Morgunblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 17. apríl 1966
Frá aðalfundi Aburðarverksmiðjunnar:
*' "" .... 1 ........ .. 1 ... .....
Mesta framleiðsla kjarna,
minnsta af ammoniaki
Innflutningur hafinn á fljót-
andi ammoniaki
rÖSTUDAGINN 15. apríl sl. var
aðalfundur Áburðarverksmiðj-
unnar hf. haldinn í Gufunesi. —
Fundinn sátu hluthafar og um-
iboðsmenn þeirra fyrir 91%
hlutafjárins. Formaður verk-
smiðjustjórnarinnar, Pétur Gunn
arsson, framkvæmdastjóri, setti
fundinn og var kjörinn fundar-
stjóri og fundarritari Halldór H.
Jónsson arkitekt. Stjórnarfor-
maður flutti skýrslu stjórnarinn-
ar um starfsemi ársins 1965.
Verksmiðjan hefir nú starfað
I 12 ár og framleitt alls 238.825
smálestir Kjarna. Tæknilegur
rekstur verksmiðjunnar gekk
eðlilega og vel, en þó var rekst-
urinn í heild með verulega öðr-
um hætti en fyrr.
í fyrsta lagi urðu heildaraf-
köst þau mestu sem náðs.t hafa
í framieiðslu Kjarna frá upphafi
og varð ársframleiðslan 24.412
smálestir Kjarna, en það er
3.559 smálestum eða 17% meira
en framleitt var árið áður.
í öðru lagi varð eigin fram-
leiðsla ammóníaks sú minnsta
sem orðið hefir frá upphafi, enda
fáanlegt magn raforku hið
minnsta sem fengizt hefir. Ó-
venjuleg þurrviðri og aukning
almennrar orkunotkunar ollu
því að ekki fengust nema 93.6
millj. kwst. á árinu eða 38.7
millj. kwst. minna en næsta ár á
undan.
í þriðja lagi einkennist rekst-
urinn af þeirri nýbreytni, að haf-
inn var innflutningur á fljótandi
ammóníaki, að því marki sem á
skorti eigin framleiðslu þessa
efnis, til að Kjarni væri fram-
leiddur með fullum afköstum.
Þannig voru 45.4% heildarfram-
leiðslu Kjarna eða 11.062 smá-
lestir framleiddar úr innfluttu
ammóníaki, en 54.6% eða 13.350
smálestir úr eigin ammóníak-
framleiðslu.
Sú ráðstöfun sem gerð var ár-
ið 1964 um byggingu ammóníak-
, Mikil óhreinindi safnast á
göturnar í borginni á vetrum.
Hér sjást hreinsunarmenn
vinna að því að þvo af
steyptu og malbikuðu götun-
um. Þeir eru að þrífa Hring-
brautina, neðan við gamla
geymis í Gufunesi er gerði inn-
flutning ammóníaks mögulegan,
hefir bjargað rekstri verksmiðj-
unnar, þegar á fyrsta ári inn-
flutningsins.
Seldar voru á árinu 19.758 smá
lestir Kjarna og nam söluand-
virði hans ásamt söluandvirði
ammóníaks, sýru o. fl. samtals
75.45 miiljónum króna.
Afkoma ársins samkvæmt upp
gjöri reyndist slík að tekjuaf-
gangur nam 567 þús. kr. eftir að
afskrifað hafði verið og lögskilið
framlag lagt í varasjóð.
Þá skýrði formaður frá því að
ekki hefði náðst viðunandi ár-
angur í kornum Kjarna með
þeim aðferðum og tækjum sem
fengin voru fyrr frá amerísku
fyrirtæki, og væri tilraunum til
að fá tæki þessi til að skila til-
ætluðum árangri hætt, en gerðar
hefðu verið ráðstafanir til þess
að hið ameríska fyrirtæki bætti
skaðann.
Kornastækkun Kjarna verður
framkvæmd eftir þrautreyndum
leiðum og tengd þeim fram-
kvæmdum sem fyrirhugaðar eru
um stækkun verksmiðjunnar.
