Morgunblaðið - 11.03.1966, Side 10

Morgunblaðið - 11.03.1966, Side 10
10 MORCUNBLAÐIÐ T Föstudagur 11. marz 1966 IITAM AF LAIMDI IJTAIM AF LAIMDI UTAN AF LANDI UTAN AF LANDI komnar. Fólksfjölgun hér er ör og mikil og vaxandi þörf fyrir aukið íbúðarhúsnæði. Þó nokkuð hefur flutzt hing- að af fólki frá öðrum lands- hlutum, m.a. af Norðurlandi. í byggingu er hér stórt hús vegna starfsemi pósts og síma og verður lokið við það á þessu ári. Samkomuhúsið á staðnum hefur mikið verið endurbætt og á árinu hófust þar reglulegar kvikmynda- sýningar með ágætum véla- kosti. Var þessari nýbreyttni vel fagnað af ungum sem öldnum og margar myndir þar verið sýndar, sem fólk hér að öðrum kosti hefði ekki haft tök á að sjá. Verulegar framkvæmdir voru við höfnina hér og eru enn. Bátabryggajn var lengd um 30 metra og jafnframt dýpkað viðlegupláss við haf- skipabryggj una og nemur sú dýpkun auknu viðlegurými fyrir farmskipin allt að 30 metrum. Hefur þetta í för með sér mikið hagræði, bæði fyrir millilandaskipin, sem oft lesta hér vörur frá öðrum höfnum á Snæfellsnesi, svo og fyrir fiskibátana, sem hafa nú stórum betri aðstöðu en áður var. — Þá er á vegum sveitarfélagsins einnig unnið að lagningu nýrrar vatns- veitu, seih kemur til fullra nota á þessu ári. Vatnið er tekið úr Kverná, sem er um tveimur kílómetrum fyrir «•> Xveir „Fossar“ lesta útflutningsvörur í Grundarfirði \ UTAN AF LANDI 1 UTAN AF LANDI 1 UTAN AF LANDI 1 1 JTAN AF LANDI 1 Á SÍÐASTL. ári voru miklar byggingaframkvæmdir í Grundarfirði, svo sem raunar hefur verið á hverju ári að undanförnu. Á milli tíu og tuttugu íbúðir hafa verið í smíðum og var lokið við sum- ar þeirra og flutt í þær, en aðrar eru á skemmri veg ingu kirkjunnar hér í þor^- inu og eru góðar horfur á að þar verði messað á þessu ári. Prestseturshús verður reist á þessu ári. — Stækk- uð var fiskverkunarstöð á ár- inu og frekari framkvæmdir fyrirhugaðar á þessu ári. Flökunarvél var keypt til hraðfrystihússins og veiðar- færageymslur byggðar. Vinna hefur alltaf verið næg og fremur skort vinnu- afi en hitt. Emil Magnússon. Miklar byggingaframkvæmdir innan þorpið og var borað þar eftir vatni með ágætum árangri. Nokkuð var unnið að bygg- Grindarf jörður og „stolt“ ibúanna, Kirkjufell, í baksýn. ) Fyrirspurnir til Björns Ólafssonar garðyrkju- bönda Varmalandi í MORGUNBLAÐINU þann 23. íebrúar sl. birtir þú grein um ýmis vandamál garðyrkjubænda og kvartar þar yfir þeim erfið- leikum, sem þið garðyrkjubænd- wr eigið við að stríða. f því sambandi sparar þú ekki ásak- anir á hendur skólastjóra garð- yrkjuskólans, líkt og flestir erf- iðleikar garðyrkjubænda í dag séu hans sök. Ennfremur lætur þú í það skína að helztu sárabætur yrðu að flytja á mölina og græða upp forina með Hafliða garðyrkju- stjóra, þeim kjarkmikla og hrein skilna umbótamanni á sviði garðyrkjumála. Það liggur við að kunnugum finnist hálfgerð forarlykt af skrif um þínum, en vonandi fyrirverð- urðu þig ekki fyrir að gangast við afkvæminu og í trausti þess langar mig til að leggja fyrir þig nokkrar spurningar. í grein þinni setur þú fram