Morgunblaðið - 05.04.1966, Side 28
MORGU N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 5. apríl 1960
28
SUZANNE EBEL:
ELTINGALEIKUR
— Þetta var bara barnapían okkar. Hún vildi fá að vita hvernig
ætti að opna kampavínsflösku!
— Þú verður að vera (hér kyrr,
og ef ég er ekki kominn fyrir til-
tekinn tíma, verðurðu að
að hringja í Steve og síðan í lög-
regluna.
Röddin í 'honum var lág, vin-
gjamleg og flöt eins og pönnu-
kaka.
Aftur hafði karlmaður skellt
á mig hurðinni. Mér hefði verið
eins gott að tala við fangavörð,
hringlandi lyklum.
Rod hafði ákveðið að fresta
för sinni þangað til eftir mið-
nætti, og við eyddum nokkrum
tíma yfir lélegum kvöldverði,
sem ætlaði alveg að kæfa mig og
þó lengri tíma yfir kaffi í for-
s^lnum með timbuxþiljunum og
rauðu gólfábreiðunni Ég horði
á gestina, sem sátu þarna hér og
hvar. Eins og ég var í skapinu,
sýndust þeir mér allir vera gaml-
ir og Ijótir. Og líklega voru þeir
allir með hárkoilur.
—- Ég er farin að sjá ofsjónir,
sagði ég við Rod. Honum þótti
þetta eitthvað skrítið og þegar
ég sagði honum frá 'hárkollunum,
rak hann upp skellihlátur.
Loksins fórum við bæði upp
og Rod sagðist ætla að fara að
„vopna sig í herferðina". Hann
sagði þetta dálíttS hátíðlega og
ég hresstist nokkuð við, þegar
ég fann, að ég gat orðið vond
við hann.
— Þér er betra að Mta til
beggja hliða, áður en þú kemur
inn til mín, sagði 'hann. — Skot-
arnir eru dálítið vandlátir með
svona.
Það var svo fjarri mér að vera
neitt að hugsa um kynferðismál,
jafn hrædd og ég var, að ég
glápti bara á hann og skildi ekk-
ert, hvað hann var að fara.
Hann hiló aftur. Svona augna-
tillit er nú ekki neitt til að verða
upp með sér af. Komdu bara inn
telpa mín. Þú ert sakleysið upp-
málað. Og heldur ekki líkiztu
neitt laglegri herbergiaþernu.
Hann virtist vera í góðu skapi,
en hvort það var ekki bara upp-
gerð og mannalæti, gat ég ekki
vitað. Og ég þekkti heldur ekki
Rod, nema rétt sem kurteisan,
hugrakkan og hlédrægan fé-
laga með nokkurt höfðingasnið
á sér Og þegar ég horfði á hann
festa á sig allan þennan útbúnað
amerískra sjónvarpshetja: byssu
og skothylki, þá fékk ég skjálfta.
Án þess að taka eftir, að ég vaf
að horfa á hann, festi hann byss-
una vandlega undir jakkanum,
sem fíni klæðskerinn í Savile
Row hafði áreiðanlega ekki snið
ið fyrir skotvopn.
Svo fór hann að greiða sér.
Ég sat í hnipri á rúminu og
spennti greipar um hnén.
Hann leit á mig í háa, umgerð
arlausa speglinum og sagði við
spegilmyndina mína: — Jæja,
taktu nú támann þegar ég fer.
Hún er vist um það bil kortér
yíir tólf. Ef ég er ekki kominn
aftur klukkan tvö, verðurðu að
hringja til Steve, og segja hon-
um alla söguna. Hann verður
bálvondur, en hann hjálpar þér
nú samt. Þegar þú hefur talað
við han-n og sagt honum að ná
sambandi við Wrexford lávarð,
þá farðu beint í Edinborgarlög-
regluna Ef ég kemst ekki inn í
þetta hús og út úr því aftur, með
eða án Firths, innan tveggja
tíma, geturðu sagt lögreglunni,
að þeir hafi náð í mig.
— Þú tekur þetta heldur ró-
lega.
Hann lauk við að greiða sér,
lagði frá sér greiðuna, og gekk
til mín. Rétti út höndina og
lyfti upp hökunni á mér. Svo
hleypti hann brúnum.
— Þú sérð ekki eftir þessu,
Virginia?
— Vitanlega ekki. Hvernig gat
ég svarað þessu öðruvisi.
Ég hafði beðið hann að nffega
hjálpa honum við þetta. Þetta
var verk, sem var einhvers
virði! Eitthvað annað en auglýs-
ingarnar! Ég hafði ekki kunnað
að meta öryggið meðan ég hafði
það.
