Morgunblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 5
Sunnudagur 17. apríl 1966
MORGU N BLAÐIÐ
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
Undanfarna daga hefur ver
ið einmuna veðurblíða hér
sunnanlands, og mikill vor-
hugur kominn í fólk. Menn
álíta og vona, að nú sé bless-
að vorið ko'mið, og að nú
megi fara að búast við far-
fuglunum.
Gömlu mennimir eru þó
orðvarari, og segja enga vissu
vera fyrir því enn sem komið
er, það hafi oft komið garri
í endaðan apríl, sem hefur
valdið miklu tjóni á gróðri.
En það er kominn vorhug-
ur í okkur, og því ákváðum
við að aka um borgina og
fylgjast með fólkinu og Uöm-
unum í önnum daglega lífs-
ins.
f>að var farið að nálgast
hádegi, og alls staðar mikill
ys og þys, húsmæðurnar voru
á þönum út í búðir, til þess
að ljúka helgarinnkaupunum,
bömin voru hvarvetna á leið
úr skólanum í miklum galsa-
gangi og auðséð að þau hlökk
uðu til helgarinnar. Niður við
höfn voru lítil umsvif. Fáir
bátar inni og ekki nema tvö
flutningaskip.
í slippnum var verið að
mála Hval 9 og undirbúa
hann fyrir vertíðina, sem
hefst í næsta mánuði.
Vorhugur í fólki
Hannes og Þóra i stökkkeppni.
Rennibrautin var vinsæl hjá þeim yngrL
Inni í Safamýri sáum við
nokkra krakka á róluvelli og
ríkti mikil kátína á meðal
þeirra. Nokkrir róluðu sér af
miklum móð, en þeir yngri
létu sér nægja að renna sér
á rennibrautinni.
í einni rólunni sátu tvær
telpur, sem sögðust heita
Elín og Þóra, og er við
spurðum hvort þeim þætti
gaman að róla sér, litu þær
hneykslaðar á okkur og
sögðu „auðvitað“. í næstu
rólu sat knálegur piltur sem
heitir Hannes Kristófersson,
hann sveiflaði rólunni til hins
ýtrasta og þegar hann var
hæst í sveiflunni, sleppti hann
takinu og sveif í löngum boga
tii jarðar. Við spurðum stelp-
urnar, hvort þeim fyndist
hann ekki kaldur, að stökkva
svona. Iss, nei þetta er ekk-
ert sagði Þóra og lék sama
leikinn, sem ekkert væri. Við
spurðum hvort þau væru
ekki í skólanum.
— Jú, jú, en við erum bú-
in í dag og frí á morgun, hæ,
hæ.
Og þau halda áfram leik
sínum glöð og áhyggjulaus.
Auglýsing frá yfirkjörstjorn
Keflavíkurkaupstaðar
Frestur til að skila framboðslistum við bæjar-
stjórnarkosningarnar í Keflavíkurkaupstað sem fram
eiga að fara sunnudaginn 22. maí 1966, er útrunn-
inn þann 20. apríl nk. kl. 12 á miðnætti.
Yfirkjörstjórn tekur við framboðslistum á skrifstofu
Keflavíkurbæjar þann 20. apríl frá kl. 21—24.
Keflavík, 15. apríl 1966
Yfirkjörstjórn
Ólafur Þorsteinsson, Sveinn Jónsson,
Þórarinn Ólafsson.
Hestamenn
Óskum eftir að kaupa góða hesta til útflutnings.
Upplýsingar í síma 17180 daglega milli kl. 3 og 5 e.h.
BOUSSOIS
INSULATING GLASS
Einangrunar-
gler
Franska einangrunarglerið
er heimsþekkt fyrir gæði.
Leit.ið tilboða.
Stuttur afgreiðslutími.
HANNES ÞORSTEINSSON
heildverzlun,
Sími: 2-44-55.
t
Flekaveiðar
við Drangey og Grímsey
og bann við þeim
ÞAÐ eru liðnir mannsaldrar sáð
an fuglatekja á flekum byrjaði
við Drangey. Þessi atvinnuvegur
hefur gefið svo mörgum heimil-
um björg, hefur satt svo marga
munna, að ekki verður með töl-
um talið. Um langan tima var
þessi atvinnuvegur aðallífsbjörg
fólksins með sjávarsíðu Skaga-
fjarðar, fyrst á vorin og fram á
sumar. Fugl var fluttur í þús-
unda tali fram um Skagafjörð
og jafnvel í Húnavatnssýslu og
Eyjafjörð, enda var veitt ár
hvert á annað hundrað þúsund
fuglar, og ekki sézt högg á vatni
eins og sagt er þegar ekki fækk
ar eða nainnkar. Fugl var étinn
allt árið, nýr, saltaður, súrsaður
og reyktur.
Vitanlega er nú öldin önnur
aðrir atvinnuvegir hafa tekið
við, kannski arðvænlegri og upp
gripameiri á stundum, en þó er
það alltaf svo að þegar atvinna
bregzt í landi eða ef fiskafli
bregzt á vorin ,þá er snúið að
flekaveiði við Drangey, sem
aldrei bregzt, og alltaf er fugl-
inn jafn eftirsóttur til matar.
Nú er komið fram frumvarp
á Alþingi, þar sem banna á fleka
veiði við Drangey og Grimsey.
Þetta er borið fram af nokkrum
mönnum, sem að minni hyggju
hafa aldrei komið nálægt þessum
veiðum, en gera þetta á grund-
velli mannúðar. Sízt mæli ég á
móti því að mannúð og skilning-
ur sé viðhafður við aflífun allra
dýra, en við vitum það öll að
oftast er þarna um nauðsyn að
ræða, þar sem fyrinbyggja þarf
pyndingar eða mistök, en ekki
bann. Þegar um nauðsynleg
veiðarfæri er að ræða á að fyrir
byggja slæman útbúnað, en ekki
banna hann. Fjöldi Skagfirðinga
og þá sérstaklega sjómenn, mót-
mæla þessu frumvarpi sem fram
er komið, en mæla með auknu
eftirliti veiðarfæra. Vil ég í fá-
um atriðum skýra frá rökum að
mótmælum þessum.
Það er ósvinna að banna at-
vinnuveg, sem árlega gefur
mikla fjármuni í aðra hönd —
og mikið af eftirsóttum mat.
í Drangey og Grímsey er
ógrynni af fugli, áreiðanlega
mörg hundruð þúsund. Hann
lifir á smásíld og kræðu. Áreið
anlega gerir fólk sér ekki grein
fyrir hvað þarf mikið til matar
handa þessum mýgrút. Ég hef
séS svartfuglinn skipa sér í
kringum smásíldartorfu og eta
iþar til bókstaflega rann upp úr
Framhald á bls. 23