Morgunblaðið - 05.04.1966, Qupperneq 31
¥>ri$5udagur 5. apríl 1966
MORGUNBLAÐIÐ
31
Mannfjöldi tók á móti „Baldri"
í Stykkishólmi
Stykkishólmi, 4. apríl:
FLÓABÁTURINN Baldur kom
til heimahafnar sinnar, Stykkis-
hólms, í gærkveldi, og tók mik-
£11 mannfjöldi á móti honum,
þegar hann lagðist að bryggju.
Sllimmu eftir komuna var
heimamönnum boðið að skoða
hátinn, og var forráðamönnum
bæjarins og fleirum boðið upp á
kaffiveitingar í hinum vistlega
sal bátsins.
Við það tækifæri flutti, Ásgeir
Ágústsson, stjórnarformaður
Baldurs, ræðu og bauð gesti
- ít>róftir
Framhald af bls. 30
þeim tókst að skora hvert
markið af öðru í upphafi síð
ari hálfleiks (4 fyrstu) öðl-
uðust leikmennirnir ekki að-
eins sigurvonina, heldur brutu
þeir á samri stundu loftkastala
1 ísl. leikmanna niður. Sigur-
; gangan varð úr því auðveld
I>önum.
ýý Liðin.
Bezti maður ísl. liðsins var
Gunnl. en Hermann og Hjatl
í markinu stóðu sig einnig með
prýði. Ingólfur átti ágætan fyrri
hálfleik — en hvarf algjörlega
í þeim síðari. Hörður Kristins-
son átti sinn lakasta leik um
langt skeið, — sást varla allan
leikin í stað þess að ógna sem
hann á auðvelt með vegna hæð-
ar sinnar. Karl Jóih. átti og
slakan leik nú, skaut í tíma og
ótíma og var liðinu oft til traf-
ala.
Þannig brugðust 3 af sterkustu
stöðum liðsins. Við bættist að
skiptingar voru ekki réttar Það
er auðvelt að gagnrýna eftir á. En
að láta létta, lipra og góða leik-
menn sitja utan línu á meðan
þeir gömlu bregðast hver af öðr-
um er ekki rétt taktik.
Væri ekki ráð að skipta hlut-
verki Karls þjálfara. Allir eru
sammála um hæfni hans sem
þjálfara, en er það rétt að hann
beri einnig ábyrgð á skiptingum
liðsmanna?
Danska liðið í þessum leik var
alls ekki af ósigrandi klassa .—
Bezti maður liðsins var Jörgen
Fetersen sem íslenzka liðið réði
alls ekki við. Hann skoraði 10
mörk Dana og sum á svo glæsi-
legan hátt að unun var á að
horfa. Samt höfðu flest hans
mörk svo langan aðdraganda að
vel hefði átt að vera hægt að
gæta hans — en leikmennirnir
horfðu á hann með svipaðri að-
dáun og áhorfendur. Og það átti
hann að vísu skilið.
Yngri menn íslenzka liðsins
stóðu sig bezt, t.d. Hermann,
Geir, Stefán og Auðunn, ekki sízt
í vörninni. Gunnlaugur var þó
þeirra allra beztur og er lang-
bezti maður ísle’nzka liðsins. —
Hjalti varði allvel, en Þorsteinn
brást illa og var þrátt fyrir það
mikið hafður í marki.
Dómari var Hans Carlsson og
betri dómara, réttsýnni, réttlát-
ari er varla hægt að hugsa sér.
Hann fylgdist ekki einungis með
þar sem knötturinn er. Margoft
stöðvaði hann leikinn fyrir brot
sem framin voru langt frá þeim
stað er barizt var um knöttinn.
Hann gætu allir dómarar tekið
sér til fyrirmyndar.
Mörk íslands skoruðu Gunn-
Jaugur 8 (3 úr vítum), Ingólfur,
Hermann, Geir 3 hver, Auðunn
2 og Stefán 1.
Mörk Dana skoruðu Jörgen
Petersen 10 (3 úr vítum), G.
Anderson 5, Ale Sandihöj 3, Iwan
Ohristiansen og Klaus Kaae 2
hvor, Arne Andersen 1.
