en varðandi hverja umsókn bæri því að leita álits veiðistjóra, sem kynnti sér öll gögn umsækjenda. Helzta nýmæli frumvarpsins væri, að leyft Skyldi að nýju minkaeldi hér á landi, að full- nægðum vissum skilyrðum og innan ákveðinna takmarka. Flutpingsmaður vék síðan að að helztu röksemdum fyrir því að minkaeldi yrði að nýju heim- iiað hér á landi. Sagði hann, að þar sem margir væru á móti þessari atvinnugrein teldu flutn- ingsmenn frumvarpsins rétt, að farið yrði gætilega 1 sakimar, þar til nokkuð örugg reynsla væri fengin — og legðu þeir því til, að eigi fleiri en fimrn aðilum yrð veitt leyfi til minkaelds á næstu tveimur árum eftir gildis- töku laganna. Þá væri einnig tekið fram í frumvarpinu, að leyíi til minkaeldis mætti þó að- eins veita í sveitafélögum, þar sem villiminkur hefði þegar náð öruggri fótfestu að dómi veiði- stjóra. Með þessum takmörkun- um væri gengið til móts við þá, sem óttuðust að minkaeldi yrði til þess að auka villiminkaplág- una. Jónas sagði síðan, að til þessa hefði minkaeldi verið einkum stundað meðal fiskveiðiþjóða, enda væri fiskúrgangur aðal- fæða minks, sem alinn væri upp til slátrunar vegna skinnanna. Segja mætti, að atvinnugreinin ætti sér stað í öllum löndum, sem greiðan aðgang hefðu að fiákimiðum Norður-Atlantshaifs- ins og Kyrrahafsins, nema hjá íslendingum. Samkvæmt upplýsingum lægi það fyrir að skinnaframleiðslan hefði vaxið gífurlega á undan- förnum árum, eða úr 6 millj. minkaskinna á árinu 1955 upp í tæplega 22 milljónir, sem hún væri áætluð 1965-1966. Bandaríkin framleiddu landa mest, en Norðurlöndin öll væru mjög framarlega á framleiðenda- listanum. Mætti nefna sem dæmi, að í árslok 1946 hefðu verið rek- in 4807 loðdýrabú í Noregi, þar af aukning á árinu 584. Útflutn- ingsverðmæti loðskinna hefði numið á árinu 167 millj. n. kr., eða um 1000 millj. ísl. kr. í Dan- mörku hefði útflutningsverðmæt- ið verið sem svaraði til 1.200 millj. ísl. kr. og þar hefði skinna- framleiðslan tvöfaldast á 3 ár- um. í Finnlandi hefðu gjaldeyris- tekjur vegna skinnasölu á árinu 1964 numið um 535 millj. ísl. króna, en Finnar yrðu að flytja inn verulegt magn' af fiskúr- gangi, m.a. frá íslandi. Væri stærsta minkafyrirtækið í Finn- landi nú að láta smíða skip í þeim tilgangi að flytja minka- fóður frá Bandaríkjunum og Kanada. Minkaeldi hefði einnig verið hafið í Færeyjum fyrir nokkrum árum og væri iþar nú blómlegur atvinnuvegur og á Grænlandi væri það nýlega byrj- að, á vegum Grænlandsverzlun- arinnar og einstaklinga. Minkaskinnaframleiðsla Norð- urlanda mundi nema samtals á árunum 1965—1966 um 7,4 millj. skinna og væri mestur hluti þeirrar framleiðslu selt til Banda verði ríkjanna og Vestur-Þýzkalands, en í þessum löndum hefði mark- aðurinn verið í örum vexti. Jón- as sagði, að á það hefði verið bent, að fóðuröflunin væri eitt þýðingarmesta atriðið varðandi minkaeldið, iþar sem reiknað væri með, að fóðurkaup næmu um helmingi reksturskostnaðar búanna. Hér á