Morgunblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 16
16 MORCU NBLAÐIÐ Sunnudagur 17. apríl 1968 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. SAMSTARF í SEXMANNANEFND Cvo sem kunnugt er rauf ^ Alþýðusamband íslands á síðastliðnu hausti samstarf það, sem verið hefur í sex- mannanefnd um ákvörðun af- . urða- og útsöluverðs landbún aðarvara. Þeim nýju viðhorf- um var mætt með bráða- birgðalögum, en landbúnaðar ráðherra lýsti því þá þegar yfir, að það væri stefna ríkis- stjórnarinnar að koma aftur á samstarfi milli framleið- enda og neytenda um verð- lagningu landbúnaðarafurða. í samræmi við þá stefnu- yfirlýsingu hefur ríkisstjórn- in nú lagt fram á Alþingi frumvarp, sem gerir ráð fyr- ir, að aftur verði komið á fót sexmannanefnd er ákveði af- urðaverð til framleiðenda og verð landbúnaðarvara í heild sölu og smásölu. Með frum- varpi þessu er tryggt að sex- mannanefnd verði starfhæf, jafnvel þótt einhver þeirra aðila, sem rétt eiga á að til- nefna fulltrúa í hana notfæri sér ekki þann rétt. Tilnefni samtök framleiðenda ekki fulltrúa í nefndina, skipar landbúnaðarráðherra hann í þeirra stað, en ef samtök neyt enda tilnefna ekki fulltrúa, skipar félagsmálaráðherra hann í þeirra stað. Fleiri nýmæli eru í þessu frumvarpi svo sem það, að hér eftir mun einfaldur meirí hluti nægja til ákvörðunar verðlagsgrundvallar og verð- skráningar. Einnig er gert ráð fyrir því að verðlags- grundvöllur til ákvörðunar afurðaverðs til framleiðenda gildi fyrir tvö ár í senn frá byrjun verðlagstímabilsins 1. september, en þó gildir verð- lagsgrundvöllur sá, sem ákveð inn verður haustið 1966 að- eins í eitt ár. Þá gerir frum- varpið einnig ráð fyrir að í verðlagsgrundvelli skuli til- færa ársvinnutíma bóndans, skylduliðs hans og hjúa á búi af þeirri stærð sem miðað er við hverju sinni, og virða vinnutíma til samræmis við kaupgjald verkamanna, sjó- manna og iðnaðarmanna, eins og það er við upphaf þess verðlagstímabils. Með þessu stjórnarfrum- varpi er að því stefnt að koma aftur á svipuðu fyrirkomulagi um ákvörðun landbúnaðar- verðsins sem ríkti þar til á síð astliðnu hausti, er Alþýðusam band íslands skarst úr leik. í nefnd þeirri, sem undirbjó frumvarp þetta átti forseti Alþýðusambandsins sæti, en hann stóð ekki að tillögum meirihluta nefndarinnar. Þess ber að vænta, að frum- varp þetta verði að lögum, en eftir er að sjá hvort þeir að- ilar, sem rétt eiga á að til- nefna fulltrúa í sexmanna- nefnd notfæra sér þann rétt. Afstaða forseta Alþýðusam- bandsins bendir til þess, að það sé nokkuð á huldu hvort svo verði, en hinsvegar er á- stæða til að leggja ríka á- herzlu á, að það samstarf milli bænda og neytenda, sem staðið hefur í mörg ár um verðlagningu landbúnaðaraf- urða haldist, og engum er greiði gerður með því að rjúfa það samstarf endanlega og koma af stað deilum milli bænda og neytenda um land- búnaðarverðið. Þess er því að vænta, að frumvarp það, sem ríkisstjórnin hefur nú lagt fram, verði til þess að þetta samstarf haldist og að allir þeir aðilar, sem hér eiga hlut að máli sýni af sér þá ábyrgð að taka þátt í því samstarfi af heilum hug. SMEKKVÍSI TIMANS Fhns og oft vill verða er for- ^ ustugrein Tímans í gær æði ósmekkleg. Sagt