Fjórum Dönum var vísað af
velli fyrir leikbrot og þar af ein-
um tvívegis. Tveir íslendingar
blutu sömu örlög. — A. St.
velkomna og lýsti tildrögum að
smíði bátsins, og starfsemi félags
ins á undanförnum árum. Hlut-
hafar í félaginu eru Rikissjóður,
og kauptúnahreppar við Breið-
fjörð, ásamt nokkrum einstakl-
ingum og fyrirtækjum.
Einnig töluðu þarna Sigurður
Pálsson, sveitarstjóri, Friðjón
Þórðarson, sýslumaður, og Krist-
in Gíslason, sem buðu allir bát-
inn velkominn. Að lokum lýsti
Lárus Guðmundsson kipstjóri
skipinu fyrir komumönnum.
Voru allir mjög ánægðir yfir
því að fá þennan glæsilega far-
kost á Breiðafjörð.
Baldri er ætlað að annast flutn
inga á hafnir Breiðafjarðar, og
er gert ráð fyrir að vikulegar
ferðir verði til Reykjavíkur. Auk
þess hefur verið rætt um það, að
um helgar í sumar annaðist hann
hópferðir um Breiðaf (5rð.
— Fréttaritari.
Mbl. sneri sér til Sigurðar
Ágústssonar alþingismanns og
útgerðarmanns í Stykkishólmi,
og spurðist nánar fyrir um bát
þennan. Sigurður sagði, að feðg-
arnir Guðmundur heitinn Jóns-
son frá Narfeyri og Lárus sonur
hans hefðu í mörg ár unnið ó-
m'etanlegt starf fyrir Breiðfirð-
inga og raunar marga aðra lands
menn með rekstri Breiðafjarðar-
bátsins „Baldurs“, en þessa þjón-
ustu hefðu þeir feðgar látið
hyggðarlaginu í té í marga ára-
tugi, og notið mikils traust fyr-
ir þessa frábæru þjónustu.
Sigurður sagði ennfremur:
Fyrsti báturinn, sem Guðmund
ur Jónsson eignaðist til þess-
ara ferða, var aðeins 6 rúmlest-
ir, en eftir’ því sem flutninga-
þörfin jókst sá hann og síðar
Lárus sonur hans nauðsyn þess
að afla sér stærri skipa til þess-
arar þjónustu — skipa, sem jafn-
framt gátu .flutt farþega, bæði
innanfjarðar og í ferðum skipsins
til Reykjavíkur.
— Enn hefur verið gert stórt
átak í sambandi við Breiðafjarð-
arferðirnar með byggingu glæsi-
legs stálskips 180 rúmlesta, sem
ber nafnið „Baldur“. Er þetta,
nýja skip að hefja ferðir sínar —
og veit ég að allir Breiðfirðing-
ar munu fagna komu þess og
votta aðilum öllum þakklæti,
sem á einn eða annan hátt hafa
aðstoðað við framkvæmd þessa,
sem vissulega var mikil þörf fyr-
ir. í því sambandi má fyrst til
nefna skipstjóra og framkvæmda
stjóra skipsins Lárus Guðmunds-
son, svo og mjög jákvæða af-
stöðu ríkisstjórnarinnar með því
að gerast stór hluthafi í Baldur
h.f.
Sovézkir sjálfboða-
liðar til Vietnam?
Moskvu, 4. apríl, NTB.
Alexei A. Yepishev, hershöfð-
ingi, og yfirmaður stjórnmála-
deildar hers og sjóhers, sagði á
23. flokksþingi kommúnista-
flokks Sovétrikjanna í Moskvu
í dag, að mörg þúsund sovézkra
hermanna, þar á meðal heilir
herflokkar, hefðu boðist til þess
að fara til Vietnam. Ekki fór
hershöfðinginn þó neinum orð-
um um það hvort sovézkir sjálf-
boðaliðar hefðu farið eða myndu
fara austur þangað.
