Morgunblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 28
MORGUNBLADIÐ 28 SunnudagUr 17. april 1966 5 UZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR — Ég kem aftur eins fljótt og ég get, sagði hann og dokaði ofur lítið við. Vindurinn var iskaldur. Mér fannst eins og andlitið á mér væri skinnlaust. — Ég vildi helzt hafa byssu hjá mér, sagði ég allt í einu. Rod seildist til og fékk mér síðan svörtu skammbyssuna með langa hlaupinu, opnaði hana til þess að sjá, hvort hún væri hlað- in. Ég leit upp og sá, að hann setti upp ólundarlegt bros. — Hérna eru meiri skotfæri. Og þú ert þarna upp við klett, sagði hann. — Ég held nú ekki, að þeir komi aftur, en ef svo verður geturðu hrætt þá. - — Haha! — Það er satt. Karlmenn verða dauðhræddir ef þeir sjá vopn í höndunum á kvenmanni. Hann lagði nú af stað eftir veginum, sem lá eins og langt brúnt og hvítt strik út í fjarsk- ann. Öðru hverju sneri hann sér við og veifaðí. Eftir nokkra stund vildi ég ekki lengur horfa á hann hverfa, svo að ég hnipr- aði mig inn í kápuna mína til þess að bíða. Tíminn dragnaðist áfram. Firth var sofnaður aftur. Ég var viss um, að hann hafði verið fylltur af eiturlyfjum, því að meðan hann hafði verið að tala við okkur, hafði ég tekið eftir sjáöldrunum í augunum á hon um, sem voru svo lítil, að augun voru daufgrá á litinn. Svona sof andi var hann gamall, vesældar legur og lítilfjörlegur. Hann var þegar dauður. Ég leit kring um mig. Þetta snævi þakta landslag þar sem við vorum, með öll fall legu fjallanöfnin, sorglega sögu og dauðakyrrð; var ógnandi. Ég var hrædd. Ég minntist orða Firths. Við vorum að berjast við djöfulinn sjálfan. í bernsku hafði mér verið kennt — og ég trúði því enn — að eina vopnið □----------------------□ 27 □----------------------□ gegn sliku væri sakleysið. Og þegar ég prófaði sjálfa mig gat ég ekki fundið eina einustu ástæðu til þess, að mér tækist þetta verkefni, sem ég hafði sett mér, og það aðeins af forvitni og út úr leiðindum. Kannski var Rod góður. En hver var góður? Áreiðanlega ekki ég sjálf. Og þar sem ég gat ek'ki vænzt neinn ar hjálpar af himnum ofan, varð ég að treysta á sjálfa mig. Á almenna greind mína. Læra að haga mér rétt, þó að ég væri að drepast úr hræðslu. Ásetja mér að gefast aldrei upp. En sú sjálfs blekking! Setjum svo, að við lent um í höndunum á þeim. Yrðum pyntuð, eins og þessi hálfdauði maður, sem lá þarna rétt hjá mér, sveipaður í gamla ábreiðu. Ég hafði enga karlmennsku til að bera og ég var hrædd við allar kvalir. Hugsanir mínar voru svipaðast ar hvíta og brúna landslaginu, sem sýndist óendanlegt, fjöllun um, sem voru hulin skýjum og þessari hræðilegu einveru. Firth var enn sofandi og enda þótt ég væri hrædd, var eitthvað sem rak mig að keldunni, þar sem Jaguarinn lá á hliðinnL Ofurlítill snjór hafði fallið, og stóri, hvíti bíllinn, sem hafði verið aðsetur okkar Rods, í heila eilífð, að mér fannst, var nú eins og orðinn að steini. Ég leit inn í hann, dauðhrædd, og sá þar þessa samanhnipruðu manns- mynd, sem einu sinni hafði verið Olade. Hann lá þama eins og hrunin fuglahræða á akri. Og svo kyrr. En