nokkrar órökstuddar fullyrðing- ar, það skyldi þó aldrei vera að þar kæmi fram andleg spegil- mynd þín og þinna sálufélaga, ég vil ekki trúa að algjört þekk- ingarleysi hafi knúið þig til að taka þér penna í hönd. Er þér ljóst hvernig hefur verið búið að skólanum frá upphafi? Hefur þú fylgzt með fjárveit- ingum til„skólans fyrstu 20 ár hans? Hefur þú fylgzt með von- lausri baráttu skólastjórans fyr- ir því að skólanum væri gert kleift að hefja tilraunastarf- semi? Hefur ekki eini fasti kennari skólans sl. 10 ár unnið að þýð- ingarmiklum leiðbeiningar- og rannsóknarstörfum fyrir garð- yrkjubændur? Er ekki verið að undirbúa og skapa aðstöðu til fullkominn- ar verknámskennslu? Hefur nokkur véfengt að bók- námskennslan sé í góðu lagi? Lýsti ekki Jón H. Björnsson því yfir í grein sinni, að garð- yrkjuskólanum hefði í upphafi verið illa tekið af garðyrkju- bændum? Hafa þeir stuðlað að því að hann yrði efldur til forystu? Leggur þú ekki t.d. til að stofn uð verði sjálfstæð og óháð til- raunastöð? Nú tel ég rétt að staldra örlítið við og athuga þann þáttinn, sem að ykkur garðyrkjubændum snýr. Þú kvartar sáran og rétti- lega undan þeirri meðferð, sem þið hljótið í „verðlagskappíhlaup- inu“, en hefur þú þá gert þér ljóst hvar meinsemdin á upptök sín. Um hagsmunamál ykkar voru stofnuð Félög garðyrkju- bænda og síðan Samband garð- yrkjubændafélaganna. Ætlunar- verk þessa sambands er að standa vörð um aðalhagsmuna- mál ykkar, afurðasölumálin, þáð skyldi þó aldrei vera, að ein- hverntíma hafi slælega verið haldið á ykkar málum þar. Lítum á staðreyndir og sjá- um útkomuna. Það liggur ljóst fyrir hverjum manni, sem til málanna þekkir og lítur á þau og framkvæmd þeirra með raun- sæjum augum. Á sínum tíma er Sölufélag garðyrkjumanna flutt úr ófullnægjandi húsnæði í nýtt og stórt og vandað húsnæði. Öll aðstaða batnað til móttöku á framleiðslunni og dreifingar- kerfið í fullum gangi, með sinn forstjóra, skrifstofufólk og ann- að starfslið. Garðyrkjubændur hamast við að framleiða og senda sölumiðstöðinni fram- leiðslu sína, sem á sama tíma hefur ekki við að selja vöruna. Það eiga sér stað verðlækkanir á verðlækkanir ofan og dugar ekki til, restinni er ekið á hauga, að undanskildu örlitlu magni, sem nú í seinni tíð er farið að selja til vinnslu og þá fyrir sára- litinn pening. Á sama tíma er hægt að leigja flugfélagi stór og rúmgóð húsakynni til starfsemi sinnar, í staðinn fyrir að verða sér úti um vélar og vinna úr sinni framleiðslu sjálfir, annast pökkun á hráu grænmeti og þar fram eftir götuiium og auglýsa vöruna, kynna hana fyrir fólk- inu og kenna því að nota inn- lenda framleiðslu. Á meðan þetta ófremdarástand ríkir í herbúð- um garðyrkjubænda sjá innflytj- endur sér leik á borði og græn- metið flæðir yfir landslýðinn er- lendis frá og ekki nóg með það, heldur passa innflytjendur dyggi lega upp á það, að þessi varn- ingur fari ekki í súginn og sjá um innflutning á frystikistum á vægu verði fyrir sölustaðina. Afurðasölumál garðyrkju- bænda hafa alla tíð verið í hönd- um þröngsýnismannanna. Þeir hafa frá fyrstu tíð