Rúmt ár er nú liðið síðan
fyrst var farið að tala um sov-
ézka sjálfboðaliða sem hefðu
gefið sig fram til austurfarar, en
AðaJfundur
Slyrkfarfélags
vangefina
AÐALFUNDUR Styrktarfélags
vangefinna var haldinn í dag-
heimiiinu Lyngási sl. sunnudag.
Formaður félagsins, Hjálmar
Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri,
setti fundinn og stjórnaði hon-
um. Las hann úr skýrslum fé-
lagsstjórnar, og skýrði frá helztu
framkvæmdum á sl. ári. Fram-
kvæmdastjóri félagsins, séra Er-
lendur Sigmundsson las upp
reikninga félagsins fyrir 1965, og
gerði grein fyrir þeim. Frú Sig-
ríður Ingimundardóttir las reikn
inga kvennasjóðs félagsins. Voru
reikningarnir samþykktir at-
hugasemdalaust.
Úr aðalstjórn félagsins áttu
að ganga, Hjálmar Vilhjálmsson
og Sigríður Ingimundardóttir,
en voru þau bæði endurkosin
samhljóða. Úr varastjórn áttu að
ganga Halldór Halldórsson og
Vilhelm Hákanson, og voru þeir
einnig samhljóða endurkjörnir.
Aðalstjórn félagsins skipa nú:
Hjálmar Vilhjálmsson, formaður,
Aðalsteinn Eiríksson, Guðmund-
ur St. Gíslason, Kristrún Guð-
mundsdóttir og Sigríður Ingi-
mundardóttir.
aldrei hefur verið frá því skýrt
að nokkrir þeirra hafi farið.
í Bandaríkjunum er yfirlýs-
ingu þessari tekið fálega og þyk-
ir benda til þess að Sovétríkin
vilji ógjarnan skipta sér of mik-
ið af styrjöldinni í Vietnam
þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra
um aðstoð við N-Vietnam og
skæruliða Viet Cong.
TOGARINN Þorsteinn Þorska-
bítur er nú kominn til Ulsteinvik
í Noregi, þar sem á að breyta
honum í nútíma fiskiskip með
kraftblökk, segir í frétt frá
Noregi. Eigandi bátsins, Sigurður
Finnsson frá Grímsey, er með
hann úti.
Auk kraftblakkar á að setja á
bátinn hliðarskrúfur, stækka
lestaropin o. fl. Er þetta mjög
mikið verk og verður því ekki
lokið fyrr en í lok maí. Er haft
eftir Sigurði Finnssyni, að fleiri
skipum sem lagt hefur verið,
verði breytt.
Húnavakan
á páskum
Blönduósi, 4. apríl:
HÚNAVAKAN hefst á Blöndu-
ósi á annan í páskum, og stend-
ur í sjö daga. Þar verða sýndir
fjórir sjónleikir, og 3 karlakórar
syngja, auk margra smærri
skemmtiatriða. Að Húnavök-
unni standa fimm félög og fé-
lagasambönd í sýslunni, en Ung-
mennasamband A-Húnvetninga
annast framkvæmdastjórn.
— Björn.
Meðalafli Keflavíkur
báta 8,3 lestir
Keflavík 4. april.
FRÁ Keflavík róa nú 37 bátar.
Hafa þeir aflað þáð sem af er
þessari vertíð til mánaðannóta
síðustu 9237 lestir í 1107 róðrum.
Meðalafli er því um 8,3 lestir.
í fyrra á sama tíma vax aflinn
8475 lestir í 1255 róðrum, og ár-
ið þar áður 14410 lestir í 1895
róðrum.
Mestan afla hefur nú Lómur
Skemmdir
unnar á bllum
UM HEtGINA var ráðist á tvo
bíla, sem stóðu við Bakkastíg og
við Ránargötu, og brotnar af
þeim loftnetsstangir og sprengd
upp framhurðin á öðrum þeirra,
og hún eyðilögð.
Þá var ekið á kyrrstæðan bíl,
sem stóð við Borgartún, en öku
maðurinn á bifreiðinni, sem á-
rekstrinum olli, hvarf strax af
staðnum. Þá var einnig ekið á
kyrrstæða bifreið, sem stóð við
Laugalæk, sl .fimmtudag, og
hvarf ökumaður bifreiðar þeirrar
sem árekstrinum olli þar, einnig
staðnum. Eru allir þeir, sem ein-
hverjar upplýsingar gætu gefið
um árekstra þessa beðnir að snúa
sér til Rannsóknarlögreglunnar.
