Morgunblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 4
4
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 17. apríl 1966
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
SENDUM
LITLA
bílaleigun
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Volkswageri 1965 og ’66.
RAUÐARÁRSTfG 3f
SfMI 22022
BIFREIÐ/VLEIGAIU
. VECFERÐ
Grettisgötu 10.
Sími 14113.
Barnaleiklæki
★
íþróttatæki
Vélaverkstæði
Bernharðs Hannessonar
Suðurlandsbraut 12.
Sími 35810.
JÖHANNFS L.L. HELGASON
JÓNAS A. AÐALSTEINSSON
Lögfræðingar
Klapparstíg 26. Sími 17517.
B O S C H
ÞOKULUKTIR
BRÆÐURNIR ORMSSON
Lágmúla 9. — Sími 38820.
★ ..Rógburður
um hunda“
Guðrún Jaoobsen, sem
fókk sendingu frá ,einni átján
ára“ hér í pistlinum í gær,
sendi okkur þetta bréf í fyrra-
dag:
„Herra Velvakandi!
Gerið svo vel að birta eftir-
farandi til herra Hunda, sem
skrifaði Velvakanda og kvart-
aði yfir ekta hundum í Dagbók-
inni:
Ég vil geta, þess strax, herra
Hundi, að ég ér á móti almennu
hundahaldi í borginni. í>að eru
ekki nema örfáar manneskjur,
sem kunna að ala upp hunda,
— og þér eruð vissulega ekki
í þeim útvalda hóp.
í>ér drepið á nútímasálar-
fræði í ádeilu yðar á hunda-
kyníð — ekki hef ég nú kynnt
mér hana. — Þrátt fy.rir það
get ég fullvissað yður um, að
mynd af hundi, jafnvel þótt
dauður sé, og barni er hættu-
minni augum heilbrigðs fólks
en mynd af barni og bíl — enda
hafa bílarnir drepið langtum
fleiri börn. — Hvað fyrrverandi
eða tilvonandi hundasikít snert-
ir, hygg ég öllu hættuminna
fyrir fólk að álpast o<fan í
hann, heldur en að verða fóta-
skortur í spýju hins víndrukkna
skríls, sem maður les sögur af
í blöðum borgarinnar. — Og
hvað viðkemur grimimd hunda,
sem vissulega er einungis sök
hundaeiganda, vil ég geta þess,
að aldrei hef ég séð hund bíta
barn. — Hins vegar hef ég séð
grimroa krakka — afleiðing
vanrækts uppeldis — elta varn-
arlaus dýr með prik á lofti og
aðra henda grjóti í saklausa
fugla loftsins.
Að síðustu vil ég trúa yður
fyrir því, svona okkar á milli,
að hættuminna er að kjassa
hund, virkilegan hund, en fals-
hund af yðar tegurnd.
Og aftur vil ég ítreka:
Fullt nafn er fjallar um róg-
burð um hunda framvegis!
— Guðrún Jacobsen".
— Þá veit maður það, að
herra Hundi er bara falshund-
ur, og að frú Guðrún hefur
ekki í hyggju að kjassa hann.
Þegar frúin segist ítreka, að
fullt nafn komi undir ,,rógburð
um hunda", virðist hún eiga við
það, að fyrir nokkru setti hún
ofan í við „Útvarpshlustanda",
sem skrifaði um Pál Bergþórs-
son undir dulnefni, og fór hún
fram á, að slák skrif birtust
framvegis undir fullu nafni
höfunda. Er Páll Bergiþórsson
í>á......að dómi frúarinnar?
★ Farmenn og ölkaup
„Farmaður“ skrifar:
„Rvík, 23. III. 1966.
Velvakandi:
Ég las greinina „Um forrétt-
indaöl“ í Velvakandadáíikum 28.
1. 1966, skrifaða af Halldóri
Jónssyni, verkfræðingi.
Margir farmenn hafa brosað
að þeirri rgein, enda ekki heil
brú í henni.
1) Verkfræðingurinn byrjar
á því að segja, að sjómenn fái
48 flöskur af bjór eftir hverja
ferð. Þetta er rétt, en þá þurfa
þeir að vera yfir 20 daga í
ferð, og eru skipin þetta frá
fjórum vikuim og upp í fimm
til sex vikur (algengt) í ferð;
þ. e. þau skip, sem sigla „á
ströndina" og fara síðan „Aust-
antjalds". Fara þau þá að jafn-
aði tíu til tólf ferðir á ári, en
verkfræðingurinn segir fimmt-
án ferðir. Þau skip, sem eru í
tuttugu daga siglingum, ná
fimmtán ferðum á ári, en þá
fá skipsmenn 24 flöskur af öli.
Eftir þessu breytast tölur
verkfræðingsins, — þær 950.400
flöskur af áfengu öli, sem hann
hefur reiknað út.
2) Verkfræðingurinn hefur
sennilega ekki haft tíma til að
athuga, að bannað er að láta
menn, sem ekki eru orðnir 21
árs að aldri, fá áfenga drykki,
iþegar til heimahafnar er kom-
ið, svo að eitthvað lagast það,
sem hann segir orðrétt í grein
sinni, að „Magnús og ríkissjóð-
ur fái neitt í sinn hlut“. Tapið
minnkar eitthvað, sem rikis-
sjóður verður af, því að það
eru æði margir í dag á farskip-
um, sem ekki eru orðnir 21 árs
gamlir, en það getur verkfræð-
ingurinn eflaust fundið út fljót-
lega, hve margir eru á þeim
aldri á hverju skipi að jafnaði.