verið í stjórn- armeirihluta. Garðyrkjubændasamtökin hafa því brugðizt skyldu sinni í af- urðasölumálum, sem þau hefðu átt að hafa sitt aðalmál, því af- urðasalan er fjöregg þeirra, en fram að þessu hafa þau ekki bor- ið gæfu til að sigla fleygi sínu í höfn. En þess í stað eru þau með tilburði til afskipta af skóla- málum garðyrkjumanna. Er það ómaksins vert fyrir garðyrkju- bændur að leggja nokkuð á sig fyrir þá stofnun, sem ungar út garðyrkjufræðingum? Hafa þeir verið svo eftirsótt vara á mark- aðinum hjá þeim fram að þessu? Á skólastjóri Garðyrkjuskólans sök á erfiðleikum þínum? Hefur ekki garðyrkjuráðunautur Bún- aðarfélags íslands leiðbeint þér í starfi þínu s.l. 10 ár? Stjórnar Sölufélag garðyrkjumanna ekki afurðasölunni? Á ekki Samband garðyrkjubænda að verja hags- muni stéttarinnar? Er ekki for- ysta hagsmunabaráttu garðyrkju stéttarinnar í höndum þessara aðilja? Hafa þessir aðiljar starf- að á hliðstæðan hátt og sölusam- tök bænda og stéttarsamtök bænda? Hefur skólastjóri Garð- yrkjuskólans ekki viljað að garð yrkjubændur tækju afurðasölu- samtök bænda til fyrirmyndar, hæfu vinnslu, djúpfrystingu og pökkun afurða í neytendaumbúð ir, svo og verðskráningu þess- ara afurða eins og annarra land- búnaðarafurða? Ert þú ánægður með milliliða- kostnaðinn, afföllin og algjört skipulagsleysi framleiðslunnar? Er hægt að komast hjá inn- flutningi erlends grænmetis með an forystumenn sölusamtakanna halda á málum, eins og þeir hafa gert? Hvernig er hægt að fara fram á opinbera aðstoð, meðan miklu magni af hinni skipulagslausu framleiðslu er fleygt eða selt gróðafyrirtækjum á smánar- verði? Eru annars ekki ásakanir þin- ar á hendur skólastjóra Garð- yrkjuskólans hliðstæðar og álíka sanngjarnar og drengilegar og ef einhver bóndi ásakaði skóla- stjóra búnaðarskólanna fyrir fjárhagserfiðleika sína og stétt- arinnar? Þú upplýsir I grein þinni, að 14 námsgreinar af 26 er kennd- ar voru við Garðyrkjuskólann er þú varst þar við nám, hafir þú verið búinn að læra við Hvann- eyrarskóla. Ég tel þá víst, að stærðfræði hafi verið ein af þess um 14, en það er kannski sú námsgreinin, sem hefur farið fyr ir ofan garð' og neðan hjá þér, ef maður má dæmi eftir þinni rökvísi og annarri nákvæmni. Þú talar um að garðyrkjubúskapur- inn hafi verið hrapallega van- ræktur með vísindalegar rann- sóknir, en virðist ekki athuga að til þeirra hluta þarf fjár- magn. 25 þús. kr. framlag árlega til þeirrar starfsemi er lítið fram lag og eru ekki stór átök gerð fyrir það. Ég er hræddur um að forin í Reykjavík greri seint upp fyrir ámóta fjárframlag. Eg ætla að lofa þér að vita um örlítið framlag til þeirra framkvæmda, er nefndir eru skemmtigarðar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Fyrir árið 1964 voru það 4.808.000.00 kr. Fyrir árið 1965 kr. 5.695.0000.00. Fyrir árið 1966 kr. 6.645.0000.00. Trúlegt þætti mér að Garð- yrkjuskólinn og annað, sem hon- um tilheyrir, væri í dag með meiri glæsibrag þó svo að hann hefði ekki fengið nema tsa 10% af áðurnefndum upphæðum til Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.