Dugleg stúlka!
Rétt sem snöggvast hélt ég,
að hann ætlaði að kyssa mig.
Kysstu ekki hermenn alltaf stúlk
umar sínar áður en þeir lögðu
til orustu- En í stað þess k'lapp-
aði hann mér bara á báðar kinn
ar, eins og utan við sig, rétt eins
og faðir klappar efnilegri dóttur
sinni, og síðan gekk hann eftir
ganginum, áleiðis til lyftunnar.
Þar sneri hann sér og veifaði
hendi.
Hann var farinn.
6. kafli.
Ég gekk aftur inn í herbergið
hans ogr settist á sama stað á
rúmið. Ég hafði ekki einusinni
ráðið það við mig, hvort ég
□----------------------------q
20
□—,—------------------------□
ætti að sofa þessa tvo tima, sem
ég yrði að bíða, eða hvort ég
ætti að bíða eftir honum hér eða
í mínu herbergi Ég sat grafkyrr
og spennti greipar um hnén. En
hvað þarna gat verið kyrrlátt.
Mér fannst tifið í ferðaklukk-
unni hans Rod, sem hann hafði
komið fyrir við rúmið, vera
hávaðaglamur.
Ég stóð upp og gekk að snyrti
borðinu, og tók upp greiðuna,
sem hann hafði verið að nota
fyrir stundarkorni. Hann gat
varla verið kominn út úr gisti-
húsinu enn. Mér varð óglatt.
Þegar ég leit upp sá, ég mína
mynd í speglinum. Rauðhærð
stúlka með lit á vörunum og
svört strik við augnakrókana.
Ekki ólöguleg Ofurlítið frek-
nótt. Þarna var fallegi svarti
kjóllinn, sem Maurice hafði sagt
að væri „ginnandi". Ég leit nið-
ur á höndina á mér. Ég hélt enn
á greiðunni. Og í sama bil sá ég
svo greinilega, að Rod var að
leggja út í opinn dauðann —
eins greinilega og hefði ég séð
hann vaða gegn um forina í
Flandem, eins og sjá mátti í
gömlum fréttamyndum .... Við
hlutum að vera viti okkar fjær.
Auðvitað hlutu þeir að hafa séð
okkur. Var ég ekki búin að
segja það hundrað sinnum? Þessi
bjánalegi áberandi hvíti bíll
hafði elt þá gegn um Banbury
og alla leið til Edinborgar.
Ég hljóp yfir að ferðatöskunni
hans, rótaði þar gegn um hrúgu
af hreinum skyrtum og fann að
lokum það, sem ég var að leita
að — hina byssuna.
Borgin var eyðileg og rök,
enda þótt rigningunni hefði stytt
upp Það var hráslagalegt og íll-
kalt. Ég hljóp niður eftir Prins-
stræti þangað til ég fann bíla-
stæðið, skauzt inn í bílinn og
hálfkjökrandi ók ég til litla
torgsins, þar sem við höfðum
séð Daimlerinn stanza. ,
Áður en við ókum til gisthúss-
ins, höfðum við svipazt um bak
við húsið, þar sem Firth var nú
fangi. Þarna var húsagarður og
lágur steinveggur kring um lóð-
irnar. Ég lagði bílnum á torginu,
lét vélina vera í gangi og hljóp
svo eftir þverstíg og að bakdyr-
unum á nr. 21. Sem betur fór
var veggurinn svo lágur, að ég
gat auðveldlega klifrað yfir
hann.
s AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HÍBÝLAPRÝDI i
DÖIMSKIJ
SKRIFBORÐIIM
ERI) KOMIIM
DÖIMSK
SKATTHOL
KOMMÓÐLR
TILVALDAR FERMINGAGJAFIR
LÍTIÐ í GLUGGANA
sími 22900
Það er barnaleikur að strauja þvottinn með
Baby strauvélinni
Baby strauvélin léttir ótrúlegu
erfiði af húsmóðurinni. — Baby
strauvélin pressar, straujar, rúllar,
Pressar buxur — straujar skyrtur
— rúllar lök. —
Baby strauvélin er opin í báða enda. Baby strau-
vélinni er stjórnað með fæti og því er hægt að nota
báðar hendur við að hagræða þvottinum.
Baby strauvélin er ómetanleg heimilisaðstoð . . . ,
Verð krónur 6.900,60.
Viðgerða- og varahlutaþjónusta.
S'imi
11687
21240
Laugavegi
170-172