Morgunblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 11
SunnuÆagur 17. apríl 1966
MORGU NBLAÐIÐ
II
og kannski hægt að gera þau
seí- að góðu, en ekki hefur verið
hátt á þeim rLsið. Foreldruim
mínum þótti þau betri en önn-
ur greni sem til boða stóðu —
og bjuggu sár þar sæmilegt
i bæli, líklega með aðstoð ein-
hverra góðra vina sinna, því
í Bjarni var vel kynntur í sveit-
inni, þó ekki ætti hann gilda
sjóði. Sagan segir að hann ha»
sótt Bólu-Hjálmar, þegar hann
sá að líft mundi verða í kotfan-
um. Þá var Hjálmar einnig alls
staðar óvelkominn og átti ekk-
ert þak yfir hötfuðið, a.m.k.
ekki þessa heims — og líklega
mest fyrir munninn á sér.
Bólu-Hjálmar tók boðinu,
enda á flækingi og átti hvergi
höfði sínu að að halla. Þeir voru
vel kunnugir og sumt líkt um
þá, þó Bjarni hatfi verið létt-
ári á bárunni. Þau sváfu svo
öli þrjú í básum, sem þau
gerðu sér í kotfanum, og smið-
uðu inn í þá einhverja rúm-
bál'ka. Og þarna dó Hjálmar eft
[ ir nokkrar vikur. Ég hef ek'ki
heyrt að honum hafi þótt sér
óvirðing ger með því að bjóða
honum vist í beitarhúsunum.
Þar undi hann hag sínum all-
sæmilega, eins og á stóð. Mjög
vel fór á með foreldrum mínum
og honum, og þakklátur var
hann aðhlynningunni í kofan-
um, eins og þú sérð af kvæðinu
góða um móður mína.
Fjórum árum síðar fæddist
ég í þessum sömu beitarhúsum
og er sá eini sem þess heiðurs
j er aðnjótandi. Atf því sérðu að
' foreldrar mínir hatfa gert sér
| grenið að góðu og búið þar
Bólu-Hjálmar. — Mynd eftir
Þórarin B. Þorláksson.
áfram í nokkur ár etftir að
Hjálmar lézt. En þegar ég var
á öðru ári, dó Bjarni, þó ég
viti ek'ki hvort hann leið út af
í sömu beitarhúsunum og
Bólu-Hjálmar. En hvernig sem
því var háttað, var móður
minni byggt út atf þessu hokur-
koti og vísað á sína sveit vest-
ur í Húnavatnssýslu, að föður
mínum látnum. Ég held að hún
hafi verið ættuð vestan af
Skaga, líklega dóttir einhvers
Sigurðar Einarssonar, sem þar
bjó. Mér sýndist hún roskin
kona, en það segir lítið, því í
þá daga virtust allir rosknir,
sem komnir voru á fullorðins
aldur, Hún var heldur há kona,
en lotin. Andlitsfallið var
gamaliegt og bar vott um, að
hún var útþrælkuð af vinnu.
Ekki veit ég hvað hún var
gömul, þegar hún dó. En þetta
var dárlegt líf og engin para-
dísarsæla. Hún var ósköp blátt
áfram við mig, en ekkert kelu-
leg. Hún minntist aldrei á föð-
ur minn, og þó hún saknaði
Bjarna, hefði hún ekki látið
það uppi. Þzið bar ekki sorgina
utan á sér, fólkið í gamla daga,
bældi hana heldur með sér —
og móðir mín var engin undan
tekning".
xXx
Árni bætti því nú við að í
þann tíð hefðu flestir ábt betri
daga í draumi en vöku. Upp
úr því spannst frásögn hans
um það, þegar hann dó 1
draumi. „O — það var ósköp
jarðneskt“, sagði hann og
lauk samtali okkar með því að
Beitarhúsatóftirnar.
segja mér frá því, þegar hann
sá Krist í draumi:
„Það var veturinn 1894 til
’95, ég man ekki hvoru megin
nýárs. Það var búið að rifa
gömlu kirkjuna á Auðkúlu, en
sóknarnefndin gat ekki komið
sér saman um, hvar nýja kirkj-
an skyldi standa. í þessu þrefi
stóð allan veturinn, þangað til
ekki var hægt að draga lengur
að útkljá, hvar hentugast
mundi vera að byggja kirkjuna.
Og þá dreymdi mig þennan
draum:
Ég þóttist koma út og sjá!
Kristur birtist á himninum og
kom niður á túnið rétt hjá
bænum. Hann hélt út báðum
höndunum til að halda jafnvægi
í loftinu og draga úr ferðinni,
áður en hann kæmi til jarðar,
þótti mér. Ég hljóp inn til séra
Stefiáns og sagði honum að
kominn væri góður gestur:
Kristur er kominn í heimsókn,
sagði ég hróðugur.
Prestur gekk fram og fagnaði
Kristi, leiddi hann inn í stotfu
í gegnum göngin, síðan var
honum boðið að setjast við
borðið, og hústfreyja spurði að
gömlum og góðum sið: „Má
ekki bjóða þér kafifi og kökur?“
Jú, Kristur hafði ekkert á
móti því.
