Morgunblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 23
i MORGUNBLAÐID 23 Sunnuðagur 17. apríl 1966 — Flekaveiðar Framhald af bls. 5 honum aftur. — í>að var ekkert pláss lengur í maganum. Er ekki (þarna um atriði sem nokkuð styður að eyðleggingu ungviða nytjafisks. Frá því fyrsta ég til man hef ég heyrt veiðimenn við Drang- ey fullyrða, að nær tilviljun sé að varpfugl úr bjargi skríði á fleka, og festi sig. Varpfugl er auðþekktur og er því ekki um eyðingu ungviðis að gera. Um þessa umdeildu aflíf un, flekaveiðina, má náttúrulega deila, — flekar geta slitnað frá ef ekki er vel um búið, það þarf vitanlega að tryggja. Hætt er að nota bandingja fyrir löngu sem betur fer og nú eru veiðar stundaðar á stórum vélknúnum bátum, þar sem veiðimenn búa um borð og geta því undantekn- ingarlítið vitjað um tvisvar á sólarhring. Veiðimenn við Drangey síðastliðið ár staðhæfa að enginn fleki hafi tapazt Við samanburð á aflífun með skotum og flekaveiði vil ég segja þetta: Ég hef aldrei skotið á fugl úr byssu á minni ævi, og aðeins eitt vor verið við fuglatekju, en nákunnugur er ég Ibáðum þessum aðefrðum frá Ibarnsaldri, og þá myndi ég frek- ar leggja. hömlur á skotmenn eða jafnvel stangaveiðimenn. IHefur ykkur, góðir hálsar, sem að þessu frumvarpi standið, nokurn tíma dottið í hug að Ibanna slíkt? Nei, góðu vinir, við skulum taka höndum saman um varnir og treysta vel allan veiðiútbún- að, en banna ekki nauðsynlegan atvinnuveg. Björn í Bæ. Þýðing 998peki- ritanna44 gefin Handrita- stofnuninni HINN 24. marz 1966 afhenti Ás- geir Magnússon _ frá Ægissíðu Handritastofnun íslands að gjöf þýðingu eftir hann af „Speki- ritunum", og hefur sú bók inni að halda Jobsbók, úrval úr Sálm unum, Orðskviðina og Prédikar- arann, ásamt með nokkrum at- hugasemdum og ritgerðum. Þýð ing þessi er gerð eftir hebreska frumtextanum. Textinn er skraut ritaður, upphafsstafir lýstir og víða smámyndir í mörgum lit- um, og á allan hátt er verkið hið prýðilegasta. Aflhending fór fram á heimili forstöðumanns Handritastofn- unarinnar, Einars Ól. Sveinsson- ar prófessors, sem þakkaði þetta fagra verk. Frá Handritastofnun Islands. Aðalfundur Fé- lags bifvélavirkja AÐALFUNDUR Félags bifvéla- virkja var haldinn þriðjudaginn 29. marz sl. í skýrslu stjórnarinnar kom fram m.a. að samningar þeir, er er félagið gerði á sl. ári færðu hifvélavirkjum verulegar kjara- bætur. Fjárhagur félagsins er góður og varð allveruleg eigna- aukning á árinu. Úr Styrktarsjóði félagsins var úthlutað á sl. ári alls kr. 103.411.00. í stjórn félagsins voru kjörn- ir: Formaður: Sigurgestur Guð- j’ónsson; varaformaður: Karl Árnason; ritari: Gunnar Adólfs- oon; gjaldkeri: Eyjólfur Tómas- son; aðstoðargjaldkeri: Svavar Júlíusson. Gjaldkeri Styrktarsjóðs: Árni Jóhannesson og gjaldkeri Eftir- launasjóðs: Sigþór Guðjónsson. — (Frá stjárn Félags SÍMI 24133 SKIPHOLT 15 AHLMANN Umboðið SIGHVATUR EINARSSON &C0 AHLMANN Sveiflu-skóflan er ein fullkomnasta vinnuvél markaðsins þar sem hún er ekki einungis öflug ámokstursvél — heldur gerir sveifluarmspatentið vélina að fjölhæfasta atvinnutæki sinnar tegundar AHLMANN sveifluásinn gefur 50% minna slit þar sem skóflan í kyrrstöðu getur athafnað sig heilar 90° til hvorrar hliðar AHLMANN Sveiflu-skóflan er í sér-gæðaflokki sterkbygðra þungavinnu- tækja AHLMANN Sveiflu-skóflan fæst með ýmiss konar útbúnaði svo sem grjót- krabba skurðgröfuútbúnaði o.fl. AHLMANN SVEIFLUSKÓFLAN Halló - Halló Vantar strax góðan pylsupott. Sími 12754. Knaftspyrna Mörg knattspyrnufélög úti á landi óska eftir þjálf- urum í vor og suraar. Þjálfarar eða knattspyrnu- menn, sem vildu taka að sér þjálfun úti á landi, t. d. í sumarleyfum, eru beðnir að hafa samband við KSÍ sem fyrst. Knattspyrnusaniband íslands sími 24079. larry S3taines LINOLEUM Parket gólfflisar Parket gólfdúkur — Glæsilegir litir — GRENSÁSVCG 22 24 (HORNI MIKLUBRAUTAR) SÍMAR 30280 & 32262 Aéalfundur Flugfélags íslands h.f. verður haldinn þriðjudaginn 17. maí n.k. og hefst kl. 14:00 í fundarsal Hótel Sögu. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. STJÓRNIN. Akureyrl — IVærsveitir Kvenpeysur, kvenblússur, kvensloppar, kvenkjólar. Einnig tjöld, svefnpokar, bakpokar, ferðaútvarpstæki og reiðhjól. Ódýru japönsku saumavélarnar fyrirliggjandi. NÝJAR VÖRUR DAGLEGA. Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.