Leitað til Norsk Hydro
vegna stækkunar
Þá upplýsti formaður ennfrem
ur að í framhaldi af stækkunar-
athugunum verkfræðinga verk-
smiðjunnar og annarra íslenzkra
verkfræðinga hefði á síðastliðnu
ári, verið leitað til hins reynda
og heimsþekkta áburðarfram-
leiðslufyrirtækis Norsk Hydro
um ráðleggingar og áætlanagerð
varðandi stækkun verksmiðjunn
ar. —
Á grundvelli þessara athugana
taldi stjórnin hagkvæmast að
tvöföldun á framleiðslugetu verk
smiðjunnar yrði framkvæmd
stig af stigi. Endanlegar ákvarð-
anir um stækkun yrðu þó ekki
teknar fyrr en síðar og eftir að
Norsk Hydro hefði gengið að
fullu frá athugunum sínum og
tillögum.
_ Þá ræddi formaður rekstur
Áburðarsölu ríkisins á árinu,
sem var hið fjórða í röðinni frá
því Áburðarverksmiðjan tók við
rekstri þess ríkisfyrirtækis.
Áburðarinnflutningur nam alls
á árinu 31.781 smálest eða 3260
smálestum meira en árið áður.
Inn var fluttur sekkjaður og ó-
sekkjaður áburður sem fyrr, og
voru sekkjaðar 11.626 smálestir í
Gufunesi.
ÞES8I markvissu orð Bólu-
Hjálmars hafa sótt fast á hug
minn við lestur sérstaklega at-
hyglisverðrar bókar um islenzka
tungu, sem mér barst í hendur
fyrir nokkru síðan. Það er ritið
Þættir um íslenzkt mál, er út
kom á vegum Almenna bóka-
félagsins í Reykjavík síðsumars
1964. Höfundarnir eru sex ís-
lenzkir málfræðingar, og má
óhætt segja. að þar sé rúm hvert
vel skipað.
Prófessor Halldór Halldórsson
annaðist ritstjórnima, og lætur
Söluverðmæti innflutts áburð-
ar nam 98.11 milljónum króna
eða 15.8 millj. krónum meir en
árið áður. Aukning í söluverð-
mæti stafaði af auknu magni og
hækkuðu erlendu verðlagi áburð
ar og flutningsgjöldum.
Ófyrirsjáanlegur aukakostnað-
ur við flutninga áburðar, lenti á
stofnuninni, 700 þús. krónur,
vegna siglingatruflana af völd-
um hafísa við Norður- og Aust-
urland.
Framkvæmdastjóri Hjálmar
Finnsson, las því næst upp árs-
reikninga ársins 1965, skýrði ein-
staka liði og gaf ýmsar upplýs-
ingar eftir því sem tilefni gafst
til. —
Reikningar voru síðan sam-
þykktir. Þá samþykkti aðalfund-
þess getið í formála sínum, að 1
bókin sé að meginefni til flokkur
fyrirlestra, sem höfundar hennar
fluttu í Ríkisútvarpið á útmán-
uðum 1963. Farast honum að öðru
leyti þannig orð um tilgang
hennar:
„Þættir þeir um íslenzkt mál,
sem hér birtast, eru frá hendi
'höfunda hugsaðir sem alþýðleg
fræðsla um íslenzka tungu og
iþróun hennar. Hér er ekki um
það að ræða, að birtar séu nýjar
athuganir eða niðurstöður nýrra
rannsókna, þótt að vísu sé í sum-
um þáttanna ýmislegt, sem ekki
hefir verið áður fram tekið eða
sett fram á þann hátt, sem hér
er gert. Þetta bið ég lesendur að
athuga, svo að þeir búizt ekki
við öðru né meira en ætlað var.