landi væru mögu- leikarnir til fóðuröflunar svo til ótæmandi, hvers kyns fiskúrgang ur og úrgangur frá sláturhúsum. Að því leyti væru aðstæður til minkaeldis mjög góðar hér. Búin mætti reisa í verstöðvunum og spara þannig flutningskostnað að miklu leyti. Þegar á þetta iþýð- ingarmikla atriði væri litið kæmu til athugunar hagsmunir útgerðarinnar. Benda mætti á það, t.d. að árið 1964 hefði út- ílutningur á frystum fiskúrgangi til dýrafóðurs numið 7.165 tonn- um og hefði fob. verð á kg verið kr. 3,20, en á sama tíma hefði verð á fiskúrgangi í gúanó verið 68 aurar pr. kíló. Þegar litið væri á þessar tölur kæmi í ljós, að útgerðarmaðurinn fengi mangfalt hærra vérð fyrir úrganginn sem færi til vinnslu sem dýrafóður, en ef úrgangurinn færi í gúanó og þjóðin margfalt meiri igjald- eyri fyrir sama magn af hráefni. Minkaeldi gæti einnig verulega stuðlað að atvinnuaukningu í sjávarplássum og t.d. Kanada- menn ynnu nú að því að koma á fót loðdýrarækt í stórum stíl í hinum afskekktari héruðum. Flutningsmaður sagði, að látin hefði verið í Ijós vantrú á því, að hið háa verð á minkaskinnum á heimsmarkaðinum gæti haldizt til lengdar. Reynslan sýndi hins- vegar annað, að eftirspurn væri vaxandi sem byggðist m.a. á því að lífskjör hefðu farið batnandi í stærstu markaðslöndunum. — Hinsvegar bæri að taka fullt til- lit til þess, að aukin framleiðsla leiddi til vaxandi samkeppni og gæði vörunnar mundu ráða verð- inu, sem fyrir hana fengist. Skil- yrðf ættu að vera góð hérlendis, en búast mætti við byrjunarörð- ugleikum, þar sem íslendinga skorti reynslu og þekkingu ann- arra þjóða á þessum málum. Sölumöguleikar okkar væru hinsvegar nær þeir sömu og keppinautanna þar sem sala loð- skinna færi nær eingöngu fram á uppboðum. Jónas sagði að lokurn, að að því hefði verið fundið sl. vetur er frumvarp þetta kom til um- ræðu að ekki skyldu fylgja því rekstraráætlun fyrir minkabú af meðalstærð. Þar sem minkaeldi hefði verið bannað hér í mörg ár, væri vitanlega erfitt að fá slíkar tölur, en flutningsmenn frumvarpsins hefðu aðallega stuðzt við reynslu annarra þjóða. í 6. grein frumvarpsins væru ákvæði um að upplýsingar yrðu að liggja fyrir um fjárhagsgrund völlinn áður en til leyfisveitingar kæmi. Vissulega hörmuðu flutnings- menn frumvarpsins það tjón, sem viLliminkur hefði valdið hér á landi í ríki náttúrunnar, en það væri hinsvegar skoðun þeirra, að minkaeldi undir ströngu eftirliti, mundi ekki auka minkapláguna. Bæri að hafa þá staðreynd í huga, að litlar líkur væru á að villimink yrði útrýmt hér og meðan svo væri, væru engin rök fyrir því að banna minkaeldi. Geta mætti þess, að stjórnar- fundur í Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna mælti eindregið með því að frumvarp þetta yrði samþykkt og þá hefði Útvegs- mannafélag Reykjavíkur einnig mælt með því að komið yrði upp loðdýrarækt í stórum stíl. Þá hefði komið fram í blaðaviðtali Framhald á bls. 27 TIL SÖLU 2ja herb. íbúð við Ljósheima, Skipholt, Hagamel, Þórs- götu og víðar. 