Og þegar maddama Þorbjörg
kom fram í eldihús, bað hún
mig sækja kökubakkann fyrir
sig inn í stofuna, en hann stóð
skammt þar frá sem Kristur
sat og spjallaði við prestinn.
En ég hikaði þegar kom að
hurðinni, því mér fannst að
slíkur peyi gæti ekki komið
fyrir auglit Drottins. Og með-
an ég stóð þarna vandræðaleg-
ur og nagaði neglurnar, vissi
ég ekki fyrr til en Kristur opn-
ar hurðina og kemur fram,
klappar á kollinn á mér og seg-
ir: „Þér er óhætt að reka er-
indið, Árni minn“.
Þá fiékk ég hugrekki til að
sækja bakkann.
Þar með var draumurinn bú-
inn og ég minntist ekki á hann
við nokkum mann, hélt að þá
yrði hlegið að mér. En næsta
vor ákvað sóknarnetfndin að
kirkjan skyldi standa nákvæm-
lega á þeim stað, þar sem Krist-
ur kom niður. Þá vissi ég að
ég hafði hitt Krist sjálfan í
draumnum góða.“
Árni er í engum vatfa um að
þar hatfi verið á ferð sami frels-
arinn og Bólu-Hjálmar leitaði
til í neyð sinni, þá er hann orti
það ljóð, sem fyrst benti til
að 'hann mundi skipa bekk
meiriháttar skálda íslenz'kra:
í þínu nafni, ó Jesú,
ég ræ á tímans drötfn,
gef, að mín dafni til þín tiú,
tryggð þín er söm og jöfn,
f jandmanna safni frá mér snú
fyrst þeirra veiztu nötfn,
lífs ferju stafni leiðbein þú
ioksins í sigurhöfn.
Sá sem ávarpaður er, fer
ekki í manngreinarálit.
Skáldið sem átti fólgna bæði
ógæfu sína og andagift undir
sömu tungurótum, og fátæki
pilturinn umkomulausi á Auð-
kúlu — þeir voru hans menn.
Þeir áttu allir eitt sameigin-
legt: athvartf tfjárhúss á örlaga-
stund.
Og rétt er það sem Hjálmar
kvað, er hann var á leið í beit-
arhúsin, forðum daga:
Finnst mér orðið fremur þungt
um ferðastjáið
Alltatf blaktir ýlustráið.
Ekki getur Hjálmar dáið.
M.
Bústaða og smáíbúðahverfi
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF I NDIRFATNAÐI —
ARTIMES OG KORAL:
UNDIRKJÓLAR
SKJÖRT
NÁTTKJÓLAR
NÁTTFÖT
HUDSON:
SOKKABUXUR
— TÍZKULITIR —
KANTER’S:
SLANKBELTI
TEYGJUBELTI
BR J ÓSTAHALD AR AR
síðir og stuttir
BUXNABELTI
SPARIÐ SPORIN OG VERZLIÐ í
Verzl.
Tftf
Asgarði 24
Sími 36161
Framtí ðaratvin na
Lítið iðnfyrirtæki til sölu. Jafnframt gæti samist um
trygga atvinnu, því meðfylgjandi ásamt leigu á
húsnæði. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m.
merkt: „Saumastofa — 9099“.
Bifreiðaeigendur
á Suðurnesjum
Bifreiðaveikstæði okkar að Vesturgötu 12, Keflavík,
tekur að sér ljósastillingar á bifreiðum. Verkstæðið
verður fyrst um sinn opið, sem hér segir:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 7,30—12 og kl. 1—7 e.h.
Föstudaga kl. 7,30 til 12 og kl. 1—3 e.h.
Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur
Sími á verkstæði: 1782.
Afgreiðslumaður.
óskast i byggingavöruverzlun strax. Tilboð með
upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist afgr.
Mbl. fyrir miðvikudagskvöld, merkt: „Afgreiðslu-
maður — 9112“.
TILKYIMIMIIMG
frá félagsmálaráðuneytinu
um sveitarstjórnarkosningar.
í samræmi við ákvæði 17. gr. sveitarstjórn-
arlaga nr. 58 frá 1961 skulu almennar
sveitarstjórnarkosningar í kaupstöðum,
og hreppum þar sem fullir % hlutar íbú-
anna eru búsettir í kauptúni, fara fram
sunnudaginn 22. maí nk.
Framboðsfrestur rennur út á miðnætti
miðvikudaginn 20. apríl.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefj
ast sunnudaginn 24. apríl.
Kærur út af kjörskrá skulu hafa borizt
hlutaðeigandi sveitarstjórn fyrir 1. maí.
Félagsmálaráðuneytið, 15. apríl 1966.
KEXIS
UVFFENGA
MEÐ SMJÖRI
OSTI EÐA
MARMELAÐI
OG ÖÐRU ÁVAXTAMAUKI
FÆST í FLESTÖLLUM
MATVÖRUVERZLUNUM
LANDSINS
JACOB’S
CREAM CRACKERS