Bókin er, sem sé, hugsuð sem
alþýðlegt fræðslurit.“
Þessum tilgangi sínium nær hún
ágætlega. Hún er lipurlega sam-
in, glögg og greinagóð; í fáum
orðum sagt: bæði gagnfróðleg og
læsileg. íslenzk tunga er þar
j rædd frá mörgum hliðum, en
I þessir eru höfundar bókarinnar
og viðfangsefni þeirra:
Prófessor Hreiinn Benediktsson:
„Upptök íslenzks máls“ og „ís-
lenzkt mál að fornu og nýju“
(í iveim köflum); Jón Aðalsteinn
Jónsson cand mag.: „íslenzkar
mállýzkur“; dr. Jakob Benedikts-
son: „Þættir úr sögu íslenzks
orðaforða"; Halldór Halldórssoin
prófessor: „Nýgervingar í forn-
máli“ og „Nýgervingar frá síðari
öldum“; Ásgeir Blöndal Magnús-
son: „Um geymd íslenzkra orða“;
og Ámi Böðvarsson cand. mag.:
„Viðhorf Islendinga til móður-
málsins fyrr og síðar.“ Loks er
góð og gagnleg bókaskrá.
Allir eru þættir þessir, eins og
vænta mátti, samdir af víðtæk-
urinn að hluthöfum skyldi
greidd 6% af hlutafjáreign sinn
fyrir árið 1965.
í stjórn verksmiðjunnar von
kjörnir þeir Halldór H. Jónsson
arkitekt, og Hjörtur Hjartai
framkvæmdastjóri, og varamem
þeirra: Grímur Thorarensen
framkvæmdastjóri, og Hjalt
Pálsson, framkvæmdastjóri. Hal
dór Kjartansson, stórkaupmaður
var endurkjörinn endurskoðandi
Stjórn Áburðarverksmiðjunnai
skipa nú: Pétur Gunnarsson
framkvstj., formaður; Halldór H
Jónsson, arkitekt; Hjörtur Hjart-
ar, framkvstj., Steingrímur Her-
mannsson, framkvstj, og Tómaa
Vigfússon, byggingameistari. —
(Frá Áburðarverksmiðjunni). !
um og traustum lærdómi, en
jafnframt lýsir þar sér, beint og
óbeint, ást höfundanna á íslenzkri
tungu og virðing þeirra fyrir
henni. Réttilega áminna þeir
einnig landa sína um það, að
standa vörð um hana.
Þáttur Árna Böðvarssonar um
viðhorf Islendinga til móðurmáls-
ins á ýmsum tímum tók þann, er
þetta ritar, sterkum tökum, en
þar er fjallað um það mál, sem
verið hefir meginþáttur í allri
þjóðræknisviðleitni íslendinga
vestan hafs, varðveizla íslenzkrar
tungu þeim megin hafsins í
lengstu lög, þótt við ramman reip
sé að draga í þeim efnum. Step-
han G. Stephansson sór sig í ætt
til hinna ágætustu Íslendinga, og
annarra stórskálda vorra, þegar
hann í kvæði sínu ,,Móðurmálið“,
er hann flutti sem Islendingadags
minni 1895, eggjaði landa sína til
að muna og varðveita íslenzka
tungu í þessum hreimmiklu orð-
um um fegurð hennar, tign og
mátt:
Vort djarfa, fagra móðurmál,
eins mjúkt sem gull og hvellt
sem stál,
þú sigurtunga í sögu og brag,
þú sætast hljómar þennan dag
í brjósti hverju er bærist hér —
og börn þín gleymi aldrei þér.
Sú lærdómsríka og tímabæra
bók um íslenzka tungu, sem hér
hefir stuttlega verið gerð að um-
talsefni, á erindi til allra þeirra,
beggja megin hafsins, sem unna
sem fegurstri mynd sinni.
KRISTINN EINARSSON
héraðsdómslögmaður
Hverfisgötu 50 (frá Vatnsstíg)
Símar 10260 og 40128
HRAFNKELL ASGEIRSSON,
héraðsdómslögmaður
Vesturgötu 10, Hafnarfirði
Sími 50318.
Gamanleikurinn Endasprettur, hefur nú verið sýndur 33 sinnum í Þjóðleikhúsinu við ágæta að-
sókn. Nú eru aðeins eftir tvær sýningar á leiknum og verður næsta sýning á sunnudagskvöld.
Myndin er af Þorsteini Ö. Stephensen, Ævari Kvaran, Róbert Arnfinnssyni og Gísla Alfreðssvni í
hlutverkum sínum.
77
Dr. Richard Beck:
Islenzkan er orða-
frjósöm móðir“