3ja herb. íbúðir við Þórsgötu, Asvallagötu, Sólvallagötu, Langholtsveg, Kaplaskjóls- veg og víðar. 4ra herb. íbúðir við Rauðalæk, Barónsstíg, Leifsgötu, As- braut, Miklubraut, Öldu- götu, Lönguhlíð og víðar. 5 herb. íbúðir við Karfavog, Njörvasund, Rauðalæk, Goð heima, Hagamel, Ásgarð og víðar. 6 heorb. íbúðir við Sólheima, Skeiðarvog, Nýbýlaveg og víðar. Einbýlishús á Seltjarnarnesi 6—7 herbergi, 40 ferm. bif- reiðageymsla. Einbýlishús við Aratún 137 ferm. Eintbýlishús við Vallargerði. Raðhús við Kaplaskjólsveg, Ásgarð, Álfhólsveg og víðar. Tvíbýlishús á bezta stað í Kleppsholti. Húsið er tvær hæðir. 1. hæð: 3ja herb. íbúð. 2. hæð: 4ra herb. íbúð. Húsið er vandað, laust eftir samkomulagi. Einbýlishús og raðhús í smíð- um í úrvali í borginni og nágrenni. íbúðir í smíðum 2ja, 3ja, 4ra, 5 herbergja íbúðir í Ár- bæjarhverfi og víðar. Athugið að um skipti á íbúð- um getur oft verið að ræða. Ólafur* Þopgrímsson hæstaréttarlögmaður Fasteigna- og verðbréfaviðskifti Austurstræíi 14, Sími 21785 BÍLAR Ford Falkon station, árg. 1963. Land-R/Over ’66, bensínbíll, ókeyrður. Vauxhall Viktor 1962. Consul Cortina 1965, 2ja dyra. Opel Record ’63, nýja gerðin. Ekinn aðeins 21 þús. km. Volkswagen ’65. Renault sendibíll 1963. Söluumboð fyrir Trabant bifreiðir Nokkrir bílar til afgreiðslu strax. Greiðsluskilmálar. bíloiafldg GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070. Reyndur verzlunarsfióri óskar eftir vinnu, helzt í mat- vörubúð, hálfan daginn e. h. Hefur margra ára þjálfun ut- anlands sem innan. Tilboð sendist Mbl. fyrir 12. þ. m., merkt: „Á fertugsaldri — 8551“. Ráðskona Stúlka með þriggja ára telpu óskar eftir ráðskonustöðu á góðu heimili. Má vera í sveit. Tilboð er greini fjölskyldu- stærð, kaup og aðrar uppl. sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m., merkt: „Dugileg — 13 — 8546“. Styrmir Gunnarsson lögfræðingur Laugavegi 28 B. — Sími 18532. Viðtalstími 1—3. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Stúlka getur fengið vinnu við auðveld skrifstofustörf. Tilboð auðkennt: „Stundvís — 8536“ er tilgreini aldur og menntun sendist Mbl. Hásetar Einn háseta vantar á góðan netabát sem er að hefja veiðar. Báturinn rær úr Þorlákshöfn. Upplýsingar í síma 47170 og 34735. íbúðir til sölu 3ja herb. nýleg kjallaraíbúð í húsi við Goðheima. Sér inngangur. Vönduð íbúð. 4ra herb. góð risíbúð við Sörlaskjól. Hitaveita. Mjög fallegur garður. Laus eftir 2—3 mánuði. 5 herb. íbúð á hæð í sambýlishúsi við Stóragerði. Ræktuð og girt lóð. Stutt í verzlanir og önnur þægindi. 5 herb. hæð í 2ja hæða húsi í Kópavogi, stutt frá , Hafnarfjarðarvegi. Hæðin er nú þegar tilbúin undir trúverk, máluð að nokkru leyti, með tvöföldu gleri í gluggum, húsið fullgert að ut- an. Stór uppsteyptur bílskúr. Teikning til sýn- is á skrifstofunni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími 14314.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.