607 lestir, annar er Helgi Fló-
vetnsson með 501 lest, og þriðji
Jón Finnsson með 442. Þetta er
mest netafiskur. Hefur fiskurinn
oft verið tveggja til þriggja
nátta, og því að verulegu leyti
verið verkaður í skreið og salt.
Frystihúsin hafa ekki haft nægan
fisk til fullra afkasta.
Frá áramótum hafa borizt á
land í Keflavík 143 þúsund tunn-
ur af loðnu, og voru þrær verk-
smiðjánna orðnar fullar, svo að
geyma varð loðnuna úti á víða-
vangi. Undanfarna daga hefur
lítið borizt að af loðnu og því
losnað nokkurt rúm j þrónum.
Gæftir hafa verið mjög slæmar
það sem af er vertíð. —- H.s.j.
— Visindamenn
Framhald af bls. 32
störf sín allan daginn, eða til
kl. 5. Voru þeir m.a. að koma
fyrir jarðskjálftamæli. En í
eynni hefur verið vandaður jarð-
skjálftamælir, sem tók upp hrær
ingar frá tveimur stöðum á
eynni og var nú bætt við þriðja
staðnum. Var ætlunin að taka
maélinn með í land, en það
þótti ekki óhætt, ef svo dýrmætt
tæki blotnaði.
Er Surtseyjarfarar ætluðu um
borð, hafði hvesst nokkuð, og
varðskipsmenn, sem voru það
langt frá að þeir sáu ekki strönd
ina á eynni, töldu ekki lendandi.
Voru þeir farnir að gera ráð-
stafanir til að fá sendan útbún-
að og vistir, til að skilja menn-
ina eftir í eynni. En eftir að
mennirnir í landi höfðu náð sam
bandi við þá um talstöð og skýrt
frá hvernig útlitið væri hjá
þeim, var skipsbáturinn send-
ur út, og úr honum sendur
gúmmíbátur í land á taug. Gekk
vel að flytja mennina út og
draga þá á taug gegnum brim-
garðinn.
Engum varð meint af volkinu.
— Við blotnuðum bara, en þorrn
uðum nokkuð meðan við vorum
við störf í landi, sagði Þorbjörn.
— ísland fái
Framhald af bls. 32
þjóða er ekki hafa áunnið sér
rétt til lokakeppninnar og
bæri því auða sætið.
Endanleg ákvörðun mun
verða tekin á fundi stjórnar-
innar 18. apríl og hefur Ás-
björn Sigurjónsson, formaður
HSÍ, verið boðaður á þann
fund.
Tækninefndin dró um það
hvernig riðlar skyldu skipað-
ir í lokakeppninni og urðu úr-
slit þessi:
A-riðill: Svíþjóð, Júgóslavía,
Pólland, Sviss.
B-riðiIl: Japan, Noregur, Ung-
verjaland, V-Þýzkaland.
C-riðill: Rúmenía, Sovét,
Kanada, A-Þýzkaland.
D-riðill: Tékkóslóvakía, Dan-
mörk, Frakkland, Túnis
(eða það land sem ákveðið
verður í stað Túnis).
Þá hefur og heyrzt að Kan-
adamenn muni ekki geta kom
ið til lokakeppninnar vegna
fjárskorts. En eins og sjá má
væri mun hagstæðara fyrir ís-
lendinga að fá sæti Túnis, því
í þeim riðli væri alls ekki úti-
lokað að íslendingar kæmúst
áfram, sem næsta litlar vonir
væru til ef þeir kæmu í loka-
keppnina í stað Kanada.
Kennedyhöfða, 4. apríl, NTB.
ÁTTA manns fórust og 150 slös-
uðust er mikið óveður gekk yfir
Floridaskaga í dag. Einnig varð
það til þess að fresta varð fyrir-
huguðu geimskoti af Kennedy-
höfða, en aftur verður reynt á
morgun.