Verkfræðingurinn hefur senni
lega litla hugmynd um, hvers
þeir menn fara á mis, sem eru
þetta frá fjórum vikum til sjö
vikna i burtu frá fjölskyldu
sinni, og eru auk þess skamm-
arlega illa launaðir, miðað við
þá menn, sem vinna í landi, og
er kominn sá tími núna, að það
er Orðið illfært að manina skip-
in. Fer það versnandi áir frá
ári, og ekki bætir nýja reglu-
gerðin það.
En nú, þegar þeir fá þessi
fríðindi, þá sér landslýður of-
sjónum yfir því. Það verður
vonandi til þess, að slíkir menn
sem verkfræðingurinn fari túr
og túr á sumrin (á meðalskipi
með meðaláhöfn), þegar við
hinir tökum okkur sumarfrí, og
kynni sér betur lúxurfríðindi,
líf og störf okkar á sjónum.
— Farmiaður".
'A Forskeyttir titlar
„S. B.“ skrifar:
„Hvernig ber okkur Íslending-
um að nota titlana? Eigum við
að skeyta þeim framan við nafn
okkar í fyrstu persónu, eins og
Englendingar gera gjarnan, þá
þeir kynna sig? Er það ef til
vill ókurteisi af mér að setja
ekki herra fyrir framan nafnið
mitt, þegar ég hringi í ein-
hvern? Ég spyr vegna þess, að
það er orðin tizka meðal
margra presta Reykjavíkur að
auglýsa áormuð embættisverk
sín með séra fyrir framan nafn-
ið. SMkar auglýsingar fara illa
í eyrum mínum. Mér finnst
gæta nokkurs yfirlætis í þess
háttar tilkynningum; þó hélt
ég, að prestar teldu sig manna
hógværasta. Meira að segja er
farið að gæta yfirboðs meðal
stéttarinnar 1 þessum sökum.
Ég kann því vel, að aftan við
nafnið setji þeir ,,prestur“ eða
„sóknarprestur", eftir því, sem
við á, en forskeyttam titil er
mér ógeðfellt að sjá eða heyra
í 1. persónu.
Séra er mjög gott sem áVarps
orð og einnig í þriðju persónu
um presta.
Ofanskráð ætti ef til vill bet-
ur heima í þætti um daglegt
mál, en ég bið þig, Yelvakandi
góður, að birta það í dálkum
þínum, og væri mér kært, ef
málsnillingar okkar vildu upp-
lýsa, hvað er æskilegt í þessum
efnum.
— S. B.“.
'A Síra og monsíur
Alllangt mun nú síðan
Islendingar fóru að nota séra
framan við nafn presta, þótt
það hafi ef til vill aðallega ver-
ið gert upphaflega í ávarpi utan
á bréfi fremur en í beinu, töl-
uðu ávarpi. Hér er um latneska
miðstigsorðið „senior“ (eldri)
að ræða, sem farið var að nota
sem ávarpstitil í virðingarskyni
“ snemma á ölduim og komizt
hefur inn í ýmis tungumál, sbr.
„seigneur" á frönsku, sem
merkir nánast lávarður, aðals-
maður eða eðalborinn. Þetta
var svo mikið virðingarávarp,
að soldáninn í Miklagarði köll-
uðu Frakkar „le Grand Seigne-
ur“, hinn mikla herra. Á ítölsku
þýðir „signore" herra; „senor“
á spönsku. Síðar komu ítalir og
Frakkar með hið kurteisa
ávarpsorð „minn herra“ eða
.dierra minn“ — „Monseigneur“
nota Frakkar, þegar þeir á-
varpa biskupa og háaðalsmenn
eða konungborið fólk, en þeir
nota það líka í annarri og öllu
verri merkingu, þ. e. þjófajárn
eða sérstaklega smíðað klauf-
járn (kúbein).
Islendingar tóku alla þessa
titla upp og varðveita enn orðið
„séra“, einir germanskra þjóða,
þ e g a r enski ávarpstitillinn
„Sir“ er undanskilinn. Til eru
einmig í íslenzku orðmyndirnar
„síra“ og sira“, sem ýmsir nota
enn. Hver titill hafði sína sér-
stöku merkingu, eins og sést
vel á vísunni þekktu, sem séra
Jón Þorláksson á Bægisá kvað,
þegar maður spurði skáldið, -
hver faðir hans hefði verið.
Hann svaraði:
Minn var faðir monsíur;
með það varð hann síra;
síðan varð hann sinníur
og seinast tómur Þorlákur.
Hér átti hann við, að upphaf-
lega hefði faðir hans verið
stúdent (monsíur eða monsieur,
sem Frakkax nota enn á sama
hátt og við orðið ,,herra“), sið-
an prestur (síra), þá sýslumað-
ur (sinníur, þ. e. seignieur eða
seigneur) og að lokum em!b-
ættislaus.
Aðra vísu orti Jón um föður
sinn og er hún svona:
Firðar þekktu hann föður vorn,
fatinu klæddan rauða:
klausturhaldari og klerkur forn
kallaður var til dauða.
Gott væri að heyra umsögn
málfróðra manna um það at-
riði, sem bréfritari fjallar um.
Sendisveinn óskast
Vz eða allan daginn.
Vinnuveiiendasamband ísl.
Sími 18592.
Utvegsmenn — Sjómenn
Tek að mér að leiðbeina við froskköfun.
RAGNAR JÓHANNESSON
sími 51348.
Geymsluhúsnæði
Til leigu um 1000 ferm. geymsluhúsnæði á góðum
stað í Hafnarfirði. — Upplýsingar í símum 50321 og
51523.
Kvenstúdentafélag íslands
Árshátíð Kvenstúdentafélags íslands verður haldin
í Þjóðleikhúskjallaranum þriðjudaginn 19. apríl og
hefst með borðhaldi kl. 19,30.
Árgangur M. R. 1941 sér um skemmtiatriði.
STJÓRNIN.