hversu vondur og grimmur og brjálaður hafði ekki þessi maður verið, sem lá nú frosinn og dauður alveg eins og bíllinn _og landslagið þarna í kring. Ég kraup niður og las bæn fyrir sálu hans, og þá leið mér ofurlítið betur, svo að ég gekk til baka, reikul í spori, til Firths, til þess að taka aftur upp varðstöðu mína. En það að sjá Glade hafði rif j- að upp fyrir mér, eins og í einu kasti, endurminninguna um það, sem við vorum að berjast við. Rod hafði sagt, að þeir mundu ekki koma aftur. Hvernig gat ég verið viss um það? Ég tók byss- una upp úr vasanum, athugaði hana og kreisti hana fast, rétt eins og til að vega móti óttanum, sem ég var altekin af. Og það var líka einskonar berg mál af þessum ótta, að ég heyrði allt í einu í bíi, sem kom yfir heiðina. Ég gægðist upp yfir steininn. Bíllinn nálgaðist, en ekki gat ég séð, hver var við stýrið. Ég vissi bara, að hann ók hratt og nálgaðist mig í sífellu. 8. kafli. Mér létti ósegjanlega, er ég sá Rod halla sér út úr bílnum og veifa til mín. Ég hljóp til hans. Ég hefði getað farið að gráta. Rod var einn í bílnum, sem var laslegur Morris, og hann sagði stuttaralega: — Hefurðu orðið nokkurs vör? — Ekki nokkur lifandi sála nema gammarnir. — Já, ég sá líka hóp af þeim. Hann gekk svo að Firth og vakti hann og Firth hrökk upp í skjálftakasti. Ég hafði miklar áhyggjur af honum. Hann virt- ist lasnari, og nú glitruðu aug- un í honum eins og demantar. Rod bar Firth og setti hann inn í bílinn. — Ég sagði það engum manni, Virginia, sagði hann. — Lögreglan gæti sem bezt tekið okkur föst. Og við gætum orðið að dúsa þar í eina tvo daga, ef ekki lengur. Og um það leyti, sem við værum búin að sanna mál okkar, gætu Rochel og Philippe verið komnir á hinn enda heims. Við verðum að vera hraðvirk. Og það fyrsta er að koma Firth til London. Verzlunin Fífa auglýsir Nýkomið mikið úrval af peysum á börn og fullorðna. Einnig regnföt ungbarna. Verzlimin FÍFA, Laugavegi 99. (Inng. frá Snorrabraut). Tilkynning Höfum flutt skrifstofur okkar í hús heild- verzlimarinnar Heklu h.f. að Laugavegi 170 —172. Hf. Ölgerðin Egill Skallagrímsson Sími 11390. íbúðir Höfum til sölu nokkrar 4ra herb. íbúðir í fjölbýl- ishúsi við Hraunbæ. íbúðirnar seljast tilbúnar und- ir tréverk og málningu með fullfrágenginni sameign. Lán húsnæðismálastjórnar tekin, sem greiðsla. — Allar teikningar til sýnis á skrifstofunni. au MQ3SS GDCG OD^DBWOaD HARALDUR MAGNUSSON Viöskiptafræöingur Tjarnargötu 16, sími 2 09 25 og 2 00 25 T 2—3]a herb. íbúð óskast á leigu fyrir eldri hjón, helzt í gamla bæjar- hlutanum. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 37422. óskast Ungur verkfræðingur óskar eftir að taka á leigu 2ja til þriggja herbergja íbúð. — Þrennt í heimili. — Vinsamlega hringið í síma 12111. óskast Oss vantar stúlkur í verksmiðju vora. — Upplýsing ar að Laugavegi 178, milli kl. 5—7 e.h. Katla hf. Hestamenn Vegna sérstakra fyrirspurna, óskum við að kaupa nokkra framúrskarandi góða reiðhesta til útflutn- ings. — Upplýsingar í síma 17880 milli kl. 15 og 17. (3—5 e.h.) hvaí er —AMOD 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.