er frá því er Jón Þorláksson átti í samn ingum við Svía um Sogsvirkj unarlán fyrir 30 árum í Stokk hólmi. Ber blaðið nú mikið lof á Jón Þorláksson fyrir hæfileika hans og þrautseigju. Engum eru betur ljósir hinir miklu mannkostir Jóns Þor- lákssonar en Sjálfstæðismönn upn. En lofið verður nokkuð væmið úr penna ritstjóra Tím ans. Engir svívirtu Jón Þor- láksson meir en Framsóknar- menn og ómerkilegra níð en jafnan birtist um hann í Tím- anum, er mjög fátítt. En segja má, að batnandi mönnum sé bezt að lifa, og þá ekki síður ritstjóra Tímans, ef honum eru nú að skiljast hinir ein- stæðu hæfileikar hins ágæta forustumanns Sjálfstæðis- manna, Jóns Þorlákssonar. Annars er það í þessu sam- bandi harla broslegt, að eftir frásögn Tímans eru það eigin lega klókindi Sigurðar Jónas- sonar, en ekki Jóns, sem úr- slitum réðu um samningagerð ina við Svía. Þannig stóð á, að Framsóknarmenn, sem voru þá í ríkisstjórn, höfðu talið nauðsynlegt að senda Sigurð Jónasson sem einskon ar aðstoðarmann með Jóni Þorlákssyni, vegna ríkis- ábyrgðar á Sogsláninu. Nú segir ritstjóri Tímans, að þeg- ar Jóni hafi þótt þunglega ganga hafi hann beðið Sigurð Jónasson að útvega farmiða til Kaupmannahafnar. Sigurð ur gerði það, en var þá um leið svo klókur að láta Svíana Grískir stúentar gera hróp að konungsfjölskyldunni. : Anna María veldur i I Grikkjum vonbrigðum . . . ; Ovinsældir konungsfjolskyldunnar sívaxandi ÞEGAR Konstantín konung- ur Grikkja gekk aS eiga Önnu-Maríu, yngstu dóttur dönsku konungshjónanna, fögnuðu landar hans því flest ir ákaft og vonuðu að drottn ingin unga frá lýðræðisland- inu norður í álfu myndi hafa þau áhrif á bónda sinn, beint eða óbeint, að bætt gæti stjórnmálaástandið í landinu og firrt grísku konungsfjöl- skylduna þeirri óvild sem hún hcfur áunnið sér á und- anförnum árum. En Grikkir hafa orðið fyrir vonbrigðum, Anna-María hefur engu breytt og Konstantín fer sínu fram rétt eins og áður og eru afskipti hans af Papandreou- málinu kanski einna ljósast dæmi um ótímabæra og vil- halla ihlutun konungs. Og þótt Anna-María eigi þar enga sök og hafi hvorki ald- ur, upplag né uppeldi til stjórnmálaafskipta geta hinir nýju þegnar hennar ekki leynt vonbrigðum sínum. Konstantín og Anna María fóru í ferðalag út á lands- byggðina fyrir páska en hafa síðan dvalizt ásamt Alexíu ríkisarfa í Aþenu og verið önnum kafin við að undirbúa sumardvölina á landssetri sínu á eynni Korfu þar sem konungsfjölskyldan hyggst eyða sumrinu — ef ekkert ber til tíðinda. En fyrir því er engin trygg ing. Andstöðumenn stjórnar- innar liggja ekki á liði sínu og eru stúdentar þar fremstir í floki eins og fyrri daginn. Fyrir skömmu voru fimm leiðtogar þeirra handteknir og voru látnir dúsa í fangelsi í sex vikur fyrir aðild að Framhald á bls. 30 Hylli konungshjónanna ungu fer dvínandi og þeim er ekki lengur fagnað þegar þau sýna sig á almannafæri. vita, að nú ætlaði Jón að íara. Þá var boðað til nýs fundar og málið leystist. Það kann að hafa verið til þæg- inda fyrir Jón Þorláksson að geta sent Sigurð Jónasson á járnbrautarstöðina til þess að kaupa farseðla. En ekki vissuJ menn fyrr að það hefði orðið svo afdrifaríkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.